Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 17 Byggðalína Landsvirkjunar á Skeiðarársandi rofin og ljósleiðari Pósts & síma í sundur SKEIÐARARHLAUP Minna öryggi en kemur ekki niður á notendum LANDSVIRKJUN telur að tjón sitt vegna hlaupsins á Skeiðarársandi nemi um það bil 60 milljónum króna. Byggðalínuhringur Landsvirkj- unar rofnaði í hlaupinu á Skeiðarárs- andi á þriðjudagsmorgun. Könn- unarflug starfsmanna Landsvirkj- unar í gær og fyrradag hefur leitt í ljós að 22 staurastæður í Prest- bakkalínu 1 eru fallnar á um fjög- urra kílómetra kafla og er tjón talið um 60 milljónir króna. Alls var talið að um 50 staura- stæður á 6-7 km löngum kafla getu fallið í hlaupinu og að heildartjón Landsvirkjunar vegna hlaupsins gæti numið 100 milljónum króna. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, ull á Skeið- arársandi TEIKNINGIN sýnir snið af brú- arstöpli á Skeiðarársandi. Stöpullinn er þannig gerður, að fyrst voru rekn- ir niður tólf 11 metra langir steypt- ir staurar, sem mynda undirstöðu. Ofan á þá var steypt botnstykki, 2,5 metra djúpt og 1,6 metra þykkt, og þar ofan á sjálfur stöpullinn, sex metra hár. A honum situr brúin á hálfs annars metra háu sæti. Allar brýrnar voru smíðaðar eins, með 44 metra á milli stólpa. Lengsta brúin, sú á Skeiðará, var á 21 stöpli, en þrír þeirra skoluðust burt í hlaupinu. Brúin á Gígjukvísþsem sópaðist burt, var byggð á 9 stöplum og brúin á Sæluhúsavatni á 3 stöplum. -----»--»-♦--- Lengri leiðin farin á fund ráðherra NEMENDUR Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu gefast ekki upp þótt á móti blási en fyrirhugað var að aka skemmstu leið til Reykjavíkur á fund menntamála- ráðherra Björns Bjarnasonar og afhenda honum undirskriftalista þar sem niðurskurði á fjárframlög- um til skólans er mótmælt. Eftir hamfarirnar á Skeiðarársandi er aðeins norðurleiðin fær; til Egils- staða, Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur, um 950 km leið. Tæpur helmingur nemenda skól- ans verður með í för, um 40 ung- menni á aldrinum 16-20 ára, að sögn Páls Guðbrandssonar í nem- endaráði framhaldsskólans. „Við ætlum að afhenda menntamálaráð- herra mótmælaskjalið með um 1000 undirskriftum klukkan 16 á föstu- dag en það tekur okkur tæpan sól- arhring að keyra þessa leið,“ sagði Páll. er áætlað að um það bil þriggja vikna bráðabirgðaviðgerðir þurfi til að koma byggðalínunni inn að nýju eft- ir að hlaupi slotar. Rafmagnslaust varð í um 20 mín- útur í grennd við Kirkjubæjarklaust- ur þegar hlaupið brast á meðan ver- ið var að aðlaga raforkukerfið breyt- ingunni. Þorsteinn sagði að þótt all- ir notendur hafi nú rafmagn þýði þetta ástand að rekstraröryggi kerf- isins sé nú minna en ella. Prestbakkalína, sem hefur til þessa staðið af sér hlaup í Skeiðará, er hluti af hringtengingu línukerfis Landsvirkjunar og liggur um Skeið- arársand og yfír Skeiðará, Sandg- ígjukvísl og Núpsvötn. Þótt kerfið þoli að hringurinn rofni á einum stað stendur það þá berskjaldað gagnvart alvarlegum bilunum annars staðar á landinu. Ljósleiðari í sundur Starfsmenn Pósts og síma hafa ekki metið hve mikið tjón er orðið á ljósleiðarastreng fyrir fjarskipti, sem lá í sunnanverðum veginum yfir Skeiðarársand og í stokkum á brún- um yfir árnar. Jón Kr. Valdimars- son, yfirtæknifræðingur Pósts og síma, segir of snemmt að áætla hvernig staðið 'verði að viðgerðum þegar hlaupi sloti en hæpið sé að beðið verði eftir því að brýr verði aftur lagðar yfir árnar. Til greina komi að plægja strenginn eftir ár- botninum eða strengja yfir árnar. Jón segir að skemmdir geti numið 20-25 milljónum króna en kominn í jörðu kosti strengurinn um það bil 500 þúsund krónur hver kílómetri. Hann segir að símasambandslaust hafi orðið í augnablik meðan verið var að bregðast við hlaupinu og flytja símasamband norður og aust- ur um land í stað ljósleiðarans með suðurströndinni. Hann segir að eftir sem áður anni símkerfið öllu al- mennu álagi. Sestu í þann sem þér þykir bestur! 9.975 kr. 47.000 kr. Tilboðsverð: 12.900 kr. Tilboðsverð: 30.220 14.250 kr. Tilboðsverð: 34.720 É& Tilboðsverð: frá 9.500 kr. Tilboðsverð: 21.760 kr. Tilboðsverð: 34.935 kr. TilboðsverðT Iboðsverð: 29.600 kr. J.600 kr. með örmui 14.915 kr. 36.100 Tilboðsverð: 22.000 kr. ▲w Á.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.