Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞAÐ ER óneitan- lega umhugsunarefni hvaða hvatir liggja að baki stanslausri árás hins nýja fram- kvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna á Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Hann hefur á undanfömum vikum gengið milli flöl- miðla og dreift ósönn- um sakargiftum á hendur VR, þrátt fyrir að hann viti hið rétta. Tilgangurinn virðist vera sá einn að koma höggi á VR og forustu- menn þess. Og þörfin fyrir að fullnægja þeirri ástríðu hans er svo mikil, að ekkert er skeytt um hvað er rétt og hvað er rangt. Tilgangurinn helgar meðalið. Ég verð að viðurkenna, að þótt maður sé ýmsu vanur úr kjarabar- áttunni í gegnum áratugina, hafa slík vinnubrögð verið sjaldgæf. Hlaupið milli fjölmiðla til að rægja VR - sannleikurinn látinn víkja Þetta hófst með því að Sigurður gerði sér ferð í hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins þann 20. okt. sl., þar sem hann veittist að VR vegna boðs Flugleiða til félagsmanna VR, 65 ára og eldri, um ódýrar ferðir til Glasgow, en VR hafði aðeins látið Flug- leiðum í té límmiða með nöfnum þessara félagsmanna til að auðvelda Flugleiðum að senda þeim bréf. Í kvöldfréttatíma Rík- isútvarpsins sama dag leiðrétti ég ranghermi Sigurðar og einnig í grein í Mbl. 2. þ.m. Það skipti Sigurð hins veg- ar engu máli. Tilgang- ur Sigurðar var nefni- lega ekki að komast að sannleikanum í mál- inu, heldur að koma höggi á VR. Bréfið var frá Flugleiðum en ekki VR Hann hélt því iðju sinni ótrauður áfram. Sigurður skrifar grein í Mbl. 7. þ.m. og vísar þar m.a. í texta í bréfi, sem Flugleiðir sendu fyrrgreindum félagsmönnum VR. Þrátt fyrir að Sigurður hafi séð með eigin augum að þetta bréf er skrifað á bréfsefni Flugleiða og nafn Flugleiða er undir texta bréfs- ins, kýs hann að láta eins og VR hafi sent þetta bréf til félagsmanna sinna, sem á að staðfesta að VR sé að bjóða félagsmönnum í versl- unarferðir til útlanda. Hann segist í nefndri grein hafa séð „bréf til Kaupmannasamtökin höfnuðu, segir Magnús L. Sveinsson, þátttöku í átaksverkefninu „ís- lenskt, já takk“. félagsmanna VR, 65 ára og eldri“. Hann minnist ekki einu orði á að þetta bréf er frá Flugleiðum en ekki VR, sem ber enga ábyrgð á því. Og enn heldur Sigurður áfram að senda VR tóninn í Fréttapósti Kaupmannasamtakanna, 24. tbl. 1996. Og til að vekja sérstaka at- hygli lesenda Fréttapóstsins á þessu vonda félagi, Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, lætur Sigurður yfirskrift fréttarinnar vera: „Ferðatilboð VR“. Er hægt að kalla þetta heiðarleg vinnu- brögð? Sigurður segist hvetja fólk til utanlandsferða, þótt það versli erlendis! Sigurður kýs, einhverra hluta vegna, að segja ekki frá því, að í bréfi Flugleiða, er þess getið sér- staklega að íslenskur fararstjóri verður með í för og að boðið er upp á skoðunarferðir. Einnig segir í bréfinu, að í Glasgow sé „að fínna gróskumikið lista- og menningarlíf. I boði eru stór listasöfn, 25 listasýn- ingar og 10 leikhús". Þetta bendir óneitanlega til þess að hér er fleira í boði en verslunar- ferð. En eftir að Sigurður hefur eytt um helmingi greinar sinnar í Mbl. 7. þ.m., til að veitast að VR vegna ferðatilboðs Flugleiða, segist hann sjálfur vera því mjög hlynntur að fólk fari til útlanda! Orðrétt seg- ir hann: „enda hef ég í útvarpi og blaðaviðtölum einmitt lagt áherslu á að það sé sjálfsagt að fólk fari til útlanda og njóti þess sem þar er boðið upp á í menningu og af- þreyingu. Auðvitað kaupir fólk ýmislegt í slíkum ferðum“! Hér lýsir framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna því sjálfur yfír, að hann sé óþreytandi að hlaupa á milli fjölmiðla til að leggja áherslu á að fólk fari í ferðir eins og Flugleiðir eru að bjóða eldri fé- lagsmönnum VR. Svo hleypur þessi sami maður milli fjölmiðla og ræðst á VR fyrir að hafa afhent Flugleið- um límmiða til að auðvelda þeim að bjóða eldri félögum VR að fara í ferðir, sem hann segist sjálfur leggja áherslu á að fólk fari í! Varla er nú hægt að lýsa betur tvískinn- ungnum í málatilbúðnaði Sigurðar en hann gerir hér sjálfur og skýra betur hver tilgangur hans hefur verið með árásunum á VR. Ég verð að viðurkenna, að það er ekki mjög gott að eiga rökræður við svona mann. Og hvar eru nú áhyggjur Sigurðar af að verslunin flytjist úr landi eða af atvinnuleysinu hér? Kaupmannasamtökin: - Islenskt, nei takk? Sigurður hefur reynt að gera VR tortryggilegt fyrir að hafa ekki haft áhuga á að taka þátt í átakinu íslensk verslun - allra hagur. Hver er sannleikurinn í þessu máli? Á undanfömum árum hafa launþega- samtökin og samtök vinnuveitenda staðið saman að átakinu „íslenskt, já takk“, sem er nú að heíjast íjórða árið í röð. VR, eins og flest önnur stéttarfélög, hefur verið aðili að þessu átaki og lagt verulegt fjár- magn í það. Það gerðist hins vegar á sínum tíma, að Kaupmannasam- tökin kusu að vera ekki með í þessu sameiginlega átaki, þótt í því væri gert ráð fyrir að höfða sérstaklega til íslenskrar verslunar. Þegar Kaupmannasamtökin höfðu hafnað þátttöku, vildu þau fá VR með sér, en því neitaði VR. Það taldi að átak- ið bæri mestan árangur, ef aðilar vinnumarkaðarins stæðu saman en kröftunum væri ekki tvístrað eins og Kaupmannasamtökin vildu og gerðu. íslenskt, já takk - 6000 ný störf Það kom fram í ræðu Finns Ing- ólfssonar viðskiptaráðherra, við setningu á átakinu „íslenskt, já takk“ sem hófst á Flúðum fyrir nokkrum dögum, að nýleg könnun leiddi í ljós, að ef allir veldu ís- lenska vöru fremur en erlenda þeg- ar verð og gæði eru sambærileg, gæti gjaldeyrisspamaður þjóðar- búsins orðið 50 milljarðar króna og 6.000 störf orðið til í landinu, sem síðan hefðu margfeldisáhrif. Kaupmannasamtökin vildu ekki vera með Þetta er verkefnið, sem Kaup- mannasamtökin vilja ekki vera þátt- takendur í og framkvæmdastjóri þeirra veitist að VR fyrir að hafa ekki fylgt þeim að málum. Tal hans um glötuð atvinnutækifæri er ekki trúverðugt fremur en flest annað. Forusta VR er hins vegar ekki í nokkrum vafa um, að hún er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna með því að leggja þessu þýðingar- mikla máli lið. Höfundur erformaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Framkvæmdastj óri KI hvetur fólk til utanlands ferða, þótt það versli Magnús L. Sveinsson Helstefna íslenskra stjórn- valda í fiskveiðimálum Á FYRSTU árum áttunda ára- tugarins var mikil þorskveiði allt í átringum landið. Flestir skuttogarar voru gerðir út til ísfískveiða fyrstu árin en fljótlega fóru einstakar út- gerðir að frysta aflann um borð. Á seinni árum hefur frystitogurunum fjölgað mjög en gömlu ísfískitogur- unum fækkar óðum. Skipin stækka stöðugt með hveiju nýju skipi sem bætist í flotann. Gömlu vertíðarbát- arnir eru nánast allir horfnir af sjónarsviðinu, flestir hafa verið brenndir eða þeim sökkt. Öll sú aðgerð er svartur blettur á ís- lenskri útgerðarsögu. Núverandi fiskveiðistjórnun veldur því að veiðiheimildir færast í síauknum mæli á hendur sérval- inna útgerðarmanna. Hún miðar að því að stækka skipin, fækka útgerðarmönnum og sjómönnum, og færa vinnsluna út á sjó. Þessi stefna leiðir til minnkandi atvinnu fískvinnslufólks í landi og veldur eyðileggingu og sóun þeirra verð- mæta sem sjórinn gefur vegna þess að sjómennina skortir oft tíma til að koma fiskinum í vinnslu þegar mikið aflast. Margir skipstjórar hafa þann háttinn á að þeir toga og ná í sífellt meiri físk þótt nóg sé fyrir í móttökunni. Þeim físki er þá hent aftur í sjóinn. Undir lok kvótaárs er útgerðum og skipstjórum oft mikill vandi á höndum. Hann stafar af því að þá eru skipin oft búin, eða nánast búin, með kvóta sína. Oftast er það þorskkvótinn. Margir skipstjórar spara þorskinn og reyna að halda sig við nokkur tonn í túr. Það er ákaflega erfitt að fiska í botntroll á svokallaðri grunnslóð og fá engan Endaleysan bitnar ekki aðeins á fískstofnunum, segir Pétur Gissurar- son, hún bitnar líka á fólkinu í landinu. þorsk einkum núna þegar þorskin- um fjölgar mjög ört. Ég fór nokkra túra á ísfisktogara síðastliðið sum- ar sem afleysingastýrimaður. Við reyndum meðal annars að ná í ýsu og ufsa, sem er oftast að finna á sömu miðum og þorskurinn heldur sig á. Hvað gera menn í slíkum tilvikum? Ufsinn og ýsan fara niður í lest en þorskurinn fer aftur fyrir borð. Þann tíma sem ég var um borð í þessu skipi hentum við í sjó- inn miklu magni af úrvalsþorski. Frá því að ég fór að stunda sjó hefur það tíðkast að skipstjórar færðu svokallaða fískveiðidagbók. í hana er fært áætlað aflamagn eftir tegundum úr hveiju togi, hver veiðislóðin er, togtími, dýpi og fleira sem þykir skipta máli. Ha- frannsóknastofnun fær þessar skýrslur og munu þær upplýsingar sem þar er að fínna vera notaðar til viðmiðunar þegar ákvarða skal það magn sem veiða má næsta kvótaár. Engan skyldi því undra þótt Hafrannsókn standi í þeirri meiningu að lítið sé af þorski á grunnslóðinni þegar vísindamenn- imir í þorskinum lesa það í veiði- skýrslum togaraskipstjóranna að svo til enginn þorskur fáist nú á hinum hefðbundnu þorskamiðum. Fróðlegt væri að vita hvað veiði- skýrslur segja um þorskveiði á Látragrunni í júlímánuði 1996 þeg- ar allmikill fjöldi íslenskra togara var þar að veiðum dögum saman í þokkalegu ýsufískiríi. Ýsan var ekki ein á ferð, þarna var einnig töluverð þorskveiði. Mest af honum fór aftur í sjóinn. Skipstjórar sem eru að reyna að físka ýsu og ufsa geta ekkert ann- að farið en á grunnslóðina og til þess að bjarga sér út úr þeirri klípu sem kvótinn setur þeim skrá þeir í veiðidagbækur þann afla sem fer í Iestina en ekki það sem kemur um borð í skipin. Hér er lítil saga um skip sem átti lítið eftir af þorskkvóta sínum og var á siglingu gmnnt úti af Vestfjörðum. Skipstjórinn sá líkleg- ar lóðningar á mælum sínum. Hann átti um tíu tonn eftir af þorskkvót- anum svo hann lét trollið fara og togaði í nokkrar mínútur. Aflinn var um flögur tonn af rígaþorski. Hann ákvað að taka það sem hann átti eftir af þorskinum og lét trollið fara aftur. Nú á dögum hafa allir togar- ar svokallaðan aflanema á trollpok- um sínum sem hjálpa til þess að meta aflamagnið í trollinu. Álgengt er að hafa þá tvo. Einhverra hluta vegna kviknaði ekki á efri nemanum og skipstjóri fór tvisvar í gegnum ágætan lóðningablett. Þegar trollið var híft reyndist það vængjafullt af þorski. Áhöfnin giskaði á 70 til 80 tonn. Kannski hefur það verið miklu meira. Trollið sprakk í renn- unni og það sem innfyrir kom fór nánast allt í sjóinn aftur. Þetta ger- ist á veiðislóð þar sem varla hefur sést þorskur í mörg ár sé miðað við aflaskýrslur togaranna. Snúum okkar að karfanum. Við áttum að fiska karfa til útflutnings í gámum á skipi því sem ég var á en áttum sáralítinn kvóta. Þjóð- verjar borga yfir höfuð gott verð fyrir stóran og góðan karfa en minni karfinn fer oftast á mjög lélegu verði. Gildir það bæði á heimamörkuðum og erlendis. Karfi sem er undir 700 til 800 grömm er ekki í háu verði. Helst vilja Þjóð- verjar að karfínn nái einu kílói. Þessi stærð af karfa finnst varla lengur á okkar fiskimiðum. Stór karfi fékkst lengi vel í djúpkantin- um suðvestur og suður af Reykja- nesi, svokölluðu Skeijadýpi og suður um Vestmannaeyjar. Eftir að menn fóru að nota hið stóra Gloríuflottroll á karfann á þessum miðum fæst þar svo til enginn karfi lengur. Á svokölluðum Fjöllum suðvest- ur af Reykjanesi fæst ennþá tölu- verður karfí á þegar skilyrði eru hagstæð en hann er yfirleitt smár. Menn sem eiga lítinn karfakvóta hirða því stærsta karfínn úr því sem inn kemur en hinu er hent. Til þess að koma með einhver verð- mæti að landi í krónum talið hent- um við nær öllum karfa undir 700 grömmum. Staðreyndin er sú að á okkar fískiskipum er allt að 50 til 60% a.f karfanum hent aftur í sjó- inn. Á cyúpslóðinni suðvestur af Reykjaneshryggnum er það hlut- fall karfa sem hent er fyrir borð jafnvel ennþá hærra. Svona er fiskveiðistefna stjóm- valda og framkvæmd hennar að leika stofnana sem hún átti að vemda. Þessi endaleysa bitnar ekki eingöngu á fískistofnunum, hún bitnar líka á fólkinp í landinu. Gegndarlaus sóun verðmæta er af- leiðing þessarar stefnu. Nú er farið að þrengjast um á þeim miðum sem stóm togskipin hafa sótt aflann. Djúpslóðin allt í kringum landið er nánast uppurin. Sjómenn vita manna best hvernig grálúðuslóðin allt í kringum landið og blálöngu- miðin suður af Vestmannaeyjum eru orðin. Hvar ætla stóru frystiskipin nú að leita fanga? Smugan er greini- lega ekki sú örugga aflaslóð sem menn vonuðust eftir. Eitt sinn vom stór verksmiðjuskip frá austan- tjaldsríkjum sem sóttu á íslandsmið kölluð gjöreyðingartæki, ryksugur sem engu þyrmdu og þar fram eft- ir götunum. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir stærðina höfðu þessi skip ekki nema brot af þeirri veiðigetu sem okkar nýjustu og stærstu skip hafa í dag. Þessir menn gerðu þó verðmæti úr öllu því sem innfyrir kom á þeirra skipum. Það er allt annað en segja má um íslensk veið- skip í dag, þar er verðmætum fyrir hundmð milljóna króna hent aftur í sjóinn. Sá skaði sem núverandi fisk- veiðistefna er að gera lífríki sjávar er mikið áhyggjuefni. Skipum er nú haldið úti á fjarlægum miðum oft að því er virðist í algeru til- gangsleysi. Þeir sem skipin eiga velta veiðiheimildum á heimaslóð- inni milli sín í afar einkennilegum búðarleik. Sjómenn em margir hveijir neyddir til þess að taka þátt í þeim skollaleik og fjármagna að hluta til með afkomu sinni. Ég skora á íslenska sjómenh að rísa upp allir sem einn og heimta upp- stokkun á þessu bijálæðislega kvótakerfí sem er að drepa niður afkomumöguleika þeirra, fjöl- skyldulíf og siðferðiskennd. Þetta kerfí verndar ekki fiskinn í sjónum. Afla er hent fyrir borð svo skiptir þúsundum tonna. Þessi geggjun verður að taka enda nú þegar. Höfundur er fyrrverandi togaraskipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.