Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GLJÁMISPILL í haustlitum. MISPLAR (Cotoneaster) RAUÐUR - rauður - rauður er liturinn á misplunum á haustin. Þessi hóp- ur runna skartar sínu fegursta á haustin þegar tími haustlitanna og beijanna rennur upp. Misplar (Cot- oneaster) eru runn- ar sem teljast til rósaættar og eru flestir ættaðir frá Kína og Himalaja- fjöllum. Þeir eru afar fjölbreyttir að vaxtarlagi, allt frá því að vera algjör- lega jarðlægir upp í upprétta, beinvaxna runna sem ná allt að 3 m hæð. Almennt má segja að misplarnir séu upp til hópa afar blaðfallegir og hefur sú stað- reynd umfram aðrar átt hvað stærstan þátt í vinsældum þeirra sem garðplöntur. Þeir blómstra afar fallegum hvítum eða bleik- um litlum blómum sem standa nokkur saman í klösum og fá rauð eða svört lítil ber á haust- in. Blómin og berin verða meira áberandi á ókiipptum runnum. Berin eru ekki hæf til átu. Mispl- ar eru ýmist sígrænir eða lauf- fellandi og virðast lauffellandi runnarnir þrífast betur hér á landi er þeir sígrænu. Misplamir eru, vegna hins fjölbreytta vaxtarlags, nothæfir á ýmsa staði í garðinum. Upp- réttir runnar eru mjög heppileg- ir í limgerði eða sem stakstæðar plöntur en jarðlægir runnar geta hentað sem lággróður í tijábeð eða í steinhæðir. Þeir gera ekki sérstakar kröfur til jarðvegs en verða að fá sæmilega góða birtu, eigi þeir að skila sínu. Einn þekktasti mispillinn hér á landi er án efa gljámispillinn (Cotoneaster lucidus). Hann hef- ur verið notaður mikið í lág klippt limgerði og stendur sig einkar vel í íslenskri veðráttu. Gljámispillinn verður eldrauður á haustin og standast fáir aðrir runnar honum snúning í haust- litafegurð. Maðkur getur orðið vandamál á gljámisplinum snemma sumars. Garðeigendur verða því að vera á varð- bergi gagnvart þessum vágesti og vísa honum um- svifalaust á dyr ef hann gerir sig heimakominn á misplinum. Annar vel þekkt- ur mispill er skriðmispillinn (Cotoneaster ad- pressus). Hann hefur jarðlægt vaxtarlag en getur vaxið upp með veggjum, grind- verkum, steinum og þess hátt- ar. Haustlitir skriðmispils verða nú aldrei eins áberandi og hjá stóra bróður, gljámispli, en þess í stað skartar skriðmispillinn hárauðum berjum sem eru til stakrar prýði. Fleiri misplar sem reynst hafa harðgerðir hér á landi eru t.d. grámispill (Cotoneaster inte- gerrimus), sem er lágvaxinn með út- og niðursveigðar greinar, loðin blöð og skrautlega gula og rauða haustliti; ígulmispill (Cot- oneaster bullatus), sem er 2-3 m hár, grófgerður runni, hentar sem stakstæður; breiðumispill (Cotoneaster dammeri), sem er sígrænn jarðlægur runni og af- skaplega blómviljugur; odd- mispill (Cotoneaster acuminat- us), sem er uppréttur fínlegur runni, blöðin hafa fallega bylgj- aða blaðjaðra. Fleiri tegundir af misplum hafa reynst fyllilega harðgerðar við íslenskar aðstæður en ekki er hægt að telja þá alla til í stuttri grein sem þessari. Eitt er þó tilvalið að minnast á að lokum og það er að jólakort búin til úr pressuðum laufblöð- um eru ákaflega skemmtileg. Ekki er þó ráð nema í tíma sé tekið og nú rennur upp sá tími að blöðin eru hvað fallegust. Jólakortagerðarmenn þurfa því að fara taka til hendinni og eru þurrkuð misplablöð í haustlit- unum sérlega jólaleg. Guðríður Helgadóttir BLOM VIKUNNAR 342. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Sérpantanir á húsgög^ m Beríst fyrir 25- september til afhendíngar fyrir jól MÖRKINNI 3 SlMI 588 0640 - FAX 588 0641 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbi.is Óvönduð fréttamennska á Stöð tvö „MÉR mislíkaði frétt Stöðv- ar tvö sl. mánudagskvöld þar sem fréttamaður vitnaði í ónafngreinda heimilda- menn í þingflokki Fram- sóknarflokksins og sagðist þá efast um hæfni heil- brigðisráðherra til að gegna sínu starfi og væri þetta altalað bak við tjöldin. Að mínu mati er það ákaflega óvönduð frétta- mennska að bera út rætið baktal af þessu tagi og er ég hissa á fréttastofu Stöðvar tvö að flytja slíka frétt ekki síst að ráðherran- um fjarstöddum. Ég er ekki ein^um þá skoðun. Ég vil taka fram að ég er ekki stuðningsmaður Framsóknarflokksins og þekki ekkert til ráðherrans en ég get ekki annað en varið þann sem ráðist er á á svona illkvittinn hátt. Jórunn Viðar Valgarðsdóttir Tapað/fundið Úr fannst LÍTIÐ kvenúr fannst sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 553-6881. Úr tapaðist GYLLT kvenmannsúr með gylltri og silfurlitaðri festi tapaðist föstudaginn 6. september sl. fyrir hádegi sennilega í Ikea í Holta- görðum, Kjarrhólma í Kópavogi eða við Úthlíð í Reykjavík. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 564-1446. Gleraugu töpuðust SPORÖSKJULÖGUÐ kvenmannsgleraugu af gerðinni Ferre í bláu hulstri töpuðust líklega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða ná- grenni sl. sunnudag. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 551-5286. Úlpa tapaðist SKÆRGUL, ný, þunn GAP-úlpa í stærðinni XL (bamastærð) tapaðist fyrir nokkru. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 565-4464. Gæludýr Óskilakettir í Kattholti ÞESSI köttur fannst í Hafnar- fírði 6. ágúst sl. og er núna í Kattholti. Velvakandi var beðinn að láta kat- teigendur vita, að mjög margir óskilakettir eru núna í Kattholti, og þeir sem týnt hafa ketti ættu að leita eftir þeim þar. ágúst. S. Rúblevskí (2.645), Rússlandi, var með hvítt og átti leik, en T. Markowski (2.540), Póllandi, hafði svart og lék síðast 31. — Ba4—c2 til að vinna skiptamun. 32. Hc4! og svartur gafst upp. Eftir 32. — Hxc4 33. Hd8+ - Kf7 34. Dd5+ er hann óveijandi mát í næsta leik. Rúblevskí er ein nýjasta stjarna Rússa og teflir í Óíympíuliði þeirra í Jerevan ásamt mun þekktari skák- mönnum eins og Kasparov, Kramnik og Barejev. Islenska Ólympíuliðið í skák heldur í dag til Frank- furt í Þýskalandi. Á morgun fer það ásamt flestum öðrum landsliðum Vestur-Evrópu með leiguflugi til Jerevan. ÞESSIR duglegu drengir sem búa í Hlíðunum í Reykjavík, söfnuðu 4.456 krónum til styrktar sjúkrabílum sem þakklæti tii þeirra fyrir að hugsa vel um bömin sem þeir flytja. Þeir heita Birkir Marinósson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Garðar Karl Ólafsson. Orri Freyr Gísla- son var einnig með þeim en gat ekki verið með á myndinni. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á minn- ingarmótinu um Rubinstein í Polanica Zdroj í Póllandi í HÖGNII4REKKVÍSI Pennavinir TUTT.UGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist o.fl.: Mary Grant, P.O. Box 802, Cape Coast, Ghana. ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á bréfskrift- um, dansi, tónlist og fólki: Gabriella Simic, Sandstensvagen 80, 136 51 Haninge, Sweden. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfa- skriftum og tónlist: Atsuko Kajiwara, 6-lB Hada, Oita-shi, Oita-ken, 870 Japan. Víkveiji skrifar... ISLENZKA sjávarútvegssýningin er nú haldin í Reykjavík í fimmta sinn. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og hefur vaxið og dafnað frá upphafi. Nú verður hún 20% stærri en fyrir þremur árum og búizt er við fleiri gestum en nokkru sinni. Sýningin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein hinna stóru og mikilvægu sýninga í heiminum. Þátttaka í henni þykir nauðsynleg hveijum þeim, sem framleiðir vörur fyrir sjávarútveg- inn eða þjónustar á einhvern hátt. Upphaf sýningarinnar var hugsjón fárra einstaklinga fyrir meira en áratug, sem af mikilli þrautseigju ýttu þessu farsæla fleyi úr höfn. Nú er þessi sýning ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og umsvifin í kringum hana eru gífur- leg. Búast má við allt að 10.000 til 15.000 gestum, þar af miklum ijölda útlendinga. Erlendir sýnend- ur eru fjölmennir og því er sýning- in mikilvæg fyrir fyrirtæki eins og Flugleiðir, skipaféiögin, hótel og gistihús og veitingahús. Reikna má með því að útlendingar veiji tugum milljóna alls í ferðir, gistingu og veitingar meðan á dvölinni í Reykja- vík stendur. Það er þáttur sem taka verður með í dæmið. I þessu sambandi má einnig minnast á ýmsa aðra þætti. Nú eru hafnir landsins farnar að kynna sig á sýningunni, en mikil samkeppni er á milli þeirra um viðskipti, eink- um erlendra skipa. Landanir er- lendra fiskiskipa hér á landi hafa aukizt mikið undanfarin ár og skiia þær miklum tekjum til viðkomandi hafna og þjóðfélagsins í heild eins og fram hefur komið í vandaðri skýrslu Aflvaka. Reykjavíkurhöfn tekur þátt í sýn- ingunni nú á mjög myndarlegan hátt, en hún er stærsta botnfisk- höfn landsins. Stjómendur hafnar- innar reyna að laða til sín erlend skip til að auka viðskiptin, en fram hefur komið sá misskilningur að þjónusta hér á landi sé dýrari en alls staðar annars staðar. Svo er hins vegar ekki og þarf að vinda að því bráðan bug að kynna erlend- um útgerðum þá kosti sem hér eru í boði og verðlag á vörum og þjón- ustu svo við missum ekki spón úr aski okkar. Islenzka sjávarútvegssýningin er einnig gott dæmi um það, hve framarlega íslenzk fyrirtæki standa í samkeppnni við þau er- lendu. Vörur fyrir sjávarútveg frá íslenzkum fyrirtækjum eru þekktar um allan heim og þykja bæði vand- aðar og góðar. Þátttaka á sýning- um af þessu tagi er ein leiðin til að koma okkur á framfæri erlendis og það er fullvíst að Islenzka sjáv- arútvegssýningin hefur átt mikinn þátt í að kynna íslenzkan sjávarút- veg út á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.