Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Borís Jeltsín Rússlandsforseti á fundi með læknum sínum í Moskvu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sneri aftur til Moskvu í gær þar sem hann átti fund með læknun- um, sem munu skera hann upp við kransæðastíflu. Sagði talsmaður forsetans, að hann væri að hug- leiða með hvaða hætti hann af- henti sum völd sín öðrum í hendur um stundarsakir, þar á meðal að- gang að „kjarnorkuhnappinum" svokallaða. Sergei Jastrzhembskí, talsmaður Jeltsíns, sagði, að læknamir hefðu viljað kynna sér líkamlegt ástand hans en neitaði fréttum um, að ákveðið hefði verið hvenær aðgerð- in færi fram. Kvað hann Jeltsín einnig hafa heimsótt Naínu, konu sína, á sjúkrahús þar sem hún er að jafna sig eftir nýmaaðgerð. íhugar valda- afsal um tíma Víktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra, sem tæki við af Jeltsín ef hann yrði að fara alveg frá, tók í vikunni að nokkru við varnar- og innanríkisráðuneytinu en þau heyra annars beint undir forset- ann. Jastrzhembskí gaf hins vegar ekkert upp um það hverjum Jeltsín hygðist fela völd sín tímabundið en lagði áherslu á, að forsetinn gerði sér grein fyrir, að ákvörðun- in myndi hafa mikið fordæmisgildi í hinu nýja, lýðræðislega Rúss- landi. Rússneska stjórnarskráin kveð- ur skýrt á um, að forsætisráðherr- ann taki við af forsetanum falli hann frá eða verði að segja af sér af öðrum ástæðum en segir fátt um skipan mála í tímabundnum forföllum hans. Kohl með kjarnorkuhnappinn! Gennadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði í gær, að Jelts- ín væri sjúkur og ætti að afhenda Tsjernomyrdín völdin áður en hann gengist undir hjartaaðgerð- ina. Sagði hann þann orðróm á kreiki, að Jeltsín hefði falið vini sínum, Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, að passa upp á kjarn- orkuhnappinn fyrir sig í veikind- unum en flýtti sér síðan að vísa honum á bug sem brandara. Hann sagði þó, að þessi gamansaga sýndi vel óvissuna, sem nú ríkti í Kreml. Frakkland Neitaði að fljúga París. Reuter. SKYNDIVERKFALL flugmanna franska flugfélagsins Air France Europe, sem áður hét Air Inter og er hluti af ríkisfiugfélaginu Air France, olli því að félagið varð að aflýsa um 40% flugferða á Evrópu- leiðum sínum í gær. Lögðu flugmennirnir fyrirvara- laust niður vinnu er einum starfs- bróður þeirra var refsað fyrir aga- brot á miðvikudag, en hann neit- aði að leggja upp í flugferð af öryggisástæðum. Flugmaðurinn, Jean-Louis Le Barraillec, neitaði að fljúga frá Biarritz í baskahéruðum Frakk- lands til Parísar þegar honum var neitað um að farangur yrði annað hvort gegnumlýstur eða borinn fyrir sprengjuleitarhunda. Flugmannasamtökin, SNPL, sögðu það ábyrgðarleysi af hálfu Air France að telja eftirlit af þessu tagi ónauðsynlegt og minntu á, að liðsmenn aðskilnaðarsamtak- anna Iparretarrak, Þessir að norð- an, hefðu staðið fyrir minniháttar sprengjutilræðum um árabil á Biarritz-svæðinu. Flugfélagið hélt því fram, að opinberir embættismenn hefðu úrskurðað, að leit í farangri væri ekki réttlætanleg og því hefði Le Barrailiec verið refsað en hann hefði 35 sinnum á þessu ári neitað að fara í loftið af sömu ástæðu. Hét það jafnframt að draga SNPL fyrir dóm og krefjast bóta þar sem ákvæði um fimm daga fyrirvara á boðun verkfalls hefði verið brotið. Reuter Telja sig vita liverj- ir myrtu Cools Brussel. Reuter. BELGÍSK yfirvöld hafa fengið vitn- eskju um nöfn tveggja Túnisbúa sem eru grunaðir um að hafa myrt stjórnmálamanninn Andre Cools fyrir fimm árum, að sögn belgíska sjónvarpsins BRTN í gær. Lögregl- an leitar nú mannanna, sem hafa búið á Sikiley og eru sagðir hafa þegið 750.000 franka, jafnvirði 1,5 milljóna króna, fyrir morðið. Upplýsingar um morðingjana komu fram í nafnlausu bréfi til dómara sem rannsaka málið. Skatt- rannsóknamenn, sem gerðu húsleit á dvalarstað mannanna í Belgíu fýrir fimm árum, gátu staðfest nöfnin. Spillingarmál afhjúpuð Cools var einn af helstu forystu- mönnum Sósíalistaflokksins og var myrtur 18. júlí 1991 við hús hjá- konu sinnar í Liege. Málið olli miklu uppnámi og rannsókn þess bar eng- an árangur þar til nýlega. Rannsókn málsins varð til þess að upp komst um spillingu meðal stjórnmálamanna í Belgíu. Leiddi það til afsagna fjögurra ráðherra, en að auki sagði Willy Claes af sér sem framkvæmdastjóri NATO og háttsettur hershöfðingi svipti sig lífi. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðinu. Einn þeirra, Alain Van der Biest, fyrrverandi ráðherra í Vallóníu, viðurkenndi að hafa greitt tveimur mönnum á Sikil- ey, líklega Túnisbúum, fyrir að fremja morð án þess að vita hvern ætti að myrða. Kýrnar aug- lýsa mjólkur- afurðir FYRST létu sænskir bændur sér nægja að setja upp auglýsinga- skilti úti í haga. En svo fréttu þeir að breskir starfsbræður þeirra hefðu bætt um betur og málað auglýsingar á kýrnar sjálfar og máttu til með að prófa. A myndinni sjást bændur í Járna setja auglýsingar á kýrnar Veru og Margaretu en þær fá í laun betra og kraft- meira fóður. Þær auglýsa að sjálfsögðu mjólkurafurðir en ekki hefur komið til tals að selja öðrum framleiðendum aðgang að þessu óvenjulega auglýsinga- plássi. Fiskveiðifloti ESB Verulegur niður- skurður á dagskrá FULLTRÚAR hinna 15 aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) hittust í Brussel í gær til að freista þess að ná samkomulagi um aðgerðir til að minnka veiðigetu fiskveiðiflota sam- bandsins, en sjávarútvegsráðherrum ESB er ætlað að taka ákvörðun um slíkar aðgerðir á fundi sínum í næsta mánuði. írar, sem nú gegna forsæti í ráð- herraráði ESB, eru mjög áfram um að samkomulag náist um að færa fiskveiðigetu ESB-flotans sem næst veiðanlegum kvóta úr fiskistofnum ESB-lögsögunnar og binda vonir við að ráðherrunum auðnist að sammæl- ast um aðgerðir að því marki á fundi sínum þann 14. október nk. En eins og European Voice grein- ir frá, draga ýmis aðildarríki sem og hagsmunasamtök sjómanna í efa, að sá róttæki niðurskurður sem áætlaður er af framkvæmdastjórn- inni sé réttmætur, en í maí sl. olli Emma Bonino, sem fer með sjávar- EVRÓPA^ útvegsmál í framkvæmdastjórninni, fjaðrafoki með því að kalla á 40% niðurskurð fiskveiðigetunnar í næstu „fjöláraáætlun“ (Multi-Annual Guid- ance Programme) fiskveiðistjórnun- ar ESB. Talsmaður ensku sjómannasam- takanna NFFO, Barry Deals, varar framkvæmdastjórnina við: „Það verður að taka aldur og skilvirkni skipanna með í reikninginn, annars er hætta á að útkoman verði minni floti, sem hins vegar hefur meiri afkastagetu." Jafnframt er bent á, að jafnvel þótt samkomulag um megindrætti þess hve mikið eigi að skera flotann niður náist, muni aðalbaráttan hefj- ast þegar hvert aðildarríki fyrir sig fer að semja um það við fram- kvæmdastjórnina hve stóran hluta niðurskurðarins það þarf að bera sjálft. Reglur um búnað skipa einnig í endurskoðun Samtímis áformunum um niður- skurð flotans er framkvæmdastjórn- in og írar í formennskuhlutverkinu að reyna að ryðja veginn fyrir breyt- ingum á reglum um tæknilegan út- búnað og veiðarfæri fiskiskipa, sem m.a. er ætlað að draga úr brott- kasti fisks sem veiddur er utan kvóta. A meðan framkvæmdastjórnin og írlandsstjóm gera sér vonir um að samkomulag náist með haustinu, fara sjómannasamtök fram á að meiri tíma verði varið til að undirbúa þess- ar „róttækustu breytingar á tækni- legri fískveiðistjórnun [ESB] í 15 ár“. Brussel. Reuter. AÐEINS 35 af hundraði íbúa í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) eru ánægð með sambandið að því er kemur fram í skoðana- könnun, sem framkvæmdastjórn ESB lét gera og birt var í gær. í könnuninni, sem er gerð þrisvar á ári til að kanna þekk- ingu fólks á stofnunum og sátt- málum ESB, kváðust þó 58 af hundraði bjartsýn þegar ESB kæmi þeim í hug, þótt aðeins 46 Aðeins 35% ánægð með ESB af hundraði teldu að fram- kvæmdastjórninni væri treyst- andi til að taka ákvarðanir í þágu þeirra 370 milljóna borgara, sem búa í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins. í könnuninni, sem nær til að minnsta kosti 800 heimila í hverju aðildarríki ESB, kom fram mikill ágreiningur um áætl- anir ESB um að afnema landa- mæri milli aðildarríkja. 67 af hundraði Breta voru þeirrar hyggju að hér væri afleit hug- mynd á ferð en 62 af hundraði Spánverja fannst það þjóðráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.