Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 49 I 1 I I DIGITAL Landsbanki íslands fiAfrns/ vrfíNíYYiAM^. Ásta Sigurðardóttir Gengið og Náman munið afsláttarmiðana Laugardagur Sunnudagur POLANSKI - sá ofsótti snýr vörn í sókn. I sérflokki þessa helgina ______________ PÓLSKA leikstjóranum Roman Pol- anski hefur í flestum mynda sinna verið hugleikið að fjalla um fólk sem sætir - eða telur sig sæta - of- sóknum af hálfu umhverfis síns. Nægir að nefna í því sambandi Re- pulsion (1965), Rosemary’s Baby (1968), jafnvel Macbeth (1971), The Tenant (1976) og kannski má finna slíka þræði í öllum mynda hans ef grannt er skoðað, enda var æska þessa stórsnjalla en sálflækta leik- stjóra ofurseld ofsóknum nazista. Raunar hefur Polanski sætt annars konar ofsóknum síðar á lífsleiðinni, hvort sem það hefur nú verið honum sjálfum að kenna eða ekki. Síðasta verk Polanskis Dauðinn og stúlkan (Death And The Maiden, 1994, Sjónvarpiö, laugardagskvöld, 23.00) er kannski skýrasta myndbirting þessa hugðarefnis en Polanski byggir á samnefndu leikriti Ariels Dorfman. Innilokunarkennd leiksviðsins styrk- ir hér frekar en veikir efnið: Pólitískur fangi sem sætti ofsóknum fanga- varðar síns fær óvænt tækifæri til að hafa við hann hlutverkaskipti. Þriggja manna leikhópur - Sigourney Weaver, Ben Kingsley og Stuart Wilson - er feiki góður og þrátt fyrir hjakkandi miðbik er Dauðinn og stúlkan til marks um magnað vald þessa leikstjóra á miðli sínum, vald sem fáir hafa náð frá því Hitchcock leið. ★ ★ ★ handriti sem rembist við að færa þá sígildu Háskólagrínmynd Animal Ho- use (1978) upp um tvo áratugi. ★ Stöð2 ►22.25 Ungtástfangiðpar strýkur frá skilningsvana umhverfi í Lögmáli ástarinnar (Delinquents, 1993). Ástralska söngkonan Kylie Minogue og bandaríski leikarinn Charlie Schlatter eru í aðalhlutverkum og leikstjóri er Chris Thomson. Hvor- ugt dugir til að myndin nái inn í handbækur. Stöð 3 ►24 .00 Richard Crenna, sá ágæti bandaríski skapgerðarleikari, hefur leikið í nokkrum sjónvarpsmynd- um um rannsóknarlögreglumanninn Frank Janek. Sú fyrsta var töluvert fyrir ofan meðallag bandaríska stað- alsins en hvar Morð á morð ofan (Murder Times Seven) stendur verður bara að koma í ljós. Sýn ►21.00 0liverStonereiðirrétt einu sinni hátttil höggs í Wall Street (1987) og nú ætlar hann að slá banda- ríska fjármálaheiminn í gólfið. Og rétt einu sinni eru svo mörg og misvísandi skilaboð á lofti að höggið geigar. Charlie Sheen stendur sig þokkalega sem ungur verðbréfasali sem svíkur sjálfan sig og aðra á leiðinni upp, þar á meðal læriföður sinn, verðbréfa- skálkinn Michael Douglas, og föður sinn, þann heiðarlega verkalýðsleið- toga Martin Sheen. Wal! Street er - þrátt fyrir veglegan Ieikhóp og flottar sviðsetningar - lummulegt meló- drama. ★ ★ Sýn ►23.50 Ógnun við þjóðfélagið (Menace II Society, 1993) er býsna sterk frumraun bræðranna Allen og Albert Hughes um þær ógnir sem steðja að ungu fólki sem elst upp í blökkumannahverfinu Watts í Los Angeies. Svakalegar blóðsúthelling- arnar flækjast dálítið fyrir boðskapn- um en myndin er prýdd fítonskrafti, raunsæislegum leik og umhverfislýs- ingum. ★★★ Pólitískur Polanski Sjónvarpið ►21.10 Hinn eilífi stráklingur Michael J. Fox er ágætur gamanleikari og ljær Alltaf á uppleið (TheSecret OfMySuccess, 1987) töluverðan sjarma í hlutverki ungs framagosa sem svindlar sér inn í auð- mannalífið í New York. Nokkuð farsa- kennd gamanmynd undir stjórn hins gamalreyna Herberts Ross en þokka- legasta skemmtun. ★ ★ Sjónvarpið ►23.00 - Sjá hér til hlið- ar. Stöð 2 M3 .00 Þeir sem nutu þeirra forréttinda að sjá kanasjónvarpið í gamla daga muna sjálfsagt eftir þátt- unum The Beverly Hillbillies um uppá- tæki sveitapakks sem rambar á olíu- lind á landareign sinni og flyst til Hollywood. Hugmyndaleysingjunum sem þar starfa datt um árið ekkert betra í hug en að gera bíómynd upp úr þessum þáttum en Utanveltu í Beverly Hills (The Beverly Hillbillies, 1993) er nánast algjörlega misheppn- uð, illa skrifuð ogleikstýrð, ófyndin og gamli ættarhöfðinginn úr þáttun- um, Buddy Ebsen, stingur inn nefinu svona eins og til að ulia. Það ættum við öll að gera. Vi Stöð 2 ► 15.00 Fræg bók Anna Sew- ell um hremmingar í lífi hests sem hrökklast frá einum eiganda til annars þykir fá góða meðferð - og betri en hesturinn fær hjá sumum eigenda sinna - í mynd breska handritshöfund- arins Caroline Thompson Fagri blakk- ur (Black Beauty, 1994) sem er sú þriðja upp úr þesari sögu; hinar voru gerðar 1946 og 1971. Hesturinn segir sjálfur söguna. Meðal leikara úr hópi mannfólksins eru Sean Bean og David Thewlis. Ég hef ekki séð þessa en Maltin gefur ★ ★ ★ og Martin og Potter ★ ★ ★ ★ Stöð 2 ^21.30 Vöðvabúntið Arnold Schwartzenegger fann sinn fyrri styrk að nýju eftir misjafnt gengi með Sönnum lygum (TrueLies, 1994), nokkuð James Bond-legri hasarmynd undir stjórn þess flinka hasarmynda- kóngs James Cameron. Arnold leikur njósnara sem lifir tvöföldu lífi og hef- ur með furðulegum hætti tekist að telja konu sinni trú um að hann sé tölvusölumaður. Myndin er mestan- part fín skemmtun en um miðbikið kemur langt atriði með eiginkonunni (Jamie Lee Curtis) sem slær afar falskan tón. ★ ★ ★ Stöð2 ►23.50 Áhugafólk um einka- líf Hughs greysins Grant gætu kannski fengið einhveija ánægju út úr Dauðaför (Kill Cruise, 1990)\m langhijáð eiginkona hans Elizebeth Hurley er þar í aðalhlutverki. Hurley og Patsy Kensit leika tvær breskar stúlkur sem slást í för með drykkfelld- um skútuskipstjóra á siglingu til Barbados með tilheyrandi togstreitu, Stöð 2 ►20.50 Bandaríkjamenn hafa fundið sig knúna til að skálda upp framhald sígildrar sögu Marks Twain um ævintýri Toms Sawyers og Stikilsbeija Finns. í Heim til Hanni- bal (Back To Hannibal: The Retum OfTom SawyerAnd Huckleberry Finn, 1990) eru þeir félagar komnir á þrítugsaldurinn, Tom er lögmaður og Finnur blaðamaður, og þeir koma gömlum vinum síni, þrælnum Jim, til hjálpar þegar hann er sakaður um morð. Maltin segir þessa kapalmynd í meðallagi og Blockbuster Video gef- ur ★. Stöð 2 ►23.30 Spennumynd þess afkastamikla leikstjóra Sidneys Lumet Ólíkir heimar (A Stranger Among Us, 1992) er jafn brokkgeng og ferill hans er aliur. Melanie Griffith er mjög misráðið val í hlutverk lögreglukonu í New York sem smokrar sér inn í líf heittrúaðra gyðinga til að rannsaka morð í þeirra röðum. Áhugaverð til að byija með en fer út um þúfur. ★ Vi Sýn ►22.00 Willem Dafoe og Greg- ory Hines eru góðir sem rannsóknar- menn hersins á slóð vændiskvenna- morðingja í Saigon á sjöunda áratugn- um í Bannsvæðinu (OffLimits, 1988) en spennumynd Christophers Crowe er stundum jafn hallærisleg - einkum samband Dafoes og nunnu eimiar - og hún er á köflum óhugnanleg. ★ ★ Sýn ►23.40 Ég hef séð nokkrar skelfilegar myndir um ævina. Ég ef- ast um að nokkur þeirra sé skelfilegri en Veislugleði (Party Favors, 1987), af tegundinni „ljósblá gamanmynd”. Sýn kaupir þetta vafaiaust óséð en svona rusli á einfaldlega að henda í ruslafötuna eins og skemmdum tóm- at. Sjónvarpsstöðvar eiga ekki að henda skemmdum tómötum í áhorf- endur sína. 0 (núll - og helst af öllu hauskúpa). Árni Þórarinssoii Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Landsbankll \ Islands Sýnd kl.5,7 og 11 _ veðrabrigðum og veseni. Martin og Potter gefa ★ ★ og Blockbuster Video líka (af fimm mögulegum). Stöð 2 ^1.25 Bandaríski leikarinn John Savage leikur léttgeggjaðan og spilltan auðmann sem dregur gifta konu á tálar í áströlsku myndinni Bráðræði (Hunting, 1991). Heldur ijarrænt og lítt áhugavert drama und- ir tilgerðarlegri stjórn Franks Howsoiy Sýn ^21.00 Heimilisofbeldi er í brénnidepli í spennumyndinni Sofið hjá óvininum (Sleeping With The Enemy, J 991) þar sem Julia Roberts flýr ofbeldisfullan eiginmann sinn, Patrick Bergin. Ógnvekjandi túlkun Bergins á sálsjúkum manni er það besta við frekar fyrirsjáanlega mynd. Joseph Ruben leikstjóri hefur oft gert betur. ★ ★ SuuJ STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ HX DIGITAL SIM SS3 - 2075 FRUMSYiyilUG: HÆTTUFOR mm m e I r nniDOLBYl DIGITAL ENGU LÍKT Jean-Claude van Damtne svíkur engan og er í toppformi í The Quest, bestu mynd sinni til þessa. Hraði, spenna og ævin- týralegur hasar í mynd þar sem allir helstu bardagalistamenn heims eru saman komnir. NICK MHAKIi CHAiZ NOLTE GRIFFITH PALMINTERI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.