Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Svipuð afkoma hjá Olís fyrstu sex mánuði ársins og á sama tímabili í fyrra Hagnaður nam um 82 milljónum OLÍUVERSLUN íslands hf., Olís, skilaði alis um 82 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mán- uði ársins samanborið við um 80 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrarafkoma félagsins batn- aði nokkuð á tímabilinu, þar sem rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði og skatta var 146 milljónir á tímabilinu eða um 7% meiri en á sama tíma í fyrra. Á móti kemur nokkur hækkun ijármagnsgjalda, en nánari upplýsingar úr rekstrar- reikningi félagsins er að finna á meðfylgjandi töflu. Rekstrartekjur Olís námu á tíma- bilinu 3.191 milljón samanborið við 2.941 milljón á sama tíma á sl. ári og hafa því aukist um 9%. Hinn 30. júní var eigið fé bókfært á alls 2.089 milljónir og eiginfjárhlutfall var 40%. verið unnið að uppsetningu nýrra og fullkominna dælu- og kassakerfa á flestum stöðvum félagsins á Reykjavíkursvæðinu ásamt upp- setningu skyggna. Þessar stöðvar hafa einnig verið innréttaðar að nýju og eru almennar dagvörur nú ráðandi í vöruúrvali þeirra. Á næstunni opnar félagið tvær sjálfvirkar ómannaðar bensínstöðv- ar undir heitinu „ÓB - ódýrt bens- ín“. Önnur verður hjá Fjarðarkaup- um í Hafnarfirði en hin við verslun- ina Engjaver í Grafarvogi. Áformað er að opna síðar á árinu tvær ÓB- stöðvar til viðbótar en markmiðið með stöðvunum er að bjóða við- skiptavinum Olís nýjan kost og að vera samkeppnisfær við ódýrasta bensínið á markaðnum. pwp OLÍUVERSLUN rtr] ÍSLANDS hf. Úr milliuppgjöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 3.191 2.941 9% Rekstrargjöld 3.045 2.804 9% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 146 137 7% Fjármagnsgjöld (36) (13) 177% Reiknaðir skattar (28) (44) -36% Hagnaður tímabilsins 82 80 2% Efnahagsreikningur Míiijónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting I Eignir: \ Veltufjármunir 2.709 2.212 22% Fastafjármunir 2.455 2.224 10% Eignír samtals 5.164 4.436 16% [ Skuldir oo eigid fé:<\ Skammtímaskuldir 1.940 1.718 13% Langtímaskuldir 1.135 780 46% Eigið fé 2.089 1.938 8% Skuldir og eigið fé samtals 5.164 4.436 16% Kennitölur 1996 1995 Eiginf járhlutfall 1,40 1,29 Veltufjárhlutfall 0,40 0,44 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 169 145 17% Nýjar og endurbættar þjónustustöðvar Eignarhald spænsku saltfiskverksmiðjunnar La Bacaladera Fram kemur í frétt frá Olís að á þessu ári hefur verið ráðist í um- fangsmestu nýframkvæmdir og endurbætur á þjónustustöðvum fé- lagsins í sögu þess. Nú þegar er lokið byggingu nýrrar þjónustu- stöðvar við Sæbraut i Reykjavík og i þessum mánuði lýkur byggingu veitingaskála á sama svæði. Um þessar mundir stendur yfir endur- bygging á þjónustustöð fyrirtækis- ins við Álfheima. Þá hefur á árinu SÍFmeð fleiri kosti til skoðunar Skandia hf. Viðskipta- vakt með ríkisverð- bréf SKANDIA hf. hefur gerst viðskipta- vaki með fjóra flokka ríkistryggðra skuldabréfa á Verðbréfaþingi ís- lands. Viðskiptavaktin felur í sér að fyrirtækið skuldbindur sig til að setja fram daglega kauptilboð í bréf í hverjum flokki að fjárhæð 10 millj- ónir króna. Heildarfjárhæð tilboða Skandia í þessa verðbréfaflokka nemur því 200 milljónum á viku. Skandia mun jafnframt leitast við að setja fram jafnhá söluboð í þessa flokka, eins og kostur er. Um er að ræða spariskírteini í flokkunum 95/1D10 og 95/1D20, húsbréf í flokki 96/2 og ríkisbréf í flokki 1010/00. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns hjá Skandia, er við- skiptavakt fyrirtækisins mun öflugri en verið hefur hingað til hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum. Þau hafi til þessa skuldbundið sig til að setja fram daglega kauptilboð í fimm við- skiptaeiningar eða sem svarar til um einnar milljónar króna á dag. Árni Oddur segir jafnframt að nú um skeið hafi Skandia leitast við að setja inn kaup- og söluboð í fjóra virkustu flokka ríkistryggðra skuldabréfa að upphæð 10-30 millj- ónir kr. daglega í hvern flokk. Tilboð þessi séu gerð í eigin reikning og leitast við að endurnýja þau þegar viðskipti hafi átt sér stað. Skandia hafi verið mjög virkur þátttakandi á frum- og eftirmarkaði í kaupum og sölum ríkistryggðra langtímabréfa, þannig að hlutdeild fyrirtækisins hafi aukist verulega í miðlun verð- bréfa. GUNNAR Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að fyrir- tækið hafí ýmsa aðra kosti sem verið sé að skoða, verði ekki af kaupum fyrirtækisins á spænsku saltfiskverksmiðjunni La Bacalad- era. Hann segir hins vegar að áhersla verði lögð á að knýja í gegn þann kaupsamning sem fyr- irtækið hafi þegar gert. Eins og fram hefur komið virð- ist sem eigendur spænsku verk- smiðjunnar hafi tvíselt hana, fyrst SÍF og síðar norska fyrirtækinu Troms Fisk. Framkvæmdastjóri Troms Fisk lýsti því hins vegar FRÉTTIR um hugsanlegar árásir Bandaríkjamanna á írak urðu til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu í gær og gengi dollarans hækkaði ganvart þýska markinu. Verulegar hækkanir urðu á Brent-hráolíu þegar skýrt var frá viðbúnaði Bandaríkjahers eftir að írakar skutu eldflaugum að bandarískum herþotum. Er al- mennt búist við, að Bandaríkja- menn hefni þessara árása, annað- hvort með flugskeytum eða með öðrum loftárásum. „Við búumst við, að Banda- ríkjamenn muni láta til skarar skríða í dag og það mun strax segja til sín í verðinu,“ sagði einn miðlarinn en miðað við þá samn- inga, sem gerðir voru í október og renna út í dag, hækkaði Brent- olían um 72 sent fatið og fór í 24,30 dollara. Hæsta olíuverð frá 1990 Olíuverð hefur ekki verið hærra síðan írakar réðust inn í Kúveit árið 1990 en þá fór Brent-verðið í 40,95 dollara fatið. Gengi dollarans hækkaði veru- yfir í Morgunblaðinu í gær að fyr- irtækið hefði einungis nýtt sér forkaupsrétt sem það hefði haft á þessum bréfum. Þá sagði hann jafnframt að sér skildist sem aðeins hefði verið um viljayfirlýsingu af hálfu spænsku aðilanna að ræða, gagnvart SÍF, en enginn eiginlegur kaupsamn- ingur hefði verið gerður. Fleiri kosta völ Gunnar Örn segir að fyrirtækið muni áfram vinna að því að knýja í gegn þann kaupsamning sem það hafi gert. Þetta sé gott fjárfesting- lega í gær gagnvart þýsku marki og er hækkunin rakin til þeirrar yfírlýsingar Klaus-Dieter Kúh- bachers, forseta seðlabankans í Berlín og Brandenburg og stjóm- armanns í þýska seðlabankanum, að aukið svigrúm væri til að lækka vexti í Þýskalandi. Stuart Thomson, aðalhagfræð- artækifæri. Þarna sé verksmiðja sem gefi mikla möguleika og fáist fyrir lítið fé einfaldlega vegna þess búið hafi verið að offjárfesta í henni. Ef það náist ekki komi ýmsir aðrir kostir til greina. Gunnar segir að það muni hins vegar ekki verða neitt áfall fyrir SÍF, verði ekki af kaupunum á verksmiðjunni. Það hafi m.a. verið fyrirsjáanlegt að kaupin drægju úr hagnaði SÍF á þessu ári, enda hefði fyrirtækið þurft að taka þar við töluvert miklu rekstrartapi. ingur Nikko Europe í London, sagði, að þessi yfirlýsing myndi áreiðanlega ýta undir þá þróun, sem verið hefði í gangi, það er að segja gengishækkun dollarans. Hann kvað þó ekki víst, að um- mæli Kúhbachers endurspegluðu skoðanir meirihlutans í þýska seðlabankanum. Veruleg hækkun á olíuverði London. Reuter. Danyard á barmi gjaldþrots Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ENN ein dönsk skipasmíðastöð rambar á barmi gjaldþrots. Dan- yard í Frederikshavn á Norður- Sjállandi. Á fyrri hluta ársins var tapið 460,2 milljónir danskra króna, en var á sama tíma í fyrra 72,3 milljónir. Áætlað tap í ár er 560 milljónir. Þetta kom fram er Lauritzen samsteypan lagði fram reikninga sína fyrir fyrri hluta ársins, en Danyard er í eigu J. Lauritzen Holding hf., sem er hluti samsteypunnar. 1.500 manns vinna hjá stöðinni en að minnsta kosti tvöfalt fleiri munu finna fyrir lokuninni í þessu litla bæjarfélagi. Stöðin er að byggja 7 tank- skip og 2 ferjur, svo verkefnin vantaði ekki og framtíðin virtist björt. Við smíðarnar hefur verið þróuð ný tækni og aðferðir, svo báðar skipsgerðirnar eru merkar nýjungar á sínu sviði. Áætlanir um smíðarnar hafa ekki staðist og skipin því orðið mun dýrari en ætlað var. Lauritzen samsteypan hefur þegar þurft að leggja umtals- verðar upphæðir í skipasmíða- stöðina. I yfirlýsingu samsteyp- unnar segir einnig að ef mark- aðsaðstæður og gengi Banda- ríkjadals verði ekki hagstæðari megi búast við að hætt verði smíði stálskipa 1998, þegar yfir- standandi verkefnum lýkur. Gjaldþrot vofir því yfir stöðinni ef aðrir fjárfestar koma ekki til skjalanna. Avöxtunar- krafa ríkis- bréfa hækkar ÁVÖXTUNARKRAFA ríkis- bréfa hækkaði lítillega í útboði Lánasýslu ríkisins, sem fram fór á miðvikudag. Alls bárust 10 gild tilboð í ríkisbréf að íjárhæð 310 milljónir króna og var tilboð- um tekið í ríkisbréf til 3 ára fyr- ir 70 milljónir króna að nafn- verði og í 5 ára ríkisbréf fyrir 140 milljónir að nafnverði. Meðalávöxtun tekinna tilboða í 3 ára ríkisbréf var 7,75%, sem er 0,35% hærra en í útboði Lána- sýslunnar á ríkisbréfum í júlí. Engum tilboðum var hins vegar tekið í ríkisbréf í síðasta útboði, sem fram fór þann 7. ágúst. Meðalávöxtun tekinna tilboða í ríkisbréf til 5 ára var hins veg- ar 8,85%, sem er 0,01% hækkun frá útboðinu í júlí. Svissneskir bankar rann- sakaðir Zíirich. Reuter SVISSNESK yfirvöld hafa fallist á að aðstoða frönsk stjómvöld við að kanna hvort átt hafi sér stað svokölluð innheijaviðskipti með hlutabréf í Eurotunnel áður en hlutafé fyrirtækisins var auk- ið á árinu 1994. Þetta mál er nú til rannsóknar hjá saksóknurum i París og tals- maður svissnesku lögreglunnar staðfesti einnig, að Frakkar hefðu farið fram á aðstoðina í júní sl. Sagði hann, að saksókn- arar í Genf hefðu málið til með- ferðar. Rannsóknin snýst um þijá banka í Genf og Zúrich að sögn tímaritsins Facts og þar kemur fram, að frönsk yfirvöld gruni þá um að hafa notfært sér vitn- eskju sína um yfirvofandi hluta- fjáraukningu og selt hlutabréf sín í Eurotunnel eða Ermar- sundsgangafyrirtækinu áður en þau féllu um helming í verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.