Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hinn silfurslegni sannleikur ÞANN 22. júní sl. birtist í Lesbók umsögn um sýningu, sem stendur yfir í Þjóðminjasafni Islands. Inn í umsögnina hefur slæðst ein villa, sem þó verður ekki skrifuð á reikn- ing höfundar. Sagt er að sjóðurinn frá Miðhúsum sé frá víkingaöld. í lítilli bók, sem hefur verið gefin út í tengslum við sýninguna, stendur einmitt undir mynd af sjóðnum, að hann sé gangsilfursjóður frá vík- ingaöld. Það er reyndar aðeins að hluta til rétt og hefur verið gerð kostnaðar- söm rannsókn er sýnir fram á annað. Rannsókn Þjóðminjasafns Dana Fyrir rúmu ári var >birt skýrsla Þjóðminja- safns Dana um Mið- húsasjóðinn. Þjóð- minjavörður fór þess á leit við Þjóðminjasafn Dana að það rannsak- aði silfrið með tilliti til niðurstaðna bresks sérfræðings, James Graham-Campbells, sem boðið hafði verið hingað til lands árið 1994 til að rannsaka sjóðinn stílfræðilega. Gra- ham-Campbell taldi þijá gripi í sjóðnum vera frá seinni tíma en víkingaöld, en hann mælti jafnframt með frekari rannsóknum. Helsta niðurstaðan í dönsku skýrslunni er hins vegar að silfrið hafi sömu efna- greiningu og silfur frá víkingaöld, sem borið var saman við silfrið frá Miðhúsum. Þetta hefur verið túlkað hér á landi sem að silfur á víkinga- öld hafí almennt sérstaka efnasam- setningu, sem hægt sé að tímasetja með. Önnur meginniðurstaða danska þjóðminjasafnsins er, að gripur nr. 3 í Miðhúsasjóðnum sé gerður með tækni, sem ekki var þekkt á víkinga- öld. Af dönsku rannsókninni er ljóst, að Miðhúsasjóðurinn er ekki allur frá tímum víkinga, því einn gripanna hefur verið gerður með tækni, sem var ekki til fyrr en á nútíma. Þrátt fyrir niðurstöður dönsku skýrslunn- ar, er því enn haldið fram að sjóður- inn sé frá víkingaöld. Er þá væntan- lega um óskhyggju að ræða, eða stuðst við staðhæfinguna um að sil- frið í Miðhúsasjóðnum hafi sömu efnasamsetningu og silfur frá vík- ingaöld. Silfur frá öðrum tímum getur þó hægiega haft sömu efna- greiningu og silfur frá víkingaöld, því efnagreinging er ekki tímasetn- ingaraðferð. Birting niðurstaðna? Þann 30. júní 1995 var danska skýrslan birt ásamt sumum öðrum gögnum varðandi rannsóknir Mið- húsasjóðsins. Menntamálaráðuneyt- ið mælti með þeirri birtingu. Einnig var birt skýrsla Þjóðminjasafns ís- lands, sem inniheldur niðurstöður sem ekki er að finna í dönsku skýrsl- unni. Hins vegar var aðeins hluti gagna í máli þessu birtur, þótt þjóð- minjaráð hefði sjálft samþykkt að birta allt. Sitthvað gleymdist. Má þar nefna ýmis bréf tengd fundi og rann- sóknum sjóðsins, m.a. leyfi Þórs Magnússonar til rannsóknar á sjóðn- um árið 1992. Ekki er greint frá þessu leyfi í skýrslu Þjóðminjasafns né í skýrslu þjóðminja- varðar sjálfs árið 1995. Hingað til hefur verið sagt opinberlega að slíkt leyfi hafi fyrst ver- ið gefið af Guðmundi Magnússyni fyrrver- andi þjóðminjaverði. Ekki var heldur birt bréf þjóðminjavarðar til landeigenda á Miðhúsum frá því í október 1980, þar sem spurt er um fjarlægðir á milli húsa, þar sem gleymdist að mæla þær við rannsóknir þ. 30. ágúst 1980. Ekki birtust heldur svör landeigenda. Á sama tíma og bréf þessi voru rituð haustið 1980 fund- ust fleiri fornleifar á Miðhúsum. Þjóðminjasafni var ekki greint frá þeim fyrr en snemma árs 1994. í skýrslu minni nr. 2 um Miðhúsa- sjóðinn, er ég sendi menntamála- ráðuneytinu og þjóðminjaráði í ágúst 1994, er að finna mjög svipaða nið- urstöðu um grip nr. 3 og Þjóðminja- safn Dana kemst að. Þessa skýrsla mín var hins vegar ekki birt og ekki minnst á þessa niðurstöðu í íslensku skýrslunni. Fleira var sett undir huiinshjálm. Enginn fékk að vita, að hluti sjóðsins fór til Lundúna árið 1992, þar sem átti að efnagreina hann. Ekkert varð þó úr því. Er þetta gerðist var ég ekki starfsmað- ur Þjóðminjasafns Islands, en því hefur verið haldið fram að ég hafi hafið rannsóknir á sjóðnum. Eg rit- aði reyndar þjóðminjaverði bréf 1992 og afþakkaði ieyfi um rannsókn sjóðsins, vegna þess að hann hafði í bréfi tengt ósk mína um slíkt við annarlegar skoðanir á finnendum sjóðsins. Þessi bréf voru heldur ekki birt af þjóðminjaráði. Annað bréf sama efnis til þjóðminjavarðar árið Alhæft er, segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, og sagt að Miðhúsasjóðurinn sé allur frá víkingaöld. 1989, þar sem ég óska eftir að rann- sóknir fari fram á sjóðnum, var held- ur ekki birt af þjóðminjaráði. Því var reyndar aldrei svarað. Einhveijir aðrir en ég og James Graham-Camp- bell sáu þó ástæðu til að rannsaka sjóðinn árið 1992 og fóru með hann til útlanda með mikilli leynd. Það var gert án þess að leyfi væru gef- in, en til útflutnings fornleifa þarf leyfi þjóðminjaráðs. Þess má geta að þjóðminjaráð taldi ástæðu til að gefa mér ávirðingu fyrir það að gagnrýna vinnubrögð við birtingu niðurstaðna í Miðhúsa- málinu. Það þykir hins vegar ekki ávirðingarsök, að skýrslur og bréf, sem ég afhenti menntamálaráðuneyti og þjóðminjaráði sem trúnaðarskjöl, voru orðin almannaeign löngu áður en sum gögn málsins voru birt á biaðamannafundi 30. júní 1996. Dómur þjóðminjaráðs Meðan fjölda gagna var haldið leyndum, þótti formanni þjóðminj- aráðs viðeigandi að láta efírfarandi orð falla í DV þ. 1. júlí 1995: „Ég tel að þetta umtal og ásakanir ein- stakra starfsmanna hafi verið til mikilla vandræða fyrir safnið satt að segja og mál að linni.“ Orð þessi vill þjóðminjaráð ekki skýra. Þótt ég hafi verið ranglega ásakaður um að hafa velt því fyrstur manna fyrir mér að silfursjóðurinn væri falsaður, er ekki nema von að það hafi verið gert, þegar slík orð eru látin falla af þjóðminjaráði. Ekki voru birt bréf sem sýna að það var hvorki ég né James Graham-Campbell, heldur þjóðminjavörður sem fyrstur manna velti fyrir sér fölsun sjóðsins og hugsanlegri aðild finnanda að henni. Menntamálaráðuneyti hefur nú fengið afrit af skjölum sem hér hafa verið nefnd. Fleiri skjöl um málið í fórum Þjóðminjasafns eru enn óbirt og sætir það furðu. Engar athugasemdir? Einni klukkustund áður en að danska skýrslan var opinberuð, var ég kallaður á fund þjóðminjaráðs og mér afhent skýrsla danska þjóð- minjasafnsins og íslenska skýrslan. HÁLSHRINGUR frá Miðhúsum Mér var boðið að tjá mig um þau orð sem formaður þjóðminjaráðs fylgdi þeim úr hlaði með. Ég taldi, að fyrst að skýrsla sem fjallaði um rannsókn James-Graham Campbells væri kynnt mér fyrstum allra, væri greinilega verið að gera mig að málsaðila í máli sem ég hætti að hafa bein afskipti af eftir að núver- andi þjóðminjaráð hóf rannsóknir á sjóðnum. Danska skýrslan fjallaði heldur ekki um mínar niðurstöður (t.d. skýrslu nr. 2). Ég afþakkaði því þetta einkennilega boð, enda fáheyrt að stjórnsýslunefndir biðji menn um álit, án þess að þeir hafi lesið það sem þeir eiga að gefa álit á. James Graham-Campbell fékk fyrst skýrslu Þjóðminjasafns Dana tveimur mánuðum síðar. Hann ritaði þjóðminjaverði bréf, sem aldrei hefur verið kynnt. Margar athugasemdir við fræði- lega hluta dönsku skýrslunnar hafa nú séð dagsins ljós og hafa þær verið kynntar viðkomandi aðilum. 1) í ljós er kominn vafí um gæði efnargreiningar þeirrar sem danska þjóðminjasafnið beitti. Susan Kruse, sérfræðingur í efnagreiningu silfurs frá víkingaöld, er starfar við Kings College í Lundúnum, hefur m.a. sagt, að þótt líklegt sé að sjóðurinn sé frá víkingaöld, sé ekki hægt að staðhæfa það með þeim aðferðum sem notaðar voru í Kaupmannahöfn. Upphaflega var stungið upp á að fá Susan Kruse til að framkvæma efnagreiningar á silfrinu frá Miðhúsum. Núverandi þjóðminjaráð sá hins vegar frekar ástæðu til að slík greining færi fram af einstaklingum, sem ekki höfðu stundað slíkar rannsóknir. 2) Sænski sérfræðingurinn Birg- itta Hardh, er fengin var til að gefa álit sitt í dönsku skýrslunni, kallar hring nr. 1 í Miðhúsasjóðnum aug- ljósa hliðstæðu (klar parallell) háls- hringja í sjóði er fannst í Slemmedal við Grimstad í Noregi árið 1981. Hringarnir eru greinilega ekki hlið- stæður, einfaldlega vegna þess að íslenski hringurinn er snúinn úr 3 þráðum en sá norski úr 6 og lásar hringanna eru ekki eins (sjá mynd). Hvernig slík samlíking gat átt sér stað sætir furðu. Að minnsta kosti tveir gullsmiðir tengdust fundi norska sjóðsins. í sjóðnum var lítili HÁLSHRINGUR frá Slemmedai í Noregi. kross, sem var tekinn þar sem hann hékk um háls dóttur eins finnand- ans. Skrifað var um sjóðinn í hið virta tímarit Viking árið 1981. Þar voru t.d. þessar fundaraðstæður ekki tilgreindar. Er ég reyndi að fá rann- sóknarskýrslu um sjóðinn í Ósló var mér tjáð að skýrslan væri trúnaðar- mál og að ég gæti ekki fengið að sjá hana. Það er því ljóst að skýrsla Þjóðminjasafns Dana ábyrgist gerð grips frá Miðhúsum með samlíkingu við grip í sjóði, sem ekki er hægt að fá upplýsingar um. Mér hefur verið tjáð að stofnun sú er hýsir Slemmedal-sjóðinn sé hrædd við að í skýrslunni séu upplýsingar og vangaveltur, sem leitt gætu til stefnu um meiðyrði frá finnendum sjóðsins á hendur höfundunum. Þjóðminjasafni Dana og þjóðminj- aráði hefur verið gerð grein fyrir þessum athugasemdum. Starfs- manni Þjóðminjasafns Dana, er sá um rannsóknina, láðist hins vegar að segja yfirmönnum sínum frá þeim. Þjóðminjaráð hefur svarað fyrirspurn um frekari rannsóknir á Miðhúsasjóðnum, og þar með talið rannsókn á grip nr. 3 á eftirfarandi hátt: „Ráðið varð sammála um að að svo komnu máli beiti það sér ekki fyrir rannsókn á sjóðnum en að fræðimenn geti rannsakað hann eins og aðra muni safnsins." Yfirstjórn Þjóðminjasafns telur ekki ástæðu til að Þjóðminjasafnið rannsaki sjóðinn, enda er hann sagð- ur vera frá víkingaöld í nýrri bók safnsins, þrátt fyrir að niðurstöður kostnaðarsamrar rannsóknar hafí sýnt fram á annað. Stjórn safnsins ætlar sér ekki að komast til botns í fræðilegu vandamáli. Niðurstöður Þjóðminjasafns Dana og ýmis vafa- atriði eru hins vegar staðreyndir, sem ekki verða flúnar. í stað þess að rannsaka vandamálin er alhæft og sagt að sjóðurinn sé allur frá víkingaöld. Þeir sem það gera, vinna gegn vísindafrelsi, fijálsri tjáningu og eðlilegum skoðanaskiptum. Sú meðferð sannleikans, sem lýst hefiir verið hér að framan, verður að flokk- ast undir brot á mannréttindum miðað við stöðu mála. Höfundur er fornleifafræðingur. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Uppsveifla VIÐ lifum nýja tíma. Uppgangur er í efnahagslífinu eftir mörg mögur ár. Tekj- ur vaxa, tekjur ein- staklinga, tekjur sveitarfélaga og tekj- ur ríkissjóðs. Þess sér hvarvetna stað að umskipti eru nú orðin. Hvað veldur umskipt- unum? Hvort tveggja hefur gerst að við- skiptakjör hafa batn- að og að stefna ríkis- stjórnarinnar hefur skilað árangri. Stjórn- arstefnan hefur geng- ið upp. Lagt var upp með ábyrga fjármálastjórn í síðustu ríkisstjórn og henni haldið fram með vaxandi ákveðni í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Stefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar skilar vax- andi hagsæld. Verð- bólgan er með því lægsta sem þekkist, vextir hafa farið lækk- andi og viðskiptajöfn- uðurinn við útlönd er hagstæður. Allt skiptir þetta miklu máli fyrir efna- hag þjóðar og hag heimilanna. Uppsvei- flan á sér stað við nýj- ar aðstæður þar sem fjármagnsmarkaður- inn er frjáls, en ekki bundinn eða honum stýrt með stjómvalds- aðgerðum. Bjartsýni hefur aukist til muna. Víða er verið að fram- kvæma og leggja drög að nýjum störfum á mörgum sviðum at- vinnulífsins. Fólk sér fram á betri Hjálmar Jónsson Eyðslan er mun meiri, segir Hjálmar Jónsson, en sem nemur kaup- máttaraukningunni. tíð og eygir ýmsa möguleika til atvinnusköpunar. Við þessar að- stæður er nauðsynlegt að ríkið haldi sér til hlés eftir föngum og láti einstaklingunum það eftir að njóta sín og nýta tækifærin og möguleikana. Hvers vegna hallalaus fjárlög? Ríkisstjórnarflokkarnir á Al- þingi hafa tekið ákvörðun um að fjárlögin verði afgreidd hallalaus fyrir næsta ár. Það markmið er ekki fjarlægt heldur hefur upp- sveiflan í þjóðfélaginu líka hjálpað ríkissjóði um auknar tekjur. Sára- lítill halli var á fjárlögunum fyrri hluta þessa árs og má búast við að með áframhaldandi aðgæsíu í ráðstöfun fjármuna muni mark- miðin um hallalaus fjárlög nást. Rétt er þó að benda á, að ekki má líta á það sem trúaratriði að afgreiða fjárlögin á núlli. Milljarð- ur til eða frá þyrfti ekki að skipta stóru máli. Annars væru stjórn- málamenn Iandsins undanfarna áratugi_ sekari en þeir gætu risið undir. Á sekt þeirra skal ekki lagð- ur dómur hér, en bent á hitt að ríkið verður að halda aftur af út- gjöldum sínum til þess að veija velferðarkerfið og því fremur sem hættumerki sjást í neyslugjöldum almennings. Það er höfuðatriði þessa máls. Kaupmáttaraukningin var 4% árið 1995 og í ár stefnir hún í 4 og ‘/2%. Eyðslan er samt mun meiri en nemur kaupmáttar- aukningunni. Þjóðin er því farin að auka skuldir sínar, eyða um efni fram. Þessi varhugaverða þensla setur viðskiptajöfnuðinn í hættu og um leið stöðugleika verð- lags. Ef verðbólga færi aftur af stað eru komnar upp nýjar aðstæð- ur í þjóðfélaginu frá því á fyrri verðbólguárum. Heimilin í Iandinu eru nú miklum mun skuldsettari en á verðbólgutímunum og lánin eru löng og verðtryggð. Því er hægt að gera sér í hugarlund hvað myndi gerast ef verðbólgan yrði 7-10% að ekki sé nú talað um meira. Skapast myndi alvarlegt ástand, nánast hrun á efnahag fólks og víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags kæmu til að nýju. Það er einkum af þessum ástæðum sem brýnt er að afgreiða hallalaus fjárlög og helst með nokkrum af- gangi. Og vonandi dugir það til. En fari verðlag hækkandi og við- skiptahalli verði staðreynd þá þarf að grípa til úrræða sem duga. Undir engum kringumstæðum má setja stöðugleikann í hættu. Kaupmáttaraukning um 4-5% á ári á sér nú stað, en hætt er við að sá batnandi hagur færi fyr- ir lítið. Aftur yrði tekið til við að eyða út á framtíðina og spilla fyr- ir afkomendunum í stað þess að búa í haginn fyrir komandi kyn- slóðir með ábyrgð í fjármálum og efnahagsstjórn. Höfundur er alþm. og á sæti í fjárlaganefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.