Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Y FRÉTTIR Endurskoðun laga um persónuupplýsingar hafin Samræmd til- skipun frá ESB DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti í ríkisstjórn í vikunni tilskipun ESB um persónuupplýsingar og tilboð sem Island og Noregur hafa þegið, um áheyrnaraðild að nefnd sem starfar á grundvelli umræddr- ar tilskipunar. Ólafur Walter Stefánsson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu segir að tilskipunin varði meðferð persónuupplýsinga og flutning þeirra. Markmið hennar sé tví- þætt, annars vegar að stefna að einkalífsvernd og hins vegar að tryggja að sú vernd standi ekki í vegi fyrir frjálsu streymi persónu- upplýsinga á innri markaði ESB. Hægt með ströngum reglum „Tilskipunin reynir að ná fram báðum þessum markmiðum, sem eru í eðli sínu ósamrýmanleg, en með því að setja strangar reglur um meðferð upplýsinga er litið svo á að þetta geti tekist. Tilskipunin tók gildi í ársbyrjun og það liggur fyrir afstaða um að EFTA löndin t EES felli þessi ákvæði undir EES-samninginn, þar á meðal ís- land um mitt næsta ár. Nú er verið að athuga með hvaða skil- málum það verði gert,“ segir Ólaf- UI\ í tilskipuninni er m.a. gert ráð fyrir að tvær nefndir verði starf- andi, önnur með úrskurðarvaldi en hin með leiðbeiningar- og eftir- litshlutverk, og hefur íslendingum verið boðin áheyrnaraðild að þeirri st'ðarnefndu. Fyrsti fundur hefst í dag í Brussel og er Sigrún Jó- hannesdóttir, ritari Tölvunefndar, fulltrúi íslands. Efni tilskipunarinnar hefur þriggja ára aðlögunartíma frá byrjun þessa árs fyrir lönd ESB, og er gert ráð fyrir, að sögn Ól- afs, að jafn langur aðlögunartími verði fyrir Island og Noreg. „Við höfum haft til umræðu með hvaða hætti löndin utan ESB gætu orðið virk í þessu sambandi, bæði í nefndarstarfi og innan þessa kerf- is um meðferð persónuupplýs- inga,“ segir Ólafur. Tillögur á næsta ári Skipuð hefur verið nefnd hér- lendis til að endurskoða og gera tillögur að breytingum um lög um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga frá 1989, með það fyr- ir augum að aðlaga þau tilskipun- inni. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að nefndin skili af sér um mitt næsta ár, til að hægt verði að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum á næsta haust- þingi. Rætt um hvalveiðar og geislavirkan úrgang Þátttakendur víðs vegar að RÁÐSTEFNA um hvalveiðar og geislavirkan úrgang í norður- höfum hefst í dag en hún er haldin á vegum umhverfis- nefndar Alþingis og íslands- deildar GLOBE samtakanna. Ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu og stendur í dag og á morgun, en á meðal þátttak- enda eru þingmenn frá Noregi, íslandi, írlandi, Færeyjum, Grænlandi, Bretlandi og Evr- ópuþinginu, auk þess sem er- lendum fyrirlesurum hefur verið boðið hingað til að flytja erindi. Þá hefur ýmsum embættis- mönnum verið boðið að sitja ráðstefnuna. Umhverfissinnaðir þingmenn GLOBE samtökin eru al- þjóðasamtök þingmanna er sinna umhverfisverndarmáium og voru þau stofnuð árið 1989. Innan alþjóðasamtakanna starfa fjögur félög, kennd við ESB, Bandaríkin, Japan og Rússland. Einnig er starfandi GLOBE Europe Network sem vinnur að því að aðstoða og samræma krafta evrópskra þingmanna er vinna að um- hverfismálum, og er sá hluti samtakanna ábyrgur fyrir ráð- stefnunni hérlendis. Fyrri dagur ráðstefnunnar er helgaður geislavirkum úrgangi í norðurhöfum en sá seinni hval- veiðum. Gestir hennar snæða kvöldverð í boði umhverfisráð- herra í Viðey í kvöld og hádegis- verð í boði sjávarútvegsráðherra á morgun, auk þess sem forseti Alþingis býður þeim til kvöld- verðar annað kvöld. I i i 1 Ráðstefna um sjálfbæra þróun á næstu öld Umhverfis- vandi og of- fjölgun rædd RÁÐSTEFNA um sjálfbæra þróun á 21. öld hefst í dag á Hótel Sögu og er opnunarfundurinn sem hefst klukkan 9.30 í Súlnasal öllum op- inn án gjaidtöku. Ráðstefnunni verður síðan fram haldið á Hótel Valhöll á Þingvöllum á morgun. Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að nýtt árþúsund rennur upp innan skamms og tii að ræða hug- myndir um að haldinn verði alþjóð- legur fundur á Þingvöllum árið 2000, þar sem fjallað verði um framtíð mannkyns og leiðina í átt til sjálfbærrar þróunar og réttláts samfélags. Leiðtogum verði boðið Hugmyndir þær sem fram hafa komið vegna þessa, gera ráð fyrir LYNGVTK FASTEIGNASAIA - SÍÐUMÚLA 33 SÍMI: 588 9490^ SÍMI 588 9490 Leirutangi— 2ja. Falleg íbuð (ca 95 fm) á neðri hæð. Sérinng. Sérinnkeyrsla. Verð 5,8 millj. (2498). Hátún — 2ja—3ja. Mjög góð ca 60 fm íb. á jarðhæð (sérinng.). Áhv. ca 3 millj. Verð 5,5 millj. (3588). Lindargata — 3ja + bílskúr. Falleg 73 fm íb. á 1. hæð ásamt 40 fm bílsk. Áhv. ca 4 millj. húsbréf. Verð 6,4 millj. (3466). Keilugrandi — 3ja. Mjög góð 81 fm íb. á 2. hæð ásamt stæði í bílhýsi. Áhv. 2,2 millj. byggsj. Verð 7,5 millj. (3542). Keilufell — einb. Gott 147 fm hús á tveimur hæðum ásamt 29 fm bílsk. 4 góð svefnherb. Verð 11,2 millj. (9471). Vantar. Hús með tveimur góöum íbúðum fyrir ákveðna kaupendur. Vantar. Erum með kaupendur á biðlista eftir 2ja—4ra herb. íb. í Vogum, Sundum og Pingholtum. að hingað verði boðið þjóðarleið- togum, trúarleiðtogum, frammá- mönnum í atvinnulífi og fulltrúum ftjálsra félagasamtaka og ung- menna. Framtíðarstofnunin, The Millenium Institute í Washington og The Gandhi Foundation í Kali- forníu standa að ráðstefnunni í samvinnu við umhverfisráðuneyt- ið. _ Á ráðstefnunni verður meðal annars rætt um hversu alvarleg staðan sé í umhverfis- og fólks- fjölgunarmálum, hvað þurfi að gera til að bæta stöðuna og hvern- ig eigi að framkvæma slíkar úr- bætur. Jafnframt verður spurt um mikilvægi aldamóta í þessu sam- bandi og hvort ísland geti orðið vettvangur alþjóðlegrar umræðu um framtíð mannkyns. Samkvæmt upplýsingum frá forkólfum ráðstefnunnar, er henni ætlað að vera liður í að skapa grundvöll fyrir ákvörðun stjórn- valda um hvort fyrrnefndur fund- ur verði haldinn hérlendis árið 2000. Þess er getið í því sambandi að árið 1994 var lögð fram þingsá- iyktunartillaga á Alþingi, þar sem lagt var til við ríkisstjórn íslands að gerð verði ítarleg athugun á þeim möguleika að halda leiðtoga- fund á Þingvöllum um aldamótin. Fyrir heimsþing trúarleiðtoga Tillögunni var vísað til ríkis- stjórnar til umfjöllunar, en hug- myndin hefur síðan þróast með fyrrgreindum hætti. Upphafsmað- ur hennar er Gerald O. Barney, framkvæmdastjóri Millenium stofnunarinnar í Bandaríkjunum, með skýrslunni Global 2000 Revis- ited, sem hann lagði fram á Heims- þingi trúarleiðtoga í Chicago fyrir þremur árum. NISSAN Primera með nýju útliti verður frumsýndur. 1997 árgerðir hjá Ingvari Helgasyni hf. SÝNING verður á 1997 árgerð af Nissan Primera, Almera og Micra í húsakynnum Ingvars Helgasonar hf. í Sævarhöfða um helgina. Nissan Primera er með nýju útliti og meiri öryggisbúnaði en fyrri gerðir. Almera kom fyrst á markað á síðasta ári og er nú boðinn í fyrsta sinn í fimm dyra útfærslu. Auk þess verður smábíll Nissan, sem heitir Micra, til sýnis um helgina frá kl. 14-17 á laugardag og sunnu- dag. Framsóknarmenn á Vestfjörðum halda kjördæmisþing Sjávarútvegsfyrirtæki hvött til markaðssóknar HVATT er til ráðstafana vegna erfiðrar stöðu bolfiskvinnslunnar og óvissu í atvinnumálum, aðhalds í ríkisrekstri og aukinnar skilvirkni í skattkerfinu í ályktun sem kjör- dæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum samþykkti um síðustu helgi. Þingið var haldið á Reykhólum 6.-7. september og í fyrrgreindri ályktun ennfremur lögð áhersla á að ýtrasta sparnaðar yrði gætt í ríkisrekstri. Þá er bent á að ómark- viss niðurskurður leiði til ófarnaðar og að leita verði leiða til þess að lækka vexti og afnema vísitölu- tryggingu lána. Þingið vekur athygli á erfiðleik- um í rekstri undirstöðuatvinnu- greina á Vestfjörðum. „Botnfisk- vinnslan er nú rekin með 10% halla að meðaltali. Búast má við að lok- un fyrirtækja sé á næsta leiti. Við þessar aðstæður er mikilvægt að Vestfirðingar meti hlutina að nýju og komi fram með hugmyndir um framtíðarlausn. Þingið leggur Ennfremur lögð áhersla á að ýtrasta sparnaðar verði gætt í ríkis- rekstrinum áherslu á að sjávaratvinnuvegur- inn er undirstöðuatvinnuvegur Vestfirðinga. Fjórðungurinn bygg- ir á einhæfari sjávarafla en aðrir landshlutar og hefur ekkert land- svæði farið verr út úr núverandi stjórnkerfi,“ segir í ályktun þings- ins. Áhersla á tækni og nýja stofna Þá eru forráðamenn í sjávarút- vegi á Vestfjörðum hvattir til þess að ná forystu í greininni sem fyrst með markaðssókn og aðgerðum byggðum á nýjustu tækni sem og sókn í aðra fiskistofna, svo sem síld og loðnu. „Þingið fagnar fram- kominni þingsályktunartillögu um uppbyggingu fiskréttaverksmiðju á Islandi og bendir á Vestfirði sem ákjósanlegan stað ... Það er krafa Vestfirðinga að ríkisvaldið styðji þetta uppbyggingarstarf meðal annars með þátttöku Byggðastofn- unar sem taki þátt í áætlanagerð og útvegun nauðsynlegs lánsfjár. Kjördæmisþingið bendir sérstak- lega á hagkvæmni þess að nýta fiskimiðin við Vestfirði af Vestfirð- ingum sjálfum en þannig ætti að vera unnt að tryggja hámarksgæði og arðsemi af nýtingu þessarar auðlindar." Loks fagnar þingið úrbótum í samgöngumálum á Vestfjörðum og leggur til að hugað verði að varanlegri vegagerð frá ísafjarðar- sýslu í Vestur-Barðastrandarsýslu, meðal annars með rannsóknum á gerð jarðganga úr Dýrafirði í Arn- arfjörð. Til bráðabirgða verði kom- ið á feijusiglingum að vetrarlagi milli Bíldudals og Þingeyrar i tvö eða þijú ár til reynslu. I I í l I i I I i I I f I I 1 L t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.