Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 21 ERLEIMT Rannsókn vegna meintra nauðgana í Bandaríkjaher Herinn lofar að lögsækja nauðgarana Washinglon. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Shalikashvili, forseti banda- ríska herráðsins, segir að her Bandaríkjanna hafi hafið viðamikla rannsókn vegna ásakana um að yfirmenn og leiðbeinendur hafi nauðgað konum úr röðum nýliða og áreitt aðrar kynferðislega. Shal- ikashvili lýsti málinu sem „miklu áfalli" fyrir herinn og lofaði að láta lögsækja þá sem staðnir væru að kynferðisglæpum. „Verkefni okkar nú er að komast að því hversu algengt þetta er og sækja þá til saka sem eiga það skil- ið,“ sagði Shalikashvili í morgun- þætti ABC-sjónvarpsins á mánudag. „En það er líka mikilvægt að setja þetta mál í samhengi," bætti hann við og sagði að 1,5 milljónir Banda- ríkjamanna væru í hernum og ekki mætti „mála þá alla með sama burst- anum“. 20 yfirmenn og leiðbeinendur hafa verið leystir frá störfum í stórri þjálf- unarmiðstöð í Maryland vegna rann- sóknar á meintum nauðgunum og kynferðislegri áreitni. Craig Minnick höfuðsmaður sagði að búist væri við að fleiri yrðu ákærðir vegna málsins. Að minnsta kosti 17 konur hafa sakað leiðbeinendur og þjálfara í miðstöðinni um nauðganir eða kyn- ferðislega áreitni. Hundruð nýliða eru í þjálfunarmiðstöðinni og læra þar ýmis verk, svo sem meðferð skotvopna og bílaviðgerðir. 2.000 kvartanir Herinn hefur brugðist skjótt við vegna málsins. Þrír menn, höfuðs- maður og tveir liðþjálfar, hafa þegar verið ákærðir fyrir meintar nauðgan- ir og aðra kynferðislega glæpi. Herinn hefur ennfremur boðið nýliðum að hringja í sérstakt síma- númer til að greina frá nauðgunum og kynferðislegri áreitni. Alls hafa um 2.000 nýiiðar hringt í þetta núm- er síðustu fimm daga og kvartað yfír slíku atferli. 145 þessara kvart- ana voru taldar nógu alvarlegar til að réttlæta frekari rannsókn. 56 til- vikanna tengdust þjálfunarmiðstöð- inni í Maryland. „Flestar kvartanirn- ar koma frá þjálfunarstöðvum," sagði embættismaður í hernum. The Washington Post skýrði frá því á mánudag að ennfremur væri verið að rannsaka slíkar ásakanir á hendur nokkrum leiðbeinendum í þjálfunarbúðum í Missouri. Enn hef- ur þó enginn verið ákærður þar. Guatemala Friðarsáttmáli undir- ritaður 29. desember Guatemalaborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Guatemala og vinstrisinnaðir uppreisnarmenn hafa ákveðið að undirrita friðarsátt- mála 29. desember og binda þar með enda á 36 ára stríð sem hefur kostað að minnsta kosti 100.000 manns lífið. Alvaro Arzu, forseti Guatemala, tilkynnti þetta á leiðtogafundi Róm- önsku Ameríku og Iberíuskaga í Chile í fyrrakvöld við mikinn fögnuð leiðtoganna. Pablo Monsanto, skæruliðaleið- togi sem fer fyrir samninganefnd uppreisnarhreyfingarinnar URNG, staðfesti að friðarsáttmálinn yrði undirritaður í Guatemalaborg 29. desember. Verið er að undirbúa hátíðlega athöfn í tilefni undirritunarinnar og ráðgert er að bjóða þjóðhöfðingjum víðs vegar um heim að vera við- staddir. „Þetta er besta gjöfin sem forsetinn getur fært þjóðinni fyrir áramótin," sagði Carlos Garcia Regas, forseti þingsins. Um tíu samningar, sem tengjast friðarsáttmálanum, verða einnig undirritaðir í desember. Vopnahlés- samningur verður undirritaður í Noregi, samningur um breytingar á stjórnarskránni í Svíþjóð, og samn- ingur um pólitíska framtíð URNG á Spáni. Friðarviðræðurnar höfðu staðið í fimm ár og vonast er til þess að sáttmálinn marki upphaf efnahags- bata í Guatemala þar sem rúmlega 80% íbúanna eru undir fátæktar- mörkum. BLAÐSINS Jólamatur, gjafír og föndur Sunnudaginn i. desember nk. kemur út hinn árlegi blaðauki Jólamatur, gjafir ogfóndur. Blaðaukinn verður sérprentaður á þykkan pappír og í auknu upplagi þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp. í blaðaukanum verður fjallað um hvernig menn gera sér dagamun í mat og drykk um jólin og hvernig jólaundirbúningi og jólahaldi er háttað. Birtar verða uppskriftir af hátíða- og jólamat, meðlæti, eftirréttum, smákökum, konfekti og fleira góðgæti, að ógleymdri umfjöllun um jólavín og aðra jóladrykki. Einnig verður fjallað um þýðingu jólanna í huga fólks, rætt um jólasiði, jólagjafir, skreytingar og föndur við fólk víðs vegar um land og þá sem haldið hafa jól á erlendri grund. Starfsfólk auglýsingadeildar veitir allar nánari upplýsingar í síma 569 1111 eða með símbréfi 569 1110 Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 þriðjudaginn 19. nóvember. - kjarni málsins! Til hvers að kaupa hluti sem eiga ekki að endast? Á morgun opnar Habitat glæsilega verslun í Kringlunni, fulla af vönduðum vörum sem bregða hlýjum lit á hversdagsleikann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.