Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 29 LISTIR Pekka Niskanen í Ingólfs- stræti 8 í DAG, fimmtudag, verður opnuð sýning á verkum fínnska lista- mannsins Pekkas Niskanens í Ing- ólfsstræti 8. Fáir listamenn nota tölvuna jafn mikið og Pekka Niskanen. í kynn- ingu segir: „Vinna hans hvílir að fullu og öllu á tilbúnum grunni. Efniviður hans er sögur sem hann vefur saman í ritvinnslu, svo úr verður einhvers konar skáldskapur: ýmist tölvugerðar teiknimyndir eða sambland ljósmyndunar og letur- gerða sem hægt er að færa yfír á stór bleksprautuskilti eða ljósprent- anir svo dæmi sé tekið ... Lista- maðurinn kemur skáldskap sínum fyrir meðal forma raunveruleikans. Það sem er yfírmáta gervilegt verð- ur nærtækt í áþreifanlegri mynd.“ Sari Tervani- emi sýnir í Umbru í DAG, fímmtudag, verður opnuð í Galleríi Úmbru, Bemhöftstorfu, sýning fínnsku myndlistarkonunnar Sari Tervaniemi. í kynningu segir: „Myndlistar- konan sem býr og starfar í Helsinki vinnur með ljósmyndir og texta með tölvu og einnig vídeóverk. í verkum hennar nú er aðalviðfangsefnið að skoða viðhorf manna í nútímalegu samfélagi. Verkin sem hún sýnir eru í seríunni „Darkly Comics" eða Gálgahúmor frá árinu 1996. í myndaröðinni eru sex stórar tölvu- myndir (100x200 cm). Myndir, sem hún segir að séu sálrænt rými fyrir sögur af fólki sem býr í samfélagi þar sem karlar, fjöimiðiar og tækni ráði ríkjum, samfélagi sem hefur búið til hugmyndina um að ná hrað- astri og mestri ánægju með neyslu. Þessar sögur segja frá smáum og stórum félagslegum og sálrænum truflunum“. Skáld lesa í Gerðarsafni SKÁLDIN Jón Bjarman, Kristjana Emilía Guðmundsdóttir og Þorvarð- ur Hjálmarsson lesa úr verkum sín- um í kaffístofu Gerðarsafns, í dag fimmtudag milli kl. 17 og 18. í kynningu segir: „Fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári tóku nokkrir áhuga- menn um ritlist í Kópavogi að venja komur sínar í kaffístofu Gerðar- safns, Listasafns Gerðar Helgadótt- ur á Kópavogshálsi. Afrakstur viku- legra stefnumóta varð bókin Gluggi, safn ljóða skálda úr Kópavogi, sem kom út tæpu ári eftir að hópurinn hittist fyrst. Formlegt tilefni útgáf- unnar var 40 ára afmæli bæjarins 1995. í haust ákvað hinn afar óform- legi hópur, sem þó hafði gefið sjálf- um sér hið formlega nafn Ritlistar- hópur Kópavogs að efna til fastra upplestra annanhvem fimmtudag í bækistöð sinni, Kaffístofu Gerðar- safns." Jazztónleikar á Jómfrúnni TENÓRSAXÓFÓNLEIKARINN Efraim Trujillo heldur tónleika næstkomandi föstudagskvöld 8. nóvember á Jómfrúnni, Lækjargötu 4 í Reykjavík. Til liðs við sig hefur hann fengið Eyþór Gunnarsson á píanó, Þórð Högnason á bassa og Matthías Hemstock á trommur. „Efraim er af bandarísku og hollensku bergi brotinn, búsettur í Hollandi og í röð fremstu jazzleikara þar. Hann hefur komið fram á jazzhátíðum víða um heim með hljómsveitinni Fra Fra Sound, sem hefur um árabil verið leiðandi á sviði afró-karabískrar jazztónlistar í Hollandi," segir í kynningu. Tónleikamir heíjast kl. 21. Hátíðarmyndir sýndar áfram KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík er lokið og þykir hátíðin hafa heppnast í alla staði mjög vel. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna áfram nokkar af myndum Kvikmyndahátíðar. Háskólabíó mun áfram sýna „Dauður“, „Sanghæ-gengið“ og „Brimbrot" en vegna góðrar að- sóknar að þeirri mynd hefur verið ákveðið að færa hana í stærri sal. Regnboginn mun halda áfram sýningum á „Emmu“, „Chabert ofursta", „Elísu“, „Einstimi", „Stjörnufangaranum", „Reyk“, „Helbláum“ og einnig verða nokkr- araukasýningar á „Áhugamannin- um“ og „Hvítu blöðrunni". Stjörnubíó mun halda áfram sýningum á „Ameríku" og „Bleika húsinu“. Sambíóin munu halda áfram sýningum á „Fortölum og full- vissu“ og „Ríkarði III". Laugarásbíó mun halda áfram sýningum á „Kristínu Lavrans- dóttur". Grímur Thomsen á dagskrá GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas minnist Gríms Thomsens á skemmti- og fræðslufundi í dag fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.30, en 27. nóvember næstkom- andi eru 100 ár liðin frá láti Gríms Thomsens, skrifstofustjóra, þing- manns, skálds og bónda að Bessa- stöðum. Að venju verður fundurinn hald- inn í Komhlöðunni, Bankastræti 2, Reykjavík. Sveinn Yngi Egilsson bók- menntafræðingur mun flytja erindi um ritstörf Gríms, sem hann nefnir „Norrænar bókmenntir og suðræn- ar í greinaskrifum Gríms Thoms- ens“. Kristján Ámason dósent, formað- ur Grikklandsvinafélagsins, mun að svo búnu segja nokkuð frá þýðing- um Gríms Thomsens. Islandskvöld á Súfistanum Í KVÖLD verður efnt til bókakvölds í Súfístanum - bókakaffínu í Bóka- búð Máls og menningar að Lauga- vegi 18. Þar verða kynntar bækum- ar Island - framandi land eftir Sig- urliða Ísleifsson og Úr plógfari Gefj- unar eftir Bjöm Th. Björnsson. Höfundamir rabba um bækur sínar og lesa úr þeim kafia. ísland - framandi land fjallar um það hvaða augum útlendingar hafa litið ísland og íslendinga í aldanna rás, einkum á tímbilinu frá 1500- 1900. Úr plógfari Gefjunar inniheldur tólf íslendingaþætti frá þeirri tíð er Kaupmannahöfn var höfuðborg íslands. Upplestrarkvöldið hefst kl. 20.30 og stendur til 22. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hekluð teppi, og myndlist MYNDLJSTAR- og handverkssýn- ing á verkum Kristínar Bryndísar Bjömsdóttur verður í Risinu (aust- ursal), Hverfísgötu 105 í Reykjavík, sunnudaginn 10. nóvember. Til sýnis verða hekluð veggteppi, málverk, vatnslitamyndir, klippi- myndir o.fl. Kristín Bryndís hefur um árabil stundað myndlistamám, meðal ann- ars við Myndlistarskóla Reykjavíkur og er þetta önnur einkasýning henn- ar. Sýningin er opin daglega kl. 13-18 og lýkur 17. nóvember. Vegna flutnings seljum við öll gólfteppi, rúllur, stór stykki, smá stykki og teppabúta með STÓRAFSLÆTTI næstu daga ' a jmo á* r e9a meðan birgðir endast. 50-80% afsláttur og þú mátt líka PRÚ Talcið MÁLIN með ylclcur og gerið gó Opnum á Grensásvegi (Litavershúsinu) síðar I þessum mánuði. TEPPAVERSLUNIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.