Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 35 Amma Gauja var hún ætíð nefnd af barnabörnum og barnabarna- börnum sínum. Sjálfur kallaði ég hana aldrei neitt annað. Alit frá mínum fyrstu kynnum af ömmu Gauju sýndi hún mér mikla hlýju og vinsemd. Hún var afar feimin , hlédræg og fámál. Orð voru svo oft óþörf. Frá henni geislaði hlýja og velvild þannig að í návist hennar leið mér mjög vel. Ég minnist matarboðanna á Garðabrautinni þar sem öll fjöl- skyldan var samankomin. Yfirleitt birtist amma Gauja síðust. Hún kyssti okkur og heilsaði hálffeimn- islega. Svo þegar matnum lauk, þá hvarf hún fljótlega á eftir, jafn- hljóðlega og hún kom og án þess að kveðja. Hún var ekkert að hafa orð á því að nú væri hún orðin þreytt og vildi fara heim. Hún var ekkert að íþyngja öðrum með því, hún bara fór. Nú er hún farin, horfin ásjónu okkar um alla eilífð. Minningin um hana lifir. Nú þegar æviskeið hennar er á enda er æviskeið fjórða barna- barnabarns hennar rétt að hefjast, litla strákhnokksins sem aldrei sá langömmu sína. Eg votta dóttur hennar Ingi- björgu Rafnsdóttur, eiginmanni hennar Guðlaugi Ketilssyni og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Tengsl þeirra við ömmu Gauju voru afar sterk og náin. Ég þakka fyrir að börnin mín fengu að kynnast langömmu sinni, Ég þakka fyrir að hafa þekkt ömmu Gauju. Hörður Sigurbjarnason. Elsku amma Gauja. Við söknum þín svo mikið að við grátum á næturnar. Við vonum að þú hafir það gott hjá Guði. Guð mun passa þig vel. Agla og Atli. Ég var að fara að heimsækja Gauju á spítalann én ákvað að hringja á undan mér, þá var mér sagt að Gauja væri dáin. Ég hváði heim til sín í sveitina með striga- pokann á bakinu. Ég get viðurkennt það nú, að mér fannst þessi ráðning Björns vera hæpin með hag frystihússins í huga og hafði um það orð við Helgu Gróu konu mína þetta kvöld, að Björn bróðir hennar hefði um- svifalaust ráðið í vinnu til sín ör- vasa gamalmenni. En hún svaraði mér því einu: „Hann Bjössi veit hvað hann er að gera.“ Næsta morgun vaknaði ég við sömu efasemdirnar um ágæti Björns mágs míns. Þegar þessi saga gerðist átti ég eftir einn vetur til þess að verða fullnuma í læknis- fræði. Löngu síðar varð mér ljóst að ég átti mikið ólært til þess að standa Birni mági mínum jafnfætis í sálarfræði og í fræðum mann- legra samskipta. Öldungurinn með bogna bakið lifði það ekki að kom- ast til vinnu í frystihúsinu. Ungu hjónin fluttu brátt í eigið hús og eignuðust fleiri börn. Alls urðu þau fjögur, þijár dætur og einn sonur, sem öll lifa föður sinn og bera ætt og uppeldi fagurt vitni. Þegar elsta barnið var 12 ára hafði MS-veiki Elsu ágerst svo mjög, að þau neyddust til að bregða búi og flytja til Reykjavíkur þar sem hún gæti notið þeirrar með- ferðar, sem þá var hægt að bjóða slíkum sjúklingum. Björn hélt áfram við sama starf og áður. Varð verkstjóri í fiskverkun Tryggva Ófeigssonar á Kirkjusandi og vann þar við vaxandi vinsæld, þar til þeirri starfsemi á Kirkjus- andi lauk. Eftir það vann hann sem verkstjóri í vörumóttöku Landflutn- inga við Skútuvog, þar til hann varð sjötugur. Sjúkdómur Elsu versnaði hægt, en stöðugt og varð hún skömmu eftir komuna til Reykjavíkur háð hjólastól. Þegar kraftinn þraut í höndum og handleggjum fengu í símann og áttaði mig ekki alveg strax á því hvað konan hafði verið að segja. Þessi tíðindi komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Tveim dögum áður en Gauja fór í aðgerðina vorum við Birkir og Vaka í heimsókn hjá henni. Hún leit svo vel út og virtist vera líkam- lega hress. Hún talaði um hve mik- ið hún kviði fyrir að fara suður í aðgerðina, en um annað væri víst ekki að ræða. Ég reyndi að hug- hreysta hana og stappa í hana stál- inu og sagði að fyrr en varði yrði hún komin heim upp á Skaga. Ekkert okkar gerði sér líklega grein fyrir því hversu alvarlega aðgerð Gauja var að fara í. Svo kysstumst við bless og ég sagðist koma að heimsækja hana á spítalann. Ég kynntist Gauju fyrir fimm árum og fann strax hlýjan hug hennar í minn garð. Það var svo gaman að spjalla við hana. Hún gat sett sig inn í alla skapaða hluti og mér fannst ég vera að tala við vinkonu mina. Aldrei heyrði ég Gauju kvarta, hún var róleg kona og hafði sig aldrei mikið í frammi. Gauja var einstaklega gestrisin og fannst gott ef ég lét hana vita með smá fyrirvara að við værum að koma. Þá var hún búin að kaupa gos og stafli af pönnukökum beið okkar á eldhúsborðinu. Ef við kom- um óvænt muldraði hún eitthvað um að hún ætti ekkert almennilegt handa okkur, en ávallt leyndist eitt- hvað í skápunum og fyrr en varði var eldhúsborðið hlaðið kræsing- um. Það hvíldi ró yfír heimili henn- ar og við vorum alltaf svo velkomin. Ég man sérstaklega vel eftir einni heimsókninni, þá skoðuðum við saman myndaalbúmin hennar. Þarna voru myndir af fjölskyldunni og við töluðum um hver væri líkur hveijum og þá náttúrulega sérstak- lega hve Birkir og Vaka væru lík. Þarna voru líka myndir úr ýmsum ferðalögum sem Gauja hafði farið í og úr Hvalfirðinum. Hún sagði svo skemmtilega frá og það var svo gaman að heyra af hinu og þessu sem hafði gerst þegar hún var að vinna í Þyrli og ég sá þetta allt sama ljóslifandi fyrir mér. þau auk heimahjúkrunar ágætis heimilishjálp frá góðri konu og börnin og eitt barnabarn samein- uðust um að halda uppi reisn og risnu á heimilinu, en Björn var sá eini sem gat lyft Elsu úr hjólastóln- um. Þurfti hann því að fara heim í kaffitímum og um hádegið til þess að lyfta henni upp úr stólnum svo að hún sæti ekki of lengi í sömu stellingu. Auk þess þurfti hann að vakna minnst einu sinni á hverri nóttu í 20 ár til þess að sinna henni. Ég veit ekki um neinn, sem hefur heyrt eitt æðruorð frá Elsu né Birni. Konu sína missti hann haustið 1983. Hefur síðan búið einn, en umvafinn umhyggju og ástúð barna og barnabarna. Uppskar eins og hann sáði til, enda heimilisfaðir til fyrirmyndar. Hann var orðinn langafi tveggja barna og ber annað þeirra nafn hans. Síðustu árin þurfti Björn að nota lyf. Ávísun á þau hefði ég getað afgreitt símleiðis, en Björn vildi heldur fá lyfseðil og kom því reglu- lega, minnst tvisvar i mánuði í heimsókn til okkar. Sama sið hélt hann eftir að hann var hættur að aka bíl. Sem bílstjóra fékk hann einhveija dætra sinna og oft barna- barnið Birnu Jónu eða Þór eigin- mann hennar. Ég tók það svo, að með þessum hætti væri hann að styrkja fjölskylduböndin. Þessar reglubundnu heimsóknir Björns voru okkur til mikillar ánægju. Réð þar mestu hið næma skopskyn Björns, en það hélst óbreytt alla hans löngu ævi. Hin skarpgreinda hagleikskona, tengdamóðir hans Valgerður Skarphéðinsdóttir varð níræð, en var orðin blind síðustu árin. Hún dvaldi á Elliheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði. Þegar við hjónin heimsóttum hana fyrir þremur árum barst tal okkar að Birni. Þá Gauja bar hag okkar allra fyrir bijósti sér og var alltaf að gefa okkur eitthvað; ýmislegt í eldhúsið, óteljandi handpijónaða vettlinga og sokka, að ekki sé minnst á alla fal- legu munina sem hún föndraði inni á Höfða. Sjaldan eða aldrei gerði hún eitthvað handa sjálfri sér, en vildi frekar gleðja okkur með gjöf- um. Gauja var óspör á hlýju orðin og mér þótti sérstaklega vænt um og mikið koma til um hrós fyrir vinnu frá jafn duglegri konu eins og henni. Svo var hún alltaf svo þakklát og ef ég gerði eitthvert smá viðvik fyrir hana, mátti hún ekki heyra annað en að ég kæmi inn og þægi smá hressingu. Krakkarnir þeirra Lillu og Gulla dáðu ömmu sína. Oft þegar við Birkir vorum að sýsla heima i eld- húsinu við matargerð og annað, sagði Birkir að svona ætti hitt og þetta að vera af því svona hefði amma það. Þessi sósa átti að vera með þessum mat og ekki mætti gleyma hinu og þessu meðlætinu, því það hefði hann alltaf fengið hjá ömmu sinni. Svo töluðum við um að við þyrftum að vera duglegri að heimsækja hana og bjóða henni í mat. En Gauja var félagslynd og ósjaldan sá maður hana á labbinu í bænum með vinkonu sinni, þegar vel viðraði. Ég sé hana fyrir mér koma bak- dyramegin inn í eldhúsið á Garða- brautinni, í eitthvert matarboðið hennar Lillu og bros færist yfir andlit hennar þegar hún sér okkur öll sitja við eldhúsborðið. Ég er fegin að Vaka fékk að kynnast langömmu sinni og hún á líklea um ókominn tíma eftir að benda á blokkina hennar og kalla amma þegar við eigum leið um Skarðs- brautina. Ég er þakklát fyrir árin sem við áttum samleið og þó hún sé farin frá okkur mun minningin um ömmu Gauju ávallt búa í bijósti mér. Elsku Lilla og Gulli, Erna, Rabbi, Birkir og Katla. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Megir þú hvíla í friði, elsku Gauja mín. Lilja Benónýsdóttir. sagði hún með sinni sérstæðu hægð og sannfæringu: „Það fara fáir í fötin hans Björns." Hannes Finnbogason. Með þessum fáu línum viljum við kveðja góðan mág og vin, Björn Lárusson frá Gröf í Grundarfirði. Það má sannarlega segja að frá- fall hans hafí komið okkur á óvart þar sem Bjössi hafði verið við ágæta heilsu miðað við aldur en hann hefði orðið 79 ára í dag ef hann hefði lifað. Bjössa höfðum við þekkt í rúmlega 30 ár en hann var giftur systur Stellu, Elsu, sem lést árið 1984. Fjölskyldur okkar voru mjög samrýndar alla tíð og samgangur mikilí. Áttum við saman margar gleðistundir sem verða ógleyman- legar í minningunni. Bjössi var hæglátur maður og má með sanni segja að hann hafi unnið verk sín í hljóði. Hann gat þó verið hrókur alls fagnaðar og oftast var stutt í gamansemina. Bjössi var mikill fjölskyldumaður og ómetanlegt hvað hann reyndist konu sinni og íjölskyldu vel alla tíð. Bjössi minn, við viljum að lokum þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins herra, að ganga hingað heim til þín. Og þótt vér ei hittumst hér gef oss fund á gleðistundu, guð, í ríki þínu. (Höf. ók.) Elsku Gerða, Lalli, Dóra og Inga, megi góður Guð styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á þessari sorgar- stundu. Stella, Þórir og fjölskylda. + Guðmundur H. Helgason fædd- ist í Olafsvík 14. ágfúst 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sig- urðardóttir, ættuð frá Djúpavogi, og Helgi Jónsson sjó- maður, ættaður úr Mýrdalnum. Þau fluttu búferlum árið 1901 að Hamraendum í Breiðuvík og ári síðar til Olafs- víkur þar sem þau bjuggu allan sinn búskap í Ásgarði. Systkini Guðmundar eftirlifandi eru Helgi, Elsa, Sigurlín og Ingi- gerður. Látin eru Sigurður, Hólmfríður og Friðjón. Guð- mundur stundaði sjó frá ung- lingsárum, fyrst á smábátum frá Ólafsvík og síðar á togurum eftir að hann fluttist til Reykja- víkur. Hann kom í land 1955 og starfaði hjá Togaraaf- í dag kveðjum við hinstu kveðju tengdaföður minn Guðmund Heijólf Helgason. Þegar ég kynntist Guð- mundi, eiginkonu hans Guðrúnu Oddsdóttur og fjölskyldu þeirra, var eitt hið fyrsta sem vakti athygli mína, að þau hjón voru alltaf nefnd fullu nafni, er þau bar á góma eða til þeirra var vitnað. Þótti mér í þessu felast ákveðin virðing fyrir þeim hjónum. Okkur sem komum inn í fjölskylduna varð þetta fljót- lega tamt á tungu. Guðmundur Helgason var fastur fyrir, en aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, en þeir sem til hans þekktu vissu hvað í hjarta hans bjó. Mér er ógleymanleg sú umhyggja og ástúð er hann auðsýndi eiginkonu sinni í veikindum hennar síðustu árin sem hún lifði. Þau eru nú saman á ný. Vinnusemi og ósérhlífni ein- kenndu hann alla ævi, hann var af þeirri kynslóð sem ekki kunni að hangsa og svíkjast um. Honum langtum yngri menn máttu þakka fyrir að geta skilað sama dagsverki og tókst ekki öllum þó þeir reyndu. Við höfum ekki farið varhluta af vinnusemi og umhyggju Guðmund- ar Helgasonar, öll þau handtök er hann lagði fram á sinn óeigingjarna hátt okkur til hagsbóta verða aldrei fullþökkuð en virt og metin að verð- leikum. Til síðustu stundar var hugsun hans óbiluð, minni hans á ártöl og dagsetningar var með ólíkindum, oft var sagt í umræðum: „Spyijum Guðmund Helgason, hann man það greiðslunni til starfsloka 1982. Hinn 1. október 1938 kvæntist Guð- mundur Guðrúnu Oddsdóttur, f. 19. júní 1909, d. 9.júlí 1990, frá Lækjar- bug á Brimilsvöll- um í Fróðárhreppi. Heimili þeirra var lengst af í Hjalla- landi 1 í Reykjavík. ^ Þau hjón eignuðust' fjögur börn: 1) Örn, f. 4.7. 1939, í sam- búð með Huldu Guðmundsdóttur, á hún tvo syni og eitt barnabarn. 2) Val- ur, bílasmiður, f. 9. janúar 1941. 3) Sólveig, f. 8. ágúst 1946, unnusti hennar er Hilmar Helgason, á hún tvö börn og sex barnabörn. 4) Sævar húsa- smiður, f. 26. apríl 1950, kvænt- ur Elínu Ólafsdóttur, eiga þau tvö böm. Útför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. * örugglega." Hann hafði líka frá mörgu að segja, t.d. þegar hann sigldi á Arinbimi Hersi, og þeir urðu fyrir skotárás á stríðsárunum og hann fékk sprengjubrot víða í sig og varð að fara á sjúkrahús í Bret- landi til að láta fjarlægja þau. Eftir sjómannsárin vann hann hjá Togara- afgreiðslunni til sjötíu og fímm ára aldurs og enn gaf hann hinum yngri ekkert eftir. Vinnuþrek hans og hestaheilsa var þeim er með honum fylgdust sífellt undrunarefni. Það var svo ekki fyrr en 19S? að hann þurfti í fyrsta sinn á ævinni að fara inn á sjúkrahús vegna veik- inda. Eftir það fór að halla undan, hann náði sér ekki aftur á strik. Með honum er horfinn miðjupunkt- ur fjölskyldunnar. Óska ég afkom- endum hans þess að þeim auðnist að taka hann sér til fyrirmyndar í orði og verki. Guðmundi Helgasyni þakka ég af öllu hjarta hlýhug þann og elsku, sem hann sýndi mér og mínum, er við Örn sonur hans hófum sambúð. Ykkur öllum, sem áttuð hann að og þótti vænt um hann votta ég samúð mína, þó sérstaklega Val, sem alltaf hefur búið með foreldrum sínum og hefur öðrum fremur anh- ast föður sinn hin síðari ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hulda Guðmundsdóttir. + Ástkær bróðir okkar og frændi, ÁRNI JÓNSSON, frá Stórhólmi í Leiru, andaðist i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 11. september. Jarðarförin auglýst síðar. Systur hins látna og frændfólk. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ALEXIUS LÚTHERSSON, Skipasundi 87, Reykjavík, lést í Landspítalanum 11. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Magnúsdóttir, Katrín S. Alexíusdóttir, Jónas Helgason, Magnús L. Alexíusson, Hrönn Pálsdóttir, Guðrún I. Alexíusdóttir, Guðjón Helgason, Kristín K. Alexíusdóttir, Steingrímur Davíðsson, og barnabörn. GUÐMUNDUR H. HELGASSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.