Morgunblaðið - 22.10.1996, Page 35

Morgunblaðið - 22.10.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 35 MENNTUN Skólakerfið á íslandi Konur kenna en karlar stj órna KONUR hafa í auknum mæli aflað sér háskólamenntunar, á undanföm- um árum og em nú 20,3% þeirra með einhveija háskólamenntun á móti 17,6% karla. Hins vegar em færri konur með framhaldsmenntun á háskólastigi miðað við karla og yfirgnæfandi meirihluti þeirra tekur BA-gráðu en ekki BS-gráðu. Telur Stefán Ólafsson, prófessor við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands, að þama geti verið einhver skýring á launamun karla og kvenna í atvinnu- lífínu. Reyndin sé sú að hærri laun séu greidd fyrir störf sem krefjast BS-gráðu en BA-gráðu. Konur í meirihluta á neðra háskólastigi Eitt af þeim störfum sem konur sækja meira í en karlar eru umönn- unarstörf af ýmsu tagi, s.s. störf í heilbrigðis- og menntageiranum. Athyglisvert er að skoða skiptingu milli karla og kvenna innan skóla- kerfisins. í ritinu Tölfræðihandbók um menntun og menningu sem nýverið kom út á vegum rnennta- málaráðuneytis kemur fram að kon- ur eru í miklum meirihluta í kenn- arastörfum, en karlar eru í meiri- hluta í stjórnunarstörfum. Einnig eru karlar meirihluti kennara á háskólastigi, en athygli vekur að konur eru 57% kennara í skólum sem bjóða menntun til lægri próf- gráðu á háskólastigi, svo sem Fóst- urskóla íslands, íþróttakennara- skóla íslands, Leiklistarskóla Is- lands, Myndlista- og handíðaskóla fslands og Tölvuháskóla Verzlunar- skóla íslands. Leikskólastigið sker sig allveru- lega úr, en þar eru 99% kennara konur. Þar vekur reyndar hvað mesta athygli að aðeins 36% starfs- fólks eru menntuð sem leikskóla- kennarar, 7% hafa ýmiss konar eða aðra kennaramenntun og 57% hafa ekki faglega ipenntun. 79% kennara eru konur en 73% skólastjóra karlar Mikill meirihluti kennara á grunnskólastigi eru konur og á því hefur ekki orðið breyting síðasta áratuginn. Konur eru 79% af kenn- arastéttinni en hlutfallið snýst nán- ast við þegar um er að ræða fjölda skólastjóra, því þar eru karlar 73%. Konum hefur íjölgað hlutfallslega mest síðasta áratuginn í hópi að- stoðarskólastjóra og voru þær 50% þeirra skólaárið 1992-93. í framhaldsskólum eru færri kon- ur kennarar og í miklum minnihluta í hópi skólameistara, aðstoðarskóla- meistara og áfangastjóra. Sé ísland borið saman við nokkur önnur Evr- ópulönd sést (sjá meðfylgjandi töflu) að hlutfallslega færri konur leggja stund á kennslu í framhalds- skólum hér á landi en í flestum þeirra landa sem samanburðurinn nær til. Eins vekur athygli að hæst er hlutfall kvenna sem gegna stöðu skólameistara á írlandi og er næst- um jafnhátt og hlutafall kvenna af kennurum Lægst er hlutfall kvenna af kennurum í Hollandi. Á háskólastigi hér á landi hefur fastráðnum kennurum í skólum sem veita háskólagráðu fjölgað umtals- vert á sl. 15 árum. Enn er mikill meirihluti kennara karlar þó að konum hafi fjölgað nokkuð á síð- ustu árum og þá einkum í stöðum lektora. Hins vegar er hlutfall kvenna í prófessorsstöðum svipað og var fyrir 15 árum. 100 90 Hlutfall kvenna af kennurum og skólameisturum framhaldsskóla 1993 Samanburður við önnur lönd1> B Hlutfall kvenna af kennurum ■ Hlutfall kvenna af skólameisturum 1) Erlendis eiga tölur vid kennara og skólastj. i efstu bekkjum grunnskóla (13-15 ára) og á framhaldssk.stigi, sé annað ekki tekið fram. 2) Viðmiðunarár er 1994. 3) Tölurnar eiga við 3ja ára framhaldsskóla. Fjöldi kennara1 ískólujn sem veita háskólagráðu2 á Islandi Skipting eftir stöðuheiti og kyni j Karlar Konur 1994/95 1989/99 1979/89 •w> y/ # 1) Stundakennarar eru ekki taldir með. 2) Tölurnar eru frá Háskóla Islands, Háskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla íslands, SamvinnuháskólanumJ Bifröst, búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri og þess hluta Tækni$kóla Islands sem telst á háskólastígi. 3) Fastráðnir kennarar við Tækniskóla Islands og Samvinnuháskólann á Bitröst, aðrir en lektorar. Fjöldi fastráðinna kennara og stöðugildi í skólum sem bjóða einungis nám til lægri prófgráöu1 1989/90 1994/95 Kennarar2) [ Stöðugildi 1) Tölurnar eru Irá Fóslurskúla íslands, iþróttakennaraskóla islands, Leiklistarskóla Islands, Myndlista- og handíðaskóla Islands og Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands. 2) (Ipplýsingar vantar um fjölda kennara við Tónlistarskólann í fíeykjavík og Þroskaþjálfaskóla Islands, bæði skólaárin. handavinna ■ Bútasaumsnámskeið verður haldið 7. og 14. nóvember í Vogue, Skeifunni. Skráning og upplýsingar á staðnum. Kennarar Ásta og Jóhanna. tungumál ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. * Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 5 eða 10 nemendur hámark í bekk. ★ 8 kunnáttustig. Viðskiptaenska, rituð enska. Einnig er í boði stuðningskennsla fyrir unglinga, enska fyrir börn 6-12 ára og enskunám í Englandi. Enskir sérmenntaðir kennar- ar. Markviss kennsla í vinalegu um- hverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 552 5330. tölvur ■ Námskeið Starfsmenntun: 64 klst. tölvunám 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: Windows 3.11 og Windows 95 PC grunnnámskeið Word grunnur og framhald Excel grunnur og framhald Access grunnur PowerPoint PageMaker Bamanám Unglinganám í Windows Unglinganám í forritun Novell námskeið fyrir netstjóra Internet námskeið Hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur fylgja með námskeiðum. Skráning í síma 651 6699, netfang tolskrivik- @treknet.is, veffang www.treknet.is/tr. Ql Tölvuskóli Reykiavíkur Borxartúni 28. simi 561 669». Blað allra landsmanna! fNiregttitMafeifr - kjarni málsins! EPSON Stylus COLOR litableksprautuprentarar ' verði sem kemur þægilega á óvart! Verö frá kr. 19.900.- 720x720IÍS IMiiF EPSON Stylus COLOR 500 Nýr og glæsilegur litaprentari frá EPSON. Hann notar nýja tegund af bleki sem gefur meiri svertun í svarta litnum og framúrskarandi lifandi Er jafnvigur á venjulegan pappír sem blekpappír. Prentar 720x720 punkta í lit og svörtu - eins og allir EPSON Stylus Color litaprentarar! EPSON Stylus Color lls kr. 19.900,- EPSON Stylus Color II kr. 29.900,- EPSON Stylus Color 500 .kr. 39.900,- EPSON Stylus Color Pro.kr. 56.900,- EPSON Stylus Color Pro XL+.. kr. 169.900,- EPSONStylus 1500 kr. 89.900,- — Allt ofangreint verð er staðgreiðsluverö. . i lUtá...oqqVÚ“uMwhw&!\ EPSON TOLVUDEILD HF Ármúla 11 - Síml 568-1500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.