Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HANN er alltaf að spyrja hvenær hr. Davíð komi og segi: „Svona gera menn ekki Friðrik" . . . MYND bandaríska ljósmyndarans David C. Turnley sýnir flóttakonu frá Srebrenica og var valin af bamadómnefnd sem besta myndin. Fréttalj ósmyndir í Kringlunni OPNUÐ verður í Kringlunni á morgun, laugardaginn 14. sept- ember, sýningin World Press Photo '96. Sýningin stendur til 2. október. Ennfremur verður sérsýning á göngum Kringlunnar á 32 myndum eftir ljósmyndara Morgunblaðsins. Þessi samkeppni hefur verið haidin árlega síðan 1995 og er stærsta og þekktasta fréttaljós- myndakeppni sem haldin er, seg- ir í fréttatilkynningu. Að þessu sinni bárust í keppnina 29.116 myndir 3.068 ljósmyndara frá 103 löndum. Sýningunni er skipt í flokka og veitt verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hverjum flokki, bæði fyrir myndaraðir og einstakar myndir. Sýningin er flokkuð í fréttaskot, fólk í frétt- um, vísindi og tækni, daglegt líf, íþróttir, listir, náttúra og um- hverfi og almennar fréttir. Alls eru þetta um 200 myndir og eru allar verðlaunamyndirnar á sýn- ingunni í Kringlunni. Við hverja mynd er ítarlegur og fróðlegur texti um myndefnið á íslensku. Fréttaljósmynd ársins var val- in mynd sem bandaríski ljós- myndarinnar Lucian Perkins tók af ungum dreng sem horfir út um afturrúðu fólksflutningabif- reiðar á leið frá stríðsátökum í Tsjetsjníu. World Press Photo gefur út árbók með verðlaunamyndunum og fæst hún í verslun Hans Pet- ersens í Kringlunni. Helstu al- þjóðlegu styrktaraðilar sýning- arinnar eru fyrirtækin Canon, KLM og Kodak. Að sýningunni hér á landi standa Kringlan, Hans Petersen og Morgunblaðið í samstarfi við Jóna hf. flutninga- þjónustu. Sýningarsvæðið er bæði á 1. og 2. hæð Kringlunnar og er sýningin opin á afgreiðslutíma Kringlunnar. Slæmt ástand vega á Vest- fjörðum ÁSTAND vega á Vestfjörðum er nú óvenju slæmt vegna langvarandi rigninga síðsumars. Vegagerðin bíður eftir því að þorni svo hægt verði að hefla. Ástandið er hvað verst í Barða- strandarsýslu og í Arnarfírði, að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmis- verkfræðings Vegagerðarinnar á Vestfjörðum. „Það hefur verið stansíaus suðvestanátt og miklar rigningar hérna alveg síðan í byrjun ágúst. Vegakerfið er frekar veikt þannig að það þolir mjög illa lang- varandi rigningar,“ segir hann. Aðspurður hvort til standi að lag- færa vegina fyrir veturinn, segir Gísli að það verði gert strax og hægt er. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hafi ekki tekist að ná viðun- andi árangri sökum veðurfarsins en Vegagerðin sé í viðbragðsstöðu. „Heflarnir bíða hér og þar til þess að reyna að hefla ef það þornar eitthvað. Það er þó ekki nóg að aðeins stytti upp því að vegirnir þurfa að fá að þorna áður en hægt er að hefla,“ segir Gísli. Varaforsetaefni Bandarískra sósíalista Kúba mikil- vægt fordæmi fyrir heiminn ÞÓTT frambjóðendur demókrata og repú- blikana einoki fréttaflutning af forseta- kosningunum í Bandaríkjun- um ásamt framboði auðkýf- ingsins Ross Perots er um tæplega tíu framboð að ræða, þar á meðal frá Sósíal- íska verkamannaflokknum. Laura Garza, varaforseta- efni flokksins, kom hingað til lands í vikunni til að kynna stefnu flokksins og framboð sitt og James Harris, forseta- efnis og starfsmanns Hormel kjötpökkunarverksmiðjunn- ar í Atlanta, og hafði ýmis- legt við bandarískt stjórn- kerfi að athuga. - Ykkar framboð fær ekki mikla umtjöllun vestan hafs. Hvers vegna er það? „Ein ástæðan er sú að hið svo- kallaða lýðræði í Bandaríkjum er ekki svo lýðræðisiegt. Kosningalög- in eru gerð með það fyrir augum að torvelda verkamannaflokki þátt- töku. Demókratar og repúblikanar semja lögin og það þarf að koma framboði að í 50 ríkjum. En það er eitt sameiginlegt með þeim öll- um. Það er auðvelt fyrir demókrata og repúblikana að komast á kjör- seðilinn, en erfitt fyrir þann, sem ekki hefur aðgang að miklum pen- ingum. Þetta takmarkar lýðræðis- lega umræðu í kosningunum. Við verðum þó í framboði í rúm- lega tylft ríkja.“ Garza er þeirrar hyggju að mestu breytingar, sem orðið hafí í Bandaríkjunum á þessari öld, hafi ekki orðið vegna kosninga heldur félagslegra hreyflnga undir forystu vinnandi fólks. „Við teljum að þannig hreyfingar sé nú þörf til að vetja rétt verka- manna, sem nú eiga í vök að verj- ast, vegna þess að bæði demó- kratar og repúblikanar eru að grípa til aðgerða, sem beinast gegn verkamannastéttinni." Garza segir að kosningalögin í Bandaríkjunum standi framboði flokks síns fremur fyrir þrifum, en að fólk fælist frá við að heyra sós- íalisma nefndan. „Flestir verkamenn eru reiðu- búnir til að hlýða á skoðanir manns blátt áfram. Við erum fulltrúar meirihlutans í mörgum málum. Við styðjum það að tryggja rétt allra þjóðfélagshópa gegn árásum og við erum hluti af vaxandi hópi fólks, sem segir að árásir á vinnandi inn- flytjendur séu ekki aðeins hættu- legar innfljdjendum, heldur öllu vinnandi fólki.“ Hún heldur því fram að með nýjum lögum, sem neiti löglegum innflytjendum um sömu félagslegu réttindin og bandarískir ríkisborg- arar njóti, sé verið að mismuna stórum hópi íbúa Banda- ríkjanna. „Það er mjög hættu- legt. Svona var þetta áður þegar aðskilnaður ríkti í Suðurríkjunum og svartir nutu ekki jafn- réttis samkvæmt lögum og það eimir enn af því. Það er verið að reyna að etja einum hópi verkamanna gegn öðrum til að lækka laun allra.“ - Hveijar eru ykkar tillögur? „Það, sem við leggjum tii, er ætlað til þess að sameina verka- mannastéttina og vernda verka- menn frá eyðileggingu kapitalism- ans. Við leggjum til að vinnuvikan verði stytt án þess að kaup lækki til að allir hafi atvinnu. Við viljum einnig afnema íjárframlög til hem- aðarmála í Bandaríkjunum og leggja háa skatta á gróða fyrir- Laura Garza ► Laura Garza er 37 ara gömul og fædd í New York. í æviágripi segir að hún hafi „barist fyrir sósíalisma" i 25 ár og hennar pólitíski ferill hafi hafist þegar hún mótmælti Víetnamstríðinu á grunnskólaaldri. Hún hefur látið til sín taka víða í Bandaríkjun- um. Fjölskylda hennar flutti til Chicago þegar hún var í mennta- skóla og barðist hún þar fyrir réttindum kvenna og lögleiðingu fóstureyðinga. Á þeim tíma gekk hún í Samtök ungra sósíalista. Hún hefur einnig unnið í samtök- um til að efla veg svartra, NA- ACP, og starfað fyrir stéttarfé- Iög allt frá Kalifomíu til Flórída. 1993 bauð hún sig fram til borg- arstjóra í Miami og ári síðar til Bandaríkjaþings. Hún er vara- forsetaefni Sósíalíska verka- mannaflokksins. Garza starfar sem blaðamaður vikublaðsins The Militant í New York. Lýðræði í Bandaríkjun- um ekki svo lýðræðislegt tækja til að fjármagna almanna- þjónustu; sjúkrahús, skóla og vegi. Við viljum veija jafnan rétt allra verkamanna, jafnt innflytjenda, sem annarra, og virkja fólk til að fylkja liði um þann málstað.“ Teiur þú eitthvert ríki gefa for- dæmi til eftirbreytni? „Ég tel að Kúba gefi heiminum mikilvægt fordæmi nú á tímum og þess vegna leggi Bandaríkin slíka fæð á Kúbu og reyni að einangra landið. Ástæðan er sú að Kúba er land þar sem gerð var bylting og verkamenn eru við völd og þótt Kúba sé fátækt land, þriðja heims ríki, þá eru mannlegar þarfir settar í öndvegi.“ - Er eitthvað við Kúbu, sem þér líkar ekki? „Það er margt, sem Kúbveijar kunna ekki að meta sjálfír, til dæm- is áherslan á ferðamenn og vændið, sem þeim hefur verið samf- ara. . . Ég held að Kúba sé meira lýðræðisríki, en Banda- ríkin og get nefnt fjölda dæma til að hrekja að þar ríki einræði." - Hvað um mann- réttindabrot á borð við meðferð alnæmissjúkl- inga, sem hefur mikið verið fjatlað um á Vesturlöndum? „Ég held að mannréttindi séu ekki mikið vandamál á Kúbu. Ég held að það sé hluti af áróðrinum gegn Kúbu. Að minni hyggju eru mannréttindabrot Bandaríkja- manna meira vandamál. Banda- ríkjamenn hafa beitt íraka refsi- aðgerðum með þeim afleiðingum að mörg hundruð þúsund böm hafa látið lífið vegna næringarskorts. Ég held að Bandaríkjamenn séu ekki í neinni aðstöðu til að vera með kennslustund í mannréttinda- málum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.