Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR fe f fe Vegagerð og línulögn á Skeiðarársandi gengur vel Morgunblaðið/Golli JORÐIN skalf þegar stærstu stykkin brotnuðu úr þessum jaka. Vegagerðin var að láta ryðja fyrir sig slóð að Sandgígjukvísl þar sem brúarsmið hefst i lok vikunnar. Auðvelt að brjótajakana . -•rr*. *>.. *>..•'*; ' >*,!«FíSp STARFSMENN Landsvirkjunar eru í forgrunni að reisa seinni staurastæðuna sem lokið var við í gær, en í bakgrunni er verið að selja festingar fyrir háspennulínuna á þá fyrstu. Borgarstjóri um Listaháskóla GREIÐLEGA gengur að ryðja leið fyrir bráðabirgðaveg og háspennu- línu á Skeiðarársandi. Verktakar sem vinna á sandinum eru sam- mála um að auðveldara sé að bijóta niður ísjakana en talið var fyrirfram. Starfsmenn Landsvirkjunar hófust handa á mánudag ng höfðu í gærmorgun rutt leið að Sand- gígjukvísl og reist tvær fyrstu staurastæðumar. Jón Aðils, yfír- maður háspennulína hjá Land- virkjun, segir að gert sé ráð fyrir að tíu daga taki að koma línunni að Gígju, en þijár vikur að kom- ast yfír allan sandinn. „Við gerum þetta nær alveg eins og áður. Stauramir eru rekn- ir tólf metra ofan í sandinn og aðrir eins skrúfaðir ofan á. Það eina sem þýðir er að gera þetta nógu einfalt svo fljótlegt sé að gera við ef þeir fara einhvem tíma aftur.“ Um tuttugu sentímetra klaki er í jörðu en Jón segir að það valdi engum erfíðleikum. Um þrjá- tíu manns starfa við að leggja lín- una en þeim mun fækka eftir því sem einstökum verkþáttum lýkur. Brúarsmíði að hefjast Vegagerðarmenn vom í gær enn að ryðja leið að Gígjukvísl, en bráðabirgðavegur verður lagð- ur nokkm ofan við þjóðveginn. Gylfí Júlíusson vegaverkstjóri seg- ir að í dag verði haldið áfram að breikka slóðina og bæta. Brúarefni var væntanlegt seinni part dags í gær en brúarsmíðina átti að hefja í lok vikunnar. „Brúar- og vegarstæðið var valið eftir því hvar væri auðveld- ast að komast í gegnum ísinn og ekki of nálægt gamla vegarstæð- inu. Það verður ekki auðvelt að gera vel færan veg fyrir veturinn vegna snjóa og sándbleytu, en við ætlum að reyna,“ segir Gylfi. Ingvar Ingólfsson, verktaki frá Suðurverki, var að fylgjast með 55 tonna skurðgröfu fyrirtækisins mölva ísjaka á stærð við einbýlis- hús þegar blaðamann bar að. Jörð- in skalf þegar stærstu stykkin brotnuðu úr jakanum og féllu niður á jörðina. Skurðgröfustjórinn bjó smám saman til rampa úr ísbrotun- um til að komast ofar og nær toppi jakans. Mikið ískur og skmðningar heyrðust þegar hann ók upp á. „Þetta gengur vel þegar ísinn er hreinn,“ segir Ingvar. „Það er verra þegar hann er blandaður gijóti, þá tekur þetta lengri tíma.“ Ingvar sagði að verkefnið væri nokkuð nýstárlegt og mundi ekki eftir að hafa unnið við bijóta jaka áður. Suðurverk hafði látið smíða fyrir sig sérstakan ísbijót til að festa aftan á skurðgröfuna. Þegar til kom reyndist þó ekki þörf fyrir hann. ísinn er stökkur Kristján Jónsson hjá verktaka- fyrirtækinu Veli var að vinna sama verk fyrir Landsvirkjun, nokkm neðar á sandinum. Þar vom jak- arnir minni, en stóðu þéttar. Grafa Kristjáns er ekki „nema“ tuttugu tonn, en verkið gekk vel, engu að síður. „Þetta er ekkert mál því ísinn er stökkur. Ég tæti jakana niður þangað til þeir eru orðnir nógu lágir fyrir jarðýtuna. Ég er ekki nema svona hálftíma með meðaljaka svo þetta virðist vera auðveldara en menn héldu.“ Óeðlilegt að koma að rekstrinum i INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir að málefni Listaháskólans í Laugamesi séu á verksviði menntamálaráðherra og á hans ábyrgð. Ljóst sé að ráð- herra sé að spara útgjöld ríkisins og koma þeim yfir á borgarsjóð en í Morgunblaðinu í gær sagði ráð- herra að borgaryfirvöld hafi tafið £ fyrir stofnun skólans. „Við eram búin að vera í viðræð- um við ráðuneytið meira og minna ® allt þetta ár vegna þessara mála,“ sagði borgarstjóri. „Við teljum mjög óeðlilegt að sú krafa sé gerð til Reykjavíkurborgar, eins sveit- arfélaga, að koma að rekstri skóla á háskólastigi. Auðvitað geta sveitarfélög með ýmsum hætti stutt við bakið á slíkum stofnunum , og það höfum við gert við Háskóla íslands en það er algerlega nýtt 1 ef við eigum að koma inn í rekstur | á slíkri stofnun. Það er ljóst að það sem fyrir ráðherra vakir er að spara útgjöld ríkissjóðs og velta þeim yfír á Reykjavíkurborg." Verkaskipti verði skoðuð Ingibjörg Sólrún sagði að borgaryfirvöld væm tilbúin að ( koma á undirbúningsnefnd til að , vinna að framgangi Listaháskóla ^ en að það væri alger forsenda af 1 borgarinnar hálfu að þau verka- skipti, sem væm milli ríkisins og sveitarfélaga hvað varðaði list- greinar, yrðu skoðuð. Eins og málum væri háttað legðu sveitarfé- lögin fram talsverða fjármuni til tónlistarnáms á framhalds- og há- skólastigi, sem þau ættu ekki að gera samkvæmt verkaskipting- f unni. „Við erum búin að taka yfir (' grunnskólann og við teljum að við g getum gert betur í tónlistarnámi á “ gmnnskólastigi en að tónlistarnám á framhalds- og háskólastigi fyrir landsmenn alla eigi að greiðast af ríkinu,“ sagði hún. Hagkaup opnar gleraugnaverslun í Skeifunni í dag Sambæri- legt verð og í búðum erlendis HAGKAUP opnar í dag gleraugna- Verslun í Skeifunni og segir Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, að verslunin muni selja vömr sínar á verði „sem ekki hefur þekkst hér á landi áður“. „Það verður væntan- lega loksins sambærilegt við það sem menn sjá í útlöndum þegar þeir em að kaupa sér gleraugu þar í stórum stíl.“ Óskar nefnir sem dæmi auglýs- ingu 12 gleraugnaverslana í síð- ustu viku þar sem ódýrastu gler- augu kostuðu 6.900 krónur. „Við munum selja slík gleraugu á 2.900 krónur og gleraugu sem auglýst vom á 9.950 verða á 5.990 til dæmis. Þá verða gleraugu sem auglýst vom á tæp 15.000 hjá þeim á tæp 10.000 hjá okkur,“ segir Óskar. Hann segir jafnframt aðspurður að um sé að ræða gler- augu og umgjarðir, sambærileg að gæðum. „Þetta em engir gamlir lagerar heldur ný vara.“ Óskar segir muninn á álagningu Morgunblaðið/Ásdís GLERAUGNAVERSLUN Hagkaups var opnuð í skamma stund í gær í tilraunaskyni. Gert er ráð fyrir að viðskiptavinir geti feng- ið gleraugu sín afgreidd strax og hér prófar Katrín Jónsdóttir, 5 ára, nýja 50-100%. „Þetta gildir líka um ýmis þekkt merki þótt við munum auðvitað leggja aðaláhersluna á venjuleg og góð gleraugu.“ Óskar segir aðspurður hvers vegna verð- lagning verði með þessum hætti að verslunin hafi ekki í hyggju að leggja á að sama skapi og tíðkast hefur á gleraugnamarkaði hér á landi. „Þetta er satt að segja einhver umgjörð. almesta álagning sem ég veit til í verslun hin síðari ár.“ Loks segir Óskar aðspurður að fyrirtækið hafi náð að gera hagstæð innkaup með samstarfi við þýska verslun- arkeðju. „Það breytir þó ekki því að mjög stór hluti þess að þetta er mögulegt, er sú staðreynd að álagning á gleraugum hefur verið langt úr hófí fram og oft skipt hundraðum prósenta." Húsavík ---- í Framsókn slítur ( samstarfinu FRAMSÓKNARMENN á Húsavík slitu í gærmorgun meirihlutasam- starfi sínu í bæjarstjórn við Alþýðu- bandalag og óháða. Stefán Haralds- son oddviti framsóknarmanna seg- ist búast við því að hefja viðræður við bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna um meirihlutasamstarf í dag. Astæða samstarfsslitanna er að sögn Stefáns Haraldssonar sú að alþýðubandalagsmenn hafi neitað að fallast á kröfu framsóknar- manna um að draga til baka bókun í bæjarstjórn um að þeir sem stæðu að sölu hlutabréfa bæjarins í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur á verði langt undir gengi væru ekki að gæta hagsmuna bæjarfélagsins heldur annarra aðila. „Við gerðum það að kröfu að þessi bókun yrði dregin til baka þar sem við gætum ekki setið undir þessu,“ sagði Stefán. „Auk þess hefur verið bullandi ágreiningur og átök í þessu meirihlutasamstarfi um Fiskiðjusamlagsmálin.“ Erfitt samstarf Kristján Ásgeirsson, oddviti G- lista Alþýðubandalags og óháðra sagðist ekki ósáttur við að upp úr samstarfínu væri slitnað eftir það sem á undan væri gengið. Aldrei hefði komið til greina að draga hina | umdeildu bókun til greina. Hann sagði að samstarf flokkanna hefði verið erfitt hvað varðar Fiskiðju- f samlagsmálin, sérstaklega varðandi erindi sem barst inn frá stjórn Fisk- iðjusamlagsins á Höfða um sölu á hlutabréfum framkvæmdalánasjóðs í væntanlegu, nýju, sameinuðu fyr- irtæki. Kristján Ásgeirsson vildi ekkert ræða um stöðu G-listans í bæjar- stjóm það sem eftir lifir kjörtíma- : bils; hvort hann yrði í minni- eða meirihluta. Stefán Haraldsson kvaðst meta f það svo að eðlilegast væri að Fram- sóknarflokkur, sem hefur 3 fulltrúa í níu manna bæjarstjórn, og Sjálf- stæðisflokkur, sem hefur 2 fulltrúa, ræddust fyrst við. Siguijón Benediktsson, oddviti sjálfstæðismanna, hefur verið í út- löndum. Hann er væntanlegur heim í dag og kvaðst Stefán telja senni- * legt að þeir mundu ræðast við í ; dag, en þeir Stefán og Siguijón eru g tannlæknar Húsvíkinga og reka " saman tannlæknastofu í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.