Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. SEFFEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Uppskeruhátíð á
Selfossi um helgina
Selfossi - Uppskeruhátíð verður á
Selfossi á laugardag og sunnudag
með sérstakri dagskrá sem hefst á
laugardag klukkan 13.30 þegar
Bakkabræður koma í kaupstaðarferð
yfir Ölfusárbrú og gera víðreist í
verslunum bæjarins. Dagskrá þessi
er lokahnykkur á samstarfi fyrir-
tækja og félaga á Selfossi sem fram
hefur farið í sumar undir heitinu
Sumar á Selfossi.
I framhaldi af komu Bakkabræðra
inn á Tryggvatorg bregða Georg og
félagar á leik við íslandsbanka og
þar fá börnin ís frá Kjörís. Hjólreiða-
keppni verður fyrir 8-12 ára á
íþróttavellinum klukkan 15.30 og
handboltamenn munu mæla skot-
hraða leikmanna og fólks sem kemur
og viil reyna sig. Flugeldasýning
verður klukkan 18.30 og síðan lýkur
dagskránni með uppskerudansieikj-
um í Hótel Selfossi og Inghóli.
Auk tímasettra dagskráratriða
verður ýmislegt við að vera. Hopp-
kastali verður í miðbænum og renni-
braut fyrir yngstu bömin, bílasýning
frá Bílasölu Suðuriands og heimilis-
iðnaðarsýning í Tryggvaskála þar
sem meðal sýningarmuna verður
heimsins stærsta lopapeysa. Þá verð-
ur ostakynning og sýning í Mjólkur-
búð MBF.
Verslunarmiðstöðin Kjarninn á árs
afmæli á laugardag og í tilefni af því
verður gestum boðið upp á ijómatertu
og kaffi milli klukkan 13 og 15. Tísku-
sýning verður klukkan 15 og á sveimi
í Kjarnanum verða Svalabræður og
Krílið frá Kódak auk þess sem allir
krakkar fá gasblöðrur. I tilefni afmæl-
isins bjóða fyrirtækin í Kjamanum
viðskiptavinum upp á ýmis tilboð á
föstudag, laugardag og sunnudag.
Morgunblaðið/Theodór
Séð úr norðri yfir hið nýja og glæsilega íþróttasvæði Borgnesinga og nærsveitunga. Hlaupabraut-
in og grasivaxin áhorfendastúkan setja mikinn svip á svæðið.
Glæsilegt íþróttasvæði
Borgarnesi - Ákveðið hefur verið
að taka nýja fijálsíþróttasvæðið
í Borgarnesi formlega í notkun
laugardaginn 28. september
næstkomandi með boðsmóti í
frjálsum íþróttum. Verið er að
leggja iokahönd á frágang svæð-
isins og búið er að ganga frá
grasivaxinni áhorfendastúku.
Hlaupabrautirnar eru upplýstar
og verða einnig upphitaðar.
Svæðið verður opið almenningi
og getur því frjálsíþróttafólk, og
aðrir sem vilja hreyfa sig, æft
sig þar allan ársins hring.
ISÍÓIIÖLLIIY BIOKORGIV W.IAISIO
FORSALA HAFIN FORSALA HAFIN KEI’L/IVÍK
Frumsýnd 14. september Frumsýnd 14. september Frumsýnd 15. september
kl. 3, 5 og 7 með ísl. og ensku tali kl. 3 og 5 með ísl. tali í THX Digital.
í THX Digital.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
BRUGÐIÐ á Ieik i tilefni haustdaganna um helgina.
SEX FYRIRTÆKI fengu viðurkenningu fyrir gott aðgengi og hér
taka við þeim frá vinstri: Friðfinnur Hermannsson, f.h. Heilsu-
gæslustöðvarinnar, Jónasína Skarphéðinsdóttir, f.h. Pósts og síma,
Egill Olgeirsson, f.h. K.Þ. Matbæjar, Þorsteinn Jónsson, f.h. K.Þ.
Naustagili, Ágúst S. Óskarsson, f.h. Verkalýðsskrifstofunnar. Á
myndina vantar fulltrúa Islandsbanka.
Hiólastólarall á Húsavík
HJÓLASTÓLARALL var haldið á
Húsavík fyrir nokkru. Markmiðið
með rallinu var að vekja athygli
bæjarbúa á aðgengi fyrir hreyfi-
hamlaða.
Einnig var lagt af stað í hjóla-
stólarall á landsvísu á þann hátt
að skorað var á Vopnfirðinga og
Akureyringa að halda slíkt rall að
ári hjá sér og síðan koll af kolli.
Farið var um fyrirtæki og stofn-
anir í bænum á hjólastólum og
veittar voru viðurkenningar fyrir
gott aðgengi og Þrándur í Götu
fyrir slæmt aðgengi. Forsvars-
mönnum hjólastólarallsins var vel
tekið og vakti framtakið verð-
skuldaða athygli meðal bæjarbúa
sem fylgdust með af áhuga.
SUNDLAUG Húsavíkur fékk afhentan Þránd í Götu fyrir slæmt
aðgengi. Hér sést Egill Olgeirsson aðstoða Sveinbjörn Lund, bæjar-
sljórnarmann upp tröppurnar að inngangi sundlaugarinnar.