Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNF.LAÐIÐ PmpnUnM) BRÉF TIL BLAÐSINS Ljóska Ferdinand TELL HIM IT5 THE M0NTH OF MA^ANDIT'STIME TO STOPHIB6RNATIN6, ANP COME OUT ANP ENJ0Y LIVIN6.. •— TfSxÍiÍlxSÍiÍiÍ ,, 1 /ASK VOUR DOöW { TO COME OUT } \ANP PLAV.. r i'' V : mmm Biddu hundinn Segðu honum að það sé þinn að koma út kominn maímánuður og að leika ... tími til kominn að koma úr vetrardvalanum og koma út og njóta lífsins. Þú ættir kannski heldur að skrifa þetta allt niður ... Kringlan 1103 Reylg'avík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Refadráp ríkisútvarpsins Frá Jóhönnu Harðardóttur: STUNDUM gengur svo fram af manni að maður getur ekki orða bundist. Þannig fór fyrir mér þegar ég heyrði sagt frá refadrápi í kvöld- fréttum ríkisútvarpsins á laugar- daginn var. í þessum fréttatíma var ekki sagt frá að refur hefði verið skotinn á heiðarlegan hátt, heldur var um að ræða kaldrifjaðar pynt- ingar og ógeðslega aftöku. Ég verð að viðurkenna að mér sárnaði veru- lega að fréttastofa ríkisútvarpsins léti svona nokkuð frá sér fara, þar sem ég veit af eigin raun að þar á bæ hefur fram að þessu verið leit- ast við að gæta varfærni í meðferð viðkvæmra mála og að ofbjóða ekki hlustendum með óþarfa óhugnaði. Kannski var það einmitt þess vegna sem þessi frétt vakti enn meiri furðu mína og viðbjóð en ella. í sjálfu sér varð ég ekki mjög hissa á að maður nokkur á göngu- ferð með konu sinni gæti elt uppi villtan ref í sínu náttúrulega um- hverfí og murkað á hryllilegan hátt úr honum lífíð. Það kom mér heldur ekki beint á óvart að maður sem framkvæmir slíkan verknað stæri sig af því eft- irá, þar sem siðferðiskennd hans getur varla verið mjög þroskuð. Það varð mér hins vegar áfall að fréttastofa ríkisútvarpsins birti frétt um þetta dráp eins og um hetjudáð væri að ræða og leyfði manninum þar að auki að lýsa pynt- ingum sínum á skepnunni í smáat- riðum fyrir alþjóð og stæra sig af með tilheyrandi háðsglósum. Mér hefði fundist nær að frétta- maðurinn kynnti sér hvort það stríð- ir gegn lögum að pynta dýr á þenn- an hátt fremur en að leyfa dýraníð- ingi að velta sér uppúr hroðaverkum eins og þau séu sjálfsagður hlutur og dæla síðan viðbjóðnum yfir unga sem aldna sem staddir eru fyrir framan ríkisútvarpið á vinsælum hlustunartíma. Satt best að segja átti ég von á framhaldi þessa máls, annaðhvort sem afsökunarbeiðni eða einhvers konar yfírbót í fréttum og/eða umræðum í öðrum fjölmiðlum. Ekk- ert hefur þó heyrst mér vitanlega og ég get því ekki annað en spurt: Hvað er að í þjóðfélagi sem sætt- ir sig við svona meðferð á villtu lífí og svona umfjöllun í fjölmiðlum, - og hvað er orðið um ábyrgð og sið- ferðiskennd fréttastofu ríkisút- varpsins? JÓHANNA HARÐARDÓTTIR, Mosfellsbæ. Ódæði á fjöllum Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: LAUGARDAGINN 7. þ.m. greindi ríkisútvarpið frá því í kvöldfréttum, að hjón í Svarfaðardal hefðu í fjall- göngu veitt því athygli hvar refur skaust undan þeim og faldi sig í urð. Ætla mætti að hjónin hefðu notið kyrrðar víðáttunnar og fjall- anna með okkar fábreytta dýralífí, þar sem refurinn hefur haldið velli um aldir í sæmilegri sátt við okkur mannfólkið, en svo virðist ekki hafa verið norður í Svarfaðardal. Þegar harðnar á dalnum, leitar refurinn fanga eftir getu og hefur þá oftar en ekki mátt gjalda fyrir með lífi sínu, hafi hann gerst full nærgöngull við búsmala bænda. Reynt hefur verið að halda stofn- stærðinni í skefjum undir opinberu eftirliti, en almennum borgurum má ekki líðast miskunnarlaust dráp þessara dýra úti í náttúrunni. Það er að margra mati vonlaust verk að útrýma íslenskum refastofni og varla æskilegt heldur. Refurinn hefur trúlega numið hér land löngu fyrir svokallað landnám, komið með hafísnum frá Grænlandi. Refurinn er fallegt dýr, frár á fæti, hefur aðlagast íslenskri náttúru og veður- fari og Iífgar upp á fábreytt dýralíf lands okkar. Hjónin í Svarfaðardal sáu hvar flýjandi dýrið faldi sig í urð, og þau fundu það í þröngri gjótu milli steina. Ekki var gjótan dýpri en svo, að bóndinn gat náð í skott refsins og afturfætur. Nú var ekki að sökum að spytja. Konan leysti skóreimar sínar til þess að bóndinn gæti bundið fætur hins skjálfandi dýrs. Var gijóti síðan velt ofan af fylgsninu þar til sást ofan á bak tófunnar, sem ekki mun hafa getað hreyft sig að ráði. Greip bóndinn þá „eggjagrjót" og drap bjargar- laust dýrið í sjálfheldu með því að „kljúfa það í herðar niður“, eins og hann orðaði það í viðtali við áhuga- saman fréttamann ríkisútvarpsins. Þessi aðför að saklausu dýri í umhverfi sínu á fjöllum er ódæði og ekki samboðið þeim, sem lifa í nánum tengslum við náttúruna og lífið sem þar hrærist. Vonandi er, að „afrekssögur" af þessu tagi heyri sögunni til, en gott er þó, að þessi „frétt“ skyldi ná eyrum þjóðarinn- ar, sem án efa er mér sammála um, að svona aðfarir við aflífun dýra séu ámælisverðar, svo ekki sé meira sagt. JÓHANNES R. SNORRASON, Helgalandi 6, Mosfellsbæ. Hvað skal segja? 11 Væri rétt að segja: Hann mundi taka áhættuna, ef hann mundi þora? Svar: Oftast fer illa á því að nota skildagatíð í stað viðtenging- arháttar, og stundum telst það beinlínis rangt eins og hér í síð- ari setningunni. Því væri betur sagt: Hann tæki áhættuna, ef hann þyrði. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1. 103 Rcykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriflir: 569 1122. SÍMliRÉK: Ritstjórn 569 1329, rróttir 569 1181. Iþróttir 569 1 156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.