Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Deilur um starfsemi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn Formaður hússljórn- ar hefur sagt af sér Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Forsætisráð- herra Svíþjóð- ar í heimsókn FORSÆTISRÁÐHERRA Svíþjóðar hr. Göran Persson og frú Annika Persson eru væntanleg í opinbera heimsókn til landsins dagana 21. til 24. september nk. ásamt fylgd- arliði. Meðal dagskrárliða heimsóknar- innar eru viðræður við forsætisráð- herra, fundur með utanríkismála- nefnd Alþingis, heimsókn til Bessa- staða, í Ráðhúsið og Árnastofnun og skoðunarferð um Austur-Skafta- fellsýslu. Þá mun forsætisráðherrann flytja fyrirlestur í Norræna húsinu um Svíþjóð í Evrópusambandinu. EDWARD P. Gallagher hefur verið kjörinn nýr formaður menningar- stofnunarinnar American-Scand- inavian Foundation í Bandaríkjun- um. Honum er meðal annars ætlað að vinna að stofnun norrænnar menningarmiðstöðvar í New York. Hann tekur við af Lenu Biörck Kaplan sem var formaður frá árinu 1989. Hún mun starfa áfram í stjórn stofnunarinnar. Klárí vatnsslaginn STARFSMENN Vatnsveitu Keykjavíkur anna ekki einungis neysluvatnsþörf borgarbúa og svara þörfum iðnaðar því tryggja verður að slökkviliðið hafi ætíð nægilegt vatn í eilífri baráttu sinni við eldsvoða. Að minnsta kosti 75 milljónir lítra Gvendarbrunna- vatns streyma ofan úr Heiðmörk á hverjum sólarhring til margvís- legra nota og bninahanar á um- ráðasvæði stofnunarinnar eru um 1.100. Það er því í mörgu að snú- ast og hér sér Björgvin Haralds- son til þess að íbúar við Eiðis- granda standi ekki uppi vatnslaus- ir kynni eldur að blossa upp í grenndinni. Gallagher var áður stjórnandi Bandarísku hönnunarakademíunn- ar, National Academy of Design, og stóð þá meðal annars fyrir sýn- ingum á verkum norrænna málara. American-Scandinavian Found- ation styrkir menningar- og menntasamskipti Norðurlanda og Bandaríkjanna. Á vegum þess er gefið út tímaritið Scandinavian Review. FELAGSHEIMILI Islendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn er lokað um þessar mundir meðan Alþingi, sem er formlegur eigandi hússins, athugar hvernig rekstrinum eigi að hátta í framtíðinni. Deilur um afnot af húsinu og fyrirkomulag veitingarekstrar í húsinu urðu til þess að hússtjórnin ákvað að loka húsinu þar til ljóst yrði hvernig reka ætti húsið; í gær ákvað svo Róbert Trausti Árnason sendiherra að segja af sér sem formaður hús- stjórnar. Alþingi íslands eignaðist húsið þegar Karl Sæmundssen stórkaup- maður gaf íslendingum húsið á sín- um tíma, en á síðustu öld bjó Jón Sigurðsson forseti Bókmenntafé- lagsins í húsinu. Árið 1994 voru settar nýjar reglur um húsið og samkvæmt þeim fer þriggja manna hússtjórn með stjórn þess. í henni eiga sæti fulltrúi Alþingis, fulltrúi íslensku félagasamtakanna í Dan- mörku og sendiherra íslands I Dan- mörku, sem er formaður. í hús- stjórn nú sitja eftir Karl Kristjáns- son fjármálastjóri Alþingis og Ánna Karlsdóttir landfræðingur. Sam- kvæmt nýju reglunum var ákveðið að skipa rekstrarstjóra, launaðan af íslenska ríkinu, sem hefði um- sjón með rekstri hússins og var Olafía Einarsdóttir ráðin til starf- ans. Tvær stúlkur höfðu síðan veit- ingastarfsemi hússins á sínum snærum, en Alþingi borgar raf- magn, hita og tryggingar og hefur látið endurnýja eldhúsið. Síðastliðinn vetur var mikil starfsemi í húsinu og það nýtt vel til samkomuhalds, bæði á vegum íslendinga en einnig var húsið leigt út til annarra. Á nokkrum sam- komanna, bæði íslenskum og þar sem salurinn var leigður utan ís- lenska hópsins, var umgengni slæm og drykkjuskapur keyrði fram úr hófi. Upp úr þessu spruttu deilur og sagði rekstrarstjórinn af sér í sumar og sömuleiðis hafa stúlkurnar í veitingasöiunni hætt. Því er nú enginn rekstrarstjóri og engin veitingasala í húsinu. Það var í kjölfar þessa sem ákveðið var að loka húsinu, en óánægja hefur lengi kraumað meðal nokkurra þeirra sem viðriðnir eru húsið og inn í hana blandast persónulegar deilur. í Jónshúsi er íbúð íslenska prestsins, sem nú er sr. Lárus Þ. Guðmundsson. Hann er ekki aðili að húsrekstrinum, en sem íbúi í húsinu hefur hann borið hag húss- ins fyrir bijósti. í samskiptum sín- um við þá sem hafa afnot af húsinu hefur hann reynt að halda því til streitu að gengið væri almennilega um húsið, að skemmtanahaldi húss- ins Iyki á miðnætti og að félaga- samtökin, sem lykla hefðu að hús- inu lytu almennum umgengnisregl- um. Sr. Lárus sagðist í samtalið við Morgunblaðið ekki vera aðili að rekstri hússins og vildi því ekki tjá sig um deilurnar. Hugmyndin að baki ráðningu rekstrarstjóra á sínum tíma var, að ljóst er að veitingasala í húsinu er forsenda fyrir því að þar þrífist félagsstarfsemi, sem rekstrarstjóri á að sjá um að laða að húsinu. Hins vegar er veitingasalan vart arðbær nema þar sé mikil gesta- koma og íslenska starfsemin tæp- ast nóg til að veitingasalan beri sig. Því hefur aðstandendum veit- ingasölu verið heimilt að leigja sal- inn út. Leigan hefur runnið í hús- sjóð, en arður af veitingasölu þá runnið til þeirra sem sjá um hana. Salur hússins er hins vegar tæplega hentugur fyrir hátimbrað sam- kvæmishald. Salurinn er lítill, ekki hátt undir loft og aðkoman lítt samkvæmisleg, því aðkoman að húsinu er þröng og þröngur stigi liggur upp í hann. Eldvarnir eru takmarkaðar og húsið er bruna- gildra, ef eitthvað kemur upp á. Á efstu hæðinni er svo íbúð íslenska prestsins og húsið er áfast næstu húsum. Ýmsar hugmyndir eru uppi um hvernig nýta megi húsið sem best, en veitingasala er af mörgum talin forsenda þess að fólk laðist að húsinu. Meðal íslensku félagasam- takanna eru uppi óskir um að starf- semi þeirra geti áfram verið í hús- inu, en Anna Karlsdóttir segir í samtali við Morgunblaðið að húsið henti ekki fyrir fylleríssamkomur, svo rétt sé að finna starfseminni farveg, sem henti húsinu. Róbert Trausti Árnason sendi- herra er hallur undir að íbúð prests- ins verði þar áfram, auk þess sem starfsemi sendiráðsins verði flutt í húsið og það nýtt til kynningar fyrir íslenska atvinnuvegi og menn- ingu. Hann bendir á að hluti af starfseminni í húsinu sé klúbbstarf- semi og námskeiðshald, þar sem j ekki séu greidd nein gjöld fyrir . afnot af húsinu og spurning hvort það sé eðlilegt. Aðstaða af þessu | tagi greidd af íslenska ríkinu þekk- ist hvergi annars staðar erlendis, þó mikið sé um Islendirtga til dæm- is í Svíþjóð og víðar. Einnig þyki sér óviðeigandi að Jónshús sé leigt út til starfsemi, sem komi íslandi og íslendingum ekkert við. Nú sé rétt að bíða þess að Alþingi taki frekari ákvarðanir um fyrirkomu- | lag á rekstri hússins, en sjálfur sé j hann hættur formlegum afskiptum af húsinu. • American-Scandinavian Foundation Nýr formaður lgörinn Gulur rauður grænn og blár TÓNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Suppé, Britt- en, Vanhall, Stravinskí, Saint- Saens, Dukas, Tsjaikovskí og Bord- in. Einleikarar voru Hafsteinn Guð- mundsson og Rúnar Vilbergsson en kynnir Lana Kolbrún Eddudótt- ur. Stjómandi var Takuo Yuasa. Fimmtudagurinn 12. september 1996. UPPHAFSTÓNLEIKAR nefn- ast þessir tónleikar og eru þrenn- ir slíkir haldnir fyrir styrktarað- ila sveitarinnar. Sú stefna að skipa viðfangsefnum sveitarinn- ar áður fyrr í þijá flokka, hefur gefist vel og nú er þeim fjórða, bláum, bætt við. Áður fyrr var ekki um neitt annað að velja en eina tónleikaröð og var þá valið allt eða ekkert. Þarna kennir margra grasa og sú venja að velja eitt íslenskt tónskáld starfs- ársins, hefur mælst vel fyrir og nú á þessum vetri varð fyrir valinu Jón Nordal en eftir hann verða flutt þijú verk, Cellókon- sert, Bjarkamál og Leiðsla. Lík- lega hafa sjaldan verið flutt jafn mörg íslensk verk og verða á þessum vetri en auk áskriftar- tónleikanna mun sveitin leika á Norrænum músíkdögum nú í september.verk eftir Hauk Tóm- asson, John Speight og Þorstein Hauksson. Önnur tónskáld sem eiga verk á efnisskrá sveitarinn- ar, eru Karólína Eiríksdóttir og Snorri Sigfús Birgisson. Vert væri að fjalla betur um efnis- skrána, sem skiptist í fjórar rað- ir, merktar eru litum regnbog- ans, gular, rauðar, grænar og bláar, þar sem smám saman hefur verið sótt nokkuð frá þeirri klassisku einokun, sem oft ein- kenndi tónleika SÍ áður fyrr. Á tónleikunum voru flutt vin- sæl tónverk. Forleikur að óper- unni Galateu fögru eftir Franz von Suppé, tveir þættir úr Simple Symphony, eftir Benj- amin Britten, Konsert fyrir tvö fagott eftir Johann Baptist Van- hal (1739-1813). Sagt er frá því að enskt tónskáld að nafni Step- hen Storace hafi boðið til veislu 1784 og er þessa getið í endur- minningum (1826) eftir írska söngvarann og tónskáldið Mic- hael Kelly (1762-1826). í þess- Takuo Yuasa og Sinfóníuhljómsveit íslands meðtaka lófatak áheyrenda eftir skemmtilega tónleika. ari veislu munu Haydn, Ditt- ersdorf, Mozart og Vanhal hafa leikið saman kvartett eftir Moz- art. Kelly þessi ætti að vera nokkuð góð heimild, þótt ýmis- legt annað sé ekki talið áreið- anlegt, því hann söng fyrstur manna hlutverk Basilio í Brúð- kaupinu eftir Mozart og þekkti Mozart vel. Félagarnir Haf- steinn og Rúnar léku konsertinn af öryggi, Sirkus polka eftir Stravinskí var næst á efniss-kr- ánni og síðan Dance Macabre eftir Saint-Saéns en í því verki lék Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari einleik og leysti það mjög vel af hendi. Lærisvein Galdrameistarans eftir Paul Dukans, þrír þættir úr ballettin- um Þyrnirós og lauk tónleikun- um með Polovetisku dönsunum eftir Borodin. Öll verkin voru mjög vel flutt undir stjórn Takuo Yuasa, sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveit ís- lands í fimmta sinn og þarf ekki neitt að orðlengja það, að Yuasa er frábær stjórnandi. Jón Ásgeirsson i > I \ \ \ I i \ \ \ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.