Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Swift hlýt-
ur Booker-
verðlaunin
BOOKER-verðlaunin féliu í ár í hlut
Bretans Grahams Swift, fyrir bók sína
„Last Orders“ og hlýtur hann auk
þess tæpar 2 milljónir ísl. kr. í verð-
laun. Swift, sem er 47 ára, hefur
áður verið tilnefndur til verðlaunanna,
það var árið 1983. Búast má við gríð-
arlegri sölu á bókum Swifts í kjölfar
verðlaunanna, sem eru ein stærstu
bókmenntaverðlaun sem veitt eru í
hinum enskumælandi heimi.
Verðlaunabókin segir frá fjórum
mönnum sem hafa fengið það verkefni
að dreifa ösku slátrara nokkurs yfir
hafflötinn, og rekur jafnframt sögu
slátrarans og konu hans, sem kýs að
fara ekki með fjórmenningunum til
að kveðja eiginmanninn hinstu kveðju.
Sex rithöfundar voru tilnefndir til
Booker-verðlaunanna en flestir höfðu
spáð hinni kanadísku Margaret At-
wood eða bresku skáldkonunni Beryl
Bainbrigde verðlaununum. Hinir þrír
höfundamir voru Rohinton Mistry,
Shena Mackay og Seamus Deane.
------» ♦ ♦-----
Námskeið
um Ibsen og
Villiöndina
LEIKRITASKÁLDIÐ Henrik Ibsen
og Villiöndin er námskeið í sam-
starfi við Þjóðleikhúsið á vegum
Endurmenntunarstofnunar Háskól-
ans og stendur frá 12. nóvember til
2. janúar.
I kynningu segir m.a. „ í Villiönd-
inni, einu frægasta verki sínu, veltir
Ibsen fyrir sér ofangreindri spum-
ingu. „Ef þú sviptir meðalmenni
sjálfsblekkingunni, þá sviptirðu það
hamingjunni um leið,“ segir ein per-
sóna verksins. Á námskeiðinu verður
fjallað um höfundarferil Ibsens og
stöðu hans í leikbókmenntunum en
einkum þó leikritið Villiöndina, hinn
áhrifamikla fjölskylduharmleik sem
Þjóðleikhúsið sýnir í vetur. Farið
verður á æfingu á verkinu og síðan
á sýningu, þar sem þátttakendum
gefst kostur á að ræða við leikstjóra,
leikendur og fyrirlesara."
Dagskrá:
Námskeiðið fer fyrst fram á mánu-
dagskvöldum í Hátíðarsal Háskóla
íslands kl. 20-22.
Fyrirlesarar verða Jón Viðar Jóns-
son leikhúsfræðingur og Melkorka
Tekla Ólafsdóttir leikhúsfræðingur.
Síðan verður farið í Þjóðleikhúsið
sem fyrr segir og lokakvöldið verður
2. janúar, fimmtudagskvöld í Hátíð-
arsal Háskóla Íslands kl. 20-22. Loka-
kvöldið verður með fyrirlesurum og
aðstandendum sýningar þar sem rætt
verður um verkið og sýninguna. Um-
ræðum stjómar Stefán Baldursson.
Námskeiðið kostar 5.800 krónur.
Morgunblaðið/Sverrir
EINAR Jóhannesson klarinettleikari, Karólína Eiríksdóttir
tónskáld og Lan Shui hljómsveitarstjóri bera saman bækur
sínar fyrir tónleika kvöldsins.
Hið blíða stríð
Klarínettkonsert Karólínu Eiríksdóttur
verður fluttur af Einarí Jóhannessyni og
Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í
Háskólabíói í kvöld. Orrí Páll Ormarsson
hitti tónskáldið og einleikarann að máli
en um er að ræða frumflutning á íslandi.
TÓNSKÁLD fá sennilega ekki
oft samviskubit yfir því að senda
frá sér tónverk. Það henti þó
Karólínu Eiríksdóttur fyrr í vik-
unni þegar Sinfóníuhljómsveit
íslands og einleikarinn Einar
Jóhannesson spreyttu sig í fyrsta
sinn í sameiningu á Klarinett-
konsert hennar á æfíngu. Tilefn-
ið er tónleikar í Háskólabíói í
kvöld. „Hvað hef ég eiginlega
lagt á manninn," hugsaði hún
með sér og saup hveljur.
Þegar þessar fregnir berast
einleikaranum til eyrna glottir
hann í kampinn - þykir það
koma vel á vondan. „Eg hélt að
ég vissi á hveiju ég ætti von en
maður gengur aldrei að neinu
vísu þegar tónskáldin eru annars
vegar,“ segir hann og saman
skella þau upp úr. Karólína bend-
ir síðan á, „sér til vorkunnar“,
að þegar tónskáld skrifí verk
fyrir hjóðfæraleikara sem þau
þekki, eins og í þessu tilviki, viti
þau jafnan hvað megi bjóða hon-
um. Þessa athugasemd tekur
Einar til greina en bætir við að
tónskáldin hafi engu að síður
tilhneigingu til að ganga skref-
inu lengra. „En það er víst for-
senda þess að hljóðfæraleikarar
taki framförum."
Annars hefur einleikarinn
þetta um Klarinettkonsertinn að
segja: „Þetta er ekta konsert,
fullur af andstæðum, þar sem
hið blíða stríð milli hljómsveitar
og einleikara er áberandi. Á köfl-
um er hann þróttmikill, ryþmísk-
ur og þungur en þar sem þyngd-
in er rót léttleikans, samanber
Lao Tse, tekur þetta létta og
blíða völdin inn á rnilli."
Karólína skrifaði Klarinett-
konsertinn árið 1994 að beiðni
sinfóníuhljómsveitarinnar í Ála-
borg. Var hann frumfluttur ytra
í apríl 1995. Forsaga málsins er
sú að fyrir fáeinum árum fór
Einar Jóhannesson utan sem
prófdómari fyrir hljómsveitina
og upp frá því var ákveðið að
hann myndi, einn góðan veður-
dag, leggja henni lið sem einleik-
ari. „Þeir voru síðan svo höfðing-
legir að panta íslenskt verk en
það er alltaf skemmtilegt fyrir
íslenska einleikara, sem fengnir
eru til tónleikahalds ytra, að
spila íslensk verk, ekki síst ef
þau eru glæný.“
Góð kynning
Karólína kveðst stolt af því
að hún skyldi verða fyrir valinu
en framkvæmdastjóri Sjnfóníu-
hljómsveitarinnar í Álaborg,
Knud Ketting, var forðum fram-
kvæmdastjóri Dönsku tónverk-
amiðstöðvarinnar og þekkir því
norræna tónlist eins og lófann á
sér.
Að sögn Einars er góð kynn-
ing fólgin í frumflutningi nýrra
íslenskra tónverka utan land-
steinanna. Mun Danska ríkisút-
varpið til að mynda hafa hljóðrit-
að tónleikana í Álaborg á þeirri
forsendu að um frumflutning á
nýju íslensku verki hafi verið að
ræða. „Þetta þykir reyndar ekki
tíðindum sæta, þar sem íslenskir
tónlistarmenn eru alvanir þessu
hlýja viðmóti á Norðurlöndun-
um.“
Sinfóníuhljómsveit íslands
gerir sér far um að frumflytja
ný íslensk tónverk á hveiju
starfsári. Að þessu sinni hafa
tveir konsertar orðið fyrir valinu:
Klarinettkonsert Karólínu og
Píanókonsert eftir Snorra Sigfús
Birgisson sem er á efnisskrá jan-
úar-mánaðar. Að áliti Karólínu
gefur auga leið að það sé gríðar-
lega mikilvægt fyrir íslensk tón-
skáld að fá verk sín flutt á vett-
vangi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands enda sé hún eina hljóm-
sveit sinnar tegundar á landinu.
„Síðan er ekki lakara að fá verk
flutt í annað sinn eins og í þessu
tilfelli."
En hver er munurinn á því
að flytja Klarinettkonsertinn
með sinfóníuhljómsveitinni í Ála-
borg og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands? „Maður er alltaf jafn hissa
á því hvað sinfóníuhljómsveitir
geta verið ólíkar," segir Einar,
„því ætla mætti að útkoman
verði alltaf svipuð þegar svona
margir hljóðfæraleikarar koma
saman. Þessar hljómsveitir eru
hins vegar gerólíkar - spila-
mennskan hérna er miklu þrótt-
meiri. Danirnir höfðu líka orð á
því eftir tónleikana í Álaborg
hvað íslensk tónlist væri kröftug.
Þeir greina einhvern frumkraft
í henni sem ég hugsa að endur-
speglist að hluta í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands."
Það verður Kínveijinn Lan
Shui sem heldur um tónsprotann
í kvöld en hann var í sömu spor-
um þegar Klarinettkonsertinn
var fluttur í Álaborg. Hefur hann
hlotið fjölmargar viðurkenningar
fyrir störf sín og stjórnað
fremstu hljómsveitum beggja
vegna Atlantsála. Nú starfar
Lan Shui með sinfóníuhljóm-
sveitinni í Baltimore, auk þess
sem hann var nýverið ráðinn
aðalhljómsveitarstjóri sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Singapore.
Einar og Karólína sameinast
í lofgjörð þegar nafn hljóm-
sveitarstjórans ber á góma -
hann kunni bersýnilega sitt fag.
„Það er eitthvað sérstakt við
þennan mann, auk þess sem það
sparar heilmikinn tíma að hafa
sama stjómanda og í Álaborg,"
segir klarinettleikarinn.
Og Karólína tekur upp þráð-
inn: „Það hefur verið virkiiega
gaman að vinna með Lan Shui
sem leggur mikla alúð í það sem
hann er að gera. Ég var til dæm-
is mjög ánægð með hvað hljóm-
sveitin komst vel yfír verkið
strax í fyrsta lestri. Eins og við
vitum er hljómburðurinn hins
vegar ekki hagstæður í Háskóla-
bíói og því þurfa einleikarinn og
hljómsveitin sennilega að puða
meira en í Álaborg."
„Dansandi“ Nielsen
Einar segir að Lan Shui hafi,
líkt og margir austurlenskir
starfsbræður hans, sitthvað nýtt
til málanna að leggja, svo sem
sannast hafí á tónleikunum í
Álaborg. „Þar stjórnaði hann
Carl Nielsen-sinfóníu og þótt
Danimir hafi verið þverir á
fyrstu æfíngunni urðu þeir mjög
hrifnir þegar upp var staðið, eins
og gagnrýnendurnir. Það var
virkilega gaman að heyra svona
framandi og „dansandi" Nielsen
og fróðlegt verður að heyra hvað
Lan Shui gerir við Bruckner,“
segir Einar en jafnframt eru á
efnisskrá tónleika kvöldsins
Suðureyjaforleikurinn eftir Felix
Mendelssohn og Fjórða sinfónía
Antons Bruckners.
í ágúst 1829 fór Felix Mend-
elssohn í siglingu til eyjanna
Staffa og Iona ásamt vini sínum,
Klingemann að nafni. Á leiðinni
var sjór úfínn og þótti Mend-
elssohn víst nóg um, að því er
Klingemann skýrði frá síðar.
Varð tónskáldið svo sjóveikt að
Klingemann dró í efa að það
hefði verið með nógu mikilli
rænu til að sjá Fingalshelli - sem
var markmið ferðarinnar til
Staffa.
Þegar heim var komið samdi
Mendelssohn engu að síður for-
leik sem hann nefndi Eyjuna ein-
manalegu. Var verkið síðar end-
urskoðað og nafninu breytt í
Suðureyjar en fýrir atbeina út-
gefanda hefur það líka verið
þekkt sem Fingalshellir.
Anton Bruckner hefur verið
kallaður einstæðingur í tónlistar-
sögunni. Hann var afar trúaður
maður og samdi, að eigin sögn,
sinfóníur sínar almættinu til
dýrðar. Er Fjórða sinfónían eng-
in undantekning. Hlaut hún síðar
viðurnefnið Hin rómantíska en
andblær hennar þykir ákaflega
rómantískur.
JVý óánamunm í JíaíCmtnúIa
540 2000
/COfuujU núnwí í uviAÍumun ífmnam i Jtaþuvtfvtá, CLusta'isbiœti luj Jímujtutuii)
Belnt Innval:
Verslunin Hallarmúla
• Hitfangadeild
• Bókadeild
• Teikni- og myndlistardeild
• Tæknideild
• Ljósritunarþjónusta
JVá hefwt uenið
5402060 akipt urn öií tínuuuínwt
540 2061 í [fennanum uið Mattwanúía.
540 2062 Scun&and uið u&talun ag.
5402063 afodfatafu fxxat íaðalmímeú
5402064 3'ennana, 540 2000, atta uvtka
5402067 daga ptá kL8 títtS.
Boint Innval:
Penninn skrifstofubúnaður
• Húsgögn og vélar
• Véla- og viðgerðarþjónusta
Penninn - Egill Guttormsson
• Heildsala
540 2030
5402020
5402040
(M3>-
Skrifstofa, Hallarmúla 4 • Verslun, Hallarmúla 2
---------------------------------Geymið þessa auglýsingu!------------------^<§-----------------
Frönsk kennslubók
í íslensku
NÝLEGA kom út í
Frakklandi fyrsta
kennslubók í íslensku á
franska tungu, Manuel
d’islandais eftir Emil
H. Eyjólfsson lektor við
háskólann í Lyon, og
Magnús Pétursson,
prófessor við Hamborg-
arháskóla. Bókin er að
stofni til byggð á Lehr-
buch der islándischen
Sprache eftir Magnús
Pétursson sem fyrst
kom út í Þýskalandi
árið 1980.
Franska gerðin er
303 blaðsíður. Formáli
er eftir Régis Boyer,
prófessor við Parísarháskóla og inn-
gangur eftir Emil H. Eyjólfsson, þar
sem gerð er grein fyrir stöðu íslensk-
unnar meðal germanskra og nor-
rænna mála.
Franska gerðin er að
öllu leyti eftir Emil H.
Eyjólfsson. Málfræði-
æfingar og textar eru
hinir sömu í báðum
gerðum, hinni frönsku
og þýsku. Við hljóð-
fræðina hefur verið
bætt nokkrum dæmum
úr frönsku og um norð-
lenskan framburð. Kafl-
amir um málfræði og
setningafræði hafa ver-
ið rækilega endursamdir
og víða auknir nýjum
greinum. Neðanmáls
hefur ennfremur verið
bætt við atriðum úr
sögulegri málfræði.
Bókin er gefin út með styrk frá
UNESCO hjá hinu gamalgróna for-
lagi Éditions Klincksieck í París.
Emil H.
Eyjólfsson