Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D tvjgmiHiiMfe STOFNAÐ 1913 208. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Umberto Bossi boðar sjálfstætt ríki á Norður-ítalíu NYTT LYÐVELDI ? Mílanó Umberto Bossi, leiðtogi Noröursambandsins, hyggst lýsa yfir stofnun „lýðveldisins Padaniu" á sunnudag r\ Þotu lent vegna loft- hræðslu fhigmanns London. The Daily Telegraph. FARÞEGAÞOTA með 50 breska ferðamenn á leið til Tór- ínó varð að millilenda í Lyon eftir að flugmaður tilkynnti í 33.000 feta hæð yfir Frakklandi að hann væri lofthræddur. „Ég er lofthræddur," sagði flugmaðurinn kófsveittur og fölur við flugstjórann. Þegar þotan lækkaði flugið leið flug- manninum betur og aðstoðaði við lendinguna. Reyndur flugmaður Atburðurinn átti sér stað í maí en bresk rannsóknarnefnd skýrði frá honum í skýrslu í fyrradag og þar kemur fram að flugmaðurinn sagði síðar starfi sínu lausu hjá flugfélag- inu, Maersk Air. Talsmaður nefndarinnar sagði þetta mjög óvenjulegan atburð og flug- maðurinn hefði flogið farþega- þotum án vandamála frá 1989. Forsetinn hylltur í Sarajevo STUÐNINGSMENN Alija Izet- begovic, forseta Bosníu, hylla hann á fundi sem haldinn var í gær á íþróttaleikvangi í Sarajevo vegna kosninganna á laugardag. Fólkið sönglaði í sífellu „Alija, Alija" og „AUahu Akbar" (Guð er mikill) þegar forsetinn tók til máls og lagði áherslu á að hann vildi tryggja trúfrelsi í Bosníu og varast öfgar í trúmálum. And- stæðingar forsetans hafa þó gagn- rýnt hann fyrir að aðhyllast þröngsýna þjóðernishyggju og sakað flokksbræður hans um að hafa haft í hótunum við andstæð- inga sína í kosningabaráttunni. Flokkur Serba hélt kosninga- fund í Pale, bæ nálægt Sarajevo, og nokkur þúsund manna hlýddu þar á ræður þar sem Serbum var lýst sem hetjum er stæðu vörð um kristinn rétttrúnað andspænis hættunni sem stafaði af strangtrú- uðum múslimum. Aðskilnaðar- áform fordæmd Róin. Reuter. ANDSTÆÐINGAR Umbertos Bossis, leiðtoga Norðursambands- ins á Italíu, brugðust í gær harka- lega við áformum hans um að lýsa yfír stofnun „lýðveldisins Padaníu" í norðurhéruðum landsins á sunnu- dag. Romano Prodi forsætisráð- herra sagði að sömu örlög mættu ekki bíða ítalíu og Júgóslavíu. Andstæðingar Bossis höfðu reynt að gera lítið úr ráðagerðum hans og hæddust að þeim í fyrstu en tónninn breyttist í gær. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samein- uðust stjórn mið- og vinstriflokk- anna í orrahríðinni gegn Bossi, sem stefnir að því að „lýðveldið Padan- ía" öðlist fullt sjálfstæði ári eftir stofnunina. Helstu iðnaðarsvæði ítalíu eru í norðurhlutanum, sem er mun auðugri en suðurhéruðin. Bossi hyggst í dag hefja þriggja daga göngu meðfram fljótinu Pó að Adríahafi og lýsa síðan yfír stofn- un lýðveldisins í Feneyjum. Hann vonast til þess að milljón manna fari að fljótinu af þessu tilefni. Prodi sagði að þótt stjórnin myndi heimila friðsamleg mótmæli gæti hún ektó látið lögbrot og ógnun við einingu Italíu viðgangast. „Þetta er stórfenglegt land og það má ekki hljóta sömu örlög og Tékkóslóvakía eða jafnvel Júgóslavía," sagði for- sætisráðherrann. Forsætisráðherrann gagnrýndur Prodi hefur verið gagnrýndur fyrir að bregðast ekki af meiri hörku við áformum Bossis. Þeir sem gagn- rýna hann segja hann hafa hunsað óánægju margra í norðurhéruðun- um með háa skatta og skriffinnsk- una í Róm, sem Bossi hafi hagnýtt sér með góðum árangri. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar- bandalagsins, lýsti Bossi sem „við- bjóðslegum" stjórnmálamanni og líkti honum við „eituriyfjasjúkling sem þarf að auka skammtinn af skömmum og ögrunum á hverjum degi". Fini kvaðst vonast til þess að andstæðingar aðskilnaðar Norð- ur-ítalíu fjölmenntu á göngu sem flokkur hans ráðgerir í Mílanó sama dag og Bossi hyggst lýsa yfir stofnun lýðveldisins. Bandaríkjaher undirbýr hugsanlegar árásir á írak Mesti viðbúnað- urinn frá stríðinu Washington. Reuter, The Daily Telegraph. BANDARÍKJAHER hélt í gær áfram að undirbúa hugsanlegar árásir á írak og sendi átta herflug- vélar af gerðinni F-117 til Kúveits þrátt fyrir að íraksstjórn hefði lýst því yfir að það myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu af hálfu Kúveita ef þeir heimiluðu árásir frá flugvöll- um í Kúveit. Ennfremur var ákveð- ið að senda annað flugvélamóður- skip til Rauðahafs og viðbúnaður Bandaríkjahers á svæðinu er sá mesti frá stríðinu fyrir botni Persa- flóa árið 1991. Flugvélamóðurskipið Enterprise verður sent til Rauðahafs með 75 flugvélar sem gætu gert árásir þaðan á skotmörk í írak. Flugvéla- móðurskipið Carl Vinson er þegar undan strönd íraks með 70 flugvél- ar. F-117 flugvélarnar, sem voru Reuter sendar til Kúveits, eiga ekki að sjást á ratsjám og voru skæðasta vopn bandamanna í Persaflóastríð- inu 1991. Þær geta eyðilagt allar stjórnstöðvar íraska hersins og ráð- ist á hallir Saddams Husseins, leið- toga íraks, verði slíkt fyrirskipað. Tariq Aziz, forsætisráðherra Ír- aks, sagði að sú ákvörðun Kúveita að heimila flugvélunum að gera árásir frá Kúveit jafngilti stríðsyfir- lýsingu. Hann hótaði þó ekki hern- aðaraðgerðum gegn Kúveit í refs- ingarskyni. Repúblikanar gagnrýna Clinton William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn myndu grípa til harðra hernaðaraðgerða ef þörf krefði til að verja hagsmuni sína á svæðinu. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sætir nú harðri gagnrýni repúblikana fyrir að sýna Irökum linkind og margt bendir til þess að hann hyggist grípa til mun harðari aðgerða en í vikunni sem leið þegar stýriflaugum var skotið á suðurhluta íraks. Spennan varð til þess að olíu- verð hækkaði í gær meira en nokkru sinni fyrr frá Persaflóa- stríðinu en lækkaði aftur þegar leið á daginn. Reuter Listfengur matreiðslu- meistari RÚMLEGA 1.000 matreiðslumenn hvaðanæva úr heiminum taka nú þátt í nítjándu „Ólympíuleikunum í matargerð", sem haldnir eru í Berlín, og mörg gómsæt listaverk hafa vakið verðskuldaða athygli. Hér stendur ungverskur mat- reiðslumeistari, Miskey Csaba, við eitt af meistaraverkum sinum, kringlukastara úr smjöri. ? ? ?------------ Vilja sam- eina lesta- fyrirtækin Osló. Morgunblaðid. STIG Larsson, forstjóri sænska ríkis- lestafyrirtækisins, hefur lagt til að lestafyrirtækin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sameinist og stofni öflugt fyrirtæki á borð við flugfélagið SAS. Larsson telur sameininguna nauð- synlega vegna aukinnar samkeppni á næstu árum þegar komið verður á auknu frelsi í lestasamgöngum innan Evrópusambandsins. Magnus Stangeland, formaður samgöngunefndar norska þingsins, segir hugmyndina um skandinavískt lestafyrirtæki mjög áhugaverða. „Mikilvægt er að leita nýrra leiða tii að efla lestafyrirtækin og norræna samvinnu," sagði hann. Hugmyndin fékk í gær góðan hljómgrunn hjá forstjórum lestafyrir- tækjanna í Noregi og Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.