Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL H. GUNIMLAUGSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 11. september. Soffía G. Karlsdóttir, Halldór Ingi Karlsson, Hilmar Karlsson, Hafsteinn Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Grétar M. Garðarsson, Lára Jóhannsdóttir, Dóróthea Sigurjónsdóttir, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSÓLFURPÁLSSON, Ásólfsstöðum, Þjórsárdal, verður jarðsunginn frá Stóra-Núps kirkju laugardaginn 14. september kl. 14.00. Ragnheiður Gestsdóttir, Margrét Ásólfsdóttir, Þorsteinn Hallgrfmsson, Guðný Ásóifsdóttir, Sigurður Páll Ásólfsson, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Gestur Ásólfsson, Þórunn Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 18. útdráttur 12. Sept 1996 Bifreiðarvinningur Kr. 2.000.000________Kr. 4.000.000 (tvðfaldur) 25831 Kr. 100.000 Ferðavinningar Kr. 200.000 (tvöfaldur) 23097 32669 66678 74478 Ferðavinningar Kr. 50.000 I Cr. 100.0 00 (tvöfaldur) 1568 15671 24605 31355 56920 63946 2962 23596 30985 47072 62786 76872 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvi ifaldur 1367 11545 19648 29493 39038 49293 59412 68366II 1942 11560 19778 30048 39251 49584 59574 69308 2107 11995 19818 30595 39441 49620 59653 69615 2540 12151 20532 30821 39658 49676 59712 69780 2609 12431 20575 30867 39886 49696 60983 71164 2969 12772 21432 31565 40460 49758 61018 71453 3114 12803 21543 31817 40631 49858 61289 71456 3461 13109 21569 32336 41361 50170 61420 72413 3867 13403 21599 32525 41640 50920 61775 72911 3923 13771 21848 32574 41845 51393 61862 72929 5135 14099 22033 33563 42438 51617 62093 72954 5409 14532 22044 34022 42456 53512 62109 73026 5590 14602 22192 34196 43119 54384 62116 73080 5855 15234 22367 35041 43132 54403 62386 74318 6010 15336 23368 35053 44242 54437 62816 74408 6544 15955 23479 35140 45628 55540 62858 74429 6686 16202 23925 36045 45705 55572 62986 74911 6858 16333 24469 36139 45708 56041 63307 76720 6973 16468 24587 36725 45790 56286 63363 76829 7532 16557 25427 37064 45940 56503 63963 76846 7997 16735 25914 37065 46334 56671 64296 77664 9088 17225 25947 37127 46488 56990 65080 77880 9217 17483 26343 37339 47162 57006 66357 78306 9437 17806 26810 37688 47404 57064 67161 78354 9952 18088 27115 38067 47546 57590 67264 78680 9981 18402 27659 38151 47958 57654 67334 79412 10493 18715 27919 38222 48295 58053 67706 79497 10847 19517 28616 38433 49214 58760 67905 79918 11297 19532 29312 38772 49229 59336 68143 11411 19622 29412 38932 49261 59411 68244 Ueimasíða á Interneti: http//www.itn.is/das/ + Eyjólfur Eiríks- son var fæddur í Reykjavík 13. október 1919 og ólst þar upp. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Park City, Utah, Bandaríkj- unum hinn 30. maí 1996, 76 ára að aldri. Foreldrar hans voru Elísabet Eyjólfsdóttir, f. í Bíldudal 5.10. 1896, d. 31. maí 1988, og Eiríkur Eiríksson frá Minnivöllum á Landi, f. 12.5. 1882, d. 7.4. 1963. Systkini Eyjólfs eru: Pét- ur, Grétar, Gunnar (d. 20.4. 1934 níu ára að aldri), Hulda og Olafur. Eyjólfur kvæntist Ruth Jens- en en þau skildu. Börn þeirra eru: tvíburarnir Marianne Sigrid og Elísabet Dagný og Karl Börge. Barnabörnin eru tvö: Alta Anne og Kristian Thor. Útför Eyjólfs fer fram frá kapellu Fossvogskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinur minn Eyjólfur Eiríksson prentari lést í Bandaríkjunum hinn 30. maí á þessu ári, 76 ára gam- all. Ástæðuna fyrir því að þessi minningarorð eru svo seint á ferð skal ég skýra nánar síðar í þessu greinarkorni. Við Eyfi vorum fæddir í Skugga- hverfinu í Reykjavík sama árið, 1919, hann 13. októ- ber en ég 23. desem- ber. Strax í bernsku urðum við samrýndir og stóð sú vinátta öll okkar æsku- og mann- dómsár, allt fram til andláts Eyfa. Við lærðum báðir prent- verk, Eyfi í ACTA og síðar í Eddu hf. og lauk þaðan sveinsprófi 1939. Snemma bar á því að hugur Eyfa stæði til útlanda og var mik- ið bollalagt og spekúl- erað í öllum þeim dásemdum sem í útlöndum væru. En svo kom stríð- ið og hernámið og flest sund lokuð- ust. En Eyfi gafst ekki upp og haustið 1941 fór hann til Banda- ríkjanna að mig minnir með Detti- fossi. Dvaldi hann þar lengst af' síðan, þó að undanskildum árunum 1944 til 1951 en 'þau ár dvaldi hann hér heima. Árið 1951 fluttist hann alfarið vestur og átti þar heima síðan. Nær allan þann tíma bjó hann í Kaliforníu og starfaði lengst af hjá Avery Corporation, eða frá árinu 1962 til starfsloka sinna árið 1985, þá 65 ára að aldri. Alla okkar tíð höfðum við Eyfi náið samband þrátt fyrir mikla fjar- lægð og fylgdumst vel með hvor annars ferli. Eyfi hafði aflað sér mikillar þekkingar og reynslu í starfi sínu sem var prentun á hvers konar vöru- og umbúðamerkingum, enda er fyrirtækið Avery Corpor- ation ekki aðeins frumkvöðull held- ur einnig það stærsta í heimi á sviði prentunar og framleiðslu á sjálflímandi merkimiðum og skyld- um umbúðavörum. Er mér kunnugt um að Eyfi naut mikils trausts yfir- manna sinna og varð góður vinur margra þeirra. Eitt af séreinkennum Eyfa var trygglyndi og hvar sem hann dvaldi varð honum vel til vina. Það er stundum sagt um eldri menn sem látnir eru að þeir hafi átt fáa vini en góða. En þannig var það ekki með Eyfa. Hann átti fjölda vina og alla góða. Hann var mjög tryggur vinum sínum bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Fjöl- margir Islendingar sem búsettir hafa verið vestra um lengri eða skemmri tíma þessa áratugi urðu vinir Eyfa og ræktaði hann þau tengsl vel með bréfaskriftum og á annan hátt sem tiltækur var. Kynntist ég í gegnum Eyfa mörgu af þessu fólki og finnst að hann hafi vel valið vinahópinn. í nokkur skipti kom Eyfi hingað heim á þessum 45 árum og framan af reyndi hann að dvelja hér í sum- arfríi á 5 ára fresti. Var þá oft glatt á hjalla hjá okkur æskuvin- unum. Álltaf gáfum við okkur góðan tíma til að ganga um Skuggahverfið, Klapparstíginn, Lindargötuna, Vatnsstíginn, Veg- húsastíginn og allt það nágrenni. í okkar huga var Skuggahverfið einn ævintýraheimur frá bernsku- dögunum. Rifjuðum við það allt upp og nærri endurlifðum þótt fullorðnir værum. Þar voru ótal ævintýrastaðir sem við mundum mjög glöggt, Kveldúlfsbryggjan þar sem við veiddum margan kol- ann og marhnútinn, Battaríistúnið með Sölvhól og kofanum hans Hannesar gamla. Hann var gam- all skútukarl og var okkur sagt að hann hefði lent í sjávarháska og bjargað mörgum mannslífum. EYJÓLFUR EIRÍKSSON + Sverrir Run- ólfsson var fæddur í Reykjavík 3. desember 1921. Hann lést í Reykja- vík 7. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Runólfur kaupmað- ur Kjartansson frá Skál í Skaftafells- sýslu,f. 30.11.1889, d. 23.4. 1961, og Lára Guðmunds- dóttir frá Lóma- tjörn, f. 31.10.1896, d. 10.1.1968. Systk- ini Sverris eru Guðmundur Kjartan, f. 24.4. 1920, búsettur í Bandarikjunum, Valgarð, f. 24.4. 1927, búsettur í Hvera- gerði, og Svana, f. 6.3. 1940, búsett í Reykjavík. Sverrir stundaði nám í Verslunarskól- anum og Héraðsskólanum á Laugum og hélt 1945 til söng- náms í Bandaríkjunum fyrir hvatningu söngkennara síns Péturs Jónssonar óperusöngv- ara. Hann hafði sungið með Fóstbræðrum. Hann settist að í Los Angeles, þar sem hann setti upp söngleiki og söng og lék á sviði. Að aðalstarfi rak hann verktakafyrirtæki fyrir vegagerð og flugbrautir. I Bandaríkjunum var hann kvæntur Janet Murhy söng- og Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þin opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (D.S.) Fyrir 27 árum kom heitur sólar- geisli inn í líf mitt frá Kaliforníu. Þá var ég 12 ára gömul og full efasemda yfir þessum nýja fjöl- skyldumeðlimi. En það voru óþarfa efasemdir. Hann vann hug minn og hjarta á svipstundu og hef ég oft haft á orði síðan að þótt ég píanókennara. Þau skildu. Börn þeirra voru fjögur: Step- hen tónlistarmað- ur, f. 15.10. 1949, d. 1977, Jennifer, fulltrúi hjá Bell- símafélaginu, f. 8.11. 1951, en sonur hennar er Thomas Allan, f. 1969, Su- ana, f. 3.3. 1953, d. 1986, og Diane Hol- land, starfsmaður við kvikmyndir í St. Barbara, f. 9.12. 1955, en dóttir hennar er Lila, f. 1978. Til íslands fluttist Sverrir 1969. Hann hafði mikinn áhuga á að koma hér á framfæri að- ferðum við vegagerð sem hann hafði notað vestra, svonefndri „blöndun á staðnum" og vann að því. Seinna keypti hann og rak um árabil innflutningsfyr- irtækið Tandur hf. Hann kvæntist Andreu Þorleifsdótt- ur fulltrúa, f. 9.1. 1927, sem lifir mann sinn. Stjúpdóttir hans er Ilildur Sigurðardóttir flugfreyja, f. 27.7. 1957. Börn hennar eru Andri Þór, f. 1980, og tvíburarnir Hildur Sif og Helga Snót, f. 1983. Útför Sverris fer fram frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. leitaði sjálf um víða veröld þá hefði ég ekki getað valið betri „pabba“. Það er orð að sönnu að heiðar- legri, hlýrri og elskulegri fósturföð- ur er vart hægt að hugsa sér. Hann var svo dagfarsprúður, róleg- ur, heimakær og yndislegur heimil- isfaðir. Alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd hvort heldur sem var að passa barnabörnin, hlusta á mig seint og snemma og ekki síst að vera stoð mín og stytta í blíðu og stríðu. Elsku Sverrir minn, ég veit að hvíldin er kærkomin eftir 11 ára veikindi. Börnin mín þijú kveðja ástkæran afa. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hildur. Elskulegur bróðir minn hann Sverrir, eða Bóbó eins og hann var kallaður í gamla daga, er látinn. Hann hafði átt erfitt í nokkur ár vegna nýrnasjúkdóms sem eyddi kröftum hans smám saman, en að kvarta og kenna einhverjum eða einhverju um, það hvarflaði ekki að honum. Hann var í raun sá allra skapbesti maður sem ég hef kynnst, gerði gott úr öllu og hló bara að manni ef honurn fannst maður ganga of langt. Hann var góður drengur, þótti vænt um sam- ferðafólk sitt á lífsleiðinni og elsk- aði konu sína og börnin sín, bæði sín eigin börn og stjúpbörnin, að ekki sé minnst á barnabörnin sem hann sá ekki sólina fyrir. Ég er tæpum sex árum yngri' en Sverrir og frá því ég fyrst man eftir mér var þessi ljúfi drengur fastur punktur í tilverunni, og einn- ig eldri bróðir okkar, hann Kjartan eða Lilli Run. Þeir voru mjög sam- rýndir, enda aðeins rúmlega eitt ár á milli þeirra, og mér er það minnisstætt hvernig þeir stóðu saman eins og klettur úr hafinu þegar eitthvað bjátaði á eða hallaði á litla bróður, hann Denga. Stund- um gat þó sá yngsti komið þeim úr jafnvægi, sem gat leitt til elting- arleiks yfir lóðir og garða, en á eftir var svo hlegið að öllu saman. Svo fæddist litla systir okkar, hún Svana, vorið 1940, og ég man að þeir bræðurnir voru hálf-hneyksl- aðir á að hún mamma þeirra, 43 ára gömul manneskjan, væri að eignast barn. En það viðhorf þeirra SVERRIR RUNÓLFSSON v . € I c íú i c i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.