Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SIGURJÓN Hjðrtur við eitt verka sinna. Sigurjón Hjörtur sýnir á Tenerife SIGURJÓN Hjörtur Sigurðsson opnar myndlistarsýningu á Casino de Tenerife, Plaza de la Candelaria, 11 - Santa Cruz de Tenerife mánu- daginn 16. september. Sigurjón fæddist árið 1950 og ólst upp í Hafnarfírði. Hann lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og síðan lá leið hans utan. Sýningunni lýkur 30. septem- ber. ------»■■■»--♦- Kaffisýning á Hinum kún- um í Kaffi- leikhúsinu GAMANLEIKRITIÐ Hinar kýrnar eftir Ingibjörgu Hjartardóttur var frumsýnt í Kaffileikhúsinu 30. ág- úst sl. Leikendur eru Árni Pétur Guðjónsson, Edda Arnljótsdóttir og Sóley Elíasdóttir, leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson. Nú hefur verið ákveðið að efna til „eftirmiðdagskaffisýninga“ á Hinum kúnum og verður sú fýrsta sunnudaginn 15. september kl. 16. Húsið verður opnað kl. 15.30 og gefst gestum kostur á að drekka sunnudagskaffið á undan sýning- unni og bragða á hnallþórum Kaffi- leikhússins. ------» ♦ ♦---- Síðasta sýn- ingarhelgi í Hafnarborg { HAFNARBORG standa nú yfir tvær sýningar. í aðalsal sýnir Arn- gunnur Ýr málverk sem byggð eru á eldfjallasögu íslands og rannsókn- um á eldvirkni landsins. Ásamt myndum af gígum og íjöllum nýtir hún bæði handritaðar lýsingar eld- stöðvanna frá fyrri öldum og sírituð gögn nútímajarðfræðinnar. í Sverrissal sýnir Helga Magnús- dóttir 17 olíumálverk sem hún hef- ur unnið á síðustu tveimur árum. Kveikjan að verkum Helgu var dvöl hennar á Kapathos í Eyjahafi. Sýningunum lýkur á mánudag. ------»• ♦-»--- Ástarþrá í Gallerí Greip SÝNING Valgerðar Guðlaugsdóttur í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, lýk- ur sunnudaginn 15. september. Á sýningunni gefur að líta litlar styttur úr gifsi, málaðar með akríl- litum. Styttumar eru allar sjálfs- myndir listakonunnar og á fótstall hverrar eru letraðar setningar úr ástarsögum. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. „Quilt“-vegg- myndir og -teppi ÁSTA Sigurðardóttir opnaði sýn- ingu á „quilt“-veggmyndum og -teppum í Galleríi Regnbogans í gær fimmtudag. „Quilting" samanstendur af þremur lögum af efnum, toppi, fyll- ingu og baki. Þessi þrjú lög eru svo stungin eða hnýtt saman og kallast það þá „quilt“. Innflytjendur í Am- eríku stunduðu „quilt" af nauðsyn því það varð að nýta alla búta sem til féllu til að gera ábreiður og voru þá toppur og bak fyllt upp með hálmi til að halda hita á fólkinu. Með árunum þróuðust aðferðir bæði sem nytjalist og sem sjálfstæð list- grein. í dag er heill iðnaður í kring- um „quilt“ og kemur listgreinin við sögu á ýmsum sviðum. Sýningin í Regnboganum verður opin virka daga frá kl. 16 til 24 og frá kl. 14 til miðnættis um helgar. ------»'♦ ♦------ Sýning á íslensku handverki HALDIN verður sýning á íslensku handverki á Garðatorgi í Garðabæ laugardaginn 14. september frá kl. 10 og sunnudag 15. september frá kl. 12. Garðatorgi verður lokað kl. 22. Mikil gróska er í íslensku hand- verki segir í kynningu og hafa sýn- ingar á Garðatorgi mælst vel fyrir hjá sýningarfólki og gestum sem heimsækja Garðatorgið í Garðabæ. Aðstandendur sýningar eru þær Ida Christianesn og Helga Sveins- dóttir. Þessi aðstaða sýningarfólks er þeim að kostnaðarlausu. KRISTBJÖRG Kjeld og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum í Hvítu myrkri, en þetta er fyrsta hlutverk Þrastar Leós í Þjóðleikhúsinu. I hvítu myrkri ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir nýtt íslenskt leikrit næstkomandi laugardag, í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson, en leikritið var sýnt á Listahátíð í sumar. Þetta er fyrsta verk Karls Ágústs sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og jafnframt fyrsta sviðsverk hans fyrir atvinnuleikhús. „Sögusvið verksins er lítið gistihús í afskekktu islensku sjávarplássi. Kvöld eitt, í aftaka- veðri, verða farþegar í lang- ferðabíl innlyksa á hótelinu. Eft- ir því sem veðrið versnar og nótt- in líður, koma í Ijós ýmis tengsl tveggja bræðra úr plássinu við unga konu í langferðabílnum. Skuggar vofeiflegra atburða teygja sig fram úr skúmaskotum Leikrit Karls ^ Ágústs Ulfssonar í Þjóðleikhúsinu næturinnar og uppgjör við fortíð- ina er óumflýjanlegt," segir í kynningu. Karl Ágúst lauk námi frá Leik- listarskóla íslands 1981 og lék í mörg ár á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Jafnframt því að vera afkastamikill handritshöf- undur og höfundur texta i bundnu og óbundnu máli, er hann mikils- virtur þýðandi, en leikritaþýðing- ar hans spanna hátt á þriðja tug- inn. Karl Ágúst stundaði nám í leikritun, handritagerð og leik- síjórn í Bandaríkjunum. Leikendur í Hvítu myrkri eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Magnús Ragn- arsson, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Helgi Skúlason og Þröstur Leó Gunnarsson. Þetta er fyrsta hlutverk Þrastar Leós í Þjóðleik- húsinu, en hann hefur verið fast- ráðinn við leikhúsið. Lýsingu hannar Ásmundur Karlsson, höfundur leikmyndar og búninga er Stígur Steinþórs- son. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson. í hvítu myrkri verður frumsýnt á Litla sviðinu laugardaginn 14. september. Norræna húsið Sænskur grafíklista- maður í and- dyrinu SÝNING á grafíkverkum eftir Ullu Fries verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag, föstudag kl. 17. „Ulla Fries notar koparstungu- tækni við að vinna myndir sínar. Koparstungan veitir henni færi á að túlka náttúruna í sínum ein- faldleik og hreinleika og hún sæk- ir myndefnið til hins smæsta í náttúrunni. Fyrirmyndirnar eru margs konar skordýr, bjöllur, flugur, lirfur og smáplöntur. Ulla Fries vinnur með smáatriðin, sem margir telja ekki vera í takt við tímann. Á þann hátt sýnir hún í verkum sínum virðingu og um- hyggju fyrir náttúrunni," segir í kynningu. Ulla er fædd 1946 í Uppsala í Svíþjóð. Hún nam við Gerles- borgsskolan í Stokkhólmi 1970 og síðar við Konsthögskolan 1971-76. Einnig sótti hún tíma við Slade School of Fine Arts í London 1974. Ulla hélt sína fyrsti einkasýn- ingu 1976 í Galleri Hos Petra í Stokkhólmi. Síðan fylgdu einka- sýningar í Malmö, Gautaborg, Stokkhólmi, Uppsölum, Helsing- fors og Adelaide í Ástralíu 1986. Einnig hefur hún átt verk á sam- sýningum í Svíþjóð auk hinna Norðurlandanna, Stóra-Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Italíu, Bandaríkjunum og Japan. Verk hennar eru í eigu þekktra lista- safna á Norðurlöndum og hún hefur hlotið margar viðurkenning- ar og verðlaun. _ * * Tveggja heima aðsókn í NYLO NÚ ER síðasta sýningarhelgi á Ijós- myndum Jóns Kaldals í Nýlistasafn- inu en vegna mikillar aðsóknar hef- ur verið ákveðið að hafa opið til kl. 22 í dag, föstudag, og á morgun en á sunnudag verður opið til kl. 18. Að sögn Jóns Kaldals, sonarson- ar ljósmyndarans, hefur verið sett aðsóknarmet á sýningunni en hana hafa um 3.500 gestir sótt á síðustu þremur vikum. „Mér skilst að með- alaðsókn á sýningar í safninu sé um 500 gestir en fyrra aðsóknar- met var 1.300 gestir. Sýningin hef- ur því vakið gríðarlega athygli." Svo virðist sem sýningin hafi ekki aðeins vakið athygli fólks af þessum heimi heldur hafa ýmsir úr öðrum heimum sýnt henni áhuga einnig. „Viku eftir opnun sýningarinnar varð yfirsetukona vör við einhvern torkennilegan umgang í safninu eftir að því hafði verið Iokað,“ segir Jón. „Hún sat á skrifstofunni og hélt í fyrstu að umsjónarkonan hefði komið með hóp manns með sér að skoða sýn- inguna. Þegar hún athugaði þetta nánar sá hún hins vegar engan á ferli. Henni varð ekki um sel, hringdi í umsjónarkonuna og sagð- ist ekki myndu dveljast í safninu stundinni lengur. Við það hætti umgangurinn sem hafði verið svo mikill að umsjónarkonan heyrði hann í gegnum símann." Aðspurður sagði Jón að það kæmi sér í sjálfu sér ekki mjög á óvart þótt fólk yrði einhvers vart í safninu á meðan á sýningunni stæði. „Það var alltaf eitthvað í kringum afa, eins og lesa mátti um í viðtali Matthíasar Johannessens við hann í Lesbókinni fyrir skömmu.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndin var tekin á sýningu sem haldin var í Casa Nova í tilefni af 70 ára afmæli Jóns Kaldals. Frá vinstri eru Ingibjörg Kaldal, Jón Kaldal, Jón Kaldal II, Guðrún Kaldal og Dagmar Kaldal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.