Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 25

Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 25 Giulio Andreotti „Enginn engill“ Róm. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, segist ekki vera „neinn engill“ en vísar á bug öllum ásökunum um mafíutengsl. Vitnaleiðslur standa nú yfir í máli Andreottis. Hann sat rólegur í sæti sínu er Francesco Marino Mannoi, sem hefur snúið baki við fyrrverandi glæpafélögum sínum í mafíunni, lýsti því yfir í réttarsal í Róm á mánudag að hann hefði séð ráðherrann fyrrverandi á fundi með mafíuleiðtogum á Sikiley. „Þetta er óhróður, það er ekkert nýtt í þessu,“ sagði Andreotti. Mannoi hefur viðurkennt að hafa stundað heróínvinnslu fyrir mafíuna. „Ég held ég sé enginn engill en tel að ég sé merkilegri maður en hann.“ ----------♦ ♦ ♦--- Kongó-Krímveiki í Suður-Afríku Sala á strúta- kjöti bönnuð Jóhannesarborg. Reuter. VÍSINDAMENN í Suður-Afríku reyndu á þriðjudag að greina orsök þess að starfsmenn í strútaslátur- húsi hafa sýkst af Kongó-Krímveiki, sem er skyld ebóla-veikinni. Útflutningur strútakjöts var þeg- ar bannaður. Einn maður er látinn og 16 sjúkir. Smitið er talið berast með maurum í fjöðrum fuglanna. Einkenni sjúkdómanna eru svipuð, holdið verður vökvakennt og miklar blæðingar í líffærum valda dauða. ERLENT Skipta þurfti um fimm æðar í Jeltsín Hefur tekið við forsetavöldum á ný Moskvu. Reuter. LÍÐAN Borís Jeltsíns Rússlands- forseta er góð eftir atvikum og hann tekur stöðugum framförum, sagði í tilkynningu sem barst frá stjórnvöldum í Kreml í gær. Lækn- ar hans sögðu að ekki hefðu kom- ið upp nein sérstök vandamál í tengslum við afturbatann og það kæmi þeim á óvart hve skjótt hann virtist ætla að ná sér. Sagt var að ný tilkynning yrði birt í dag, fimmtudag, um líðan forsetans. Jeltsín tók á ný við forsetavöld- um í gær og undirritaði yfirlýsingu þess efnis en Víktor Tsjernomýrd- ín forsætisráðherra gegndi emb- ættinu tímabundið meðan forset- inn var á skurðarborðinu. „Þetta merkir að hann er aftur kominn til starfa,“ sagði Tsjernomýrdín sem ræddi við Jeltsín í 15 mínútur í gær en engar sjónvarpsmyndir hafa enn verið sýndar af forsetan- um eftir aðgerðina. Talsmaður forsetans, Sergej Jastrzhembski, sagði að hann bæði í sífellu um að fá að fara aftur á sjúkrahúsið þar sem hann naut áður aðhlynningar vegna krans- æðastíflunnar. Yrði þessi bón hans rædd í dag. „Við erum öll bjartsýn hér í Kreml vegna þess að [Jeltsín] tekur hröðum framförum, lækn- arnir eru undrandi á því hve heilsa hans er góð og hve viljasterkur hann er,“ sagði talsmaðurinn. Stjórnvöld hafa sent frá sér margar tilkynningar um gang mála og fagnaði dagblaðið Ísvestía þeim umskiptum sem orðið hefðu í landinu þegar upplýsingar um heilsufar leiðtoganna væru á dag- skrá. í tíð kommúnista varð al- menningur nær einvörðungu að treysta á sögusagnir í þeim efnum. Flókin aðgerð Stjórnandi læknahópsins sem skar forsetann upp var Renat Aktsjúrín. Alls reyndust fimm hjartaæðar svo stíflaðar að skipta þurfti um þær. Var aðgerðin því óvenju flókin, tók sjö klukkustund- ir. Lét breskur sérfræðingur í ljós efasemdir um að rússnesku lækn- arnir hefðu verið einir að verki, þeir hefðu sennilega fengið aðstoð erlendra hjartaskurðlækna þótt því hefði verið leynt af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar eru á hinn bóginn um að svo hafi verið. Bandariski skurðlæknirinn Mic- hael DeBakey, sem var Rússum til ráðgjafar, sagði allt hafa geng- ið frábærlega vel. „Eftir þijá eða fjóra mánuði verður hann fær um að gera nánast allt sem han vill,“ sagði hann um Jeltsín eftir að hafa hitt hann í gær. DeBakey sagði að eftir fjóra mánuði gæti Jeltsín leikið tennis á ný en ráð- lagði honum að fara vandlega eft- ir ráðum lækna sinna og fara ekki of geyst. Zjúganov hlýlegur Erlendir stjórnmálaleiðtogar sendu Jeltsín kveðjur og óskir um góðan bata, þ. á m. Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jafnt samheij- ar sem andstæðingar forsetans bíða þess með eftirvæntingu hvernig honum reiði af og sögðu stjórnmálaskýrendur að Jeltsín myndi leggja áherslu á að taka sem fyrst aftur við öllum stjórnar- taumum til að draga úr óvissu. Leiðtogi kommúnista, Gennadí Zjúganov, lét hlýleg orð falla. „Hann verður að hugsa meira um heilsuna," sagði Zjúganov. „Hann verður að treysta betur fólkinu sem hann starfar með, annars verður hvorki heilsan né stjórnarf- arið í góðu ásigkomulagi." Verð á skuldabréfum og hluta- bréfum i rússneskum fyrirtækjum hækkaði mikið er fréttist að að- gerðin hefði heppnast vel en stjórnmálaskýrendur benda á að efnahagsmálin séu í ólestri og mörg torleyst verkefni framundan. Ný stofnun er á að bæta skatt- heimtu fyrirtækja hefur enn sem komið er engu áorkað. Milljónir manna fá ekki laun greidd á rétt- um tíma og margir óttast að vetur- inn verði erfiður. Flugslysið í Perú Límbandið fannst á brakinu Lima. Reuter. SAMGÖNGURÁÐUNEYTI Perú staðfesti í gær, að svo virtist, sem brotlending Boeing-757 þotu per- úska flugfélagsins Aeroperu, væri afleiðing þess, að hreingerninga- menn gleymdu að fjarlægja límband af mikilvægum hæðar- og hraða- skynjurum þotunnar. „Tilvist límbandins gæti útskýrt rangar og ruglingslegar upplýs- ingar sem bárust flugmönnum um hæð og hraða þotunnar eftir flug- tak,“ sagði í yfírlýsingu ráðuneytis- ins. Menn, sem bónuðu flugvélina, gleymdu að fjarlægja límbönd af loftinntökum skynjara, sem þeir höfðu límt yfir, svo sem venja er við hreinsun flugvéla. Skynjararnir eru hluti af hraða- og hæðarmæli- kerfum þotunnar. Rannsókn ólokið Þotan fórst á hafi úti hálfri stundu eftir miðnætti 2. október sl. Svartaþoka var á flugleiðinni. Skömmu eftir flugtak tilkynntu flugmennimir flugumferðarstjór- um, að stjórntækin virkuðu ekki. Tilvist límbandsins kom í ljós, er brak þotunnar náðist upp af hafs- botni. Rannsóknin á slysinu er ólokið og af þeim sökum hafa hvorki Bo- eing-verksmiðjurnar né bandarísk yfirvöld viljað tjá sig um hugsanleg- ar orsakir þess. Með þotunni fórust allir sem um borð vora, 70 manns. í gær höfðu lík 55 þeirra fundist. Söfnunarsíminn sjálf boöaliöar verða við símann |§tfl kl. 12.00- 21.00 5^ dagana 5. - 8. nóvember. tl|t| Gíróseðlar Hjálparsjóðs í bönkum og sparisjóðum. Reikningur Hjálparsjóðs: ávísanareikn. nr. 12 í SPR0N, Seitjarnarnesi Framlögin renna óskert til hjálparstarfsins. RAUÐI KROSS ISLANDS I I I >M»| I r?® >| hT *.vv <5 > • '|í i| f ! g|T; 1 . , 1 j. rt 1 \Jy*\ íuv:l i fji 3 p^> tjí,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.