Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 21 r LISTIR Morgunblaðið/Þorkell „KOLLA, ekki segja henni Stínu minni að ég sé hérna!“ Binni (Eggert Þorleifsson) staðinn að verki. í hlutverki Kollu er Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. EKKI er laust við að Gugga (Sóley Elíasdóttir) og Pétur (Sigurður Karlsson) hafi óhreint mjöl í pokahorninu. „ENGINN hefur það eins gott og gullfiskurinn. Hann heyrir ekki neitt, veit ekki neitt, man ekki neitt. Bara gapir útí loftið og næringin fellur af himnum ofan, gersamlega fyrirhafnarlaust. Og hann syndir bara. Syndir og syndir, hring eftir hring og man ekki nokkurn skapað- an hlut. Meiriháttar. (...) hann mætir kellingunni sinni í hveijum einasta hring sem hann syndir um tankinn. Og það merkilega er að hann man aldrei eftir að hafa séð hana áður. Er það ekki yfirgengi- legt? Það er alltaf nýr maki. Alltaf ný kelling. (...) Hann getur ekki munað nema fáeinar sekúndur aftur í tímann. Er það ekki meiriháttar?" Þessar vangaveltur eru teknar úr munni Brynjólfs Péturssonar, Binna, aðalsöguhetjunnar í Ef væri ég gullfiskur, nýjum íslenskum farsa eftir Árna Ibsen, sem Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýnir á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Fyrirmyndin er verk frönsku meistaranna Georges Feydeau og Eugene Labiche, svo sem Fló á skinni og ítalskur stráhattur, en innihaldið er íslenskur samtími og íslensk stóríjölskylda — ijármál, frami og framhjáhald. „Kveikjan að þessu verki er í raun og veru bræðurnir Binni og Berti sem búa í hvor í sínu horninu í samfélaginu. Samband þeirra er sérstakt og byggist eiginlega á eilíf- um samanburði; þeir eru til dæmis alltaf að bera saman kjör sín. Ann- ar neisti er síðan pabbi þeirra, Pét- ur, sem er einn af þeim sem hefur það gott án þess að hafa fyrir neinu, að því er virðist. Hann er karakter sem flýtur ofan á og sekkur aldr- ei,“ segir höfundurinn og bætir við að hann vinni öll sín leikrit út frá ákveðnum karakterum en gefi minna fyrir fléttuna. Kynlegir kvistir Sögusvið verksins er heimili Pét- urs þessa að nóttu. Hefur hann ákveðin áform á prjónunum en á, sakir óvænts gestagangs, erfitt með að hrinda þeim í framkvæmd. Sög- unni vindur fram eftir því sem líður á nóttina og kynstrin öll af kynleg- um kvistum koma í heimsókn. Eftir japl, jaml og fuður er uppgjörið óumflýjanlegt og þá kemur í ljós að ekki eru allir þar sem þeir eru séðir. íslenskir farsar hafa í seinni tíð verið álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar. Formið virðist einfaldlega ekki eiga upp á pallborðið hjá ís- lenskum leikritaskáldum þótt er- lendir farsar eftir menn á borð við Dario Fo hafi átt velgengni að fagna á íjölum leikhúsanna. En hvers vegna skyldi Árni Ibsen láta slag standa? „Af þeirri einföldu ástæðu að farsi er margslungið og ögrandi leikform og naumast er unnt að ímynda sér neitt leikform sem reynir eins mikið á höfund, leikstjóra og leikara, einkum að því er varðar tæknilegar úrlausnir. Farsi er einn lielsti kjarni leikhúss- ins. Það var því óhjákvæmilegt að Hring eftir hring Fjármál, frami og framhjáhald eru í brennidepli í nýjum farsa eftir Árna Ibsen, Ef væri ég gullfiskur!, sem frumsýndur verður á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Orri Páll Ormarsson leit inn á æfingu og ræddi við höfund og leikstjóra en fræddist að auki um minni gullfiska og sitthvað fleira. BERTI sægarpur (Þórhallur Gunnarsson) á viðkvæmu augnabliki. ég gerði tilraun til að skrifa verk af þessu tagi.“ Farsinn á_ viðar undir högg að sækja en á íslandi og er það mið- ur, að mati Árna. „Það eru fyrst og fremst Englendingar og Frakkar ásamt fáeinum Bandaríkjamönnum og ítölum sem hafa reynt að semja farsa um okkar samtíma, en ann- arra þjóða leikhúsfólki hefur af ein- hverjum ástæðum þótt við hæfi að tala niðrandi um þá tilburði. Hin aldagamla sannkristilega fordæm- ing á hlátrinum sem óhreinu og djöfullegu fyrirbæri situr enn í sál- um okkar. Sú uppskafningslega afstaða „upplýstra" nútímamanna að farsinn sé óæðra leikform verður naumast skýrð öðruvísi en sem for- dómar.“ Árni segir að fordómana megi hugsanlega skýra að hluta til með því að texti farsans sé sjaldnast stórbrotinn. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé einfaldlega ekki svigrúm fyrir slíkan texta í farsan- um, þar sem gangverk hans gangi út frá allt öðrum forsendum, svo sem hraða, tímasetningum og óvæntum uppákomum. „Það sem ekki má gerast gerist, það sem enginn má sjá sést og svo framveg- is. Það er atvikaröðin en ekki sam- tölin sem skipta höfuðmáli. Það er til dæmis hundleiðinlegt að lesa handritin að verkum Feydeau þótt leikritin séu óborganleg á sviði." Hin efnislega hvöt En þótt formið hafi heillað segir Árni hina efnislegu hvöt, fólkið í samfélaginu, ekki síður hafa valdið því að hann ákvað að skrifa Ef væri ég gullfiskur! „Vitaskuld er hér á ferð ákveðin skopstæling á íslensku samfélagi enda kallar fars- inn á ákveðna sýn — afhelgun — og vegna þessa nauðsynlega virð- ingarleysis er viðurkennt að farsinn miðli í raun svartsýnni lífsskoðun e.n nokkurt annað leikform," segir Árni og vitnar til orða Feydeaus: „Enginn mannlegur harmleikur er án skoplegra hliða. Þess vegna eru gamansamir höfundar alltaf daprir. Fyrsta hugsun þeirra er dapurleg." Undir þetta tekur Pétur Einars- son leikstjóri: „Við þekkjum öll kar- akterana í verkinu og þegar við Árni skreppum endrum og eins út á krá eftir æfingar bregst ekki að við sjáum einhveija Berta og Binna ogjafnvel einhverjar Kollur og Stín- ur líka.“ Pétur segir að farsinn sé ekki síður kreijandi fyrir leikstjóra og leikendur en höfundinn. „Það er ekki hægt að færa upp farsa án þess að vera með réttu leikarana en sköpunarferlið á sviðinu gengur ekki upp nema leikararnir hafi yfir þróuðum spunahæfileika að ráða. Þá er heldur ekki nóg fyrir ieikar- ana að vera skapandi, þeir þurfa að geta unnið úr hugmyndunum líka. Og ef þeir eru ekki einlægir verður það sem þeir eru að gera ekki satt — og þá verða þeir aumk- unai'verðir. Til allrar hamingju tefl- um við fram einvalaliði leikara í þessari uppfærslu."- Langt vinnuferli Að sögn Péturs býr langt vinnu- ferli að baki sýningar á borð við Ef væri ég gullfiskur! Leikhópurinn sé sennilega búinn að setja saman íjórar til fimm sýningar frá því æf- ingar hófust síðastliðið vor. „Við erum búin að breyta, þróa og henda út „umfreminu" eins og Gylfi Bald- ursson, heyrnar- og talmeinafræð- ingur, hefði orðað það,“ segir leik- stjórinn og höfundurinn tekur í sama streng. „I farsanum er svo margt sem þarf ekki að hafa orð á — það gerist einfaldlega í samskiptum per- sónanna á sviðinu. í slíkum tilfellum er óhætt að fella textann burt.“ Aðalhlutverkið í Ef væri ég guli- fiskur! er í höndum Eggerts Þor- leifssonar, sem leikur Binna. Þór- hallur Gunnarsson leikur Berta og Sigurður Karlsson Pétur. Þá eru jafnframt í stórum hlutverkum Halldóra Geirharðsdóttir, sem leik- ur Öldu köldu, vinkonu feðganna, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, sem leikur eiginkonu Berta, Kollu, og Helga Braga Jónsdóttir, sem leikur Dóru, dóttur Péturs. Þá koma enn- fremur við sögu Stína, eiginkona Binna, leikin af Rósu Guðnýju Þórs- dóttur, Gugga, vinkona Péturs, sem Sóley Elíasdóttir leikur, Eyvi, eigin- maður Dóru, í túlkun Kjartans Guðjónssonar og heimilishjálpin Títa en Ásta Arnardóttir fer með hlutverk hennar. Leikmynd er eftir Siguijón Jóhannsson, Helga I. Stef- ánsdóttir sér um búninga, Elfar Bjarnason um lýsingu og leikhljóð eru úr smiðju Baldurs Más Arn- grímssonar. Árni Ibsen starfaði lengst af við Þjóðleikhúsið sem leikhúsritari og listrænn ráðgjafi en sinnir nú ein- göngu ritstörfum. Helstu leikrit hans eru Skjaldbakan kemst þang- að líka, Afsakið hlé, Fiskar á þurru landi, Elín Helena og Himnaríki — geðklofinn gamanleikur, sem sýnt var ítrekað fyrir fullu húsi í Hafnar- firði í fyrravetur. En hefur Árni nú alfarið snúið sér að farsanum? „Þetta er sennilega ekki rétti tíminn til að svara þeirri spurningu enda hefur þetta verið erfið törn. Auðvitað gat maður. sagt sér fyrir- fram að það væri ekki auðvelt að skrifa farsa en ég hefði samt ekki trúað því, án þess að hafa upplifað það, hvað það er mikið púl að láta þetta koma heim og saman. Ætli ég þurfi því ekki á löngu fríi að halda núna,“ segir höfundurinn en bætir síðan við. „Nei, grínlaust get- ur maður sjaldan ákveðið formið fyrirfram, það eru efnið og persón- urnar sem velja sér formið. Við verðum því bara að sjá hvað setur.“ ___STEINAR WAAGE _ SKÓVERSLUN CAMEL BO Tegund: CAMEL BOOTS 18345 Verð: kr. 14.950 Stærðir: 41-46 Litir: svart, brúnt 15970 Verð: kr. 12.950 Stærðir: 40-46 Litir: svart, brúnt Camel Boots-skóna er alltaf hægt að þekkja á sterku hágæðaleðri, fullkomnuni vinnubrögðum og einstakri hönnun 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN .tí^ STEINAR WAAGE sími 568 9212 SKÓVERSLUN sími 551 8519 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.