Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 11

Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Húsatryggingar Reykjavíkur Möguleikar á sölu kann- aðir í fyrra INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að möguleikar á sölu Húsa- trygginga Reykjavíkur hafi verið kannaðir á síðasta ári. Horfið hafi verið frá því, þar sem tími var naumur en salan þurfti að fara fram fyrir 1. desember þegar trygginga- samningar eru lausir. Að sögn borgarstjóra breytti töf- in litlu um söluverðið. Breytir litlu um söluverðið „Þetta var skoðað í fyrra en við runnum út á tíma,“ sagði hún. „Auk þess fannst mönnum þetta nokkuð flókið mál hvernig ætti að standa að sölunni, þar sem þetta var ekki fyrirtæki sem hægt var að selja. Spurningin var því hvað væri til sölu? Þarna eru einstaklingar sem tryggja sínar húseignir hjá þessu fé- lagi þannig að aðferðafræðin er nokkuð flókin. Þar að auki má segja að menn hafi ekki sætt sig við að fara út úr þessu fyrr en í fulla hnef- ana.“ Borgarstjóri sagði tafirnar litlu breyta um söluverðið. „Það hefur ekki orðið sú breyting frá síðasta ári,“ sagði hún. „Breytingin varð strax fyrsta árið eða árið 1994 um leið og einkaréttur Húsatrygginga var afnum- inn. Þá fluttu fyrst og fremst fyrirtækin sig til annarra tryggingafélaga. Þannig að stóri bitinn var farinn." Morgunblaðið/Kristján BJARNI Gunnarsson, skipstjóri á Rifsnesi SH, sýnir á korti sem var um borð hvar skipið var statt er það var lagt til reks um kl. 1 aðfaranótt mánudagsins 21. október sl. Við borðið silja dómararn- ir Sverrir Valdimarsson, Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Gunnar Arason, við borðendann standa Jónat- an Sveinsson, hrl., lögmaður útgerðar Rifsnessins og Guðmundur Sigurðsson, Iögfræðingur frá Tryggingamiðstöðinni, þá Bjarni skipstjóri, Kristján Guðmundsson frá Rannsóknarnefnd sjóslysa og Þorsteinn Þorsteinsson frá Siglingastofnun íslands. Sjópróf vegna strands Rifsnessins við Grímsey Enginn yfirmanna skips- ins hafði fullgild réttindi Akureyri. Morgunblaðið. SJÓPRÓF vegna strands Rifsness SH-44, 230 tonna stálskips frá Rifi, í Grenivík í Grímsey að morgni mánudagsins 21. október sl., fóru fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Þar kom m.a. fram að enginn yfirmanna skipsins hafði fullgild réttindi. Afleysingaskipstjórinn, sem var með skipið í þessum túr, var með skipstjórnarréttindi á skipið, en skír- teini hans var runnið úr gildi, stýri- maður skipsins hafði einungis 30 rúmlesta réttindi og yfirvélstjóri og vélavörður voru báðir réttindalausir. Jafnframt kom fram að 7 skipverjar voru skráðir í áhöfn Rifsnessins en aðeins 5 skipveijar voru um borð er óhappið varð. Yfirvélstjóri skráður sem matsveinn Yfirvélstjóri í veiðiferðinni var skráður sem matsveinn um borð, en hann er lærður rafvirki og véia- vörðurinn er réttindalaus og var skráður sem háseti. Stýrimaðurinn í veiðiferðinni var skráður sem vélavörður og hefur réttindi sem slíkur. Ekki hafði verið sótt um undanþágur fyrir skipverjana né að lögskráningu hafi verið breytt. Rifsnesið var við rækjuveiðar fyrir norðan land en hafði leitað vars við Grímsey vegna veðurs er óhappið varð. í máli skipstjórans kom fram að hann og vélavörður voru á vakt umrædda nótt, skipstjórinn einn í brúnni en vélavörðurinn neðan þilja. Skipstjórinn sagði að skipinu hafi verið siglt að eyjunni á um 15 faðma dýpi og lagt til reks um kl. 1 aðfara- nótt mánudags. Hann hafi setið í miðri brúnni og m.a. litið í dagblöð. Er hann leit á dýptarmælinn sá hann að dýpið var orðið 5 faðmar og hafi hann þá kúplað saman og siglt skip- inu af stað en það tók niðri ör- skömmu síðar. Þegar þetta gerðist, um kl. 4 um nóttina, sneri skipið bakborðssíðu að landi að sögn skipstjóra og hann hafi því siglt í stjór. Hann sagði að skipið hafí barist í klöppum og gijóti í um eina klukkustund en sér hafi ekki verið fullljóst hvar skipið tók niðri í upphafi. Fjögur skip sameinuðust við björgiin Vélavörður á vakt sagðist hafa verið í borðsal er óhappið varð. Hann hafi strax farið upp í brú og þá hafi stefni skipsins vísað á land en skipstjórinn verið að snúa skipinu er hann kom upp. Fjögur skip sameinuðu krafta sína við björgun Rifsnessins, Mar- grét EA, Dagfari GK, Sæljón SU og Þorleifur EA, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarmenn í Grímsey komu að björguninni. Þorleifur EA kom línu á milli Rifnessins og Margrétar og frá Margréti yfir í Dagfara og Sæljónið og sameiginlega tókst skipunum þremur að draga Rifsnes- ið á flot á flóði seinni part mánu- dags. Við sjópróf töldu skipstjórar Þor- leifs og Margrétar að björgun skips- ins hafi gengið nokkuð vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Einu sinni lenti Þorleifur utan í Margréti án þess þó að verða fyrir skemmdum. Skipstjórinn á Margréti sagði að sér hafi komið mjög á óvart hversu mik- ill straumur var við Grímsey á þess- uin tíma. Ásgeir Pétur Ásgeirsson stjórnaði sjóprófunum en meðdómarar hans eru Gunnar Arason og Sverrir Valdi- marsson. Morgunblaðið/Ásdís FIMMTÁN aðilar hafa verið styrktir af Umhverfissjóði verslunarinnar með tæplega 22 milljónum kréna á árinu. Ársfundur Umhverfissjóðs verslunarinnar 48. flokksþing Alþýðuflokks hefst á morgun Rannveig gefur ekki kost á sér til formanns UMHVERFISSJÓÐUR verslunar- innar hefur úthlutað fimmtán aðilum styrkjum fyrir tæpar 22 milljónir á árinu. Á ársfundi sjóðsins í gær bættust tveir nýir styrkþegar í hóp- inn þegar einni milljón var úthlutað til minningarsjóða Flateyrar og Súðavíkur. Umhverfissjóður verslunarinnar tók til starfa 1. október 1995. í upp- hafi voru 110 verslanir í sjóðnum en á einu ári hefur þeim fjölgað í 150 og að sögn Bjarna Finnssonar, for- manns stjórnar sjóðsins, mun hópur sérverslana bætast fljótlega í hópinn. Að sögn Einars Odds Kristjánsson- ar, alþingismanns, sem veitti styrkn- um viðtöku fyrir hönd Flateyrar verð- ur styrkurinn notaður til þess að varðveita skrúðgarð á Flateyri til minningar um þá sem létust í snjó- Styrkir til Flateyrar og Súðavíkur flóðinu. „Hugmyndin er að umbreyta hryllingnum og grimmdinni sem snjó- flóðið olli í eitthvað fagurt og gott. Þess vegna er það með mikilli þökk að við tökum við þessum styrk.“ Ný verslun á Súðavík Ágúst Björnsson, sveitarstjóri Súðavíkur, tilkynnti formlega um nýjan félaga að sjóðnum um leið og hann þakkaði fyrir styrkinn. Sjóðsfé- laginn sem um ræðir er ný verslun á Súðavík sem var opnuð 31. októ- ber sl. Að sögn Ágústar er verslunin í eigu nánast allra fjölskyldna í hreppnum. Á ársfundinum kynntu fulltrúar nokkurra styrkþega þau verkefni sem hlutu styrki á árinu. Hulda Valtýsdóttir frá Skógræktarfélagi íslands sagði í sínu erindi að styrk- urinn væri ómetanlegur fyrir áhuga- mannaféiög, en öll aðildarfélög Skógræktarfélags íslands hafa notið góðs af styrknum. Aðrir fulltrúar styrkþega sem fluttu erindi á fundinum voru Þórir Jónsson frá Ungmennafélagi Is- lands, Óðinn Helgi Jónsson frá Sól- heimum í Grímsnesi og Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri, fyrir hönd Húsgulls, sem vinnur að uppgræðslu Hólasands. RANNVEIG Guðmundsdóttir, for- maður Þingflokks jafnaðarmanna, lýsti því yfir í gær að hún gæfi ekki kost á sér í kjöri formanns Alþýðu- flokksins á 48. flokksþingi Alþýðu- flokksins sem hefst á morgun. Rannveig sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki ætla að gefa upp afstöðu sína til frambjóðenda til for- manns en Sighvatur Björgvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson gefa báðir kost á sér til formennsku. Eng- inn hefur enn lýst yfir framboði til varaformennsku. Rannveig segist í sérstakri yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér í gær, hafa átt viðræður við fjölda Alþýðuflokksfólks um land allt um hugsanlegt formannsframboð. Hún hafí hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún vildi einbeita sér að þeim verkefnum sem formaður þingflokks hefur með höndum. „Næst formannsembætti býður formennska í þingflokki jafnaðar- manna upp á mestan möguleika til að hafa áhrif á framvindu og þróun samvinnu allra jafnaðarmanna," segir hún. Flokksþing Alþýðuflokksins verð- ur haldið í Perlunni 8.-10. nóvember undir kjörorðunum: „Samstaða gegn sérhagsmunum - jöfn tækifæri". í gær höfðu borist tilkynningar um 335 flokksfulltrúa sem sitja þingið. Þingsetning fer fram kl. 10 á föstu- dagsmorgun og þá flytur Jón Bald- vin Hannibalsson, fráfarandi for- maður, setningarræðu sína. í hádeginu mun Valgerður Bjarnadóttir, starfsmaður EFTA í Brussel, flytja ávarp á þinginu, síð- degis mun Svanfríður Jónasdóttir þingmaður Þjóðvaka flytja ávarp og á laugardag fer m.a. fram pallborðs- umræða um sameiningu jafnaðar- manna undir stjórn Einars Karls Haraldssonar en meðal þátttakenda verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Kosning í embætti for- manns og varaformanns og önnur embætti fer fram síðdegis á laugar- dag og kjör flokksstjórnar fer fram á sunnudag. Sótt verði um aðild að ESB á næsta ári ÍSLENSK stjórnvöld eiga að skil- greina samningsmarkmið sín og sækja um aðild að Evrópusamband- inu strax að lokinni ríkjaráðstefnu sambandsins á næsta ári, segir í drögum að ályktun starfshóps Al- þýðuflokksins, sem lögð verða fram á flokksþinginu sem hefst á morgun. í ályktunardrögunum segir að tímabært sé að stjórnvöld ljúki sem fyrst þeirri heimavinnu að leggja mat á kosti og galla aðildar að ESB, skilgreini samningsmarkmið og leggi fram aðildarumsókn. í fram- haldi af því gætu samningaviðræður hafist. Niðurstöðu samninganna á svo að bera undir þjóðaratkvæða- greiðslu. í ályktunardrögunum segir einnig að þótt enginn dragi í efa að samningar við ESB um sjávarút- vegsmál verði erfiðir sé engan veg- inn útilokað að tillit verði tekið til sjávarútvegshagsmuna Islendinga í viðræðum við bandalagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.