Morgunblaðið - 22.10.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 22.10.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ PlUÐ.JUl)AG\5K'22. OKTÓBER 1996 ' 47 Vitund Grænlendinga um þjóðerni og kynþátt KAREN Langgárd, dósent í græn- lenskum fræðum við háskólann í Nuuk á Grænlandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands fímmtudaginn 24. október kl. 17:15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: „Gron- landsk bevidsthed om etnicitet og nationalitet set gennem tekster skre- vet af gronlendere 1860-1920“. Fyrirlesturinn fjailar um grænlenska félagsvitund á seinni hluta síðustu aldar og í upphafi þessarar, einkum þróun grænlenskrar vitundar um þjóðerni og kynþátt. Unnt er að rann- saka þetta efni aftur í tímann með því að athuga skrif á grænlensku í dagblöðum allt aftur til 1861. Þessir grænlensku textar eru einstakar heimildir um menningarheim inúita og gefa jafnframt glögga og athygl- isverða hugmynd um þróun græn- iensk ritmáls. Karen Langgárd er dósent í græn- lenskum fræðum við Grænlandshá- skóla í Nuuk á Grænlandi (Institut for Gronlandsk Sprog og Literatur, Gronlands Universitet, Ilisimatusarf- ik, Nuuk). Hún lauk cand.mag.-prófí í eskimóískum fræðum frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1985 og hefur síðan starfað við Ilisimatusarf- ik. Hún er nú Nordplus-þennari við heimspekideild Háskóla Islands. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn. FRÉTTIR Starfsmenn SS vinna til verðlauna ALÞJÓÐLEG fagkeppni kjöt- iðnaðarmanna var haídin í lok september í Herning í Dan- mörku. Keppni þessi er haldin annað hvert ár og eru þátttak- endur frá öllum helstu löndum Evrópu, þó aðallega frá Norður- löndunum. Þetta er í annað sinn sem kjöt- iðnaðarmenn frá Sláturfélagi Suðurlands taka þátt í keppn- inni. Kjötiðnaðarmenn SS sendu frá sér 9 vörutegundir og hlutu verðlaun fyrir þær allar, 3 gull, 4 silfur og 2 brons. VERÐLAUNAHAFARNIR f.v.: Ingólfur Baldvinsson, silfur fyrir þurrkað hangikjöt, Ragnhild- ur Jónsdóttir, silfur fyrir grafinn lambavöðva, Sverrir Guðfinnsson, gull fyrir danskar pylsur, Hlynur Gylfason, gull fyrir svínarúllupylsur, Oddur Árnason, brons fyrir grísasultu, Leifur Þórsson, silfur fyrir spægipylsu og Gunnlaugur Reynisson, brons fyrir sýrópssoðinn grísa- hrygg. Sitjandi: Öskar Harðarsson, gull fyrir kálfapaté með blábeijahlaupi. Á myndina vantar Steinar Þórarinsson sem hlaut silfur fyrir hangiálegg. Upplýsinga- þjónusta við aðstandendur ÚTFARARSTOFA Kirkjugarðanna hefur gefið út þjónustumöppu og þjónustubók fyrir aðstandendur. Með gerð kynningarefnis er verið að sinna upplýsingaskyldu til að- standenda í samræmi við kröfur Norræna útfararstofusambandsins er Útafararstofa Kirkjugarðanna er aukaaðili að því. „Þeir aðstandendur, sem koma á skrifstofu útfararstjóra, fá nú þjón- ustumöppuna í hendur, en í henni eru upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er og þá hluti sem eru til sölu. Einnig er þar að fínna upplýsingar um söngfólk og tónlistarmenn, lista yfir blómasala, lýsingu á útfararlið- um og verðdæmi. Þjónustumappan á að auðvelda allt skipulag, auk þess sem hægt er að fá kostnaðaráætlun. Aðstandendur fá einnig í hendur þjónustubók sem þeir geta tekið með sér heim. í henni eru ráðleggingar og upplýsingar varðandi skipulag útfarar. I þjónustubókinni er að fínna samantekt á öllum þeim fjölmörgu atriðum sem huga þarf að eftir að útför lýkur. Bæklingur þessi ber yfir- skriftina Þegar andlát ber að hönd- um. Skrifstofa Útfararstofu Kirkju- garðanna hefur tekið á leigu allt húsið í Kirkjuhvoli 1 í Fossvogi en var áður með starfsemi sína í hluta þess. Við breytinguna skapast gott rými fyrir móttöku aðstandenda og þjónusta við þá m.a. með sérstöku viðtalsherbergi, biðstofu og sýnis- rými. Vinnuaðstaða útfararstjóra og skrifstofufólks hefur einnig verið bætt til muna,“ segir í tilkynningu Útfararstofunnar. Námskeið í listmeðferð SIGRÍÐUR Björnsdóttir, löggiltur listmeðferðarfræðingur og mynd- listarkennari, verður með námskeið í listmeðferð (myndþerapíu) sem hefst fimmtudaginn 7. nóvember á Brekkustíg 8. „Námskeiðið er verklegt og hefur það að markmiði að kynna aðferðir í listmeðferð og losa um spennu, leysa úr læðingi eigin sköpunar- mátt og tjáningarhæfni, vinna með eigið innsæi og ímyndunarafl og nota eigin myndverk sem lykil að tilfínningum og hugarheimi og efla þannig meðvitund og sinn innri mann. Námskeiðið er aðallega ætlað starfsmönnum sjúkrahúsa, vist- heimila, kennurum á öllum stigum, þroskaþjálfum og ráðgjöfum," segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Evrópusamtak- anna AÐALFUNDUR Evrópusamtak- anna verður haldinn annað kvöld, miðvikudagskvöldið 23. október, kl. 20.30 á Kornhlöðuloftinu við Lækjargötu. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, að því er segir í frétta- tilkynningu, þar á meðal kjör stjórnar og tuttugu manna í full- trúaráð samtakanna. Fundur um heyrnar- og talmein HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG íslands stendur fyrir fundi mið- vikudaginn 23. október frá kl 16 til 18.30 í sal A1 að Hótel Sögu. Fundurinn ber yfirskriftina „Heyrnar- og talmein. Tækni til greiningar og úrlausnar." Aðgangur er ókeypis og heimill öllum sem skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 21. október. Stjórnmála- fræðinemar funda um for- setakosningar í KVÖLD, þriðjudaginn 22. október, hafa stjómmálafræðinemar við Há- skóla íslands ákveðið að halda opinn fund á Sóloni Islandusi. Yfírskrift fundarins er forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1996. Fundurinn hefst kl. 20 á efri hæð Sólons Islandusar. Framsögumenn verða: Michael Hammer úr banda- ríska sendiráðinu, dr. Ólafur Þ. Harð- arson dósent í Háskóla íslands og Karl Blöndal blaðamaður. Eftir framsöguerindi verða um- ræður. Kynningar- fundur um ITC ITC deildin Melkorka heldur kynn- ingarfund í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 23. október nk. og hefst hann kl. 20 stundvíslega. „Á dagskrá fundarins er m.a. kynning, Hvað er ITC? Stef fundarins er: Leggðu rækt við sjálfan þig, þú ert allt sem þú átt,“ segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Föðurnafn greinarhöfundar í Lesbók misritaðist, þar sem Valdimar Jó- hannesson var réttilega sagður Jó- hannesson í kynningu undir grein- inni, en ranglega Jóhannsson í höf- undarkynningu fremst. Beðist er af- sökunar á þessum mistökum. Sonja Hulda í Fjarðarnesti Sagt var í blaðinu á föstudag að Sonja Hulda Einarsdóttir sýndi olíu- og vatnslitamyndir í í Fjarðarnesi í Hafnarfírði, það er ekki rétt, heldur Fjarðamesti. Er beðist velvirðingar á þessari prentvillu. L_ Úr dagbók lögreglunnar 1 Ovenju mörg innbrot tilkynnt til lögreglu 18.-21. okt. UM helgina voru 52 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Væntanleg útgjöld þeirra af því tilefni verða líklega samanlagt u.þ.b. ein milljón króna. Lög- reglumenn þurftu að hafa af- skipti af 52 einstaklingum vegna ölvunar og háttsemi ölvaðs fólks. 31 þurfti að vista í fangageymsl- unum. Tilkynnt var um óvenju- mörg innbrot, eða 26 talsins, 14 þjófnaði, 6 líkamsmeiðingar og 14 eignaspjöll. Eitt alvarlegt slys og þijú minniháttar urðu í um- ferðinni, en auk þess var tilkynnt um 33 önnur umferðaróhöpp til lögreglunnar um helgina. Síðdegis á laugardag hlaut kona skurð á andliti á veitinga- stað ofarlega við Laugaveg. Sá sem það gerði fór af vettvangi. Vitað er hver átti þar hlut að máli. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um mann sem brotið hafði spegla á nokkrum bifreið- um við Bræðraborgarstíg. Mað- urinn fannst inni í bifreið í ná- grenninu. Sá, sem eftirlýstur var fyrir hugsanlega aðild að ráni í sölut- urni í Breiðholti fyrir skömmu, var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu hjá RLR. Klám og vændi Ábendingar hafa komið fram um að klámsýningar tíðkist á tilteknum veitingastöðum í Reykjavík og erlendar stúlkur taki þátt í slíkum sýningum. Þá hefur því verið haldið fram að hérlendar stúlkur og erlendar bjóði blíðu sína á veitingastöðum og að komið hafí verið upp möguleika til skyndikynna með tilstuðlan símaþjónustu. Auk þess hefur verið kvartað yfir því að yngra fólk en 18 ára hafi aðgang að eða geti fengið keypt klámblöð á blaðsölustöðum þrátt fyrir bannákvæði laga þar að lútandi. Lögreglan hefur i framhaldi af þessum ábendingum m.a. reynt að vekja athygli blaðasala erlendra tímarita á gildandi ákvæði hegningarlaga þar sem segir að það varði refsingu að láta af hendi við unglinga yngn en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. Hún hefur látið athuga með svonefndar „erótískar" sýningar tiltekinna skemmtistaða og er eitt slíkt mál nú í athugun hjá embætti ríkis- saksóknara. Þá hefur verið fylgst með starfsemi innfluttra „dans- meyja“ hjá útlendingaeftirlitinu, en nefnda símaþjónustu þyrfti að skoða nánar, enda um nýbreytni að ræða. I gildandi hegningarlögum segir að hver sem stundi vændi sér til framfærslu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum og hver sá sem hafi atvinnu eða viður- væri sitt af lauslæti annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum. Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða ung- menni, yngra en 18 ára, til þess að hafa viðurværi sitt af lauslæti. Þá liggur einnig sama refsing við því að stuðla að því að nokk- ur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hafa viðurværi sitt af lauslæti ef við- komandi er yngri en 21 árs. Auk þessa varðar það allt að 4 ára fangelsi að stuðla að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafí holdlegt samræði eða önnur kynferðism- ök gegn greiðslu eða að gera sér lauslæti annarra að tekjulind, s.s. með útleigu húsnæðis eða öðru slíku. Bann til að stunda vændi eða klámsýningar, t.d. í listrænum tilgangi, er ekki skilyrðislaust og þarf lögreglan því að hafa framangreind ákvæði til hlið- sjónar þegar hún hefur afskipti af tengdum málum. Vændi utan skilgreiningar laganna virðist fram að þessu einungis hafa verið stundað í litl- um mæli hér á landi og þá helst af einstaka „heimavinnandi" eða til að greiða fyrir eða fjármagna vímuefnaneyslu viðkomandi. Miðborgin að næturlagi um helgar Fremur rólegt var í miðborg- inni að næturlagi um helgina. Börn undir 16 ára aldri sáust þar ekki á ferli, en talsverð ölvun var á meðal hinna fullorðnu. Lít- ið var um meiðingar og skemmd- arverk. Miðborgin hefur verið undir smásjá í langan tíma. Lögreglan hefur látið gera úttekt á málum þar með ákv. millibili í gegnum árin, lagt fram tillögur til úr- • bóta, en of sjaldan uppskorið j laun erfiðis síns. Mikilvægt er að fólk geri sér | grein fyrir því að leyfí hafa ver- ið gefín fyrir um 80 vínveitinga- \ stöðum á svæðinu á milli ' Rauðarárstígs og Garðastrætis. Leyfilegur gestafjöldi á þeim er nálægt 10.000 manns ef allir staðirnir væru fullnýttir. Innan dyra má í mörgum tilvikum vera fólk eldra en 18 ára, þó ekki megi veita þar öðrum áfengi en þeim sem náð hefur 20 ára aldri. Það er því eðlilegt að margt fólk sé á ferli þarna á svæðinu á opnunartíma vínveitingahús- anna. Á venjulegu föstudagskvöldi í miðborginni eru þar utan dyra um 100-200 manns fram að miðnætti. Um miðnætti eykst '» fjöldinn lítillega eða upp í um 500. Eftir að öllum stöðunum hefur verið lokað á sama tíma safnast saman á mjög lítið svæði um 2500-5000 manns. Þá eru flestir á aldrinum frá 18-25 ára. Börn og unglingar undir 16 ára aldri eru nú að mestu horfn- ir úr miðborginni. Eftir að lög- reglan og félagsmálayfirvöld í samvinnu við foreldra og ungl- ingana sjálfa gerðu samræmt átak í því að koma börnunum frá svæðinu og hvetja til hertrar eftirfylgju reglna um útivistar- tíma hefur ástandið hvað þann aldurshóp snertir gerbreyst í miðborginni. Aldurshópurinn 16-19 ára er og hefur verið vandamál í mið- borginni. Þess ber þó að geta þegar talað er um vandamál að það lýtur aðeins að tiltölulega fáum einstaklingum sem eru á svæðinu. Helsta vandamál þessa samansafnaðar er áfengis- drykkjan. Allt of margir drekka illa og eru afleiðingarnar eftir því. Mikið hefur verið rætt og ritað um áfengisneyslu íslenskra unglinga en meiri samstöðu og þátttöku hinna fullorðnu virðist vanta inn í þá baráttu. Og hvern- ig á unga fólkið að taka varnað- arorð fullorðinna góð og gild ef fordæmi þeirra sömu er síðan á annan veg?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.