Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 28

Morgunblaðið - 07.11.1996, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HELGI Þorgils Friðjónsson: Flug. 1996. Flug andans MYNPLIST Geröuberg/Sjónar- hóll MÁLVERK, TEIKNING- AR O.FL. Helgi Þorgils Friðjónsson. Gerðu- berg: Opið kl. 9-23 mánud.- fimmtud., kl. 9-19 föstud. ogkl. 12-16 laugard.-sunnud. til 10. nóvember; aðgangur ókeypis. Sjónarhóll: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 10. nóvem- ber; aðgangur kr. 200. SÚ nýjung sem bryddað var upp á síðasta vetur með Sjón- þingum í Gerðubergi hefur reynst vel heppnuð, bæði hvað varðar aðsókn að Sjónþingunum sjálfum svo og gæðum þeirra sýninga, sem tengjastþeim. Hér ræður auðvitað miklu að þingin hafa verið helguð dugmiklu li- stafólki sem hefur ýmislegt til málanna að leggja, bæði hvað varðar eigin listþróun sem og stöðu myndlistarinnar almennt. Nú standa yfir tvær sýningar á verkum Helga Þorgils Frið- jónssonar, sem fylgja í kjölfar Sjónþings með listamanninum í upphafi sýningartímans. Helgi Þorgils hefur verið stöðugt vax- andi sem listmálari frá því um miðjan síðasta áratug, þegar hann tók að þróa þann sterkan og persónulega myndstíl, sem hefur skipað honum á bekk meðal okkar fremstu listmálara í dag. Því er áhugavert að fá tækifæri til að sjá hér hvernig myndmál hans tók að koma fram í málverkinu. Gerðuberg Sú venja hefur skapast í þess- um flokki sýninga að í Gerðu- bergi er komið fyrir eldri verk- um listafólksins og svo er einnig hér. Elsta myndin hér er sjálfs- mynd listamannsins frá 1971, þegar hann var átján ára gam- all; ábúðarfullt og kröftugt and- lit æskumannsins er í skemmti- legri andstöðu við aðra sjálfs- mynd sem Helgi Þorgils gerði þegar hann var orðinn helmingi eldri og hafði mótað sér allt annan myndstíl. Myndir eru hér ekki settar upp í tímaröð, heldur blandað nokkuð saman, þannig að skoða þarf verkin á báðum hæðum áður en örlítill heildarsvipur fæst af þeirri þróun sem hér má lesa. Verkin frá áttunda og framan af níunda áratugnum eru yfirleitt smá og einföld og tengjast á stundum greinilega þeirri hugmyndalist sem var ríkjandi; þó er áberandi að verk Helga Þorgils fjalla nær undan- tekningarlaust með einum eða öðrum hætti um fólk eða dýr og samband þeirra við umhverfi sitt, fremur en huglægari þætti. Þetta kemur vel fram í dýrasög- um jafnt sem myndum af inn- setningum og langri röð smá- mynda sem hann gerði 1979-81 og kallaði „Atburði“. I viðtali vegna sýningarinnar kemur fram hjá listamanninum að sú breyting sem varð grunn- urinn að síðari stíl hans hafi tekið að geijast á tímabilinu 1983-86, hægt og bítandi. Þessa má sjá merki í nokkrum verkanna; tvær myndir af ung- um dreng og hundi (nr. 6 og 7) frá 1985 sýna þessa þróun, og segja má að hún sé komin í það form sem listamaðurinn hefur unnið út frá síðan í verk- inu „Fornt vé“ (nr. 5) frá 1988. Hinar fjarrænu, draumkenndu persónur málverkanna eru oftar en ekki byggðar á listamannin- um sjálfum og fjölskyldu hans, en virðast byggja veröld sem er mitt á milli þessa heims og annars þar sem þær svífa yfir stílfærðu landinu. Sjónarhóll Hér er síðan að finna fimmtán málverk sem nær öll eru unnin á síðustu tveimur árum og undir- strika því vel þá miklu fágun sem hefur orðið á verkum Helga Þorgils hin síðari ár. Landslagið hefur orðið sterkari þáttur í myndunum og má eflaust kenna þar staði við utanverðan Hvammsfjörð og Breiðafjarða- reyjar, sem listamaðurinn hefur lengi sótt til. Táknrænt samspil manns og fugls er einnig áber- andi þáttur í myndmálinu, eins og sést vel í málverkum eins og „Helgimynd“ (nr. 2), „Svanir og drengir“ (nr. 5) og loks „Flug“ (nr. 12); íkarus og englakórar eru ekki langt undan í þessum verkum, sem líkt og breiða ör- yggi og ró yfir hverfulleik og hraða samtímans. Myndlist Helga Þorgils hefur hin síðari ár fundið mikinn endu- róm meðal verka yngri lista- manna, einkum hvað varðar þann fjarlæga frið, sem yfir þeim hvílir, og nægir að vísa til manna eins og Birgis Snæbjörns Birgis- sonar og Sigtryggs Bjarna Bald- vinssonar í því sambandi sem báðir hafa þróað afar persónu- lega myndgerð á svipuðum nót- um. Rekstur hans á litlu galleríi í heimahúsum hefur einnig verið mikilvægur þáttur í listalífinu þó ekki hafi hann alltaf farið hátt. Loks ber að nefna að Helgi Þorgils hefur án efa átt meiri þátt í endurnýjun málverksins í íslenskri myndlist síðasta ára- tuginn en almennt hefur verið viðurkennt, einfaldlega með því að sýna fram á persónulega myndgerð í hefðbundnum miðli í hringiðu breytinga og krafna um nýja miðla. Þannig beindi hann sjónum manna að því sem mestu skipti, þ.e. því flugi and- ans sem framlag listamannsins sjálfs byggist á. Er rétt að hvetja listunnendur til að láta þessar sýningar ekki fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Nýjar plötur Lítið brölt GEISLAPLATAN „Lítið brölt“ með söng Hauks Morthens er komin út. Það var í kjölfar Stjörnumessu í febrúar 1980 sem sú hugmynd kvikn- aði að fá Jóhann Helgason til að semja ný lög fyrir Hauk Morthens sem rúm- ast gætu á einni hæggengri hljóm- plötu. Á þessari uppskeruhátíð hafði Haukur verið heiðraður fyrir störf sín í þágu íslenskrar tónlistar og þakk- aði fyrir sig með söng við undirleik hljómsveitarinnar Mezzoforte. I kynningu seg- ir að Jóhann hafí kynnt Hauki ellefu ný lög sín, sex við eigin texta, eitt við texta Jóns Sig- urðssonar, eitt við texta þeirra Jó- hanns og Jóns og þijú við ljóð skáld- anna Kristjáns frá Djúpalæk, Matthí- asar Jochumssonar og Þorsteins Erl- ingssonar. Upptökur fóru fram í júní 1980 undir stjóm Baldurs Más Arn- grímssonar. Tæpu ári eftir útkomu „Lítils brölts“ kom úttveggja laga smáskífa þar sem Haukur naut liðsinnis sömu tónlistarmanna. Innihélt sú plata lög- in „Tilhugalíf* og „Hvert liggur leið?“, en að auki hafði Haukur tekið upp þriðja lagið „Hvar ert þú?“ sem geyma átti til seinni tíma. Einhverra hluta vegna varð ekkert af því að þetta þriðja lag kæmi út á plötu og kemur það því fyrst nú fyrir eyru almenn- ings. Til að skapa sem gleggsta mynd af tónlistarflutningi Hauks Morthens á þessu tveggja áratímabili hefur lögunum þremur nú verið bætt við. „Lítið brölt", sem aukalögum enda voru þau hljóðrituð í rökréttu fram- haldi af „Litlu brölti". „Lítið brölt“ með Hauki Morthens er hluti af úgáfuröðinni „Homsteinar íslenskrar tónlistar". Verð hvers ein- staks er 1.299 krónur. Nýjar bækur • ÁSÓKNernýleg Úrvalsbókeftir James Herbert, var fyrst gefin út hjá Hodder og Stoughton á Eng- landi árið 1988. Móttökumar vom svo góðar að bókin hefur verið gefin út aftur og aftur síðan; til dæmis er þýðing sú sem hér fylgir gerð eftir sjöttu prentun New Engilsh Library Paperback Editions 1993. íslensk þýðing er eftir Sólveigu Jónsdóttur ogVilborgu Harðardóttur. í fyrra var síðan gerð kvikmynd eftir bókinni og er hún nú fáanleg í öllum helstu myndbandaleigum hér- lendis undir hinu enska heiti sögunn- ar, Haunted. Úrvalshækur koma úr allt árið og er áætlað að tvær bækur enn komi út áður en þetta ár er á enda. Fyrsta bókin á þessu ári var Morð íhverfinu eftir Johnnie Jacobs, rómantísk spennusaga. Þá kom Brotin ör, kvikmynda- og spennusaga eftir Jeff Rovin. Þriðja bókin var rómantískur spennuvestri, Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Car- penter, en því næst kom Fyrrver- andi eftir John Lutz, sálfræðilegur spennutryllir. Loks má nefna róman- tísku spennu- og ævintýrasöguna Óravíddir Speglanna eftir Lindu Davies. Spennusaga eftir Scott Smith, Einföld áætlun er komin út. Á frummálinu heitir hún Simple Plait og spennusagnahöfundurinn Stephen King staðhæfir að þetta sé besta spennusagan síðan Lömbin þagna kom út. Simple Plan var á metsölu- listum vestan hafs svo vikum skipti eftir að hún kom út fyrir rúmu ári. Síðust á lista þessa árs er loks bók eftir Stephen Humprey Bogart - son Humprey Bogart leikara og leikkon- unnar Lauren Bacall. Bogartyngri hefur getið sér gott orð sem rithöf- undur og fyrsta bók hans sem þýdd er á íslensku er spennusaga sem ger- ist í heimi kvikmyndaleikaranna. Á ensku heitir bókin Playitagain en hefur þegar þetta er skrifað ekki enn hlotið íslenskt nafn. Útgáfufélagið Úrval gefur út Úr- valsbækur. Þærkosta 895 krónur út úr búð og minna í áskrift. Þakskífur úr steini fyrir íslenskt veðurfar. Þakskífur úr steini hafa lengi verið húsaprýði í grannlöndum okkar. BM*Vallá framleiðir nú þakskífur sem þróaðar eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og standast ströngustu kröfur um frostþol og endingu. _ Þakskífurnar eru sérstaklega fallegar og setja glæsilegan svip jafnt á ný hús sem gömul. _ Þakskífurnar frá BM*Vallá eru viðhaldsfríar. Þær ryðga ekki og þær þarf aldrei að mála. _ Þakskífurnar eru mjög þéttar og auðvelt er að leggja þær. Kynntu þér þetta hagkvæma og spennandi þakefni. Pantaðu ókeypis bækling með ítarlegum upplýsingum m.a. um lögn og frágang. Pantaðu bækling í síma 577 4200 • Grænt númer 800 4200 • Netfang: bmvalla.sala@skima.is Haukur Morthens

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.