Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Golli
JOSAFAT Hinriksson með sjöþúsundasta toghlerann sinn.
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
McDonaid’s
TM
Gæði, þjónusta, hreinlæti
og góð kaup
Sjö þúsund
toghlerar
FYRIRTÆKIÐ J. Hinriksson ehf.
náði i síðustu viku þeim árangri
að framleiða sinn sjö þúsundasta
toghlera. Sá var af gerðinni T
10H-EIXV= 3.200 kg og 9,7 fer-
metrar að stærð. Fyrstu toghler-
ar fyrirtækisins voru framleiddir
árið 1968 og voru þeir þá fram-
leiddir úr tvöföldu járnbyrði með
trémillilagi. Síðan hefur fram-
leiðslan verið látlaus og á hverju
ári eru seld rúmlega eittþúsund
tonn af toghlerum, að sögn Jósa-
fats Hinrikssonar.
Um þessar mundir er J. Hin-
riksson ehf. að selja upp sitt eig-
ið útibú í Mazatlán á Kyrrahafs-
strönd Mexíkó þar sem fyrsta
Poly-Ice toghlera-parið er nú að
líta dagsins ljós.
Stærsti markaður fyrirtækisins
er innanlandsmarkaðurinn, en
samtals er þó útflutningur meiri.
Fyrstu toghlerarnir voru seldir
til útlanda árið 1972 og í dag er
framleiðslan seld til yfír tuttugu
landa. Noregur er stærsti erlendi
markaðurinn og næst koma Fær-
eyjar, Bretlandseyjar og Þýska-
land, en toghlerar frá Jósafat eru
í notkun allt frá Kamtsjatka í
Rússlandi til Ástralíu og frá Al-
aska til Suður-Ameriku.
Til gamans má geta þess að
fyrirtækið hefur hafið fram-
leiðslu á flothlerum með tvöföldu
byrði. Árið 1968 var tré notað á
milli byrða, en í dag eru hlerarn-
ir framleiddir með loftrýmum,
sem siðan eru fyllt af frauð-
plasti. Þessir hlerar eru notaðir
til uppsjávarveiða í flottroll.
----♦ ♦ «---
Störfum
farmanna
fækkar
FÉLAGSFUNDUR í Stýrimannafé-
lagi íslands, stéttarfélagi stýri-
manna á kaupskipum og varðskipum
lýsir yfir áhyggjum sínum yfir
sífækkandi störfum íslenskra far-
manna á undanförnum árum sem
muni að óbreyttu leiða til hættu á
að íslensk farmannastétt heyri sög-
unni til að nokkrum árum liðnum. í
þessu sambandi bendir fundurinn á
að frá janúar 1990 hefur stöðugild-
um íslenskra farmanna á skipum í
rekstri hjá útgerðum innan Sam-
bands íslenskra kaupskipaútgerða
fækkað úr 375 í 198 eða um 177
stöðugildi en það jafngildir því að
ársstörfum íslenskra farmanna hafi
fækkað um 266 eða 90%.
Til að snúa þessari óheillaþróun
við krefst fundurinn þess að stjórn-
völd geri þær ráðstafanir sem til
þarf svo útgerðir farskipa verði sam-
keppnisfærar á alþjóðlegum flutn-
ingamarkaði. í þessu sambandi
bendir fundurinn á að allar Norður-
landaþjóðirnar nema íslendingar
hafa í einhverju formi beitt skatta-
legum aðgerðum til að tryggja far-
mönnum sínum störf til frambúðar.
WtraœaeHPBíg
NicotíneU
•v /vyrxT:«-y'i -y&py: tim
Gott bragð
til að hætta
að reykja!
HL
Nú er komið nýtt,ferskt og betra bragð í baráttunni
við reykingarávanann; Nicotinell nikótíntyggjó.
Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er
einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að
reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju-
legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar-
myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu
bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið
hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið!
vsti
Tyggðu frá þér tóbakið
með Nicotinell!
'
Nlcollnell tygglgúmmí er notað sem hjálparefnl til þess að hsetta reykingum. Það innlheldur nikótln sem losnar úr þvi þegar tuggiö er, trásogast I munnlnum og dregur úr tráhvarfseinkennum þegar
reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykkl I elnu, hægt og rólega, tll að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundlnn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Nicotinell fæst meö
ávaxta- og piparmyntubragöi og 12 styrklelkum. 2 mg og 4 mg. Nlkótínlð I Nlcotinell getur valdið aukaverkunum s.s. svima, hðfuðverk, ógleðl og hiksta. Elnnlg ertingu I meltlngarfærum. Bðm yngri
en 16 ára mega ekkl nota Nlcotlnell tyggigúmmf én samróðs vlð læknl. Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota nlkótlnlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga
ekki að nota Nlcotlnell án þess að ráðfæra sig vlð lækni.