Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 51

Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 5 í > \ > > > > > > I I I » I I . skemmtilegra. Og umfram allt manneskjulegra. Oddur Björnsson. Það var bjartur júnídagur. Við sátum og lásum saman kvæði sem ég hafði hnoðað. Ég var himinlif- andi yfir að fá loksins að vinna með þér eftir alltof langt hlé. Þú varst sjálfri þér lík, glettin, ung, hvetjandi, óspör á hrósið, skemmti- legur og jákvæður vinnufélagi eins og þú hafðir alltaf reynst mér. Við hlógum saman að kvæðinu, við leit- uðum ráða hvort hjá öðru - þetta var björt og lifandi stund. Kvæðið hét „Hrafninn og ég“. Ekki gat mig grunað að fáum vikum síðar myndi sorgin svífa að eins og svartur hrafn, bregða væng fyrir birtu dagsins. Gott er þó að eiga af þér þessa björtu mynd - hún geymist. Eins og allt annað sem þú gafst mér. Það var ómetanlegt ungum leik- listarnema að kynnast elju þinni, eldmóði og bjargtraustri virðing- unni sem þú barst fyrir listinni og hverju viðfangsefni sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var dýrmæt reynsla ungum leikara að fá að vinna undir stjóm þinni, sjá þig á stundum tendrast upp af há- stemmdri sköpunargleði, á stund- um fuðra upp í listrænum ofsa. Það var mikils virði fyrir ungan leik- stjóra að fá að stýra þér og láta þig stöðugt koma sér á óvart með hugmyndaauðgi þinni, stórbrotnum hæfileikum og gáfum. Ekki síður en það var mikils virði fyrir ungan höfund þegar þú sóttist eftir að lesa verkin mín og varst ónísk á álit þitt. En dýrmætast af öllu var þó að eiga þig að. Þegar Talía sýndi mér sínar hryssinglegustu hliðar og mér fannst hún varla lengur þess virði að leggja lag sitt við hana vissi ég að ég gat leitað til þín. Og innsæi þitt og brjóstvit brást mér ekki. Allt þetta á ég geymt og fyrir það allt er ég þakklátur. Og kannski svolítið stoltur líka. Stoltur yfir að hafa fengið að læra af þér, starfa með þér og eiga þig að vin- konu. Vertu sæl, Bríet mín. Hugur minn er hjá þérýivar þu gengur. Karl Ágúst Úlfsson. Það fyrsta sem ég heyrði um Bríeti var að hún væri gáfaðasta kona á íslandi. Þetta var í þá daga þegar karlar gátu leyft sér að tala um konur svona dálítið „von oben herab“. Mér þótti þetta mikil viður- kenning fyrir Bríeti og fylgdist með henni full aðdáunar úr fjarska. Hún var spennandi og óvanaleg. Mörg- um árum síðar var ég svo heppin að kynnast henni og komst þá að raun um að hún var ekki bara gáfuð, heldur líka leiftrandi skemmtileg og með einstakan hú- mor. Hún var líka vinur í raun, veitti samúð, góð ráð og huggun þegar þess var þörf. Hún var lista- maður, bæði í gerðum sínum og orðum, og hún hafði sögulega vit- und, hugsaði í gegnum formæður sínar, eins og Virginia Woolf segir að við hljótum að gera sem erum konur. Hún sagði svo vel frá að margar af setningum henriar og frásögnum lifa með mér sem spak- mæli. Hún var öll í listum og gerði allt fyrir listina. Sjaldan hafði hún komist í hann jafnkrappan og þeg- ar hún las fyrir mig á samkomu dróttkvæði með tilheyrandi tungu- btjótum eftir fornar skáldkonur, nema ef vera skyldi þegar hún tyllti sér á tá og sneri sér í hringi á þverhníptri hraunnibbu í norðang- arra einn kaldan haustdag úti á Reykjanesi fyrir framan kvik- myndavél og sjórinn var fyrir neð- an. „Ellin er líka vond.“ Ég sé hana fyrir mér þar sem hún ber okkur þessi skilaboð úr símtali við móður sína eftir jarðarför sameig- inlegs vinar sem hafði látist um aldur fram. Síst hefði mig grunað að ég ætti eftir að reyna að hugga mig við þessi orð nú. En þau duga skammt. Bríet hefði átt að verða gömul. Þó ekki væri nema fyrir okkur hin, sem gerðum ráð fyrir því að tíminn væri nógur og hún yrði alltaf tii. Mér finnst eins og með henni sé að hverfa einhver kynslóð menningar sem upplifir líf sitt í sögu og tungumáli, í skemmti- legu tali og kankvísum tilsvörum, alltaf um eitthvað meira en sagt er. Bríet skilur eftir sig mikið tóm. Það verður aldrei nein önnur eins og hún. Ég kveð hana með miklum söknuði á þessum köldu og mis- kunnarlausu en fallegu haustdög- um og sendi fjölskyldu hennar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Kress. Elskuleg Bríet Héðinsdóttir hef- ur lokið jarðvist sinni. Það má með sanni segja að sú vist hafi orðið henni og öðrum til heilla því þar fór mikilhæf og góð kona. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með henni að verkefnum sem við báðar höfðum mikla gleði af og bar aldrei skugga á þá sam- vinnu. Ég lærði mikið af henni, hún var listamaður sem gerði miklar kröfur til sjálfs síns og var ætíð reiðubúin að leggja á sig mikla vinnu til að ná árangri, sem hæfði gáfum hennar og listfengi. En Brí- et var ekki aðeins góður listamaður heldur hafði hún hugsjónir að leið- arljósi og lét hún sig varða hlut- skipti meðbræðra sinna. Hún var vinur í raun, og á það reyndi þegar ég missti næstum fótfestu á leið minni sem listamaður. Þá rétti hún mér hönd sína af miklum kærleika og lagði jafnvel orðstír sinn undir. Það var einn sólríkan haustdag stuttu fyrir andlát hennar að við lögðum í ökuferð upp í sveit. Við fórum til hafsins, þar sem brimið æddi að okkur og skall ögrandi á klettunum. Síðan lá leið okkar yfir úfið kolsvart hraun og því næst upp hæðir þar sem við horfðum yfir hafið, svo bjart og stórt. Sólin glitraði á lognsléttum haffletinum og í ijarlægðinni blasti við okkur það, sem enginn fær að komist eða skilið. Ferðalag okkar þennan dag var eins og líf Bríetar, ögrandi, stórbrotið og fagurt. Sú yfirvegun og lítillæti sem ein- kenndi viðhorf hennar þegar hún leit yfir líf sitt að leiðarlokum, ætti að vera okkur öllum til eftir- breytni. Við andlát Bríetar höfum við ekki aðeins misst stórbrotinn og íjölhæfan listamann heldur mik- inn mannvín og hugsjónakonu. Nanna Olafsdóttir. GUÐMUNDUR KARL STEFÁNSSON t Guðmundur Karl Stefánsson var fæddur á Hóli við Stöðvarfjörð 28. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum 21. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 25. október. Mig langar að minn- ast vinar míns og sam- ferðamanns Guðmund- ar Karls Stefánssonar með nokkrum þakk- lætis- og viðurkenningarorðum. Leiðir okkar Guðmundar lágu saman hjá Blindrafélaginu nokkru eftir miðjan aldur okkar beggja. Við áttum báðir við sama óvin, sjón- skerðinguna, að etja. Ég var orðinn alblindur og hann mjög sjónskertur þegar kunningsskapur okkar og vinátta hófst. Arið 1977 fór hópur manna og kvenna til Noregs í boði norska blindrafélagsins til þess að kynnast norska blindrafélaginu og starfsemi þess. Við Guðmundur vorum báðir þátttakendur í þessari ferð. Þarna var okkur kynnt öll starfsemi norska blindrafélagsins og verndaðra vinnustaða þess. Sam- eiginlegt áhugamál okkar Guð- mundar var atvinnumöguleikar blindra og sjónskertra og endur- hæfing þeirra til þess að gera þá færa til starfa og eðlilegs lífs. Árið 1982 festi Blindrafélagið kaup á körfugerð sem rekin hafði verið í Hamrahlíð 17 af dánarbúi Jakobs Kristjánssonar. En þá var ég orðinn formaður Blindrafélagsins fyrir nokkrum árum. Á árinu 1983 komu tveir Norðmenn í heimsókn til Blindrafélagsins, blindur körfu- gerðarmaður og sjáandi leiðbein- andi um körfugerð. Þeir héldu nám- skeið fyrir nokkra félagsmenn Blindrafélagsins. í framhaldi af því fór Guðmundur Stefánsson til Nor- egs til framhaldsnáms í körfugerð og annarri þjálfun fyrir blinda og sjónskerta. Við heimkomuna tók Guðmundur til starfa sem forstöðu- maður Körfugerðar Blindrafélags- ins, og starfaði við það í tæpan áratug, uns hann varð að láta af störfum sökum aldurs og heilsu- brests. Þegar Guðmundur kom til Blindrafélagsins hafði hann starfað HARPA STEINARSDÓTTIR + Harpa Steinarsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 7. desem- ber 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðár- krókskirkju 26. október. Elsku Harpa mín. Það eru svo fá orð sem maður á til þegar at- burð sem þennan ber að höndum. En samt langar mig til þess að koma einhveijum orðum á blað. Þegar þú komst í heiminn má segja að tilvera okkar hafi breyst mikið. Lífið og tilveran fór að snú- ast ansi mikið um þig. Þú varst róleg, skapgóð en svolítill prakkari, eins og þegar þú málaðir listaverk handa mömmu á eldhúsinnrétting- una. Þú sýndir snemma ákveðni eins og þegar pabbi var að reyna að gefa þér skyr þegar þú varst um tveggja ára, þá klemmdir þú saman munninn, ýttir ofaná skeið- ina, slepptir og skyrið slettist fram- an í pabba. Mér fannst svo yndis- legt að eignast litla systur, það var svo gaman að passa þig. Þegar ég var í burtu þá héldum við sambandinu með bréfaskriftum og töluðum saman í síma. Þegar ég kom heim þá veittist okkur svo létt að ná aftur saman. Þegar ég fór að búa þá gafst þú um 3 áratugi á skrif- stofu Þjóðleikhússins, sem yfirmaður. Á starfsferli sínum hjá Þjóðleikhúsinu kynnt- ist Guðmundur fjölda leikara, dansara og söngvara, margt af þessu var heimsfrægt fólk og oft hafði Guð- mundur orð á því að því mun heimsþekktari sem listamennirnir voru, þeim mun ljúfari og þægilegri voru þeir í umgengni. Guðmund- ur varð að láta af störf- um sínum hjá Þjóðleikhúsinu sökum sívaxandi sjóndepru, en fluttist þá yfir til Blindrafélagsins. Á þeim árum sem Guðmundur starfaði hjá Blindrafélaginu var ég formaður félagsins og síðar framkvæmda- stjóri og tókst með okkur mjög náið samstarf og mikil og góð kynni. Guðmundur Stefánsson bjó yfir kostum dreifbýlismannsins auk þess að bera með sér glæsibrag heimsborgarans, en fýrst og fremst var hann Austfirðingur, enda mjög stoltur af því. Ég hef heyrt því fleygt skv. útvarpsfréttum, að á útfarardegi hans hafi sést þijár sólir á lofti á Austfjörðum, og skyldi engan undra. Guðmundur var óvenju mikið hraustmenni og dugn- aðarforkur. Auk þess að kljást við sjóndepruna átti hann við mjög erf- iða mjöðm að stríða, ennfremur angraði hann hjartagalli, og fýrir nokkrum árum fékk hann garna- flækju og þurfti að undirgangast mjög erfiðan uppskurð, en Guð- mundur lét hvergi deigan síga, hann fór árum saman einn í daglegar gönguferðir með hvíta stafinn sinn, stundaði sund og tók þátt í félags- lífi. Við hjónin áttum því láni að fagna að ferðast með Guðmundi og eiginkonu hans, bæði innanlands og erlendis og var þá Guðmundur hrókur alls fagnaðar. Guðmundur var mjög víðlesinn maður og las feiknin öll af hljóðbókum, bæði frá Blindrabókasafni íslands og norska Blindrabókasafninu, og naut ég hans þar að um norsku bækurnar. Við Guðmundur höfum rætt saman í síma daglega, þónokkur undanfar- in ár. Ræddum við þá fyrst og,_ fremst um bækur og landsins gagn og nauðsynjar, og var það mikil upplyfting og hvatning fyrir okkur báða að því er ég tel. Mig langar að ljúka þessum kveðjuorðum með því að þakka Guðmundi fyrir þá stór- brotnu fyrirmynd sem hann var okk- ur blindum og sjónskertum og öðrum þeim sem eiga við fötlun að stríða með framferði sínu öllu og lífsmáta. Það var öllum fötluðum og sjúkum glæsileg fyrirmynd. Guðmundur átti við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu mánuðina, en sýndi þar jafnan sömu reisn og dugnað sem í öllu fyrra lífi sínu. Við hjónin vottum eftirlifandi eiginkonu Guð- mundar, börnum hans, skyldmenn- um og vinum öllum, samúð okkar vegna fráfalls hans, en minningin um hressan og jákvæðan heiðurs- mann mun lifa með okkur öllum. Við hjónin, undirritaður og eigin- kona mín, Þorbjörg Jónsdóttir frá Seyðisfirði, kveðjum vin okkar Guð- mund með söknuði, jafnframt því sem við þökkum honum og eftirlif- andi eiginkonu hans, Maggý, ómældar ánægjustundir á liðnum árum. Þá hlökkum við bæði til ókominna ævintýra með þeim hjón- um á komandi öld. Halldór Sveinn Rafnar, fyrrv. formaður og fram- kvæmdastjóri Blindra- félagsins. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. þér alltaf tíma til að koma í heim- sókn til stóru systur, og þá gátum við setið tímunum saman og talað um allt milli himins og jarðar. Við fórum í búðir, beijamó, fjöru- ferðir eða þegar við fórum með litlu frænkur þínar upp á Nafir til þess að sýna þeim litlu lömbin, einnig eyddum við stundum saman hátíðis- dögunum. Þú varst alltaf svo góð við litlu frænkurnar þínar, þú leyfðir þeim svo oft að fara með þér þegar þú fórst að hitta vini þína. Oft varst þú að reyna að fá stóru systur með þér og vinahópnum á ball, en stóra og lata systir þín sagði alltaf „seinna, Harpa mín“. En ég átti stundir með þér og vinahópnum þínum þegar þeir komu heim að hitta þig og það er yndis- legt að hafa átt þær samverustund- ir með ykkur. Alltaf gátum við leitað hvor til annarrar, sama hvers eðlis málin voru, og þótt við værum ekki alltaf sammála þá skildum við alltaf sátt- ar. Elsku Harpa mín, ég þakka þér fyrir allar yndislegu samverustund- irnar og þú varst alltaf öllum svo góð. Blessuð sé minning þín. Þín systir, Hlín og fjölskylda. t Bróðir okkar, ÁRNI JÚLÍUS HALLDÓRSSON, Víðimel 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir. Lokað Lokað í dag, fimmtudag, frá kl. 13.00 vegna jarð- arfarar ÓLAFS JENSSONAR. Blóðbankinn. Lokað Skrifstofa Slysavarnafélags íslands verður lokuð föstudaginn 8. nóvemberfrá kl. 12.30 til kl. 15.00 vegna jarðarfarar EINARS SIGURJÓNSSONAR, fyrrverandi forseta félagsins. Slysavarnafélag ísiands, Grandagarði 14, Reykjavík, sími 562 7000. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordpcrfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari eklíi yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.