Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR PÁLSSON + Einar Pálsson fæddist i Reykjavík 10. nóv- ember 1925. Hann lést á heimili sínu 30. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 8. nóvember. Með örfáum orðum vil ég minnast góðs vinar, Einars Pálsson- ar fræðimanns og fyrr- um skólastjóra. Andlát hans kom ekki á óvart og löngu séð að glím- an við illvígan sjúkdóm átti sér aðeins einn endi. Einar var glæsilegur gáfumaður og hugmyndaríkur. Hann fór snemma ævinnar að glíma við fom- an menningararf okkar og leita dýpri merkingar í rithætti Islend- ingasagnanna. Þegar kynni okkar hófust fyrst var það vegna bókar sem þá hafði komið út eftir hann og var fyrsta bókin í ritsafninu „Rætur íslenskr- ar menningar". Þessi bók bar nafn- ið „Baksvið Njálu“ og kom út árið 1969. / Áhugi minn á fomsögunum var mikill og fór mér sem öðrum 'að snemma tók ég tryggð við Njáls- sögu. Mikið hafði um þá bók verið ritað og margir ágætir menn kruf- ið söguna í leit að höfundinum, en sitt sýnst hverjum og engir tveir komist að sömu niðurstöðu. Þegar þessi fyrsta bók Einars kom út benti nafnið til þess að þar væri að finna nýja kenningu um höfundinn. Með eftirvæntingu opn- aði ég bókina en hafði ekki lesið lengi þegar mér varð Ijóst að ekki var allt sem sýndist og leist mér ekki á blikuna. Ekki var orð um höfuhdinn en-allt efnið um dýpri merkingu verksins sem samkvæmt „allegórískum" rithætti átti að vera fólgið í textanum. Satt best að segja festi ég ekki tök á efninu og lagði bókina frá mér fullur von- brigða. Leið nú stund. Ég vildi ekki gef- ast upp við svo búið en ákvað að fara á fund Einars og segja honum sem satt var að ég réði ekki við efnið, og bað hann um aðstoð. Hann tók mér af mikilli ljúf- mennsku og sátum við þá strax dijúga stund yfír þeim táknum og tölum sem bókina prýða. Þama voru fyrstu kynni mín af „allegó- rískum" rithætti, táknmáli og töl- vísi. Það er skemmst frá því að segja að með þessum fyrsta fundi okkar hófst vinátta og leiðsögn sem veitti mér nýja og heillandi innsýn í áður ókunna heima fræða og speki. Allir sem til þekkja vita að Einar var frábær eljumaður sem sífellt leitaði nýrrar þekkingar og vann að rannsóknum sínum með óbilandi áhuga, yfírsýn og öruggri dóm- greind. Ritsafnið „Rætur íslenskrar menningar" varð ellefu bindi, síð- asta bókin „Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálaholti" kom út 1995. Einnig eru rit á ensku m.a. „Evil and the Earth“ og „The Sacret Triangle of Pagan Iceland“. Einar Pálsson gaf okkur hina raunverulegu Njálu. Hann fann lykilinn að hinu bókmenntalega meistaraverki sem geymt hefur þessa dýrmætustu perlu elstu sann- inda í meir en átta hundruð ár. Nú er leiðin greið ungum fræði- mönnum til frekari rannsókna á þessum mögnuðu og heillandi fræð- um. Margar góðar minningar um samverustundir okkar koma upp í hugann. Hin síðari ár fórum við oft í ökuferðir síðdegis um ná- grennið. Spjall okkar þá var af ýmsu tagi, um löngu gengna vit- menn, þekkingu þeirra og afrek, um jörðina og alheiminn, lífið og ' tilveruna. Sumarið 1994 var síra Sigurður Sigurðs- son vígður biskup í Skálholti og fórum við Einar austur og vorum við athöfnina. Á leið- inni heim aftur var rætt um Skálholt og hlutverk þess í laun- sögn Njálu en þá kom upp í fyrsta sinn hvaða hugmyndir hann hafði um höfund sögunnar. Hann sagði mér að flest rök bentu til þess að Klængur Þorsteins- son biskup í Skálholti (1152-1176) hefði samið frumgerð Njálssögu og notið þar samráðs vinar síns og fóstbróður, Gissurar Hallssonar, en þeir tveir voru þá hinir mestu lærdómsmenn á landi hér. Einar Pálsson var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi. Hann kvænt- ist ungur yndislegri konu, Birgitte (Bessí), dóttur Jóns Laxdal tón- skálds og eignuðust þau þijú böm, synina Pál og Þorstein og dótturina Inger sem látin er fyrir fáum árum. Á heimili þeirra við Sóleyjargötu var gott að koma. Þar ríkti gagn- kvæm virðing og þar var sannur andi menningar og ljúfmennsku. Á kveðjustund þakka ég Einari vináttuna og sendi Bessí og fjöl- skyldu hennar hlýjar samúðar- kveðjur. Ég mæli einnig fyrir félag- ana sem hittast daglega í síðdegis- kaffínu. Þar átti Einar t^austa vini. Nú þegar erfíðri baráttu er lokið og þessi góði vinur hefur lagt á djúpið í síðustu siglinguna er gott að vita að bjart er yfír þar sem hann tekur land og mannkostir, hugsjónir og sannleiksleit eiga þar örugga höfn. Magnús Sigurjónsson. Einar Pálsson ólst upp við tón landsins. Faðir hans vann það afrek meðal annars að fá gjörvalla þjóð- ina til þess að syngja. Einar Páls- son fæddist í Reykjavík 10. nóvem- ber 1925 og var því tæplega 71 árs þegar hann lést árla morguns, miðvikudaginn 30. október. Þótt hann væri fárveikur og vitað væri að hveiju dró, kom andlátsfregnin undirrituðum á óvart. Hann hafði lengst af þeim tíma sem hann barð- ist við veikindin, haft völdin, veik- indin buguðu hann aldrei fyrr en allra síðast. Einar Pálsson kynntist sem drengur uppmna sínum og þar með andrúmslofti forfeðranna, með dvöl á Hraunum og í Eyvindarmúla. Hann var í móðurætt af þeirri ætt, sem bjó á Hraunum í Fljótum og þeim stað tengdust margir ágætir forfeður hans svo sem Bald- vin Einarsson og sr. Jón Norðmann á Barði í Fljótum, sem var ágætur fræðimaður og einstakur lingvisti, talaði auk Norðurlandamála ensku, þýsku og frönsku og skildi til hlítar spænsku og ítölsku. í föðurætt var Einar af Bergsætt syðra. Þau sumur sem Einar var ungur drengur á Hraunum, vom honum minnisstæð. Þama laukst upp fyrir honum gróin fortíðin, en Hraun var eitt grónasta menningarheimili á þessum slóðum. Víðáttur hafsins blöstu við sjónum eins og frá ísólfs- skála á Stokkseyri. Einar stundaði nám í Royal Aca- demy of Dramatic Art í London og lauk þaðan prófí með miklum ágæt- um. Bókmenntir, listasaga, leik- stjóm og heimspeki voru náms- greinar hans. Einar starfaði að leik- húsmálum og lék um tíma, en hvarf til annarra starfa eftir að hann festi ráð sitt og kvæntist 1948 Birgitte Laxdal. Hann fann til þeirrar ábyrgðar að vera heimilis- faðir og taldi sig þurfa ömggari starfsgmndvöll og stofnaði því einkaskólann Málaskólann Mími, sem hann rak um árabil og gerði að einum vandaðasta skóla lands- ins. En áhugamál Einars höfðu lengi verið íslensk menningarsaga og til allrar hamingju sneri hann sér að því viðfangsefni fyrir tæpum §ómm áratugum. Til allrar ham- ingju fyrir hann sjálfan, því þar fann hann sig og ekki síður fyrir íslenska menningarsögu og íslensk miðaldafræði. Með rannsóknum sínum hefur hann unnið stórvirki og meira en það, opnað nýjar vídd- ir til skilnings bókmennta miðalda og íslandssögunnar. Rit hans um þessi efni em nú 14 bindi og síð- asta bindið er væntanlegt nú fyrir jólin, en þar dregur hann saman höfuðþætti kenninga sinna og upp- götvana. Rætur íslenskrar menn- ingar em náma opinberana um ís- lenska menningu og bókmenntir með athugunum hans á „forsögu" íslenskrar menningar og goðsagna. Hann hefur með ritum sínum opnað viðmiðanir og orsakir að þeim furðulega bókmenntablóma sem einkennir íslenskar miðaldabók- menntir og ekki síður forsendur þeirrar þjóðfélagsgerðar sem mót- aðist hér í heiðni. Og sá lykill sem hann notar er Njála. Þar fann hann lausnir á spumingum sem hafa vafíst fyrir öllum sem við þau fræði hafa feng- ist. Merkustu goðsögufræðingar 20. aldar skildu útlistanir Einars Pálssonar um þessi efni, t.d. Dumezil, Lévi-Strauss og Joseph Campell. Sá síðastnefndi taldi kenningar Einars valda þáttaskil- um í skilningi á goðfræði og menn- ingarlegum forsendum menningar og listasögu miðalda. Einar Pálsson var mjög ritfær og rit hans eru skrifuð á skýru og vönduðu máli og eru alltaf skemmtileg lesning, jafn skemmti- leg og vönduð eins og höfundurinn sjálfur. Meðfædd glettni hans kem- ur einnig fram í ritum hans. Hann hefur með ritum sínum arfleitt þjóð sína að þekkingu og skilningi á forsendum hennar sem þjóðar. Þótt hann sé nú horfínn sjónum munu verk hans lifa. Le Roi est mort, vive le Roi. Siglaugur Brynleifsson. Einari Pálssyni kynntist ég fyrst sumarið 1994. Þá sýndi hann mér ófullgert handrit að bók sinni, Kristnitakan og Kirkja Péturs í Skálholti, sem út kom árið 1995. Var bókin gefín út í nokkurri sam- vinnu höfundar og Skálholtsstaðar og má segja að vinnu sína við verk- ið hafí hann gefíð staðnum. Þessi stuttu kynni mín af Einari urðu mér lærdómsrík. Hann var þá þegar þungt haldinn af sjúkdómi þeim sem leiddi hann til dauða. Þrátt fyrir skerta líkamskrafta bjó hann yfír undraverðu sálarþreki. Ótrauður hélt hann áfram við gerð bókarinnar. Hann vissi að tíminn var afskammtaður. Það leiddi hann ekki til kvíða eða uppgjafar. Nú var að herða sig við verkið. Bókin kom svo út fyrir ári. Hún er fram- lag hans til Skálholts og til þjóðar- innar á þúsund ára afmæli kristni- töku. Bókin er skemmtileg aflestrar og fróðleg fyrir hvern sem er. Þó að ég sé ekki manna dómbærastur um þau miðaldafræði sem hún hef- ur að geyma, vitnar hún eins og kynni mín af höfundinum um at- hyglisvert viðhorf til íslenskrar menningar. Einar taldi fráleitt að skoða menningarsögu okkar öðru- vísi en í samhengi við Evrópumenn- inguna. Allar tilraunir til að fjalla um íslenska menningu sem eitt- hvert einangrað fyrirbæri taldi hann leiða á villigötur. Það er að- eins fyrir yfírsýn og fordómalausa víðsýni, sem við lærum að meta að verðleikum hið sérstaka í okkar eigin sögu. Óhætt er að fullyrða að Einar Pálsson vildi vera víðsýnn maður. Hann var fjölmenntaður heims- borgari, sem aldrei gat orðið áhugalaus um allt. Hann unni lífinu en óttaðist ekki að deyja. Þetta jafnvægi í persónu hans gerði hann styrkan til hins síðasta og því var gott að kynnast. Vænst þótti mér um að kynnast lotningu hans gagn- vart heilögum hlutum og því hvern- ig hann lifði andlegu lífí mitt i hversdagslegum önnum. Hér í Skálholti minnumst við hans í þökk. Eiginkonu hans og ástvinum öllum bið ég blessunar og huggunar frá hæðum. Sigurður Sigurðarson. Huggun í harmi, hún fínnst ekki núna. Þessi upphafsorð ljóðsins „Huggun" eftir spænska ljóðskáld- ið Antonio Machado, í þýðingu Guðbergs Bergssonar, eiga vel við þegar fallinn er frá vinur okkar Einar Pálsson. Þótt við vissum mæta vel hvert stefndi, er erfitt að sætta sig við fráfall hans. Eiga ekki eftir að mæta þessu hlýja brosi, hlusta á þessa notalegu rödd, drekka púrtvín saman, borða salt- hnetur og hlæja. Það var mjög ljúft að sækja Nenna og Bessí heim og mannbætandi að vera í návist þeirra og fínna ylinn og vináttuna milli þeirra. Það var sama hvað bar á góma, alltaf gat Nenni gert allt skemmtilegt, svo mikill húmoristi var hann. Hversdagslegir hlutir urðu sérstakir, t.d. „græna brauð- ið“ og ijómasúkkulaðið í sjoppunni á Stokkseyri fengu alveg sérstakt bragð. Það lýsir líka skopskyni Ein- ars vel, þegar hann keypti háa c-ið í orgeli Hallgrímskirkju í nafni systur sinnar, sópransöngkonunnar Þuríðar Pálsdóttur. Margir setja nafn Einars í sam- band við kermingar hans um forn- menningu íslendinga. Hann setti þær fyrst fram á páskunum árið 1969 í röð átta fyrirlestra í Nor- ræna húsinu. Líklega vissu fáir hve mikið starf lá að baki þeim hug- myndum, sem þar voru kynntar. Og fáa hefur grunað hvað á eftir myndi fylgja, en Einar vann sleitu- laust að rannsóknum á táknmáli fombókmennta til dauðadags. Trú- legt er, að þegar fram líða stundir verði páskafyrirlestrar Einars tald- ir marka tímamót á vettvangi fom- fræða, e.t.v. ein hin merkustu á þessari öld. Þó er sönnu næst, að fáir hafí tekið niðurstöður Einars fullkomlega alvarlega þama í Nor- ræna húsinu, svo byltingarkenndar vom þær og kölluðu á endurskoðun alls, sem áheyrendum hafði verið kennt. Undirstöðukenning Einars er sú, að sumar helstu fornsögur okkar væm launsögur eða allegóríur þar sem annað byggi undir en blasti við af frásögninni einni. Einar ein- beitti sér að ráðningu launsagn- anna, fyrst í Njálu, síðan Hrafn- kötlu og loks Eglu. Segja má, að þessi undirstöðu- kenning Einars nálgist það að hljóta almenna viðurkenningu, þótt flestallir hafí komið af íjöllum til að byija með. Það þykir ekkert undarlegt lengur þótt fræðimenn vinni út frá þeim möguleika að ís- lendingasögurnar séu launsögur. Einar hafði yfírburða þekkingu á goðafræði og goðsögum og tákn- máli þeirra. Hann sá, að persónur og atburðir íslendingasagna bám öll einkenni slíkra sagna. Úr þeim athugunum spratt önnur megin kenning Einars, að íslendingasög- umar væru sprottnar af goðsögum er tengdust heimsmynd og þjóðfé- lagsskipan. Sú heimsmynd væri skilgetið afkvæmi þeirrar heims- myndar sem virtist viðtekin í Evr- ópu árþúsundin fyrir landnámsöld okkar Islendinga. Einar líkti tilraunum sínum til túlkunar á mögulegum goðsögum að baki Njálu við leit raunvísinda- manna að uppruna alheimsins. Ummerkin væm vel sýnileg en vandasamt væri að sjá hvað gerst hefði, því að engar beinar heimildir væru fyrir hendi. Einar taldi, lík- lega með réttu, að eina leiðin til að túlka sögurnar væri að beita sömu aðferðum og raunvísinda- menn nota, þ.e. leggja fram tilgát- ur til prófunar. Með aðstoð slíks hjálpartækis hefðu eðlisfræðingar nú vel mótaðar hugmyndir um fyrstu augnablik alheimsins. Einar lagði þunga áherslu á notagildi til- gátna við lausn fornfræðilegra við- fangsefna en talaði jafnan fyrir daufum eyram. Eftir páskafyrirlestrana 1969 hóf Einar útgáfu ritsafnsins Rætur íslenskrar menningar, sem alls taldi 11 bindi. Hið síðasta þeirra kom út fyrir ári síðan. Einar gaf út tvær bækur á ensku um sama efni, og hin þriðja bíður prentunar. Einnig liggur eftir Einar fjöldi stakra rit- gerða, og útvarpsfyrirlestrar hans um fomfræði vom rómaðir. Bækur Einars bera vitni um fádæma góða yfirsýn yfír forna menningar- strauma, sjaldgæft innsæi, sem jaðrar við snilligáfu, og ríkan hæfí- leika til að sjá tengsl milli atriða sem virðast óskyld við fyrstu sýn. Þá var hann einstakur stflisti, hafði ríka máltilfínningu, og margar þýð- ingar hans em snilldarverk. I sumum köflum bókanna gagn- rýndi Einar afstöðu fyrirrennara sinna til íslenskra fomfræða. Gerði hann það af þeirri snerpu og rök- vísi, sem honum var einum lagið, og er hætt við, að einhveijum hafí sviðið undan. En Einar lagði sig einnig fram um að kynna hug- myndaheim miðaldamanna fyrir lesendum sínum. Taldi hann sjálf- sagt ekki vanþörf á, því að engum hafði hugkvæmst að tengja þann hugmyndaheim við ritun íslend- ingasagna fyrr. Rit Einars em barmafull af hug- myndum, sem settar em fram í formi tilgátna, og má segja með sanni, að hugvísindamenn séu öf- undsverðir af að hafa slíkan sjóð að moða úr. Einar skildi norræn fræði eftir auðugri en nokkum tíma. Hann reif dyrnar upp á gátt, og nú gustar um þær. Það er mikill missir fyrir alla að sjá á bak Einari, þó ekki fyrir neinn eins og Bessí. Hún hjúkraði honum heima á Sólvallagötunni til hinstu stundar' og gerði allt með glöðu geði og bros á vör. Lífíð á Sólvallagötunni heldur áfram. Þar býr dóttursonur Nenna og Bessíar, Einar litli. Bessí hefur því nóg að gera við að koma sjö ára drenghnokka til manns og nýt- ur til þess dyggrar aðstoðar Þor- steins sonar síns. Megi gæfan fylgja þeim. Sigrún Jónsdóttir og Árni Einarsson. Einar Pálsson, fræðimaður og rithöfundur, er látinn. Hann var bókmenntafræðingur sem hafði í sér dug til að fara eig- in leiðir, í útlistun sinni á hug- myndasögu alþýðu fyrri tíma. Tókst honum þannig að skilja eftir sig miklar bækur af því tagi sem bæði fræðimenn og rithöfundar sækja innblástur til lengi á eftir. Af hliðstæðum hans erlendis má nefna Joseph Campbell í Bandaríkj- unum (The Hero with a Thousand Faces), Robert Graces í Bretlandi (Greek Myths og The White Godd- ess), og allt síðan á nítjándu öld í Bretlandi; Frazer (The Golden Bo- ugh\ (Þekki ég rétt nóg til þessara hluta til að geta slegið fram þess- ari fullyrðingu; sem mannfræðing- ur og rithöfundur.) Hins vegar var Einar farsæll málaskólastjóri um árabil, og sýndi þar að hann kunni að gera flókin fræði aðgengileg almenningi, þannig að árangur sannaðist í mik- illi málakunnáttu nemenda hans. Sýnir það að hugmyndasaga forn- eskju var ekki hans eina tilrauna- glas, heldur einnig kennslustofan með sínu venjulega fólki sem stend- ur andspænis öðm völundarhúsi; tungumáli framandi þjóðar. Einar skrifaði grein um kennslu- tilraunir sínar í Málaskólanum Mími, sem birtist í tímaritinu Sixty- Five Degrees; Icelandic Life, sum- arið 1968. (Én það tímarit, sem gefið var út á íslandi á ensku, frá 1967 til 1970, var alfarið á vegum móður minnar, Amalíu Líndal; fjölmiðlafræðings, rithöfundar og skálds, frá Bandaríkjunum. Hún var fædd um líkt leyti og Einar, en lést fyrir sjö ámm í Kanada.) Hef ég snarað hér kafla úr þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.