Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 33 I L i i i i i i i i En nú bjó hann í þessum skúr og hafði um sig alls konar færi og línur og beitustampa. Mig minnir að hann ætti bátskænu í vörinni neðan við Skúlagötuna rétt hjá Völundarbryggjunni. En á haustin í siáturtíðinni sveið hann hausa og lappir fyrir húsfreyjurnar í hverfinu. Allir tóku slátur en margir þurftu að fá sviðið fyrir sig. Hann sveið í opnum eidi og beit klaufirnar af sviðalöppunum með sterklegum tönnunum sem virtust skjannahvítar í gegn um kolsvart og sótugt skeggið. Hann stakk stundum upp í okkur brjóst- sykursmola með biksvörtum putt- unum og sagði okkur hinar ótrú- legustu sögur. Niðri á Skúlagötu var Völundur með allt sitt timbur og ys og þys og beint á móti var Klöpp þar sem Steingrímur bjó. Fyrir neðan Rúllugerðina (Flosap- ort) var Landssjóður en á milli var Vitaportið, oftast rammlæst og ekki árennilegt að forvitnast mikið þar. Ekki má gleyma Kolbeinshaus með mávagerinu og skarfinum sem virtist hafa einkarétt á sill- unni austan á klettinum. Svona mætti lengi telja. Allt þetta rifjuðum við Eyfi upp þegar við gengum um hverfið. Flest hús höfðu sitt nafn og gátum við þá minnst margra skrítinna karla og kerlinga sem bjuggu þar á æsku- dögum okkar. Eyfi fór á eftirlaun eins og fyrr segir árið 1985, þá 65 ára að aldri. Fyrir um það bil 7 árum fékk hann heilablæðingu og lamaðist nokkuð. Hann hélt þó andlegri heilsu sinni og við höfðum stöðugt samband hvor við annan. Ekki treysti hann sér til að koma í heimsókn hingað heim eftir að hann veiktist. Seint á síðasta ári, 1995, reyndist hann vera með krabbamein sem ágerð- ist. í febrúar á þessu ári hringdi hann til mín og sagði mér þann úrskurð lækna að hann ætti ekki marga mánuði eftir á lífi og eins og áður segir andaðist hann 30. maí síðastliðinn. Var hann síðustu vikurnar hjá dætrum sínum, Mar- ianne, sem býr í Nevada, og Eliza- beth, sem býr í Utah, og voru þær báðar hjá honum þegar hann lést. Síðust mánuðina sem Eyfi lifði hafði ég samband við hann viku- lega. Aldrei kvartaði hann þó sár- þjáður væri, heldur brá gjarnan fyrir sig gömlu kímninni og glað- værðinni þótt sífellt drægi af hon- um. Eyfi hafði lagt svo fyrir við börn sín að lík sitt skyldi brennt og fól hann þeim að fara með öskuna til íslands og jarðsetja í grafreit for- eldra sinna. Eyfi giftist danskri konu, Ruth Jensen Eiríksson, en þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru þrjú: Karl Börge, fæddur 1953, og tvíbura- systurnar Marianne Sigrid og Elizabeth Dagný fæddar 1955. Þau eru nú öll stödd hér á landi til að framfylgja þessari síðustu ósk föð- ur síns, og er það ástæðan fyrir því að þessi minningarorð mín hafa ekki birst fyrr. Ég kveð þig, gamli vinur, og bið börnum þínum allrar blessunar. Karl Jónasson. Mig langar til að minnast bróður míns Eyjólfs Eiríkssonar. Upp í hugann koma margar góðar minn- ingar. Eyfi hvatti mig til að heima- sækja sig til Kaliforníu, en þar bjó hann mestan sinn aldur. Bjuggum við systkinin saman hátt á annað ár, árin 1963-64. Það var góður tími og áttum við yndislegar stund- ir bæði við tvö og eins með vinum Eyfa, sem ég kynntist meðan á dvöl minni stóð. Margt af þessu fólki er nú látið á góðum aldri, en endurminningin lifir. Eyfi kom oft til íslands, unni iandi og þjóð og fylgdist með því sem hér var að gerast. Hann var alltaf íslenskur ríkisborgari. Eyfi var mjög skemmtilegur maður, átti mjög góða vini sem sýndu honum trygglyndi sitt uns yfir lauk. Mér var hann alltaf mjög kær og þótt hann byggi í fjarlægu landi var hann þó alltaf nálægur því alltaf hafði hann samband heim til íslands. Eyfi kvæntist danskri konu, Ruth Jensen, en þau skildu. Börn þeirra eru tvíburarnir Elísabet Dagný og Marianne Sigrid og Karl Börge. Hann kvæntist Heidi en þau skildu. Hún sýndi Eyfa tengdaföður sínum mikla umhyggju og hjálpaði til í veikindum hans. Börn Karls Börge og Heidi eru Alta Anne og Kristian Thor. í veikindunum önnuðust öll börn- in föður sinn og sýndu honum mikla umhyggju. Hann lést á heimili dótt- ur sinnar. Börn Eyfa og sonarsonur komu til íslands með jarðneskar leifar föður síns og verða þær jarðsettar hjá foreldrum okkar að hans eigin ósk. Að lokum eftir langan þungan dag, er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn, og horfír skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir lönp lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Á kveðjustund bið ég bróður mínum Eyjólfi Eiríkssyni blessunar Guðs og þakka góða samferð. Fjöl- skyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. Hulda Eiríksdóttir. hvarf þegar litla systir fór að brosa framan í þá og toga í puttana á þeim. Þá breyttist forvitni þeirra í hrifningu og ástúð sem aldrei síðan hefur borið skugga á. í dag er Svana stödd hjá Kjartani, bróður okkar, í S-Kaliforníu. En þau eru með okkur í anda og ætla ásamt frændfólki okkar þar ytra að koma saman í dag til að minnast Sverris og kveðja góðan vin. Móðurfólkið okkar er frá Lóma- tjörn í Höfðahverfi í S-Þing. Þau eru ófá sumrin, já árin, sem við dvöldum þar, hver í sínu lagi eða allir saman hjá frændfólki okkar. Sverrir var þar einna lengst okkar bræðra, ýmist hjá afa og Sverri móðurbróður á Lómatjörn eða Sæ- mundi móðurbróður í Litlagerði og síðar Fagrabæ. Á þessum árum drakk hann í sig ást á sveitalífinu, náttúrunni og öllu sem íslenskt var. Og þótt hann hafí verið fædd- ur í Reykjavík og síðar á ævinni dvalið langdvölum í Los Angeles, var hann í raun sveitamaður í sér með hinn brennandi hugsjónaeld ungmennafélagans í brjósti sér. Þess vegna þarf ákafi hans ekki að koma neinum á óvart, þegar hann fyrir nokkrum árum barðist hart fyrir að innleiða nýja aðferð í vegagerð, svokallaða „blöndun á staðnum“-aðferð, og fékk loks einn kílómetra hjá Vegagerðinni til að spreyta sig á. (Mér er sagt að það sé einn besti og sléttasti kílómetr- inn á öllu Kjalarnesinu!) Og ekki síður birtist hugsjónaeldur Sverris í því þegar hann kynnti þjóðinni hugmyndir sínar í sambandi við bætt lýðræði með því að skrifa bæklinginn „Valfrelsi" og halda opinbera fundi um málefnið. Þar kynnti hann hugmyndir sínar um rétt kjósenda til að láta álit sitt í ljós á hinum ýmsu málum sem sveitarstjórnir eða ríkisvaldið vildu hrinda í framkvæmd, með því að kjósa um málefnin á lýðræðislegan hátt og kallaði „kosningar um málefni“ að kjósendur eigi að hafa „frelsi til að velja“. Mér er ekki grunlaust um að þetta orð, val- frelsi, sé komið inn í ísjenskuna fyrir málflutning Sverris. Á þessum tíma fengu hugmyndir hans dræm- ar undirtektir hjá ráðamönnum, en nú er svo komið að ýmsar stjóm- málahreyfingar hafa imprað á nauðsyn þess að taka slíka lýðræð: islega aðferð upp í stjórnkerfinu. í þessum efnum var Sverrir langt á undan sinni samtíð. Við hlið Sverris hefur elskuleg eiginkona hans staðið og verið stoð hans og stytta frá þeirra fyrstu kynnum. Þau Andrea byggðu upp fallegt heimili sem gott var að koma á og eiga með þeim skemmti- lega stund. Og það var alltaf jafn ánægjulegt að finna hve Sverri þótti vænt um Andreu og börnin og hve innilegt samband þeirra allra var. Sverrir var elskulegur drengur, góðgjarn og traustur og ég mun sakna hans. Við hjónin og börnin sendum Andreu og fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur ásamt þökk fyrir áralanga vin- áttu. Valgarð. Vertu dyggur, trúr og tryggur. Tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Þessar ljóðlínur lýsa vel góðum vini, sem giftur var henni Öddu frænku. Alltaf var jafn gaman fyr- ir okkur að hitta Sverri. Hann var svo einstaklega skapgóður og skemmtilegt að ræða við hann. Sérlega var honum annt um fjöl- skylduna og hennar velferð. Að sjálfsögðu bar vegagerðina oft á góma svo og velferðarmál þjóðar- innar. Þrátt fyrir veikindi um margra ára skeið bar hann þau af miklu æðruleysi. Ekki liðu þau jól öll þessi ár, að við værum ekki saman og minnisstæð eru okkur jólin, sem hann tók upp gömlu upptökurnar sínar frá Ameríku og söng með af hjartans list. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við samfylgdina við Sverri og biðjum Guð að varðveita og styrkja Öddu, Hildi og börnin. Kristín, Anna Lára, Andrea og Alma. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 “A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR - -- -j J' f Tk C- ni jii t* iS w Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi 567 4844 Sérpantanir á húsgögRvml Berist fynr 25. september til afhendingar fyrir jól MÖRKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641 Full búð af nýjum vörum frá heimsþekktum framleiðendum. 3ja sæta sófi kr. 39.000.- 2ja sæta sófi kr. 29.000.- Stóll kr.21.000.- sófaborð kr. 10.000.- Sófasett, 3+1 +1 kr. 81.000.- $ Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiðslu íyShúsqöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 Nýr bíll: V.W. Golf 2.0i '96, 5 dyra, 5 g., vín- rauðir. V. 1.385 þús. Chevrolet Blazer LS S-10 4.3L '95, sjálfsk., ek. aöeins 11 þ. km., rafm. í öllu, þjófav. o.fl. Sem nýr. V. 3.450 þús. Suzuki Sidekick JLX 1.8 Sport ‘96, 5 g., ek. 5 þ. km., upphækkaður, álfelgur, rafm. í öllu, þjófavörn, ABS bremsur o.fl. Sem nýr. V. 2.390 þús. Toyota Corolla XL Sedan ‘92, brúnsans., sjálf- sk., ek. 66 þ. km., grjótagrind o.fl. V. 790 þús. Toyota 4Runner V-6 ‘91, steingrár, 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúöum, geislasp., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. 1.850 þús. Nissan Sunny SLX Sedan ‘92, sjálfsk., ek. aðeins 55 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, álflelgur, 2 dekkjag. o.fl. V. 890 þús. Hyundai Accent GSi ‘95, grænsans., 5 g., ek. 9 þ. km., 15“ álfelgur, loftpúöar o.fl. V. 990 þús. Tilboðsverð á fjölda bifreiða Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig Opið laugard. Kl 10-5. Opið sunnudag. Kl 1-6. Cherokee LTD 4,0 High Output ‘91, svartur, ek. 75 þ. km., leðurinnr., rafm. í öllu o.fl. V. 2.050 þús. Subaru Legacy 1.8 Station '90, hvítur, sjálf- sk., ek. 85 þ. km. V. 1.020 þús. Toyota Hilux D. Cap SR-5 '92, bensín, m/húsi, 5 g., ek. 66 þ. km. V. 1.550 þús. MMC Lancer GLXi Royal ‘95, hvítur, 5 g., ek. 45 þ. km„ álfelgur, rafm. í öllu, geislasp. o.fl. V. 1.250 þús. Hyundai Elantra 1.8 GT '94, sjálfsk., ek. 28 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 1.090 þús. Grand Cherokee V-8 LTD Orvis ‘95, einn m/öllu, ek. 7 þ. km. Sem nýr. V. 3.980 þús. Honda Civic Shuttie 4x4 ‘89, blár, 5 g., ek. 71 þ. km. V. 690 þús. Ford Escort 1.4 Station ‘93, hvítur, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 790 þús. MMC Lancer GLXi Station ‘93, hvítur, sjálfsk., ek. 53 þ. km. V. 980 þús. Renault 19 RN ‘94, rauður, 5 g., ek. 65 þ. km., rafm. í rúöum o.fl. V. 890 þús. MMC Pajero langur ‘91, V-6 bensín, ek. 90 þ. km., 31“ dekk, blár og grár, 5 g., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.680 þús. Daihatsu Feroza SXi ‘91, rauður og grár, ek. 55 þ. km., álfelgur, krókur. V. 850 þús. Sk. ód. Pontiac Trans Sport SE 3.8 L ‘93, sjálfsk., ek. 65 þ. km., ABS, rafm. í öllu. Fallegur bíll. V. 2,1 millj. Suzuki Sidekick JX ‘95, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 27 þ. km., álfelgur, upphækkaöur, þjófavörn o.fl. V. 1.880 þús. Suzuki Vitara V-6 5 dyra ‘96, 5 g., ek. 10 þ. km., upphækkaður, lækkuð hlutföll, rafm. i rúöum o.fl. Jeppi í sérflokki. V. 2.590 þús. Honda Accord 2,0 EX ‘92, rauður, sjálfsk., ek. 72 þ. km„ rafm. í öllu. Fallegur bíll. V. 1.290 þús. Sk. ód. Cherokee Ltd. 4,0L ‘88, vínrauður, leður innr., sjálfsk., m/ölhj, ek. 108 þ. km. V. 1.390 þús. Ford Lincoln Continental V-6 (3,8L) ‘90, einn m/öllu, ek. 83 þ. km. V. 1.490 þús. Mazda 626 GLX Hlaðbakur ‘88, sjálfsk., ek. 124 þ. km. Mjög gott eintak. V. 650 þús. Suzuki Sidekick JX 5 dyra ‘91, vínrauður, 5 g., ek. 118 þ. km. V. 1.080 þús. V.W. Vento GL ‘94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. V. 1.200 þús. Toyota Landcruiser langur diesel ‘87, sjálfsk., ek. 274 þ. km. Mjög gott viðhald. Tilboðsv. 1.390 þús Honda Civic 1.6 ESi ‘92, 5 g., ek. 62 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.030 þús. Suzuki Swift GA 3ja dyra ‘88, grár, 5 g., ek. 95 þ. km. V. 270 þús. Geo Tracker SLE (Suzuki Vitara) ‘90, hvítur, 5 g., ek. 85 þ. mílur. V. 890 þús. SK. ód. BMW 316i ‘92, rauður, 5 g., ek. 85 þ. km. Mjög gott eintak. V. 1.390 þús. Sk. ód. Nissan Pathfinder 2.4L ‘88, 5 g.t ek. 135 þ. km. Fallegur jeppi. V: 1.080 þús. Subaru Legacy 2.0 Station ‘96, hvítur, 5 g., ek. 6 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu, spoil er o.fl. V. 2,1 millj. blabib -kjarni raálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.