Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 4

Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKEIÐARÁRHLAUP Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson SÉÐ yfir flóðasvæðið á Skeiðarársandi. Næst á myndinni er Lómagnúpur, síðan brúin yfir Súlu og framhald vegarins austur sandinn að Gígju, þar sem brúin er horfin, og áfram austur. Þá sést hvar vatnið kemur frá miðbiki jökulsins og safnast í lón milli jökulsins og jökulgarðanna frá hámarki jökulsins við síðustu aldamót. Þaðan rennur vatnið síðan út úr lóninu í gegnum þröngan farveg Gígju. Lengst í fjarska sést yfir að farvegi Skeiðarár og handan við hana gnæfir Öræfajökull. Skeiðarárbrú stóð að mestu af sér álagið og engar skemmdir á brúnni yfir Núpsvötn ÁÆTLAÐ er að tjón á samgöngu- mannvirkjum á Skeiðarársandi í hlaupinu nemi 600-700 milljónum. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar treysta sér ekki til að segja hvenær hægt verður að koma á vegasam- bandi yfir sandinn að nýju, en flest bendir þó til að það taki a.m.k. nokkrar vikur. Einar Hafliðason og Rögnvaldur Gunnarsson, verkfræðingar hjá Vegagerðinni, flugu yfír Skeiðar- ársand í birtingu í gær í þeim til- gangi að reyna að leggja mat á tjónið. Rögnvaldur sagði ljóst að tjónið væri mikið en þó ekki eins mikið og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir í fyrrakvöld. Vegurinn yfír Skeiðarársand er 30-35 km langur og sagði Rögn- valdur að um 10 km væru ónýtir og talsvert auk þess skemmt. Tjón á á vegum væri áætlað 100 milljón- ir. Hann sagði að af um 17 km löngum varnargörðum væru 5-6 km famir og víða hefðu skemmdir orðið á görðum sem enn standa. Tjónið á görðunum væri áætlað 60 milljónir. Brúin yfir Gígju var metin á um 300 milljónir og Rögnvaldur sagði líklegt að tjónið á Skeiðarárbrú væri ekki undir 200 milljónum. Skeiðarárbrú er samsett úr fjórum 170 metra Iöngum einingum og er austasta einingin farin. Auk þess er einn stöpull við vestari hluta brúarinnar farinn og hefur brúargólfið sigið nokkuð þar sem stöpullinn var. Um 12 metra enda- haf er við hvom enda brúarinnar og em þau bæði farin. Engar skemmdir hafa orðið á brúnni yfír Núpsvötn og vamar- garðar og vegir þar em sömuleiðis óskemmdir. Brúin yfír Sæluhúsa- kvísl er ekki mikið skernmd, að því er Rögnvaldur segir, en vegir við hana eru mikið skemmdir. Halldór Blöndal samgönguráð- Tjón á vegakerfi er áætlað 700 milljónir nna en við óttuðumst í gær þeg- Vegagerðinni og ég efa ekki að herra, Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri flugu yfír Skeiðar- ársand skömmu fyrir hádegi í gær. Þeir vora ánægðir er þeir sáu að Skeiðarárbrú var enn uppi standandi. „Miðað við þær fréttir sem bár- ust í gærdag em við mjög ánægð- ir að sjá það að Skeiðarárbrú stendur að mestu leyti. Við von- umst því til að tjónið verði hálfu minna en viö öttuöumst i gær þeg- ar flóðið var að ná hámarki," sagði Halldór Blöndal. „Það var að vísu ógnvænlegt að sjá flauminn í Gígju. Áin er núna hálfur annar kílómetri á breidd, en brúin var aðeins 450 metrar. Það er ljóst að það verður erfítt að brúa hana og menn sjá ekki fyrir núna hvemig það mál verður leyst til bráðabirgða. Það eru hins vegar miklir hæfileikamenn hjá Vegagerðinni og ég þeir fínna lausn á þessu vanda- máli.“ Halldór sagði að lögð yrði áhersla á að koma á vegarsam- bandi yfír sandinn hið fyrsta. Hann sagðist mundu leggja tillögur fyrir ríkisstjómina á næstu dögum um það hvernig að því yrði staðið. Á þessari stundu væri engin leið að segja fyrir hvenær bráðabirgðavið- gerð lyki. Það mætti hins vegar Tveir íslendingar dvöldust í Morsárdal í fyrrinótt „VIÐ sváfum bara nyög vel í nótt. Við voru kannski mest hissa í morgun þegar við vökn- uðum og áttuðum okkur á að hlaupið í Skeiðará var að mestu búið,“ sagði Einar Torfi Finns- son, sem svaf inni í Morsárdal ásamt Ingibjörgu Guðjónsdótt- ur í fyrrinótt þegar hlaupið var í hámarki. Einar rekur litla ferðaskrif- stofu sem m.a. hefur staðið fyr- ir ferðum í Skaftafell og á Vatnajökul. Þegar hann frétti af hlaupinu ákváðu þau Ingi- björg að fara að Skeiðará og skoða hamfarirnar. Þau gengu inn í Morsárdal og gistu þar i fyrrinótt. Einar sagði að mikill straumur hefði verið í ánni í fyrradag. „Vatn rann langt inn í Mors- árdal og göngubrúin var t.d. Sváfu vel við hlaup- jaðarinn umflotin vatni. Það vantaði um 30 sentimetra á að vatnið næði brúargólfinu þegar við komum að henni, en þegar við komum svo aftur að henni í gær sáum við að vatnið hafði náð alveg upp á brúargólfið um nóttina þegar hlaupið náði hámarki. Við þurftum hins vegar að ganga um hálfan kílómetra inn dalinn til að krækja fyrir vatn- ið,“ sagði Einar. Einar og Ingibjörg gengu inn að upptökum Skeiðarár í gær- morgun. Hann sagði að þar hefði blasað við þeim tignarleg sjón. „Portið eða opið þar sem vatnið kom úr jöklinum var gríðarlega stórt, margar mann- hæðir og 5-6 metrar í þvermál. Við gengum síðan upp á Skeiðaráijökul og það var furðulegt að sjá ummerkin eftir hlaupið. Það hefur myndast gjá ofan við j ökulbr únina, sem er 20-30 metrar á breidd. Þar hef- ur vatn fossað upp af gríðarleg- um krafti. Uppi á jöklinum voru stórir jakar, allt að 5-6 metrum í þvermál. Vatnið hefur þeytt þeim á undan sér og þeir silja þarna í snyrtilegri röð. Yfir- borð jökulsins er rispað eins og hvalbök á kletti eftir þessa jaka,“ sagði Einar. gera ráð fyrir að marga mánuði tæki að ljúka fullnaðarviðgerð. Hugsanlegt væri að dreifa fram- kvæmdum eitthvað fram á árið 1998. Framkvæmdum dreift á 3 ár „Ef ekki verður frekara tjón þarna en orðið er gera sérfræðing- ar ráð fyrir að það kosti um einn milljarð króna að gera við með varanlegum hætti. Við gerum ráð fyrir að helmingur af því sé tryggð- ur í Viðlagasjóði. Það eru því um 500 milljónir sem vantar. Við höf- um á þessari stundu ekki ákveðið hvar á að taka þá peninga, en vonandi er hægt að ýta öðrum framkvæmdum til. Það má gera ráð fyrir að það taki meira en eitt ár að ljúka fullnaðarviðgerð og við vonumst því til að þetta bitni ekki á því markmiði ríkisstjórnarinnar að reka ríkissjóð hallalausann," sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Friðrik sagði að fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaður við að koma á bráðabirgðavegarsam- bandi yfir Skeiðarársand næmi ekki meira en 200 milljónum. Frið- rik sagði hugsanlegt að endanleg viðgerð myndi dreifast á þrjú ár, þ.e. 1996,1997 og 1998. Um þetta hefði ekki verið tekin nein ákvörð- un. „Frá efnahagslegu sjónarmiði kann að vera skynsamlegt, ef kost- ur er, að ýta einhveijum fram- kvæmdum til. Þá er ég ekki bara að tala um vegagerð heldur koma aðrar framkvæmdir á vegum ríkis- ins þar einnig til álita. Það er nauð- synlegt að ofhlaða ekki fram- kvæmdum á eitt ár. Það var kannski frekar í gær sem menn voru að hugsa þessa hugsun, því þá áttum við von á að tjónið yrði i meira en okkur sýnist að það verði.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.