Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 31 LISTIR Þijár konur Bókmennllr S a g a MEÐ FORTÍÐINA f FAR- TESKINU Saga þriggja kynslóða íslenskra kvenna eftir Elínu Pálmadóttur. Vaka - Helgafell 1996.198 síður. UNNÍ Pálsdóttir Conan er íslensk kona, sem giftist átján ára banda- rískum hermanni og fluttist til Ameríku og hefur átt þar heima síðan. Eftir að faðir hennar dó flut- ist móðir hennar til hennar og sagði henni heilmargt frá ættmennum hennar á íslandi: Solveigu ömmu, Sigurveigu langömmu og Hólmfríði langalangömmu. Allt fór þetta inn um annað eyrað en út um hitt. Þetta var eins og hvert annað hjal. Nú var Unní tekin að reskjast og orðin ekkja, barnlaus. Hún var auðug, hafði lifað fjölbreytilegu lífí í alls- nægtum og umgengist stórmenni. Hún var nú á ferð og flugi um heim- inn, á ráðstefnum, í fjármálasýsli og skemmtireisum. Nú hafði henni borist bréf um eitthvert niðjamót -á íslandi og ákvað að fara þangað, mest fyrir forvitnisakir og af því að hún gat alveg eins farið þangað og eitthvert annað. Á niðjamótinu voru haldin þijú erindi um þessar þijár formæður, íjölskyldur þeirra og lífsferil. Þessum erindum var dreift og með þau í farteskinu vitjar nú Unní staðanna þar sem þessar konur dvöldu lengst. Sagan rekur þetta ferðalag Unn- íar og á milli ferðaáfanga koma erindin þijú, ævisaga kvennanna þriggja. I fyrstu hefur þessi auðuga, stór- láta og hégómlega tildurskona hálf- gerða fyrirlitningu á þessum fátækl- ingum, sem hlóðu niður börnum, oft á rýrðarkotum. En smám saman breytast viðhorf hennar. Hún tekur að upplifa tómleika og tilgangsleysi lífs síns, að hún er rótarslitin og ein í veröldinni, að hún hefur engan sem tekur við sögu hennar og geymir hana, að hún kemur engum við þrátt fyrir auðævin og glysið. Elín Pálmadóttir hefur skrifað hér all- sérstæða og eftirminni- lega bók. Hún er að öðrum þræði skáld- skapur, en að hinum sagnfræði. Unní Páls- dóttir Conan er skáld- skapur. Hún er ímynd- aður niðji. Konurnar þijár eru hins vegar raunverulegar, amma, langamma og langa- langamma höfundar. Saga þeirra er rétt sögð eftir því sem ég fæ séð. Engum nöfnum né staðhátt- um er breytt og fremst í bók er ættarskrá með fæðingar- og dán- arárum. Einu breytingarnar eru að höfundur hefur „leyft sér svolítið hugmyndaflug þar sem staksteina vantar til að stikla á“. Víst má líta á þessa sögu sem ættarsögu. En hún er þó talsvert meira. Fyrir utan það að vera skrif- uð af mikilli hlýju, virðingu og vænt- umþykju hefur hún margvíslegan boðskap að flytja. Margs konar and- stæðum er teflt fram, sem vissulega vekja til umhugsunar: tengsl milli fortíðar og nútíðar, rætur og rótarslit, lífs- gildi, staða kvenna, einmanaleiki og aðild að hópi og raunar fleira. Talsverðan sárs- auka er hér einnig að skynja, tilvistarkvíða hins innantóma lífs, sem þessar þrekmiklu formæður þekktu lík- lega ekki. Allt þetta finnst mér harla vel gert af höfundar hálfu, enda ritað af fullri al- vöru og innlifun. Minna máli skiptir að á stöku stað eru smávillur í sannfræð- inni. Leiðinlegast er kannski að sums staðar ber fæðingarárum ekki saman inni í bók og í ættarskránni fremst. Leiðarlýsingin þegar Sigur- veig fer með kýrnar hans séra Páls á Knappsstöðum úr Laugardal yfir Kjöl og alla leið norður í Fljót er ekki alls kostar nákvæm. Og minna má á að ekki gat hún fylgt vörðum, eins og segir í bókinni, því að Kjal- vegur var ekki varðaður fyrr en löngu síðar. En þetta er smáræði. Bók Elínar Pálmadóttur er mikil prýðisbók. Sigurjón Björnsson Elín Pálmadóttir Minningu Ingimars sómi sýndur HLJÓMSVEIT Ingimars Eydal, eins og hún var skipuð um miðjan sjöunda áratuginn. Frá vinstri: Hjalti Hjaltason, Finnur Eydal, Ingimar, Helena Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Halldórsson og Friðrik Bjarnason. TONLIST Gcisladiskur KVÖLDIÐ ER OKKAR Safndiskur tileinkaður minningu Ingimars Eydal. Hljómsveit Ingimars Eydal: Ingimar Eydal píanó, cembal- et, harmonika, melodika, orgel. Hel- ena Eyjólfsdóttir söngur. Finnur Eydal saxófónar, klarinett, röddun. Þorvaldur Halldórsson söngur, bassi rythmagítar. Vilhjálmur Vilhjálms- son söngur, bassi. Grímur Sigurðsson söngur, gítar, trompet. Bjarki Tryggvason söngur, bassi. Friðrik Bjarnason gítar, röddun, Hjalti Hjaltason trommur. Árni Ketill Frið- riksson trommur. Grétar Ingvarsson gitar. Andrés Ingólfsson saxófónar, röddun. Sævar Benediktsson bassi. Þorleifur Jóhannsson trommur. Upp- tökumenn: Pétur Steingrímsson, Jón Sigbjörnsson, Sigfús Guðmundsson, Tony Cook. Útsetningar:_Ingimar Eydal og samstarfsmenn. Útgefandi: Spor hf. 53:43 mín. 1.699 krónur. INGIMAR Eydal var án efa ein- hver virtasti og vinsælasti hljómlist- armaður sem starfað hefur hér á landi. Ekki aðeins yljaði léttleikandi og lipur spilamennska hans fólki um hjartarætur heldur einnig, og ekki síður, geðþekkur persónuleiki hans, velvild og ljúfmennska. Það var því stórt skarð höggvið í raðir íslenskra hljómlistarmanna er Ingimar féll frá, langt um aldur fram, en minn- ing hans lifir. íslenskir tónlistarunn- endur standa í þakkarskuld við Ingi- mar fyrir allt það sem hann gaf með tónlistarsköpun sinni og því vissulega huggun, að nokkrar perlur listsköpunar hans hafa varðveist og verið gefnar út á safndisknum Kvöldið er okkar. Ingimars Eydal er fyrst og fremst minnst sem stjómanda hinnar vin- sælu hljómsveitar sinnar, en menn mega ekki gleyma því að hann var einnig frábær píanisti og jafnvígur á nánast hvaða tónlist sem var. Hann var djassisti góður, kunni góð skil á þjóðlagatónlist og ragtime- og rokktónlist lék í höndunum á honum. Ingimar þótti einnig afburða skemmtilegur „dinnerspilari“. Þá hlið á Ingimar er því miður ekki að fínna á þessum safndiski, en hann gefur hins vegar góða mynd af þró- un þeirrar tónlistar, sem gerði hljóm- sveit Ingimars Eydal að einni vinsæl- ustu danshljómsveit landsins. Hljómsveit Ingimars Eydal var stofnuð vorið 1962 og varð ári síðar húshljómsveit í Sjallanum á Akur- eyri, sem þá var nýtekinn til starfa. Fljótlega spurðist út að böllin í Sjall- anum væru engum öðrum lík, hljóm- sveitin bráðskemmtileg og sérstak- lega til þess tekið hversu snöfur- mannlega hljómsveitarstjórinn leysti verk sitt af hendi. Á böllunum var aidrei dauður punktur og lagaval með þeim hætti að allir gátu vel við unað. Þá strax varð mönnum ljóst að hinn ungi hljómsveitarstjóri hafði einstakt lag á að skemmta fólki enda manna snjallastur að „lesa“ salinn og skynja upp á hár, hvaða tónlist átti við hveiju sinni. Þessi eiginleiki fylgdi Ingimar alla tíð og átti mikinn þátt í að hljómsveitin hélt vinsældum sínum allt til enda. Þegar að því kom að hljómsveit Ingimars fór að gefa út hljómplötur má segja að þetta sama innsæi hljómsveitarstjórans hafi ráðið ferð- inni því flest þeirra laga, sem hljóm- sveitin gaf út á hljómplötum, náðu miklum vinsældum. Á safndisknum Kvöldið er okkar má fínna þverskurð af þessari út- gáfu, á árunum 1965 til 1975. Lögin eru vitaskuld böm síns tíma og því tilgangslaust að fara hér ofan í saum- ana á hverju þeirra fyiir sig, enda hafa þau sjálfsagt fengið umsögn gagnrýnenda þegar þau komu út á sínum tíma. Fýrir tónlistarunnendur er hins vegar ánægjulegt að þessar dægurlagaperlur skuli nú vera komn- ar saman á einn stað, þar sem hægt er að ganga að þeim vísum. Plötubæklingur er einnig fullur af fróðleik, Jónatan Garðarsson skrifar inngang um útgáfuna og Kristján Siguijónsson rekur feril Ingimars Eydal og hljómsveitar hans. Auk þess fylgja með allir text- ar og upplýsingar um liðskipan hljómsveitarinnar í hveiju lagi svo og upptökustað og upptökutíma. Fyrir safnara og tónlistargrúskara er því ljóst að hér er um mikinn hvalreka að ræða, jafnt með varð- veislu þessarar tónlistar og þeirrar sögu sem að baki liggur. Það er vel að þessari útgáfu staðið og með henni er minningu Ingimars Eydal sómi sýndur. Sveinn Guðjónsson „Spegill, spegill, herm þú mér______________“ NÚ stendur jrfír kynning á speglum Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur í Gall- erí Smíðar & Skart til 28. nóvember. Kristín er listamaður mánaðarins í nóvember. Hún lauk námi úr textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1984 og grafískri hönnun úr sama skóla 1992. Hún starfar við grafíska hönnun og myndskreytingar. „Speglar Kristínar eru unnir úr aflóga pappakössum, sem annars er kastað á glæ eftir að hafa lokið hlut- verki sínu, bókbandskartoni og papp- ír. Ymist er málað beint á rammana eða unnið á pappír með blandaðri tækni og þeir síðan klæddir með pappírnum. Þeir eru fáanlegir í ýms- um stærðum", segir í kynningu. Sýningin er opin á verslunartíma frá kl. 11-18 virka daga og kl. 11-14 laugardaga. -----♦ ♦ ♦---- Leikaraefni í Stone Free NOKKRUM aukasýningum á Stone Free verður bætt við í nóvember og er því ljóst að Margrét Vilhjálmsdótt- ir leikkona getur ekki leikið hlutverk Patsyar í þremur þeirra. Margrét er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og leikur aðalhlutverkið í leikritinu Leitt hún skyldi vera skækja. Til að fylla í skarð hennar í Stone Free hefur ung leikkona verið ráðin í hlutverk Patsyar, Inga María Valdi- marsdóttir, og er hún á fjórða og síðasta ári Leiklistarskóla íslands. Inga María leikur nú hlutverk hirð- fíflsins í leikritinu Komdu ljúfi leiði sem Nemendaleikhús LÍ sýnir um þessar mundir. -----♦ ♦ ♦---- Sýning tölvumynda UM þessar mundir sýnir Sigurður Óskar Lárus Bragason nokkrar tölvumyndir í Veitingastofu McDon- ald’s í Austurstræti 20. Myndirnar eru unnar á ljósritunarpappír með geislaprentara. Myndir þessar sýna tákn þau sem notuð eru á talrás Internetsins. Sigurður er fæddur 1977. Hann hefur um skeið unnið að gerð ýmissa tölvumynda en þetta er í fyrsta sinn sem þær koma fyrir almenningssjónir. Kitta sýnir gifsgrímur LISTAKONAN Kitta sýnir nú 20 gifsgrímur á veggjum Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3, næstu vikurnar. Sýningin stendur um óákveðinn tíma. IUbren KONUR N AMSKEIÐ 5889400 KVOLDNAMSKEIÐ HEFST ÞRIDJUD.5.NÓV. UNNUR PÁLSDÓTTIR AUÐUR RAFNSDOTTIR Við veróum með átaksnámskeið í FITUBRENNSLU fyrir konur. Það veróur stíf keyrsla í heilar 6 vikur. Fylgst verður vel með öllum og mikið aðhald svo árangurinn verði sem bestur, m.a. vigtun, mælingar, mappa full af fróóleik og hitaeiningasnauðum uppskriftum. MSR Æ K T ÞINN ARANGUR TTTOR MARKMIÐ Faxafem 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.