Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 39 FRETTIR i i i i i Lundey Þerney Geldinganes örfirisey Re>*ÍarneS Laugames Gufunes Keldna- holt ’ÖskiuNjaÞleytf hlí&arp"1^ Reibskarí) Bústa&ir KORTIÐ sýnir Iandnámsleiðina á sjó og landi. Sjóleið raðgöngunnar á laugardag 1 I | LANDNÁMSLEIÐINNI, rað- göngu Útivistar 1996, lýkur laug- ardaginn 14. september með því að sjóleiðarhlutinn verður far- inn. Raðgangan er farin til að minna á sögnina í Landnámu um samskipti Steinunnar gömlu, Eyvindar og Hrollleifs. Mæting í raðgönguna er á | Umferðarmiðstöðina kl. 10.30. IValverðurumannarsvegarað ganga frá Umferðarmiðstöðinni | til skips niður í Suðurbugt við Grunnskól- inn til um- , ræðu á for- j eldraþingi LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli standa fyrir foreldraþingi í Pélagsheimilinu á Seltjarnarnesi 13.-14. september. Þingið hefst eftir hádegi á föstudag en þá munu Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra | sveitarfélaga, og Guðrún Ebba ÓI- afsdóttir, Kennarasambandi ís- g lands, flytja ávörp um grunnskól- ann á ábyrgð sveitarfélaga. Regína Höskuldsdóttir, Seltjarn- arnesi, ræðir um foreldraráð _ frá sjónarhóli skólastjóra og Árni Gunnarsson, forstöðumaður Heilsustofnunar í Hveragerði, fjall- ar um foreldraráð frá sjónarhóli foreldris. Fyrir hádegi á laugardag verða I námskeið og vinnuhópar þar sem g t.d. verður rætt um starfsreglur g fyrir foreldra, samstarf foreldra- " ráða innan sveitarfélaga, lög og reglugerðir um skólastarf, for- eldraráð/skólanefndir í fámennum skólum, líðan nemenda og sam- skipti og skipulag og rekstur for- eldrafélaga. Á foreldraþinginu verður einnig fjallað um framtíðaruppbyggingu d foreldrahreyfingarinnar og fram- ’ tíðarverkefni Heimilis og skóla. 9 Foreldraþingið er opið öllum for- 4 _______ Miðbakka og sigla með víkinga- skipinu Islendingi inn undir Leiruvog, fara þar í land og ganga fornleið í Grafarvog og þaðan með rútu niður á Umferð- armiðstöð. Hins vegar að fara með rútu upp í Grafarvog og ganga þaðan niður í Leiruvog og sigla með víkingaskipinu út í Reykjavíkurhöfn og ganga þaðan suður á Umferðarmið- stöðina. Allir velkomnir. eldrum nemenda í grunn- og fram- haldsskólum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heimilis og skóla. Fjölskyldan og hjónabandið EIVIND Fröen heldur námskeið um fjölskylduna og hjónabandið á veg- um Fjölskyldufræðslunnar. Nám- skeiðin verða haldin í safnaðarheim- ili Digraneskirkju, Digranesvegi 82, Kópavogi 12.-13. september og 16.-17. september og hefiast kl. 20. Eivind Fröen er norskur fjöl- skylduráðgjafi og fyrirlesari. Hann er kennari að mennt og hefur einnig lagt stund á guðfræði og fjölmiðlun. Námskeið þetta hefur hann unnið í samstarfí við Margret Kern Fröen, sem er bandarísk. Þau hjónin hafa haldið námskeið sem þetta og önnur lík víða á Norðurlöndunum. Eivind fer mikið til þróunarlandanna og sinnir þar kennslu og leiðtogaþjálf- un. Hann hefur margoft komið til Islands, fyrst árið 1974. Skráning á námskeiðin stendur yfir hjá Fjöiskyldufræðslunni og í Digraneskirkju. Lyfjafræði- safnið opið um helgina LÆKNINGA- og lyíjafræðisafnið á Seltjarnarnesi verður opið um helg- ina, 14. og 15. september, en þetta er síðasta helgina sem safnið er opið á þessu sumri. Læknaminjasafnið, Nesstofu- safn, er sérsafn á sviði lækninga- minja. Þar eru sýnd áhöld og tæki sem tengjast sögu heilbrigðismála á Islandi síðustu aldirnar. Safnið er til húsa í Nesstofu. Nesstofa tengist sögu heilbrigðismála á ís- landi í ríkum mæli því stofan var byggð á árunum 1760-1763 og ætlað að vera heimiii og vinnustað- ur fyrsta landlæknisins á íslandi, Bjarna Pálssonar. Nesstofa var að- setur fimm fyrstu íslensku land- læknanna. í Nesstofu var fyrsta apótek á íslandi og hefur innrétting þess verið endurgerð. Þar störfuðu fjórir fyrstu lyfsalar landsins. Lyfjafræði- safnið er í eigin húsnæði við hliðina á Nesstofu. I safninu má sjá muni og minjar úr íslenskum apótekum frá upphafi þessarar aldar fram til okkar daga og skoða hvernig lyija- gerð var háttað enn lengra aftur í tímann. Kynningar- fundur FBSR KYNNINGARFUNDUR Flug- björgunarsveitar íslands verður haldinn mánudaginn 16. september kl. 20 í björgunarmiðstöð FBSR við Flugvallarveg, við hliðina á Bílaleigu Flugleiða. Á dagskrá fundarins verður rætt um íjallamennsku, klifur, skíða- ferðir, skyndihjálp, fallhlífastökk, köfun o.fl. Til að hefja nýliða þjálfun þarf að hafa náð 17 ára aldri. Nýliða- þjálfun tekur tvö ár, þar sem mest áhersla er lögð á aga, skyndihjálp, rötun, ísklifur, klettaklifur, skíða- mennsku, búnað, fæði í ferðum, félagabjörgun, snjóflóðabjörgun, umgengni og virðingu fyrir náttúru landsins. Aðalfundur Heimdallar í kvöld AÐALFUNDUR Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn í kvöld, föstudaginn 13. september, í Skála á Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Á dagskrá eru hefðbundin aðal- fundarstörf, skýrsla stjórnar, kjör formanns og stjórnar og afgreiðsla stjórnmálaályktunar auk kjörs fé- lagskjörinna landsfulltrúa félags- ins. Heiðursgestur fundarins verð- ur Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins. ■ VAGNINNFLATEYRIÍ tilefni af opnun Vestfjarðaganga verður mikið um að vera um helgina. í kvöld, föstudagskvöld, er opið til kl. 3 og á laugardagskvöldið verður hátíðarkvöldverður og dansleikur. Hljómsveitin Fjórir á fæti leikur til kl. 3. ■ HÓTEL KEA AKUREYRI Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Draumalandið. Aðgangur er ókeypis. Höfðaborg- arfélagið með Reykjavíkur- < . ball 4 STJÓRN Höfðaborgarfélagsins hefur ákveðið að efna til dans- leiks í Súlnasal Hótels Sögu laug- ardaginn 14. september nk. en ekki í kvöld eins og misritaðist fskemmtanaramma Mbl. í gær. Á dansleikinn er sérstaklega boð- ið íbúum sem áttu heima við Skúlagötu, í Túnunum, þ.e. Sam- 4 túni, Miðtúni, Hátúni, Höfðatúni | og Defensor á árunum 1960- j 1980.Þessmágetaaðumkvöld- % Íð dansa þau Sæmi rokk og Didda saman opinberlega í siðasta sinn. Morgunblaðið/Golli ÓLYMPÍULIÐIÐ á æfingu. Ólympíuliðið lagt af stað SKAK Ólympíuskákmótiö JEREVAN, ARMENÍU 15. sept. — 1. október ÍSLENSKA skáklandsliðið er lagt af stað til Armeníu til að taka þátt á Ólympíumótinu í skák sem verður sett í höfuð- borginni Jerevan á sunnudag. íslenska liðið skipa þeir Mar- geir Pétursson, Jóhann Hjart- arson, Hannes Hlífar Stefáns- son, Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grét- arsson. Það er ýmislegt sem bendir til þess að liðið sé í þokkalegu formi um þessar mundir, fjórir fyrstnefndu hafa allir sigrað á mótum í vor og sumar, Þröstur var að tryggja sér stórmeistaratitil og Helgi Áss hefur einnig náð góðum árangri. Auk hefðbundins undirbún- ings hefur Gunnar Eyjólfsson leikari verið með liðið í stífum einbeitingar- og úthaldsæfing- um í allt sumar. Gunnar verður með í för, en liðsstjóri er Ágúst Sindri Karlsson. Andri Valur Hrólfsson er fararstjóri. Auk þeirra mun Einar S. Einarsson, svæðisforseti Norðurlanda, koma á þing FIDE sem hefst síðar í mánuðinum í Jerevan og Illugi Jökulsson, rithöfundur og skákáhugamaður, verður á staðnum. íslenska liðið varð í fimmta sæti á ÓL í Dubai 1986, í sjötta sæti í Manila 1992 og í því fimmta á heimsmeistaramóti landsliða í Luzern 1993. Á síð- asta Ólympíumóti í Moskvu varð sveitin í 20. sæti, enda aðstæður þá erfiðar. Nú er sveitin í 15,—20. sæti í styrkleikalistan- um og því hófleg ástæða til bjartsýni. Skemmst er þó að minnast að í vor náði liðið að sigra landslið Israels óvænt í keppni hér í Reykjavík. Atskákmót íslands, undanrásir Undanrásir á atskákmóti ís- lands fóru fram um síðustu helgi. í Reykjavík var keppt um sjö sæti í úrslitunum. Þröstur Þórhallsson sigraði örugglega þar, gerði aðeins þrjú jafntefli, við þá Sævar Bjarnason, Jón Garðar Viðarsson og Braga Halldórsson, en vann aðrar skákir sínar. Ungir og efnilegir skákmenn urðu í tveimur næstu sætum. Mótið var afar sterkt, það nægir að athuga hverjir urðu í 12.—18. sæti til að full- vissa sig um það. 1. Þröstur Þórhallsson 7 'A V. 2—3. Bergsteinn Einarsson og Jón Viktor Gunnarson 6 'h v. 4—6. Kristján Eðvarðsson, Bragi Halldórsson og Arnar Gunnarsson 6 v. 7—11. Jón Garðar Viðarsson, Sveinn Kristinsson, Tómas Björnsson, Dav- íð Kjartansson og Stefán Kristjáns- son 5 '/? v. 12—18. Sigurður Daði Sigfússon, Magnús Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Sævar Bjarnason, Július Friðjónsson, Torfi Leósson og Matt- hías Kormáksson 5 v. 19—22. Ágúst Ingimundarson, Hjörtur Þór Daðason, Pétur Sæv- arsson og Kjartan Thor Wikfeldt 4 v. o.s.frv. Það þurfti að skera úr um það með stigaútreikningi hver hreppti sjöunda og síðasta úr- slitasætið. Það kom í hlut Jóns Garðars Viðarssonar. Einnig var keppt á Akureyri. Jón Björgvinsson vann allar sjö skákir sínar og tryggði sér rétt í úrslitin. Næstir komu Rúnar Sigurpálsson með sex vinninga og Gylfi Þórhallsson með fjóran og hálfan vinning. Keppni á Vestfjörðum er ólokið. Urslitin fara fram í janúar. Atkvöld Hellis Fyrsta atkvöld vetrarins fór fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti mánu- daginn 2. september. Kristján Eðvarðsson sigraði örugglega: 1. Kristján Eðvarðsson 6 v. af 7 mögulegum 2. Magnús Pálmi Örnólfsson 5 v. 3—8. Gunnar Björnsson, Sveinn Kristinsson, Páll Agnar Þórarins- son, Bragi Halldórsson, Halldór Garðarsson og Ægir Óskar Hall- grímsson 4 v. Helgarskákmót hjá TR Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti dagana 13.—15. september. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Fyrstu þijár umferðirnar eru með 30 mínútna umhugsun- artíma, en fjórar síðustu með einni og hálfri klukkustund á 30 leiki en síðan hálftíma til við- bótar til að ljúka skákinni. Mót- ið hefst í kvöld kl. 19.30 og verða þá tefldar þrjár umferðir. Því er svo fram haldið á morgun kl. 10 og á sunnudag kl. 10.30. Því lýkur á sunnudagskvöldið kl. 21. Verðlaun eru kr. 20 þúsund, 12 þús. og 8 þús. og hækka ef þátttaka er góð. Öllum er heim- 11 keppni og fer mótið fram í félagsheimilinu Faxafeni 12. Helgarmót með þessu sniði hafa notið mikilla vinsælda undanf- arin misseri og er ætlunin að halda fleiri slík mót í vetur. Síð- asta helgarmót í ágúst þótti takast mjög vel, en sigurvegari varð Þröstur Þórhallsson, ný- bakaður stórmeistari. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.