Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 55

Morgunblaðið - 07.11.1996, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDÁGUR 7. NÓVEMBER 1996 55 Flugþing fjallar um Evrópumál : Málþing um ferðamál FERÐAMÁLANEFND Hafnarfjarð- ar efnir til málþings um ferðamál í dag, fimmtudag, í Hraunholti, Dals- hrauni 15, 2. hæð, kl. 14-18. Þar verður fjallað um mikilvægi gæða, samvinnu og markaðssetningar í ferðaþjónustu. Ása María Valdimarsdóttir, for- I maður ferðamálanefndar, setur mál- þingið. Framsögumenn verða Rögn- valdur öuðmundsson, ferðamálafull- trúi Hafnarfjarðar, Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri GSP Al- mannatengsla, Inga Sólnes, gæða- fulltrúi á Hótel Sögu, og Paul Ric- hardsson, framkvæmdastjóri Ferða- þjónustu bænda. Fundarstjóri verður Einar Bollason, framkvæmdastjóri íshesta. > Fyrirlestur um makamissi NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur að fyrirlestri um makamissi í kvöld ki. 20 í Gerðu- bergi. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur ijallar um efnið og umræður og fyrirspurnir verða í kjöl- t farið. Þátttakendum gefst að endingu kostur á að skrá sig í svokallaða 1 nærhópa sem samanstanda af fáum ' syrgjendum. Fyrirlestur um streitu og kvíða ÁSMUNDUR Gunnlaugsson, jóga- kennari, heldur fyrirlestur í Yoga- stúdíó, Hátúni 6a í Reykjavík, föstu- j daginn 8. nóvember kl. 20. Hann s mun fjalla um streitu, kvíða og fælni ' og hvernig nota má öndun, jógaæf- t ingar og slökun til að koma á jafn- vægi, bæði andlega og líkamlega. Kyrrðarstundir í Vídalínskirkju SÖFNUÐUR Vídalínskirkju efnir til fyrstu kyrrðarstundar vetrarins í | kirkjunni í kvöld kl. 22. Framvegis verða kyrrðarstundir á . þessum tíma á fimmtudagskvöldum. P Kirkjan verður opin frá kl. 21.30. Leikin verður sígild tónlist í fimmtán mínútur fyrir athöfn. Kyrrðarstundir byggjast upp á tilbeiðslu og fyrir- bænum ásamt almennum söng. Morgunblaðið/Örn Johnson Georg Ólafur Tryggvason tekur við sigurverðlaunum sínum úr hendi Davíðs Jóhannssonar, sem var dómari í báðum keppnunum. Lendingakeppni * Georg Olafur Tryggvason náði bestum árangri GEORG Ólafur Tryggvason náði bestum árangri tólf keppenda í lendingakeppni sem kennd er við silfur-jodelinn og fer fram á veg- um Flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubökkum við Leirvogsá. Keppt er tvisvar á ári hverju og gildir betri árangur keppanda til úrslita. Georg fékk 57 stig í fyrri hluta keppninnar og 105 í þeim síðari og dugði árangurinn í fyrri umferðinni til sigurs. Arngrímur Jóhannsson varð í 2. sæti. Hann tók ekki þátt í fyrri hluta keppn- innar en fékk 66 stig í seinni hlut- anum. í 3.-4. sæti urðu Jón Karl Snorrason og Magnús Víkingur með 71 stig og í 5. sæti Haukur Snorrason með 80. Fræðslustundir í Kirkjuhvoli EFNT verður til fræðslustundar á vegum Garðasóknar í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld, fimmtudagskvöld, sem stendur frá kl. 21-22. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði mun fjalla um forsendur fyrir kristniboði kirkjunnar og tengsl þess við almennt safnaðarstarf. Er þetta fyrsti fyrirlesturinn af fjórum sem fjallar um fyrrnefnt efni. Hinir verða fluttir næstu þijú fimmtudagskvöld. FLUGMÁLASTJÓRN efnir til mál- þings í dag, fimmtudag, undir heitinu Flugþing ’96 - Framtíð íslenskra flugmála í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á tvö viðfangsefni: Flugörygg- ismál og flugsamgöngumál. „Aðalmarkmið Flugmálastjómar með flugþingi, sem haldið er árlega, er að efla faglega umræðu um íslensk og alþjóðleg flugmál. Annar tilgangur er að skapa opinn og virkan vettvang þar sem ýmsir aðilar geta skipst á skoðunum og miðlað nýjustu straum- um og stefnum í flugmálum," segir í fréttatiikynningu. Flugþing ’96 hefst kl. 9 með ávörp- um Hiimars B. Baldurssonar, for- manns Flugráðs, og Halldórs Blön- dals samgönguráðherra. Kl. 9-11 verður gefíð yfírlit um flugsamgöngu- og flugöryggismál í Evrópu. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri mun flalla um um ísland í evrópsku flugmálaum- hverfí, Klaus Koplin, aðalritari Flu- göryggissamtaka Evrópu (JAA), segir frá hlutverki og stefnu samtakanna og ioks mun Alan Winn, ristjóri Flight Intemational, segja frá nýjum Kristni- boðsdagar í Hafnar- firði HALDIN verður kristniboðs- samkoma í húsi KFUM og K, Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, í kvöld, fimmtudaginn 7. nóvem- ber, kl. 20.30. Siguijón Gunn- arsson, bankamaður, flytur ferðaþátt með myndum frá Eþlópíu, kórJÍFUM og K syng- ur og sr. Ólafur Jóhannsson flytur hugvekju. Samkomur halda síðan áfram á sama stað þijú næstu kvöld, fram á sunnudag, og verður starf Kristniboðssam- bandsins kynnt. Það er kristniboðsdeild KFUM og K í Hafnarfirði sem stendur fyrir þessum samkom- um ásamt heimastarfsmönnum Kristniboðssambandsins. Marg- ir þeirra sem annast dagskrárl- iði hafa dvalist lengur eða skemur á starfssvæðum kristni- boðsins í Eþíópíu og Kenýu. straumum og stefnum í evrópskum flugsamgöngum. Annar hluti flugþingsins, kl. 11-12.30, íjallar um evrópskar flug- samgöngur á krossgötum. Reynsla íslands af flugmálalöggjöf Evrópu- sambandsins og framtíðarsýn heitir fýrirlestur Ragnhildar Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyt- inu, og Þórður Öm Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðadeildar Flug- málastjómar fjallar um framkvæmd flugmálareglugerða Evrópusam- bandsins á íslandi. Tveir forstjórar íslenskra flugfélaga, Sigurður Helga- son hjá Flugleiðum hf. og Arngrímur Jóhannsson hjá Atlanta hf. greina síðan frá afstöðu félaga sinna til þeirra breytinga sem eru að verða á evrópsku flugsamgönguumhverfí. í þriðja hluta flugþingsins verða evrópsk flugöryggismál tekin til um- fjöllunar. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri gerir grein fyrir þátttöku ís- lands í JAA og annarri evrópskri flu- göryggissamvinnu. Jens Bjamason, flugrekstarstjóri Flugleiða hf., mun ræða um áhrif reglugerða JAA á ís- LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp og Öryrkjabandaiag íslands halda ráð- stefnu um ferðamál, ferðalög fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin 8.-9. nóvember nk. á Hótel Sögu í A-sal. Dagskráin hefst kl. 9.30 með setn- ingu og stendur til kl. 17 þann dag. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 9.30 og stendur til kl. 12. „Á ráðstefnunni verður leitast við að benda á sem flesta ferðamögu- leika fyrir fatlað fólk. Til þess verða fengnir innlendir þjónustuaðilar í ferðaþjónustu, stjórnmálamenn, notendur þjónustunnar og fleiri. Þarna er um að ræða fólk með mikla reynslu af þessum málum. Þá munu þrír hæfír erlendir gestafyrirlesarar koma til ráðstefnunnar. Einn þeirra er Els de Vries frá Mobility Internat- ional, Belgíu en hún hefur mikla reynslu af skipulagningu ferða fyrir fatlað fólk víða um heim. Þess má geta að margir íslendingar hafa sótt margskonar tilboð vítt og breitt um Evrópu fyrir tilstilli Mobility lenskan flugrekstur og loks mun Ell- ert Eggertsson, gæðastjóri í tækni- deild Islandsflugs hf., Qalla um áhrif þessara sömu reglugerða á rekstur islenskra viðhaldsstöðva. Þessum hluta lýkur síðan með afstöðu stéttar- félags innan flugsins til þróunar flu- göryggismála í Evrópu en nafn stétt- arfélgs og fyrirlesara liggur ekki fyr- ir núna. Flugþinginu lýkur með hringborðs- umræðum um framangreint efni und- ir stjóm Boga Ágústssonar, frétta- stjóra Sjónvarpsins. Að lokinni dag- skrá býður Halldór Blöndal sam- gönguráðherra til móttöku. Fundarstjórar á Flugþingi ’96 verða: Jón Birgir Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í samgönguráðuneytinu, Guð- mundur Magnússon, prófessor í við- skipta- og hagfræðideiid Háskóla ís- lands, og Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits Flugmálastjómar. Flugþing verður haldið í ráðstefn- umiðstöð Scandic Hótels Loftleiða frá kl. 9-17 og er opið öllum áhugamönn- um um flug-, ferða- og samgöngumál. International. Einnig kemur Poul Erik Fink frá Egmont Hojskolen, Danmörku. Hann hefur starfað við skóla þar sem uppbyggjandi dag- skrá hefur verið í boði fyrir fatlað fólk. Hann mun fjalla um skipu- lagningu hópferða þar sem hjóla- stólanotendur eru meðal þátttak- enda. Þá kemur Jackie Scott frá London en hún rekur ferðaskrif- stofu sem nefnist „Can be done“ og sérhæfir sig í skipulagningu ferða fyrir fatlað fólk. Jackie notar hjólastól og þekkir því þessi mál einnig út frá eigin reynslu. Á ráðstefnunni verður túlkað yfir á íslensku. Kaffiveitingar verða í boði samtakanna báða dagana. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og ekki gert ráð fyrir þátttökugjaldi. ísland hefur átt aðild að verkefni innan Evrópusambandsins sem nefnist Helios II. Ráðstefnan verður haldin í tengslum við Evrópusam- bandið og með styrk frá því“, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna um ferðamál fatlaðra Umhverfismál frá , sjónarhóli refsi- og skaðabótaréttar ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands stendur fyrir síðdeg- isnámskeiði um umhverfismál frá sjónarhóli refsi- og skaðabótaréttar 12.-13. nóvember nk. Námskeiðið er einkum ætlað lögfræðimenntuðu fólki en er opið öðrum er vel þekkja til á þessu sviði. Meðal þess sem ijallað verður um eru markmið og meginreglur um- hverfisréttarins, helstu lög og alþjóða- samningar og stjórnkerfí umhverfis- mála. Tengsl umhverfísréttar og skaðabótaréttar. Gildandi reglur um skaðabótaábyrgð vegna umhverfis- tjóna. Mengunartjón og reglur hefð- bundins skaðabótaréttar um sönnun orsakatengsla, hvaða tjón skuli bæta 7 0 ára afmæli og hveijir geti átt skaðabótakröfu. Ennfremur mengunartjón og vá- tryggingar. Loks verður fjallað um hugtakið umhverfisbrot og tengsl þess við efna- hagsbrot. Þá verður gerð grein fyrir reglum íslensks réttar sem veita um- hverfinu refsivemd og fjallað bæði um refsiverða háttsemi og viðurlög. Að lokum verður rætt um skýringar á því hvers vegna refsiákvæði sem eiga að vemda umhverfið em ekki virkari en raun ber vitni. Kennarar verða lögfræðingamir Guðný Bjöms- dóttir hdl., lögfræðingur hjá Sjóvá- Almennum, Ingimar Sigurðsson, skrif- stofustjóri umhverfisráðuneyti og Ragnheiður Bragadóttir, dósent HI. . Jósefsspítala í TILEFNI af 70 ára afmæli St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verð- ur haldin ráðstefna um heilbrigð- ismál í Hafnarborg föstudaginn 8. nóvember kl. 15. Ráðstefnan ber yfirskriftina: „Heilbrigðis- þjónustan í Hafnarfirði og ná- grenni. Hvernig er hún nú og hvert stefnir í framtíðinni? Á ráðstefnunni verða fram- söguerindi frá fulltrúum allra stofna sem koma að heilbrigðis- þjónustunni í Hafnarfirði og ná- grenni. Leitast verður við að fá svör við eftirfarandi spurning- um: Hvaða heilbrigðisþjónustu viljum við hafa á svæðinu? Hvaða heilbrigðisþjónustu er eðliegt að sækja til Reykjavíkur? og Hvert á hlutverk St. Jósefsspítala að vera í sérfræðiþjónustunni? STEINAR WAAGE Verð frá 5.495 Verð frá 5.495 it, rautt. Litur: Brúnt. Loðfóðraðir og með góðum grófum gúmmísóla Pantanir óskast sóttar POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR waage *rToppsknrinn steinarwaage RSLUN/ 1 vZndi v/lngólfstorg S K O V E R S L U N / i 0,!° nÁ Sími 552 1212 ^ S K O V E SIMI 551 8519 SIMI 568 9212 ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.