Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJORN JÓNSSON + Björn Jónsson fæddist á Pat- reksfirði 6. maí 1941. Hann lést 5. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Vigdís Bjarna- dóttir frá Lambadal í Dýrafirði, f. 13. júní 1914, dóttir hjónanna Sigríðar Gunnjónu Vigfús- dóttur og Bjarna Sigurðssonar bónda þar, og Jón Hákon Björnsson málara- meistari frá ísafirði, f. 29. mars 1908, sonur hjónanna Sigurfljóðar Sigurð- ardóttur og Björns Jónssonar húsa- smíðameistara og bónda. Þau bjuggu á ísafirði. Systir Björns er Hanna Kolbrún Jónsdóttir sem er gift Halldóri Ólafi Ólafssyni. Systursynir hans eru Vignir Steinþór Halldórsson og Jón Hákon Halldórsson búsettir í Reykja- vík. Útför Björns fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pét.) Kæri drengurinn minn. Mig lang- Sr að kveðja þig nokkrum orðum. Ég minnist þeirra stunda er þú fæddist inn í þennan heim. Það var hörð barátta hjá okkur báðum, þú hengdur í naflastreng og ég komin á ystu nöf en okkur var ætluð lengri jarðvist af lífsins höfundi. Síðan þá hefur í huga mínum leynst sannfær- ing um að ekki liði langur tími á milli okkar burtfarar af þessum heimi en það er eins og skáldið seg- ir. „Oss þykir þungt að skilja, en það er guðs að vilja.“ Gott er allt sem guði er frá. Ég minnist gamalla stunda er ég var veik sem oftar á lífsleiðinni og komst ekki fram úr rúminu. Þá lagð- ir þú á þig að vakna fyrr á morgn- ana til að taka til bita handa mér og færa mér áður en þú fórst til þinnar vinnu. Ég minnist þess einn- ig hvað þú varst viljugur að senda heim kveðjur og kort þegar þú sigld- ir um heimsins höf og láta mig vita að allt gengi vel og hvað hún móðir mín var stolt og glöð að þú mundir eftir að senda henni kort líka með myndum af ýmsum borgum sem þú hafðir komið til. Þá sagði amma þín: „Sjáið hvað blessaður drengur- inn sendi mér, kellunni, falleg kort frá borgum út í heimi þar sem hann var nýlega," og gleðin ljómaði af andliti hennar eins og hún hefði fengið dýrmætan fjársjóð. Ég minn- t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, PÉTURS ÓLAFSSONAR JOHNSON, 1029 Charity Drive, Virginia Beach, VA 23455, sem lést i Virginia Beach í Virginíu í Bandaríkjunum 2. ágúst sl. fer fram frá Dómkirkjunni í dag 13. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Margrét Þorbjörg Johnson, Thor Ólafur Johnson, Nikki Johnson, Guðrún Johnson, Pétur P. Johnson, Sigurborg Sigurbjarnadóttir, barnabörn og systkini. t Við þökkum af alhug alla þá samúð og vináttu sem okkur var sýnd við fráfall hjartkaerrar móður okkar og tengda- móður, HALLDÓRU GEIRSDÓTTUR, Hátúni 10B. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvenna- deildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og kærleika i hennar garð. Vinátta ykkar allra er okkur stuðningur. Guðni J. Guðnason, Þórunn Guðnadóttir, Jón Geir Guðnason, Halldór Guðnason, Hjörtur Guðnason, og aðrir aðstandendur. Inga Kjartansdóttir, Guðmundur Ágústsson, Anna Felixdóttir, Ástríður Guðný Danielsdóttir, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS BENEDIKTSSONAR, Melgerði 12. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 3B á Landakoti og hjá Heima- hlynningu Krabbameinsfélags íslands. Björg Gunnlaugsdóttir, Hilmar Þórisson, Guðlaug I. Ólafsdóttir, Þorbjörg Þórisdóttir, Ari H. Ólafsson, Benedikt Þórisson, Elínborg B. Sturlaugsdóttir, Steinunn Þórisdóttir, Eyjólfur Brynjólfsson, Herdís Þórisdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Gunnlaugur Þórisson, Sigrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ist einnig er þú stóðst við hlið fé- laga þinna á Þorkeli Mána á víg- velli hafsins á Nýfundnalandsmiðum og þið börðuð klaka af skipinu í einn og hálfan sólarhring og hlutuð sigur en togarinn Júlí sökk í því sama veðri skammt frá. Ég og fjölskyldan viljum þakka þeim er veittu þér hlýju, kærleika og alúð í veikindum þínum. Ég er sannfærð um að vel hefur verið tek- ið á móti þér á strönd eilífðar þar sem hvorki er harm né veikindi við að stríða. Mín trú er sú að þú hafir verið kallaður af lífsins höfundi til fleiri starfa guðs um geim. Ég kveð þig, kæri, með ljóði eftir Matthías Jochumsson: Sýn mér, sólar faðir, sjónir hærri en þessar, málið mitt er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun mina barna burtfór mína krýna. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Vigdís Bjarnadóttir. Drottinn gaf og drottinn tók. Lofað sé nafn drottins. Þessi orð hafa hljómað í eyrum mér nú síð- ustu dagana. Lífið heldur áfram, tíminn á jörð er okkur aðeins léður. Nú eru þáttaskil, því vil ég þakka líf þitt hér, elskulegi bróðir minn. Ég vil þakka þér allar sameiginlegar stundir, bæði í gleði og sorg. Það er oft skammt á milli lífs og dauða. Það skiptir ekki miklu máli hvar við deyjum, eða hvenær heldur í hvaða höndum við erum. Nú sem oftar er mér í fersku minni mynd sem kenn- ari minn í hjúkrunarskóla í Noregi gaf mér þegar hún var hér fyrir þremur árum. Hún er af hendi en í henni hvílir maður, krossinn er í baksýn. Þessi mynd kemur frá Mar- íusystrum. Þannig hugsa ég mér þig. Það skiptir máli að vera í sterkri hendi. Hendi drottins, hvað sem á dynur. Sigur krossins og upprisa Krists er einnig sigur þinn sem og okkar annarra brotlegra manna. Það var í sjávarplássi vestur á Fjörðum að hart var barist fyrir lífi lítils drengs. Hann var að koma úr móðurkviði. Fæðingin fór fram í heimahúsi og gekk erfiðlega. Þá var ekki öll sú tækni fyrir hendi sem boðið er upp á í dag ef fæðing verð- ur afbrigðileg. Spennan var mikil. Skyldi barnið lifa. En svo gerðist það að litli karlinn byrjaði að gráta. veikur grátur heyrðist þegar ljós- móðir og læknir voru að komast í þrot. Sigurinn var unninn þeim til mikillar gleði. Drottni hafði þóknast að gefa foreldrunum lítið sveinbarn og mér eina bróðurinn sem ég hef eignast. Ég man hve þetta var spennandi. Þetta eru mínar fyrstu minningar úr bernsku. Litli bróðir sem ég elskaði strax og hef alltaf elskað síðan. Ég var eldri en þú og fór fljótlega að finna til ábyrgðartil- fmningar gagnvart þér. Fannst ég vera stóra systir sem bæri að sýna litla bróður umhyggju. Það var skammt milli lífs og dauða og vart séð hvort við myndum fá að eiga þig. Þú hefur oftar komist í hann krappann en lífið sigrað, því vil ég enn og aftur þakka. En nú urðu þáttaskil í því fimmtu- daginn 5. september. Þú varst kall- aður yfir til ljóssins lands þar sem enga sorg og enga rýrð er að fínna. Þegar síminn hringdi kl. 17.30 og sagt að þú hefðir látist fyrir klukku- stund var mér sannarlega brugðið. Það hafði stíflast ein aðalæð sem liggur til hjartans. Svo snöggt og svo skjótt. Ég átti bara ekki von á þessu þó að við öllu megi búast. Ég vil þakka af alhug öllum þeim sem báru umhyggju fyrir þér og önnuðust síðasta æviskeiðið í þínum veikindum. Ég er svo ánægð yfir því að við gátum verið saman í sum- ar og farið í ferðalag. Síðasta sum- arferðalagið okkar. Það var okkur öllum svo ánægjulegt. Ég vissi líka að þú áttir ánægjulegt ferðalag hér innanlands með félögum þínum sem þú naust fram í fíngurgóma. Þú sagðir okkur frá því. Þér þótti svo vænt um þá. Nú er þinn tími kominn. Allt hef- ur sinn tíma. Að lifa hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, en lífíð rennur bara svo hratt áfram. Þegar litið er til baka finnst manni svo örstutt síðan þú varst ungur maður. Ég trúi því að vel hafi verið tekið á móti þér handan fljótsins. Við lif- um eftir með minningamar sem eru margar ljúfar, allt frá bernsku til fullorðinsára. Ég man hve þér þótti vænt um mömmu, þú barst snemma mikla umhyggju fyrir henni. Litill snáði, talaðir um að þú ætlaðir að byggja hús fyrir hana þegar þú værir orðinn stór. Þú stóðst við þinn þátt í því. Þegar við vomm böm var ekki algengt að á heimilum væru stærri heimilistæki svo sem eins og kæliskápar. Þegar þeir fóru að ryðja sér til rúms fannst þér að hún mamma yrði að njóta þess eins og aðrir. Þú lagðir þá þitt af mörkum þar. Þú varst fámæll, hlédrægur og dulur. Stundum var erfítt að ná út tilfinningum þínum, þótt sterkar og viðkvæmar væru þær. En kærleiks- ríkur og umhyggjusamur varstu svo af bar. Ég man þegar ég vann á sjúkrahúsi í Flekkefjord aðeins 24 ára og hafði ekki séð Islending á annað ár. Þá kom bréf frá þér og boð um það að þú hygðist koma og leita þér að atvinnu þar sem þú og fékkst. Þar gátum við verið saman og átt ánægjulegar stundir. Ég var svo stolt af þér. Sjórinn heillaði þig meirihluta ævi þinnar. Þú ákvaðst að ráða þig á norskt flutningaskip og fékkst pláss. Þá skildu leiðir aftur. Ég kvaddi þig með kökk í hálsi, fannst ég vera að missa þig. Litli bróðir sem nú var orðinn fullvaxta maður að fara út í heim með norsku flutn- ingaskipi. Ég óttaðist það sem koma skildi. Aftur hittumst við í Noregi. Þú fékkst gistingu í ein- hvetjar nætur í biblíuskóla sem ég var í í Ósló og fórst svo heim. Aft- ur heillaði ævintýraþráin þig. Þá var brugðið á leik og farið ti! Ástr- alíu. Aftur fannst mér ég missa þig. Ástralía var mér svo fjarri. Ég fór að hugsa hvað gerist þar. Þú komst þaðan eftir tvö ár, þá með fallegar gjafir handa okkur sem heima sátum, eins og svo oft áður úr siglingaferðum þínum. Aft- ur urðu fagnaðarfundir. Eftir það fórstu að veikjast og náðir þér ekki upp frá því, en kær- leikurinn og umhyggjan urðu samt áfram þitt aðalsmerki. Þú lést ekki þitt eftir liggja ef þú gast veitt okk- ur hjálp eða hélst að við hefðum þörf fyrir hana. Þú tókst þátt í gleði minni þegar ég fann mér lífsföru- naut og litlu systurdrengirnir fædd- ust. Minningarnar eru margar. Þær eru nær ótæmandi. Ég geymi þær í hjarta mér, en læt staðar numið við upprifjun. Við hittumst á ljóssins landi þegar minn tími er kominn. Þú ert kærkvaddur. Ég og fjölskyld- an söknum þín. Þegar heitt er elsk- að verður sárt saknað. Far þú í friði. Hanna Kolbrún Jónsdóttir. í dag kveð ég þig, Bjössi frændi, í hinsta sinn. Minning þín verður ávallt í huga mér og ég sakna þín sárt. Þú varst fyrirmyndar frændi sem ávallt hafðir tíma og áhuga fyrir spjalli. Ég minnist þeirra stunda er þú sast inni í stofu heima og lagðir kapal. Þá settist ég stundum hjá þér og við spiluðum saman. Það skipti hvorugan okkar máli hvor vann því að við höfðum svo gaman af þessu. Ég mun sakna allra sagn- anna af þeim sjóferðum sem þú fórst til Amsterdam, Rotterdam og allra hinna hafnarborganna víðsvegar um heiminn. Ég er þakklátur fyrir að þú hafír getað skemmt þér þína síð- ustu lífdaga í utanlandsferðinni með mömmu og pabba. En þótt við séum að kveðjast get ég þakkað guði fyrir allar þær sam- verustundir sem við áttum. Það er svo margt sem ég get lært af þeim. Þú varst alltaf svo þakklátur þegar einhver gerði þér greiða, sama hversu lítill hann var. Þú kunnir manna best að sýna þínum nánustu væntumþykju. Einnig veit ég hversu duglegur þú varst, sama hvort það var hér heima eða í vinnunni. Kæri Bjössi, ég ætla að láta þessi kveðjuorð enda á erindum úr fallegu ljóði eftir Davíð Stefánsson: Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. } öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft á vegi, ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. í gepum móðu' og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir dijúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég kijúpa og kyssa sporin þín. Jón Hákon Halldórsson. Bjössi minn. Svona fór nú þetta. Það virðist vera að aldurinn skipti ekki öllu máli þegar kallið kemur. Einhvers staðar er líka sagt, að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Nú saknar maður þess að geta ekki lengur farið með þér í smábílt- úr. Spjalla saman, virða fyrir sér náttúruna, sumar, vetur, vor og haust. Spjalla um dagleg verkefni. Hugleiða farinn veg um lönd og álfur og ræða við Jósep um heims- borgir. Bjössi, við söknum þín mikið. Þú varst einstakur vinur, traustur, ein- lægur og hjálpfús. Þess vegna verð- ur þú okkur minnisstæður. Við þökkum þér fyrir okkar góðu kynni. Vertu sæll, kæri vinur. Guð blessi móður þína, Hönnu Kolbrúnu systur þína og fjölskyldu hennar. Erla og Hörður Valdimarsson. Það voru minningar um ferðalög út um allan heim, gönguferðir og tónlist sem streymdu upp í huga minn þegar ég frétti að Bjössi frændi væri dáinn. Þegar ég var smástrákur og átti heima í Torfu- fellinu man ég eftir heimsóknum Bjössa og það merkilega við þær oft á tíðum var að hann kom gang- andi alla leið frá Framnesvegi. Lít- ill polli eins og ég gat engan veginn skilið hvernig Bjössi frændi gat birst, allt í einu, á tröppunum heima hjá mér og verið búinn að ganga alla leið frá Frammó án þess jafn- vel að blása úr nös. Eitt það sem Bjössi gerði, sem er stefna litla frænda hans að gera líka, var að hann ferðaðist mikið. Maður spurði ekki Bjössa hvert hann hefði komið heldur hvert hann hafði ekki komið, því hann ferðaðist svo víða. Þar sem ferðalög heilla mig var ég oft ágengur í sögur og þegar ég fékk hann til að segja mér þær var maður kominn í siglingar um öll heimsins höf, - siglingar sem ég ætla svo sannarlega að láta verða af að fara í. Bjössi hafði alla tíð mjög gaman af tónlist og það verður mjög skrít- ið að eiga aldrei eftir að koma á Framnesveginn og hlusta aftur á plötur með honum, því við það nut- um við þess að vera saman. Já, þær eru margar minningamar sem maður á um hann Bjössa, - þennan einlæga, góða mann. Það er núna sem maður hefði viljað að bíltúrarnir sem við fórum í, og vor- um bara tveir að spjalla saman, hefðu orðið fleiri. En þótt lífi Bjössa frænda, í þess- ari jarðvist, sé lokið þá er ég viss að nýtt líf og vellíðan bíður hans fyrir handan. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Bjössa frænda og eiga með honum nokkur ár. Ég mun ávallt minnast hans sem góða frændans sem vildi mér svo vel. Þinn frændi, Vignir S. Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.