Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 43 I grein Einars, sem heitir Töluð ís- I lenska, sem dæmi um fagmennsku hans sem kennara. „í allt höfum við reynt þijár nálganir í námskeiði okkar: Sú fyrsta var tiltölulega hrein og bein; kennslustundir um ýmis efni með athugasemdum um málfræði og málfar. Síðan notuðum við leiðina sem var fullkomnuð af Bandaríkja- mönnum í síðari heimsstyijöld, sem 1 felst í mikilli þjálfun á litlum sviðs- stykkjum, endurtekningum með til- I brigðum, þuldum endurtekningum, o.s.frv. Hvorug þessara leiða reyndist árangursrík ein sér; sú fyrri gaf ekki nægjanlegt svigrúm til þjálfunar og reyndi of mikið á minni nemenda og sú síðari var of tímafrek.“ „Þetta þýðir ekki að bandaríska leiðin sé röng í sjálfri sér, en hún hentar greinilega ekki fyrir okkur, , með þá tegund nemenda sem við höfum.“ ' „Þriðja leiðin, og sú sem verður notuð af okkur eftirleiðis, virðist á yfírborðinu vera sáraeinföld, en hefur krafist mikilla og áralangra rannsókna: Við einfaldlega hand- mötum nemandann, kerfisbundið og stöðugt, og sjáum um leið til þess að ofbjóða ekki móttökugetu hans.“ „Allir sem lesið hafa verk tungu- | málasérfræðinga svo sem Bodmer, I Pei og Girsdansky, vita hvað í þessu ’ felst.“ Ekki þykir mér ólíklegt að slík reynsla Einars sem hér að ofan greinir, í Málaskólanum Mími, hafí orðið honum dijúgt veganesti, er kom að því að útvíkka kennslusvið- ið til allra landsmanna, sem og langt út fyrir landsteina, á öðrum I sviðum samanburðarbókmennta. Tryggvi Líndal. I Að fræða! Hver mun hirða hér um fræði? Heimskinginn gerir sig að vanaþræl. Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði. Leirburðarstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður. Bragðdaufa rímu þylur vesall maður. Fyrir rúmri hálfri öld vaknaði j Einar Pálsson til vitundar um þann vanda á vettvangi íslenzkra fræða, sem varð Jónasi að yrkisefni, er | hann minntist Eggerts Ólafssonar í Hulduljóði. Af ritsafni hans um Rætur íslenzkrar menningar má ráða, að með Einari er genginn sá maður morgundagsins, sem „hirti um fræði“. í Baksvið Njálu (1969) setti Ein- ar fram þá byltingarkenndu tilgátu, að Landnám íslands hafi orðið með allt öðrum hætti en kennt er við Heimspekideild Háskóla íslands, ' og endurspegli ævafornar hug- myndir um hvernig helga skuli land í heimi rúms og tíma svo örheimur megi verða ímynd alheims í fyllingu tímans. Hliðstæð tilgáta var sett fram af Platón í Timaeus. Um Platón hefur verið sagt, að vestræn heim- speki eftir hans daga jafngildi neð- anmáls athugasemdum við mál hans. Sú tilgáta Einars, að „feðurn- ir frægu og fijálsræðishetjumar ■ góðu“ sem Jónas nefndi svo hafí ’ þekkt þau „fræði“, getur því vart talist vera langsótt. Snorri ræðir um vestræna heim- speki í 1. kafla formála Eddu og segir þar í lokin, að „þessi átrúnað- ur [hefir] á marga lund breytzt, svá sem þjóðimar skiptust ok tung- urnar greindust. En alla hluti skildu þeir jarðligri skilningu,“ bætir hann við, „því að þeim var eigi gefín andlig spekðin.“ Orð Snorra endurspegla umsögn Platóns um þær hugmyndir sem hann setti fram í Timaeus og varða óræðar hliðar tilveru. í 8. kafla Skáldskaparmála leggur Snorri enn áherzlu á það, að „eigi skulu kristn- ir menn trúa á heiðin goð ok eigi á sannyndi þessa sagna annan veg en svá sem hér fínnst í upphafí bókar." í ritsafni sínu, Rætur íslenzkrar í menningar, rakti Einar „breyting- ar“ hins forna átrúnaðar og gerði glögga grein fyrir óbreytilegum í i i kjarna allra hinna mismunandi goð- sagna. „Almáttigr guð skapaði í upphafí himin ok jörð ok alla þá hluti, er þeim fylgja,“ segir „í upp- hafi bókar“ Snorra um þann hald- góða kjama. „Af togstreitu er veröldin mynd- uð“ segir Einar í Baksvið Njálu. „Sú togstreita er einatt sýnd sem bræður tveir... Togstreitan á sér fleiri myndir, hún kemur fram í kynjunum tveim, myrkri og ljósi, morgni og aftni, sáningu og upp- skeru. Stundum er togstreitan sýnd sem hendurnar tvær.“ Völuspá tengir „bræður tvo“ við heim eftir Ragnarök í 63. vísu, þar sem segir: „Þá kná Hænir hlautvið kjósa ok burir byggja bræðra tveggja vindheim víðan.“ „Þetta er með öllu óljóst" segir Sigurður Nordal um „bræður tvo“, sem eru Alfa og Omega heimssköpunar í hugmyndaheimi höfundar Njálu og Völuspár. Einar Pálsson gerði margt ljóst, sem áður var óljóst. Fyrir þá sök ávann hann sér óvild og fyrirlitn- ingu „horskra jöfra“ Heimspeki- deildar að hætti Snorra Sturluson- ar, sem Sturla Þórðarson segir frá í 38. kafla íslendinga sögu. Af slík- um segir í Njálu eftir Bijánsbar- daga, að þeir „falla ok halda velli“. Gunnar Tómasson. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld... Þessar ljóðlínur Bólu-Hjálmars hafa ómað í höfðinu á mér að und- anfömu, þegar góðir vinir hafa með stuttu millibili hnigið í valinn hver af öðrum og látið eftir sig tóm sem ekki verður fýllt með öðru en eftirsjá, söknuði og þrúgandi þögn. Nú síðast kvaddi Einar Pálsson þennan heim eftir langa og með köflum harða baráttu við erfiðan sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Einar var maður ekki einhamur, hafði mörg járn í eldinum og skil- aði lífsverki sem í minnum verður haft. Unnendur leiklistar eiga hon- um mikla skuld að gjalda fyrir margvíslegt framlag hans til að efla hérlenda leikmennt. Hann var bæði leikari og leikstjóri frá ungum aldri, og eru mér enn í minni Herranætur menntaskólaáranna þarsem þessi glæsilegi og snjall- mælti skólasveinn fór með hvert hlutverkið öðru eftirsóknarverð- ara. Síðan kom þriggja ára nám í Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum þar sem hann hreppti „Certifícate of Merit“ í leiklist 1948. Á árunum 1950-53 var hann formaður Leikfélags Reykjavíkur og átti drýgstan þátt í endurreisn þess eftir opnun Þjóðleikhússins. Kenndi hann við Leiklistarskóla L.R. 1952-56 og var að auki leik- stjóri hjá Leikfélaginu, Þjóðleik- húsinu, Ríkisútvarpinu og áhuga- leikfélögum víða um land á árunum 1949-65. Þá hafði hann á hendi framkvæmdastjórn Norrænu fé- laganna á árunum 1966-69. Á þessu skeiði samdi hann tvö leik- rit, „Trilluna", sem hlaut verðlaun Menningarsjóðs 1961, og „Brunna kolskóga", sem sýnt var á Listahá- tíð 1964 og flutt í útvarp 1978. Samhliða tímafrekum störfum að menningarmálum rak hann svo um þriggja áratuga skeið Málaskólann Mími framtil 1984 og samdi kennslubækurnar „Icelandic in Easy Stages“ í tveimur bindum (1975 og 1977) og „Icelandic: Workbook" (1984). Er þá ógetið þeirra verka sem að líkindum eiga eftir að halda nafni Einars Pálssonar á loft um ókomna tíð. Snemma hóf hann að stunda rannsóknir á goðafræði og hugmyndafræði fornaldar og mið- alda, og gaf út ritröðina „Rætur íslenzkrar menningar“ í tíu bindum (1969-91). Hér heima hafa kenn- ingar hans og niðurstöður hlotið dræmar undirtektir fræðimanna, og brá hann þá á það ráð að semja allmörg rit á ensku: „Myth and the Strpcture of Medieval Pagan Ice- land“ (1973), „The Dome of Heav- en“ (1982), “Hypothesis as a Tool in Mythology“ (1984), „Celtic Christianity in Pagan Iceland" (1985) og “The Sacred Triangel of Pagan Iceland" (1993), svo nokkur séu nefnd. Sömuleiðis samdi hann á dönsku bæklinginn „Njals sagas allegori“ (1990). Vöktu rannsóknir hans og kenn- ingar athygli bæði vestan hafs og austan, enda var hann kvaddur til að flytja fyrirlestra við marga er- lenda háskóla. Kunnasti goðsagna- fræðingur aldarinnar, Joseph Campbell, hélt því hiklaust fram að Einar hefði fyrstur manna orðið til að koma norrænni goðafræði inná alheimskort goðsagnafræða. Samdi Campbell sérstakt rit um merkilegt framlag hans. Ég tel mig ekki dómbæran á rannsóknir og niðurstöður Einars Pálssonar, en þykist vita með vissu að hann var á réttri leið, þó ein- stakar ályktanir kunni að orka tvímælis. Leið brautryðjandans er óhemjulega torfær og viðsjál. Ekki veit ég hvort Einar var búinn að ná endanlega utanum það mikla efni sem hann var að bijótast gegnum og kanna, en hitt er ör- uggt að hann hefur fengið fræði- mönnum í hendur ómælt hráefni til að vinna úr og móta í sannfær- andi heild. Þeirra bíða vissulega æsileg verkefni á næstu áratugum. Svo vildi til að Einar hafði skráð sig í Grikklandsferð sumarið 1974 í því skyni að kynna sér goðsögu- lega umræðu þarlendra, en þegar leggja átti upp urðu þau tíðindi að herforingjastjómin alræmda hrökklaðist frá völdum og landinu var lokað. Varð ég því að fara með hópinn til Lignano á Norður-Ítalíu. Áttum við þar ánægjulega daga, enda var Einar hrókur alls fagnað- ar og orðinn svo vel talandi á ít- ölsku eftir nokkra daga að undrum sætti. Næsti hópur komst til Grikk- lands, og þá varð atvik sem gerði mig klumsa. Á baðströndinni gaf sig á tal við mig grískur lögfræð- ingur og spurði formálalaust hvort ég hefði nokkumtíma velt fyrir mér staðsetningu forngrískra helgidóma. Þegar ég kvað nei við, upplýsti hann mig um að fjarlægð- ir milli allra helstu helgidóma Grikkja til foma hefðu lotið ströng- um stærðfræðilegum lögmálum. Þá þótti mér Einar vera fjarri góðu gamni. Síðasti fundur okkar Einars fyr- ir rúmu ári er mér sérlega minnis- stæður. Þá buðu þau hjónin mér í daglanga bílferð, fýrst austur að ísólfsskála á Stokkseyri, sem þau höfðu að fullu eignast, en síðan var ekið víða um Suðurland og komið við hjá skemmtilegu fólki. Samræðurnar snerust um allt milli himins og jarðar, og em að mestu gleymdar, en það sem eftir situr er minning eru hlýlegar samvistir við einstaklega samrýnd hjón, sem veittu ótæpilega af sjóði hjartans og léðu ferðinni einhvern ójarð- neskan töfraljóma. Er sár harmur kveðinn að Birgitte og fjölskyld- unni allri við fráfall hins góða og geðprúða drengs, sem lét ekkert andstreymi slæva meðfætt glað- lyndi og skopskyn, bjartsýni og langlundargeð. Með Einari Páls- syni er horfinn af vettvangi einn af sannkölluðum vormönnum ís- lands. Blessuð sé minning hans. Sigurður A. Magnússon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Árnason, María Árnadóttir, Helga Kristín Friðriksdóttir, Áslaug J. Friðriksdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Óiafur Einar Friðriksson, Elín Ásta Friðriksdóttir, Sveinjón Jóhannesson, Árni Jóhannesson, Kristfn Andrea Jóhannesdóttir, og fjölskyldur. Guðrún Sveinjónsdóttir, Hafsteinn Halldórsson, Kristján Ólafsson, Þórdís Zoéga, Helena Albertsdóttir, Stella Hjörleifsdóttir, Sigurður S. Pálsson Kæru vinir! Við þökkum innilega öllum þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS LONG. Við minnumst ykkar með þakklátum hug og biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll. Kristbjörg Ingimundardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, föður, bróður, mágs og frænda, GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR kennara. Guðríður Jónasdóttir, Magnús Guðmundsson, Hrólfur Erling Guðmundsson, Bogi Magnússon, Sigrún P. Eyfelds, Reynir Magnússon, Kolbrún Kristjánsdóttir, Magnús Bogason, Guðrfður S. Bogadóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR ÓLADÓTTUR, Kleppsvegi 132, Reykjavík. Sérstakar þakkirfá læknar og hjúkrunar- fólk á deild 11 E í Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og nærgætni. Kristfn E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Hermann Sigurðsson, Adda Hermannsdóttir, Ólafur Óskarsson, Óli Jón Hermannsson, Sigurður G. Hermannsson, Hermann Hermannsson, Katrín Hermannsdóttir, EirfkurÁ. Hermannsson, ValdimarO. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Helgi Magnús Hermannsson, Gunnar Hermannsson, Elfn Óladóttir, Óli Jón Ólason. Gunnar Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. Kristfn Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guölaug L. Brynjarsdóttir, Björk Baldursdóttir, Sigrún Þorbjörnsdóttir, Björn Jensson, Steinunn Hansdóttir, Ásta Árnadóttir, Lokað í dag, miðvikudaginn 13. nóvember, frá kl. 12-18 vegna jarðarfarar BJARNA R. JÓNSSONAR, fyrr- verandi forstjóra. G.J. Fossberg vétaverzlun ehf. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.