Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Forvarnir gegn sjúkdómum Húsbréf € n i KÆRU lesendur. Ég hef síðastliðin níu ár kynnt mér og reynt að nema leiðir til að líkaminn geti varist sjúkdóm- um. Ég sjálf hafði þá tii margra ára verið afar slæm vegna skjaldkirt- ilssjúkdóms. Mér hefur tekist að ná miklum árangri við að veijast afleiðingum þessa sjúkdóms. Einnig hafa margir vinir mínir og ættingjar verið með mér að leita að leiðum tii forvarna og hafa fengið mun auðveldara líf. Ég vil taka skýrt fram að þetta krefst mikils aga í dag- legu lífi en ef hann er fyrir hendi er hægt að gera „kraftaverk". Ég vil einnig taka skýrt fram að ég ber takmarkalausa virð- ingu fyrir öllum sem bera þrá til læknis- og hjúkrunarnáms alls og veit að það þarf ómældan dugnað og gáfur til að ná sínum takmörkum í prófgráð- um. Þetta fólk allt býr við mjög erfiðar starfs- aðstæður og vita allir landsmenn að miklu þarf að breyta í heil- Selma Júlíusdóttir. brigðiskerfinu ef vel á að standa að málum. Ég persónulega bið alla lækna og annað hjúkrunarfólk að víkka út sjóndeildarhring sinn og læra að notfæra sér betur allar þær óhefðbundnu leiðir sem standa til boða, án fordóma. Sjálfsagt er að alltaf sé vandað til mála en ekki viðhöfð óvönduð vinnubrögð. Flestir sem eru að berjast fyrir Ef aginn er fyrir hendi, segir Selma Júlíusdótt- ir, gerast „kraftaverk“. að almenningur læri meira um sjáifshjálp gera sér að fullu grein fyrir að engin má sjúkdómsgreina nema lærðir læknar og er því mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að forsenda fyrir óhefðbundnum lækningum er að læknarnir vinni með það eitt í huga að það sé sjúkl- ingurinn sem á allt undir því að hið langa og stranga nám hans sé svo víðsýnt að allar leiðir séu kannaðar viðvíkjandi hveijum ein- staklingi. Fjórir nútímamenn hafa sér- staklega verið afar duglegir og vandvirkir við að miðla þekkingu til landsmanna um óhefðbundnar leiðir í lækningum og ber ég mikla virðingu fyrir framlagi þeirra. Það eru læknarnir Úlfur Jóhannesson og Hallgrímur Magnússon, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, og Ævar Jóhannesson, myndasmiður, en hann er einnig þekktur fyrir lúpínuseyðið sem svo margir njóta góðs af. Heilsuhringurinn hefur aðal- Iega birt greinar Ævars og Úlfs til margra ára en tímaritið Nýir tímar hefur í seinni tíð líka birt mjög mikið af afburða greinum um þessi mál og hafa Ulfur og Einar Þorsteinn verið virkir vel þar. Morgunblaðið hefur einnig verið afar víðsýnt á þessum svið- um eins og öðrum. Þar hafa Ein- ar Þorsteinn og Úlfur átt margar góðar greinar, ásamt fjölmörgum öðrum greinarhöfundum, um þessi mál. Nýlega var gefin út í Ameríku afar vönduð stór bók um óhefð- bundnar lækningar; Altemative Medicine. Allir þekktustu sérfræð- ingar á sínu sviði rituðu þessa bók, 380 talsins. Er vonast til að þetta sé framtíðarbæklingur alls staðar í heiminum og byggist boð- skapur hans á að kenna fólki for- varnir fýrst og fremst en um leið að kunna að meta allar lækningar sem eru án mikilla aukaverkana. Mun ég í þessari fyrstu grein minni um þessi mál vitna í formála þess- arar miklu bókar. Framtíðin í lækningum Bókin var ætluð sem lærdóms- ríkt hjálpartæki til að sýna lesend- um aðferðir til að halda heilsu. Þetta eru óhefð- bundnar aðferðir. Það á alls ekki að nota þessa bók í staðinn fyrir lækni heldur nota hana samhliða. Sérstaklega eiga van- færar konur alltaf að hafa lækni með í ráð- um. Allir eiga að bera ábyrgð á heilsu sinni og allir bera ábyrgð á að nota þessa bók með skynsemi og helst hafa lækni sinn með í ráðum ef því verður viðkomið. Thomas Edison uppfinningamaður eftirfarandi: „Framtíðar- ritaði læknar munu ekki nota tilbúin meðul, en í staðinn munu þeir ráð- leggja sjúklingum sínum forvarnir gegn sjúkdómum. Sérstaklega með vönduðu fæði og að finna orsök sjúkdómsins til að hindra framgang hans“. Vegna ófullkomleika nútíma lækninga leitar fólk æ meira í óhefðbundnar lækningar. Almenn- ingur er farinn að gera sér grein fyrir hve áhrifaríkar óhefðbundnar lækningar geta verið. Þar er blandað saman líkams- og hugarstarfsemi, með hliðsjón af vísindum og reynslu. Er þar farið eftir mjög víðsýnum, fjöl- breyttum menningarleiðum. I nútíma lækningum er oft mik- il áhersla lögð á rannsóknir og meðferð lyfja án þess að líta á sjúklinginn í heild. Það er ekki leyndarmál að í Bandaríkjunum er nútíma læknisþjónustan í mikl- um vandræðum. Þó að hefðbundin lækning við neyðaraðstæður sé afar langt komin þar bæði við suma bakteríusjúkdóma og slys. Einnig eru skurðlækningar mjög langt komnar. Svo virðist að for- varnir hafi mistekist alvarlega. Hvernig á að takast á við hina ótal nýju sjúkdóma sem alltaf eru að koma upp og ólæknandi sjúk- dóma sem eru að fylla spítalana og læknaskrifstofur? Heilsukostn- aður er að fara út fyrir öll tak- mörk. Meðferðir á ólæknandi sjúk- dómum er 85% af kostnaðarlið til þessara mála. Þetta ástand hefur skapast af því að við borgum næstum ekkert til forvarna, segja ein helstu náttúrulækningasam- bönd Bandaríkjanna American Association of naturopathic physicians. I þessari nýútkomnu bók er sjúkdómsmeðferð hefðbundinna lækninga líkt við að ef þakleki sé á húsi sé alltaf reynt að gera við skemmdirnar sem eru afleiðingar þaklekans en ekki gert við þaklek- ann sjálfan og þar með heldur orsakavaldurinn stanslaust áfram að skemma. í afar mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómar nái valdi á líkamanum ef orsaka er leitað í staðinn fyrir að reynt sé fyrst og fremst að minnka áhrif- in sem sjúkdómurinn hefur. Allir vita að aspirín getur minnkað höfuðverk þó svo að það geti ekki læknað kvillann sem veldur hon- um. Það hefur verið vitað lengi, að ójafnvægi í mataræði er helsti orsakavaldur ójafnvægis í líkam- anum og veldur afar mörgum sjúkdómum. Þessvegna þarf að vera aðalforvarnarstarfið að nær- ingarfræði sé kennd almenningi frá unga aldri og lögð áhersla á að heilbrigður lífsstíll sé forsenda fyrir góðu lífi. Það er staðhæft af mörgum sem hafa rannsakað þessi mál mjög djúpt að hægt sé að koma í veg fyrir afar stórt hlutfall margra þekktra sjúkdóma ef ónæmiskerfið er sterkt og fær það sem það þarf sér til viðurværis dags daglega sem eingöngu er uppbyggjandi en ekki niðurríf- andi. Vona ég að þeir íslendingar sem hafa stjórnunarvald til að koma okkar málum í betra horf beri þá ábyrgðartilfinningu að koma for- varnarmálum úr þeirri miklu óreiðu sem nú er og um leið geta þá hjálpað betur þeim sem líða ólýsanlega vegna skorts á sjúkra- rúmum og annarri læknaaðhlynn- ingu vegna fjárskorts. Höfundur er ilmolíufræðingur. Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 4. flokki 1994 2. flokki 1995 Innlausnardagur 15. september 1996. 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.751.206 kr. 1.000.000 kr. 1.350.241 kr. 100.000 kr. 135.024 kr. 10.000 kr. 13.502 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.717.248 kr. 1.000.000 kr. 1.143.450 kr. 100.000 kr. 114.345 kr. 10.000 kr. 11.434 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.480.266 kr. á 1.000.000 kr. 1.096.053 kr. 5 100.000 kr. 109.605 kr. 1 10.000 kr. 10.961 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFAÐEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 WORLD PRESS PHOTO LUC DELAHAYE, FRAKKLANDI, MAGNUM PH0T0S FYRIR NEWSWEEK, „FRIÐARGÆSLULIÐAR SÞ OG FLÓTTAFÓLKITUZLAIJÚU1995.“ Sýning World Press Photo á bestu fréttaljósmyndum ársins 1995 stendur yfir í Kringlunni frá 14. september til 2. oktöber. Komið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims. J HflNSPETERSENHF KRINGWN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.