Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 25 AÐSEIVIDAR GREIIMAR Hvernig hengja skal list KÆRI EIRIKUR. Ég neyðist til að gera athuga- semd vegna greinar þinnar í Mbl. 30. ágúst sl. þar sem þú gerir list í „óbreyttu rými“ að umtalsefni í samhengi við sýningar tveggja áhugasamra listamanna í Kringl- unni og Perlunni. Þar koma fram alhæfíngar um myndlist og um- hverfi hennar sem þarfnast nánari skoðunar. Þú kallar Einar Jónsson mynd- höggvara til vitnis og minnir okkur á að með því að skipa listinni niður í rými sem helgað er öðru en henni, verði hún að „hjáróma skrauti - að umgjörð og aukaatriði fremur en inntaki og kjarna þess sem gest- ir fá notið á viðkomandi stað“. Síð- an segir þú: „Þrátt fyrir þetta streit- ast menn við og hengja list sína upp í verslunarmiðstöðvum og öðr- um skrauthýsum í misráðinni eftir- sókn eftir fjöldanum.“ Vissulega eiga umræddar sýn- ingar lítið erindi þar _______ sem þær eru. Um það erum við sammála. En það eru þessar al- mennu vangaveltur þínar um möguleika myndlistarinnar til að verða hluti af hvers- dagsleikanum sem mér fínnst vægast sagt hæpnar. Þú kemst að þeirri niðurstöðu að þeir séu hverfandi litl- ir, jafnvel engir. M.ö.o. að myndlistin þurfí ávallt sína sali til að njóta sín. Hvernig þú notar orðið myndlist í þessu samhengi felur í sér alvarlega einföldun sem hlýtur að skrifast á fljótfærni þína, fremur en það að þú vitir ekki betur. Það verður nefnilega ekki annað ráðið af orðum þínum en myndlist ein- skorðist við málverk og hefðbundn- ar höggmyndir á stöplum, þegar þú gengur út frá því sem vísu að hún verði að „hjáróma skrauti" við nefndar aðstæður (eða varla ertu þá að tala um hljóðverk, ljósverk, gjörninga, sjónvarpsverk, ferliverk, aksjónverk eða umhverfisverk af stærri gerðinni?). Þú undirstrikar þetta viðhorf með því að tala um að „hengja list sína upp í verslun- armiðstöðvum". Með þessu síðar- nefnda ertu farinn að nálgast ískyggilega mikið fjölskyldu- veisluklisjuna: „Er alltaf verið að mála?“ sem myndlistarmenn þurfa að svara í tíma og ótíma. Flestir reyna að róa ættingjana með því að útskýra fyrir þeim að myndlistin hafi breyst gífurlega mikið á síð- ustu 80 árum og hún geti því birst í öllum formum sem hugsast getur. Að málverkið, teikningin og högg- myndin á stöplinum sé aðeins hluti Þorvaldur Þorsteinsson Nokkur orð til Eiríks Þorláks- sonar, myndlist- argagnrýnanda Morgunblaðsins þessa margbreytilega veruleika sem við kjósum að kalla myndlist. Það læddist hins vegar að mér sú hugs- un, þegar ég las umrædda grein þína, hvort e.t.v. þyrfti líka að minna myndlistargagnrýnanda Morgunblaðsins á þessa staðreynd? Að því gefnu að svo sé ekki hlýt ég að spyija: Hvernig dettur þér í hug að halda því fram að „reynslan almennt“ styðji þá skoðun ykkar Einars Jónssonar að „til þess að njóta sín þurfi myndlistin sinn eigin vettvang" og vísa þar til sérhann- aðra sýningarsala og safna þar sem „þeir sem þess óska gætu notið hennar í næði frá öðrum áreitum“, þegar þú hlýtur að þekkja urmul dæma um hið gagnstæða? (Er ekki líka fullkaldhæðnislegt að vitna í Einar Jóns- son? Eða finnst þér safnið hans, sem sumir kjósa að kalla stærsta grafhýsi á íslandi, e.t.v. dæmi um kjörað- stæður fýrir myndlist?) í stað þess að hverfa svona langt frá okkur hefði ég miklu fremur kosið að þú notaðir tækifærið og legðir eitthvað til umræðunnar um þau mál sem eru í deiglunni í dag, t.d. samband list- ar og almennings og hlutverk lista- manna í samfélaginu. Eru þessar bragðdaufu sýningar á stofulist í Kringlunni og Perlunni ekki einmitt kjörið tækifæri til að benda á að listamenn hafí áður fundið áhuga- verðari lausnir til að nýta slíkt hús- næði í stað þess að alhæfa um erind- isleysu listarinnar hér úti í almenn- ingnum? „Reynslan almennt“ sýnir nefnilega að myndlistarmenn eru þess umkomnir að umskapa um- hverfið, gefa hversdagsleikanum merkingu, komast í beina snertingu við fólk sem aldrei hugsar um myndlist, einmitt með því að vinna með aðstæður sem ekki hafa verið fyrir fram helgaðar listinni. Hvað um alþekktar stærðir eins og verk Christos, (eða var nýjasta verk hans í Berlín e.t.v. „hjáróma skraut“?), verk Roberts Smithsons eða Walter de Maria? Hvað um Mierle Lader- man Ukeles, sem hefur unnið verk tengd sorphirðu New York borgar síðan 1970? Eitt af því tók tvö ár ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼?▼▼*▼▼ ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur, bæði TÆKl. VÍR og FYLGIHLUTI. Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. JesaeT AHt til rafsuöu = HÉÐINN VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 og fólst í að taka í höndina á hveij- um einasta öskukalli í borginni og þakka honum fyrir þjónustuna. Var sú athöfn „umgjörð" fremur en „kjarni“ verksins? Hvað um hinn kunna gjörning Suzanne Lacy, The Crystal Quilt (1987) þar sem hún vann í tvö og hálft ár að því að fá nálega 500 sjálfboðaliða (60-100 ára gamlar konur) til að fram- kvæma gjörning í risastórum húsa- garði? Þar drógust þúsundir áhorf- enda að klukkutímalöngum gjörn- ingnum og hluti þátttakendanna fýlgdi verkinu eftir með því að efna til stjómunarnámskeiða fyrir eldri konur um öll Bandaríkin. Hefði Suzan Lacy e.t.v. betur sleppt því að „hengja list sína upp“ í jafn ólist- rænu rými og umræddur húsagarð- ur var? Dæmin gætu orðið marg- falt fleiri eins og þú veist best sjálf- ur, listfræðingurinn, en ég læt þetta nægja. Þeir sem fylgjast með hræringum í myndlist vita að það skiptir litlu hvort vettvangur framkvæmdarinn- ar er hefbundinn sýningasalur, lest- arstöð, síður dagblaðs, kennslu- stofa, sjónvarpsþáttur, verslunar- miðstöð, heimahús eða opið svæði. Og jafnframt skiptir það miklu, því þessi ólíku form, þessar margbeyti- legu aðstæður og það ferska sam- hengi sem þær gefa verkum og athöfnum listamanna eru oftar en ekki lykillinn að því að vel heppnað listaverk er skapað. Þannig gæti t.d. umrædd sýning í Kringlunni orðið spennandi innlegg í umræð- una væri hún meðvituð upphenging listamanns á málverkum Sveins Björnssonar á þessum stað og kynnt sem verk hins fyrrnefnda. Þetta vita þeir sem fylgjast með þróun mála. Það eru hins vegar margir sem láta sér nægja leiðsögn mynd- listargagnrýnenda Morgunblaðsins um lendur listasögunnar. Það skipt- ir því miklu að þær greinar sem þið félagarnir sendið frá ykkur séu fremur til þess fallnar að víkka sjón- deildarhringinn og skerpa meðvit- und manna um samtímann heldur en ala á þröngsýnum viðhorfum og gamalgrónum misskilningi. Höfundur er myndlistarmaður. Góður dagur Haustferð reykvískra sjdlfstæðis- manna á morgun, laugardaginn 14. september. Mæting kl. 14. Komdu með í skemmtilega dagsferð út í Viðey á morgun. Þið mætið í Sundahöfn rétt fyrir kl. 14 í nýjwn skóm (nestið sjáum við um). Gönguferð og staðarskoðun. Ræðukeppni. Reiptog milli austur- og vesturbæjar. Ratleikur með sögulegu ívafi. Leikir og blöðrur fyrir bömin ogfarið á hestbak. Grillveislan byrjar kl. 17. Lambafillé (á diskinn þinn). Verðlaunaafhending. IffiSi ýJi) Varðeldur. gjf) Hópsöngur. Deginum lýkur með kraftmikilli og litríkri flugeldasýningu. Nú mæta afi og amma, krakkamir og allir þar á milli. Morgundagurinn verður góður dagur í Viðey! Verð: Fullorðnir 500 kr. Böm 200 kr. VORÐUR - FULLTRUARAÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGAIMNA í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.