Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 07.11.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ KOSIMINGARNAR I BANDARIKJUNUM FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 23 Repúblikanar áfram í meirihluta á þingi Washington. Reuter. REPÚBLIKANAR héldu meirihluta sínum á þingi, í öldungadeild og fulltrúadeild, þrátt fyrir mikinn sigur Bill Clintons í forsetakosningunum. Er þetta í fyrsta sinn í 68 ár, að þeir fá meirirhluta í tvennum kosn- ingum í röð en þegar þeir tryggðu sér hann í kosningunum 1994 var það í fyrsta sinn í 40 ár. Repúblikanar, sem höfðu 53 sæti f öldungadeild á móti 47 sætum demókrata, juku meirihlutann um eitt sæti að minnsta kosti með því að vinna þingsæti af demókrötum í Alabama, Nebraska og í Arkansas, heimaríki Clintons, þar sem þeir fengu nú öldungadeildarþingmann í fyrsta sinn frá lokum borgarastyij- aldarinnar á síðustu öld. Demókratar unnu eitt þingsæti af repúblikönum í Suður-Dakota en þar féll Larry Pressler, formaður viðskiptanefndar þingsins, fyrir Tim Nýtt þing mun ein- kennast af mála- miðlunum milli þess og forsetans Johnson. Kosið var um 34 sæti í öldungadeild og er enn ekki ljóst hver úrslitin verða í Oregon en þar mun það ráðast þegar utankjör- staðaatkvæði hafa verið talin. Tapa 5 til 10 sætum í fulltrúadeild var kosið um öll þingsætin 435 og í gærmorgun voru komin úrslit varðandi þau öll nema 14. Hafa repúblikanar haft 235 sæti á móti 197 demókrata en Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana í full- trúadeildinni viðurkenndi í gær, að þeir myndu missa fimm til tíu sæti. Talning utankjörstaðaatkvæða mun ráða úrslitum um sum sætanna 14, sem eftir eru, og um tvö sæti fyrir Texas verður kosið aftur í desember. Stjórnmálaskýrendur segja og spá því, að næsta þing muni einkennast af málamiðlunum þar sem ljóst sé, að hvorki meirihluti repúblikana né Clinton forseti muni geta komið í gegn umdeildum málum. Á síðasta þingi hafi hvorirtveggju gengið of langt, Clinton með heilsugæslufrum- varpi sínu og repúblikanar í fjárlaga- deilunni. Clinton sagði líka í fyrrinótt, að niðurstaða kosninganna væri meðal annars yfirlýsing frá kjósendum um, að þeir vildu að allir tækju höndum saman og Gingrich var sammála því. Sáttfús Gingrich „Ég tel, að okkur beri skylda til að hafa samvinnu við nýkjörinn for- Fjöldi kjörmanna samtals Fjöldi ríkja sem þeir unnu Clinton Clinton Clinton Frambjóðendur þurfa 270 al 538 kjörmönnum til aö ná kjöri New Hampshire Vermont \ N.-Dakota Vestur- Virginia S.-Dakota \ \_..A Massachusetts kP-'\ilá Rhode * IslandH Connecticut 8 jNewJersey 15 Delaware 3 'Maryland 10 Washington D.C. 3 Wyoming Nebraska Colorado Kansas N.-Carolina' Oklahoma 'Suður- Carolina Hawaii Alaska Niöurstaöa forsetakosninganna 1992 Öldungadeildin eftir kosningarnar Repúblikanar Demókratar Clinton Alls eru ^ þingsætin 100 NIÐURSTOÐUR FORSETAKOSNINGANNA I BANDARIKJUNUM 1 379 | 159 Reuter HÆGRIMAÐURINN Jesse Helms var endurkjörinn í öldungadeildina í Norður-Karólínu. Reuter DEMÓKRATINN og öldunga- deildarþingmaðurinn John Kerry fagnar endurkjöri í Massachusetts ásamt konu sinni, Teresu Heinz. seta enda leggur hann áherslu á jafnvægi í ríkisbúskapnum og skattalækkanir á sumum sviðum, hann er andvígur eiturlyfjum og styður raunar flest okkar baráttu- mál,“ sagði Gingrich. Tveir kunnustu hægrimenn í öid- ungadeildinni, Jesse Helms í Norður- Karólínu og Strom Thurmond í Suð- ur-Karólínu, voru endurkjörnir en Thurmond verður 94 ára gamall í desember. Endist honum aldur til kemst hann á 100. aldursárið sem öldungadeildarþingmaður en hann er nú að bytja sitt áttunda kjörtíma- bil. 1,3 milljarðar kr. fyrir sætið Helms tókst nú öðru sinni að vetj- ast atlögu frá Harvey Gantt, sem er blökkumaður og fyrrverandi borg- arstjóri í Charlotte, en slagurinn þeirra var sá dýrasti í baráttunni um öldungadeildarsæti. Herkostnað- ur Helms var um 1,3 milljarðar ísl. kr. og hjá Gantt var hann um 400 millj. kr. Kurteislegasta kosningabaráttan var háð í Massachusetts en þar var demókratinn og öldungadeildarþing- maðurinn John Kerry endurkjörinn. Átti hann í höggi við repúblikanann og ríkisstjórann William Weld. Per- sónulegar árásir og skítkast kom þar hvergi við sögu enda lögðu þeir áherslu á, að þeir bæru mikla virð- ineru hvor fyrir öðrum. Kaneho -cngu líkt! HUÐGREININ.G MEÐ TÖLVU í DAG OGÁMORGUN KL. 13-18 Á SNYRTISTOFUNNIJÓNU, HAMRABORG 10. ^ VERIÐ VELKOMIN. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO Á STAÐNUM. Kaneho Art through Technology japanskar snyrfívörur Rí kisstj órakosningar Demókratar sigra í sjö ríkjum af ellefu Seattle. Reuter. DEMÓKRATAR báru sigur úr být- um í ríkisstjórakosningum í sjö ríkj- um af ellefu og fjöldi ríkisstjóra stóru flokkanna tveggja breyttist ekki í kosningunum. Mesta athygli vakti að sonur kín- verskra innflytjenda, demókratinn Gary Locke, fór með sigur af hólmi í Washington-ríki og verður fyrsti ríkisstjórinn af asískum uppruna á meginlandinu. Locke sigraði þar Ellen Craswell, fyrrverandi öldung- ardeildarþingmann, með 60% at- kvæða gegn 40%. Demókratar sigruðu einnig í tveimur af hefðbundnum vígjum repúblikana, Indiana og New Hampshire. Öldungadeildarþing- maðurinn Jeanne Shaheen varð fyrsta konan til að verða kjörinn ríkisstjóri New Hampshire og jafn- framt fyrsti demókratinn í því emb- ætti frá árinu 1980. Demókratar héldu embætti ríkis- stjóra Indiana þar sem Frank O’Bannon, bar sigurorð af repúblik- ananum Stephen Goldsmith, borg- arstjóra Indianapolis, með 52% at- kvæða gegn 47%. Repúblikaninn Cecil Underwood sigraði hins vegar í Vestur-Virgi- níu, þar sem demókratar hafa yfir- leitt verið öflugri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.