Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NAFO vill viðhalda sóknarstýringn á Flæmska hattinum Andstaða við tillögu Islands um heildarkvóta VERULEG andstaða er á ársfundi Fiskveiðinefndar Norðvestur-Atl- antshafsins (NAFO) við tillögu Ís- lendinga um heildarkvóta á rækju- veiðum á Flæmska hattinum, að sögn Ara Edwald, aðstoðarmanns sjávar- útvegsráðherra. Hann segir að mest- ur stuðningur á fundinum sé við það stjómkerfi sem komið var á veiðarn- ar í upphafi þessa árs, en það bygg- ist á sóknarstýringu. „Það er ljóst að það er mikill stuðn- ingur meðal flestra annarra rækju- veiðiþjóða við áframhaldandi sóknar- stýringu rækjuveiða á Flæmska hatt- inum. Við höfum lagt áherslu á að veiðunum verði stjórnað með öðrum hætti, þ.e. með því að setja heildar- kvóta á þær og skipta honum milli þjóðanna sem stundað hafa þarna veiðar. Við höfum gert þjóðunum grein fyrir því að við getum ekki unnið á þeim grundvelli sem núver- andi stjórnun byggist á,“ sagði Ari. Ari sagðist ekki vilja tjá sig um hver viðbrögð íslenskra stjórnvalda yrðu ef NAFO samþykkir að viðhalda því stjórnkerfí sem komið var á veið- amar á Flæmska hattinum á þessu ári. Viðbrögð íslands myndu koma fram þegar niðurstaða ársfundar NAFO liggur fyrir, en honum lýkur í dag. Island og Rússland mótmæltu því stjórnkerfi sem síðasti ársfundur NAFO samþykkti að koma á rækju- veiðar á Flæmska hattinum. Löndin hafa því verið óbundin af samþykkt- um fundarins og getað veitt að vild á þessu ári. Rækjan ofveidd Veiðar á rækju á Flæmska hattin- um hafa tvöfaldast á tveimur árum. Árið 1994 nam veiðin 24.000 tonn- um. í fyrra fór hún upp í 33.000 tonn. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var búið að veiða 33.000 tonn og vísindanefnd NAFO spáir því að veið- in í ár fari upp í 50.000 tonn. Það eru fyrst og fremst íslendingar sem hafa aukið veiðar á Flæmska hattin- um. Árið 1994 veiddu íslendingar 2.300 tonn af rækju þar og í fyrra fór veiðin upp í 7.600 tonn. Það sem af er þessu ári hafa íslendingar veitt um 16.000 tonn og horfur eru á að ársveiðin fari upp í 20.000 tonn. ís- lendingar eru því orðnir sú þjóð sem veiðir mest úr rækjustofninum á Flæmska hattinum. Vísindanefnd NAFO hvetur ein- dregið til þess að dregið verði úr rækjuveiðum á Flæmska hattinum. „Nauðsynlegt er að draga verulega úr veiðum til að koma í veg fyrir áframhaldandi fækkun kvendýra í stofninum og vemda karldýrin. Ef veiðar verða leyfðar árið 1997, ætti að takmarka veiðar úr stofninum eins mikið og hægt er.“ Ein meginástæðan fyrir áhyggjum vísindanefndarinnar er sú að veiðin er nær öll úr 1993 árganginum, sem er mjög sterkur. Aðrir árgangar í veiðinni eru lélegir. 1993 árgangur- inn hrygnir ekki fyrr en á næsta ári og nefndin telur varasamt að halda áfram sömu sókn í hann og nú er því það muni koma niður á hrygning- unni á næsta ári, sem gæti haft mikil áhrif á stofnstærðina. Island leggur til minni veiði „Menn kann að greina á um hvem- ig eigi að haga veiðunum, en ég held að öllum beri saman um að fram hafi komið sterkar vísbendingar um að stofninn sé ofveiddur og það sé brýnt að draga úr veiðunum ef ekki á illa að fara,“ sagði Ari. „Hugmyndir okkar um heildar- kvóta gera ráð fyrir að dregið verði úr veiðum á næsta ári frá veiðinni í ár, en við viljum að sjálfsögðu að tekið verði tillit til veiða okkai- eins og þær eru í dag þegar kvótanum er skipt. Við erum stærsta veiðiþjóðin og leggjum mikla áherslu á geta hald- ið veiðum áfram. Við erum því sú þjóð sem á hvað mest undir því. að stofninum verði ekki eytt,“ sagði Ari. Morgunblaðið/Þorkell Siglt með fyrstu farþegana á íslendingi VÍKINGASKIPIÐ íslendingur sigldi með fyrsta farþegahópinn á miðvikudagskvöld. Siglt var með Hafnargönguhópinn út að Engeyjartagli og tók ferðin klukkutíma. Að sögn Gunnars Marels Egg- ertssonar skipasmiðs verður siglt daglega með farþega til októberloka en fimm manna áhöfn er á Islendingi sem tekur 25 farþega. Breytt fyrirkomulag lóða við Efstaleiti íbúar telja að ekki hafi verið hlustað á mótmæli við byggingum við Efstaleiti Borgarkerfið sagt daufheyrast við IBUAR við Hvassaleiti, Miðleiti, Neðstaleiti og Ofanleiti telja að þeir hafi ekki fengið nægjanleg tækifæri til að koma athugasemdum sínum við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á lóðum við Efstaleiti 3-9 við embætt- ismenn borgarinnar á framfæri. Rún- ar Grétarsson, einn talsmanna íbúa, segir fulltrúa borgarkerfísins hafa daufheyrst við andmælum þeirra og hann telji að aldrei hafi staðið til að taka tillit til þeirra. Hann segir talsverða forsögu að óánægju íbúa, og megi bytja á að nefna að enginn kannist við að hafa séð auglýsingar um úthlutun um- ræddra lóða, sem búið er að ráðstafa fyrir heilsugæslustöð, miðstöð SÁÁ og Rauða krossinn. Verið mikil barátta „Við erum búin að berjast mikið og eyða miklum tíma og krafti í þá baráttu. Við erum á móti byggingun- um en höfum lagt höfuðáherslu á að beina spjótum okkar að umferðar- þunganum samfara þeim og breyta málum þannig að inn- og útakstur að heilsugæslustöð, höfuðstöðvum SÁÁ og Rauða krossinum verði frá Háaleitisbraut en ekki Efstaleiti. Nú þegar er mikil umferð innan hverfis- ins,“ segir Rúnar. Hann segir íbúa enn hafa verið að bíða eftir svari við fyrsta erindi þeirra frá bytjun júlí þegar framkvæmdir hófust. Svar hafi borist samdægurs og framkvæmdir hófust, og hafi ekki að hans mati falið í sér rökstuðning fyrir framkvæmdum. „Framkvæmdir hófust meðan á kynningu stóð, þótt svo vitað væri að á þriðja hundrað íbúa hefðu undir- ritað mótmæli. Kynningin stóð til 27. ágúst og framkvæmdir hófust að minnsta kosti tveimur vikum áður, en á sama tíma fengum við svör um að ekkert yrði gert varðandi athuga- semdir okkar. Við bundum vonir við fund sem Guðrún Ágústsdóttir forseti borgar- stjórnar kom á með borgarverkfræð- ingi en þegar við töluðum við hann lá svar fyrir í upphafi fundar; það var þvert nei, ekki kæmi til greina að gera neinar breytingar. Sá fundur var því gagnslaus með öllu,“ segir Rúnar. Hann segir íbúa jafnframt hafa óskað eftir upplýsingum um umferð að og frá fýrirhuguðum stofnunum Rauða krossins og SÁÁ, en ekki haft árangur sem erfiði. Fengu ekki tölur „Við fengum þau svör frá yfir- manni umferðardeildar borgarverk- fræðings að við hefðum ekkert við tölumar að gera. Einnig er Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi í stjóm og framkvæmdastjóm SÁÁ og okkur leikur forvitni á að vita hvort hann hafi vikið úr borgarráði meðan sam- þykkt var að úthluta SÁÁ lóðinni," segir hann. Kennarasambandinu ekki borist athugasemdir vegna fyrirvaralítilla flutninga kennara Kennarar verða að semja um fyrir- varalaus starfslok KENNARASAMBANDI íslands hafa hvorki borist athugasemdir frá kennurum né sveitar- félögum vegna fyrirvaralítilla flutninga kennara í önnur sveitarfélög við upphaf skólaársins. Ei- ríkur Jónsson, formaður KI, gerir því ráð fyrir að við flutning kennara í önnur sveitarfélög hafi kennarar annaðhvort unnið út eðlilegan þriggja mánaða uppsagnarfrest eða náð samn- ingum við viðkomandi sveitarfélag um starfslok. Siguijón Pétursson, yfirmaður grunnskóladeild- ar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að dæmi séu um að kennarar hafi verið ráðnir til eins skóla en hafi síðan farið fyrirvaralaust yfír til annars sem betur bauð. Eiríkur segir að fyrir flutning grunnskólanna til sveitarfélaganna hafi verið litið svo á að kenn- arar væra alltaf hjá sama vinnuveitanda og eðlilegur uppsagnarfrestur vegna flutnings milli skóla hafi því í raun ekki átt við. „Eftir flutning- inn til sveitarfélaganna lítur Kennarasambandið hins vegar svo á að í gildi sé almennur þriggja mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur. Kenn- arar verða því annaðhvort að vinna út þennan uppsagnarfrest eða semja við sveitarfélögin um starfslok ef ætlunin er að flytjast á milli sveitar- félaga með skömmum fyrirvara. Kennarar hafa ekki kvartað yfir því við okkar að þeim hafi verið settur stóllinn fyrir dymar en hvort dæmi eru um að sveitarfélögin hafí verið of fljót að samþykkja svona breytingar er annað mál. í framhaldi af því má svo líka velta því fyrir sér hvort hagstæðara sé fyrir sveitarfélög að kenn- ari vinni út þriggja mánaða uppsagnarfrest í ágúst, september og október eða að samið sé við hann svo að hægt sé að ráða annan strax 1. ágúst,“ sagði Eiríkur. Eiríkur sagði að aldrei væri hægt að koma í veg fyrir yfirboð í heildarkjarasamningum. „Kjarasamningur okkar við launanefnd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga verður auðvitað bara lágmarkssamningur. Hverju og einu sveit- arfélagi hlýtur að vera frjálst að borga betur og eina leiðin til að kennarar hlaupi ekki eftir því hlýtur að vera að launin séu svo há að ekki þyrfi að spá í sporslur annars staðar.“ Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykk- ishólmi, segir að tryggt verði að vera að sveitar- stjómir eigi ekki á hættu að kennari eða skóla- stjóri flytji sig í annað sveitarfélag rétt fyrir skólabyijun eins og dæmi væra um. „Eiginlega skil ég ekki hvemig svona getur gerst enda hlýtur uppsagnarfrestur alltaf að vera gagn- kvæmur. Þetta er ef til vill arfur frá því að kennarar vora hjá sama vinnuveitanda. Ríkinu hefur verið sama hvar hver vann. Nú lítur dæm- ið allt öðru vísi út. Kennarar eru að vinna hjá mörgum vinnuveitendum og hljóta að vera skuld- bundnir þeim,“ segir hann og tekur fram að nái kjarasamningar ekki yfír vandann þurfi launa- nefndin að taka á því við gerð heildarkjarasamn- inga við kennara. Friðgeir Hjaltalín, oddviti í Grundarfirði, seg- ir ekki nýjar fréttir að sveitarfélögin séu í sam- keppni um kennara. „Á meðan ríkið var með grannskólana á sinni könnu var sama sagan. Sveitarfélögin reyndu að yfirbjóða hvert annað. Núna era yfirboðin augljósari og því miður era dæmi um að kennarar hafi flust á milli stuttu fyrir skólabyijun. Ég sé ekki hvernig hægt er að taka á því öðru vísi en í heildarkjarasamning- um. Ef sveitarfélög hlypu útundan sér og byðu hærra væri t.d. hægt að skerða jöfnunarsjóðs- styrkinn. Annars er vandinn auðvitað marg- slunginn og væntanlega yrði að útbúa ramma fyrir eðlilega staðaruppbót. Að minnsta kosti yrði að reyna að mæta þörfum verst settu sveit- arfélaganna á einhvem hátt,“ sagði Friðgeir. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, sagði ekki koma á óvart að dæmi væri um að kennarar flyttust á milli sveitarfélaga rétt fyrir skólabyijun. „Óneitanlega verður töluvert Ios af því að þúsundir starfsmanna skipti um launa- greiðendur á sama tíma. Ég hef hins vegar ekki trú á öðra en sveitarfélögin og kennarar vinni sig út úr vandanum enda er til hagsbóta fyrir báða að skikki verði komið á,“ sagði Krist- ján Þór og tók fram að launanefnd sveitarfélag- anna hefði umboð ísafjarðar til að semja við samtök kennara. „Ég vona að þessi uppboðs- markaður verði úr sögunni með heildarsamning- um við starfsfólk skólanna. En vandinn er ekki einfaldur og æskilegt væri að launanefndin gæti tekið á vanda þeirra sveitarfélaga sem eiga erfíðast með að fá kennara til sin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.