Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 07.11.1996, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLOWER OF MY SECRET HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM STAÐGENGILLINN 'fHgr KLIKKAÐI PROFESSORINN Harðsvíraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla í suður Flórída. Aðalhlutverk: Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. ★ ★★ A.I.MBL Mynd sem lífgar uppá tilveruna. H.K. DV^ INNRASIN 1 ★ ★★ Taka 2 Sýnd kl. 9 og 11.15. SHANGHAI TRIAD SHANGHAI GENGIÐ Nýasta mynd meistara Zhang Yimou (Rauði V i w lampinn) I. ■ ó ■ ) W hreyfimynda- Blagið Kynnir vestra í nóvember. STAGECOACH eftir John Ford. Aðalhlutverk: John Wayne Sýnd kl. 11. DAUÐUR BREAKING THE WAVES BRIMBROT Sýnd kl. 7. DEAD^ MAN Sýnd kl. 6.10. „Heldur manni hugföngnum" ★ ★★1/2 SVMBL „Brimbrot er ómissandi" ★ ★★1/2 GB DV ★ ★★★ ÁS Bylgjan ★ ★★ ÁÞ Dagsljós Sýnd kl. 9. Reykvíkingar! Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag. Nýjar plötur Tónlist fyrir 60% þjóðarinnar fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpáð á Aðalstöðinni FM 90.9. HEILBRIGÐIR FÆTUR HAFA ÁHRIF Á ALLAN LÍKAMANN Tilboð (i Scholl fótavörum í nóvember Fótaböð, fótasölt, krem, vörtuplástur, líkþornaplástrar, svitalyktareyðir, hlífðarsvampar, filthringir, skóspray, áhöld til fótahirðingar og Scholl heilsuskór. Skeifan Apótek Skeifutini 8 • 108 Reykjavtk * Stmi 5881444 Morgunblaðið/Golli TORFI Ólafsson tónlistarmaður. Torfí Ólafsson tónlistar- maður hefur gefíð út tvo geisladiska: íslands- tóna, sem er fyrsta ís- lenska platan með pan- flaututónlist, og Jólahá- tíð sem inniheldur söngva, sögur og kvæði í flutningi Hjalta Rögnvaldssonar leikara og Söngsystra meðal annarra. „ÉG ER ánægður með að hafa feng- ið hann Hjalta til að lesa á Jólahá- tíð. Ég hef alltaf verið svo hrifínn af röddinni hans, hann er svona Richard Burton íslands," segir Torfí Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. Á bakvið lestur Hjalta hljómar lág- vær tónlist en á plötunni er bæði nýtt efni við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Arnar Arnarsonar, Davíðs Stefánssonar og fleiri auk eldra efn- is, allt sígilt efni tengt jólum og jólahátíð. Meðal annars kemur lagið „Vögguvísa", betur þekkt sem Nótt- in var sú ágæt ein, tvisvar fyrir á plötunni, annars vegar sungið og hinsvegar lesið. Nokkur lög koma fyrir á báðum diskunum en á ís- landstónum eru öll lögin án söngs og panflautan er rafræn. „Það er enginn sem leikur á svona flautu hér á landi þannig að ég notaði bara panflautuhljóm á hljómborði sem er mjög góður.“ 20 ár frá fyrstu spilun í ár eru tuttugu ár frá því að fyrsta Iag Torfa var leikið í útvarp. Hann segir blaðamanni söguna á bakvið það. „Ég var í hljómsveit með fósturföður 11 ára gamallar stúlku sem var að læra á þver- flautu. Hann og móðir hennar sögðu mér að hún ætti bráðum að fara að koma fram í barnatíma sem send- ur var út frá Fossvogsskóla og leika þar á flautuna og ég sagðist eiga lag sem gaman væri að láta stelp- una fá. Svo veit ég ekki fyrr en bjöllunni er hringt hjá mér og þar er stúlkan komin að ná í lagið. Ég sat spenntur heima fyrir framan útvarpið þegar barnatíminn byijaði. Hún byijaði á því að syngja með undirleik gítars lagið „I Love to Love“, og gerði það rosalega flott með bjartri hárri rödd og vakti með því undrun mína. Síðan tók hún flautuna og lék lagið mitt. Þetta var Björk Guðmundsdóttir að koma í fyrsta skipti fram í útvarpi,“ sagði Torfí og sagði að hún væri ekki sú eina sem hefði hafíð ferilinn með lagi eftir hann. Mezzoforte hljóðrit- aði sitt fyrsta lag á plötu hans árið 1978 og bæði söngvararnir Bjarni Arason og Eiríkur Hauksson tóku fyrstu söngspor sín í lögum eftir hann að sögn Torfa. „Ég kynnntist Bjarna þegar hann var strákur í Árbænum og heyrði hvað hann söng flott. Ég sagði honum að ég vildi fá hann til að syngja á plötu sem ég ætlaði að fara að gera. Svo varð hann stjarna hálfum mánuði síðar í Látúnsbarkakeppninni." Truflar mann ekkert Torfí ólst upp í Kópavogi og seg- ir að um miðjan sjöunda áratuginn hafi verið hljómsveit í öðrum hveij- um bíiskúr í bænum. „Það hafa verið um það bil 100 strákar að spila en aðeins þrír hafa haldið áfram, ég, Tryggvi Hiibner og Viðar Jónsson. Aðspurður hvaða aldurs- hóps hann haldi að diskarnir höfði til, segir hann að það sé alltaf verið að búa til diska fyrir 16 ára og yngri. „Við sem erum 30 ára og eldri fáum aldrei neina diska en hér er breyting á því, því þessir diskar eru einmitt fyrir þann aldurshóp. Þetta eru yfír 100.000 manns og því er þetta efni fyrir um 60% af þjóðinni. Diskarnir eru góðir til að hlusta á í rólegheitunum heima. Þeir trufla mann ekkert."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.