Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bjarni Ragnar Jónsson var fæddur á Amam- úpi í Keldudal í Dýrafirði hinn 7. sept. 1905. Hann lést á dvalarheimil- inu Skjóli 5. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans vora Kristján Jón Guðmundsson, - -t fæddur 2. feb. 1887 á Skálará í Keldu- dal í Dýrafirði, d. 26. maí 1968, og kona hans Halla Bjarnadóttir, f. 2. nóv. 1878 í Svaðkoti í Vestmannaeyjum, d. 25. des. 1930. Bjarni var elstur fimm systkina, sem 811 em lát- in. Systkini hans vom: Þorberg- ur Agúst, verslunarmaður á Norðfirði, Jón Gísli, húsasmíða- meistari í Reykjavík, Jóhanna Steinunn, saumakona í Reylqa- vík, og Kristján Sæmundur, veggfóðrarameistari í Reykja- vík. Hinn 12. janúar 1935 kvænt- ist Bjarai Kristrúnu Elisabetu Haraldsdóttur, f. 19. febr. 1904, d. 3. maí 1986. Þau bjuggu fyrst á Grettisgötu 47a og síðar í Drápuhlíð 40 í Reykjavík. Dæt- ur þeirra em: 1) Valgerður Gröndal, f. 29. maí 1934, hús- móðir í Reykjavík, eiginmaður Páll Gröndal, tónlistarmaður, þau skildu. Böm þeirra era: Sigríður, f. 1956, Kristrún El- ísabet, f. 1957, Sigurlaug Berg- lind, f. 1960, Steinunn Björk, f. 1962, Bjami Ragnar, f. 1965. 2) Halla, f. 11. jan. 1938, hús- freyja á Vatnsleysu í Biskups- tungum, gift Braga Þorsteins- syni bónda þar. Þeirra böm em Ingunn Biraa, f. 1959, Ragn- í dag er til moldar borinn afi minn, Bjami R. Jónsson, sem and- aðist saddur lífdaga hinn 5. nóvem- ber sl. Afí var fæddur á bænum Arnar- núpi í Keldudal í Dýrafirði og var elstur fímm systkina. Hann flutti ungur ásamt fjölskyldu sinni til Þingeyrar þar sem hann ólst upp. Frá níu ára aldri og allt fram yfír fermingu stundaði hann róðra með 'r? föður sínum, én hann gerði út skútu frá Þingeyri, og má segja að sá hluti atvinnuferils afa míns hafí ávallt verið honum hvað hugstæð- astur. Á milli róðra á sumrin dvaldi afí oft og einatt að Kirkjubóli í Dýrafírði hjá föðurbróður sínum og ijölskyldu hans, sem þar bjó, og hjálpaði til við heyskap og önnur bústörf. Afí hefur því kynnst ágæt- lega vinnubrögðum þess tíma bæði til sjávar og sveita. Vegna ágætra námshæfileika og þess sérstaklega hversu talnaglöggur hann þótti bauðst honum starf í verslun Sig- mundar Jónssonar á Þingeyri, en þar vann afí í sex ár eða allt þar ^ > til hann hélt suður til náms. Á upp- vaxtarárum afa var atvinnulíf og mannlíf allt á Þingeyri í miklum blóma. Var umtalað að á Þingeyri heiður, f. 1963, Þor- steinn Ágúst, f. 1967, d. 6. mars 1996, og Kristrún, f. 1976. 3) Auk þess eignuðust þau Bjarni og Kristrún son, sem var and- vana fæddur 18. október 1948. Lang- afabörnin em alls 15. Bjarni vann í verslun Sigmundar Jónssonar á Þing- eyri í sex ár áður en hann hélt til náms í Verslunarskóla íslands haustið 1928, en þaðan lauk hann verslunarprófi árið 1930. Sumarið 1929 var hann til sjós á togaranum Gylfa frá Reyýa- vik. 1. júní 1930 hóf Bjami störf hjá vélaverslun G.J. Fossberg. Arið 1949 varð Bjami forstjóri fyrirtækisins og gegndi því starfí til ársins 1989. Arið 1943 var fyrirtækinu breytt í hluta- félag og var Bjami sljómarfor- maður þess frá árinu 1987 til dauðadags. Bjarni var mikill útilifsmað- ur og var stang- og skotveiði- maður. Hann starfaði um ára- bil í Stangveiðifélagi Reykja- víkur og var sæmdur heiðurs- merki þess árið 1977. Bjarni var einn af stofnendum Skotfé- lags Reykjavíkur. Hann var lengi formaður Dýrfirðingafé- lagsins í Reykjavik og var gerður að heiðursfélaga þess. Hann sat í stjórn Verslunar- ráðs íslands 1966-67. Þá var Bjarni félagi í Frímúrararegl- unni í Reykjavík. Utför Bjarna fer fram frá Fossvogskirkju og hefst athöfn- in klukkan 13.30. byggju mestu „aristókratamir“ á VestQörðum. Nánast öll verslun á staðnum byggðist upp á viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn, sem stunduðu bolfisk- og hákarlaveiðar úti fyrir Vestfjörðum og höfðu að- stöðu fyrir útgerð sína á Þingeyri. í starfí sínu í verslun Sigmundar Jónssonar hlaut afí ómetanlega reynslu í verslun og viðskiptum, bæði við innlenda sem erlenda að- ila, sem þá var auðvitað fátítt, hann lærði að halda bókhald og allt ann- að, sem góðum verslunarmanni sæmdi á þeirri tíð. Má leiða að því líkum að þessi reynsla og kynnin af hinu „aristókratíska" mannlífí á Þingeyri hafí mótað afa meira en nokkuð annað þegar frá leið. Á þessum ámm, þegar vakning ungmennafélagshreyfingarinnar var í algleymingi, stunduðu æsku- menn á Þingeyri íþróttir af kappi og var afí einn þeirra. Þótti hann ágætur íþróttamaður og keppti fyr- ir hönd íþróttafélagsins Höfmngs á mótum á Vestijörðum. Þá voru aðstæður að sjálfsögðu allfrá- bmgðnar því sem nú tíðkast, menn lærðu að synda í sjónum og þurftu að leggja á sig erfiðar ferðir fót- gangandi yfir hinar vestfirsku heið- ar til að sækja íþróttamót, sem haldin voru í öðmm byggðarlögum. Ekki er að efa að afí hefur lengi búið að íþróttaiðkun þessari og ekki síður þeim sanna íþróttaanda, sem ríkti á þessum tíma og hann þarna kynntist. Afi var alla tíð hraustur, honum var umhugað um heilsu sína og gætti hennar vel. Gerði hann t.d. hinar svokölluðu Mullers-æfíng- ar á hveijum degi. Haustið 1928 flutti afí suður til Reykjavíkur og hóf nám við Versl- unarskóla íslands. Námið kostaði hann sjálfur, var til sjós á togaran- um Gylfa frá Reykjavík sumarið 1929. Hann lauk verslunarprófi með láði vorið 1930, og 1. júní það sama ár hóf afi störf hjá vélaversl- un G.J. Fossberg, en þar starfaði hann alla tíð síðan. Árið 1937 var rekstur fyrirtækisins að mestu kominn í hendur afa vegna heilsu- brests Gunnlaugs Jónssonar eig- anda þess. Árið 1949 lést Gunn- laugur og tók afi þá við forstjóra- starfínu og gegndi hann því allt til ársins 1989, eða í ljörutíu ár. Mætti segja mér að störf hans við fyrir- tækið hafí einkennst af stakri sam- viskusemi og hollustu við það, enda skilaði hann af sér stöndugu og traustu fyrirtæki. Viðskipti sín stundaði hann ávallt af fyllsta heið- arleika og skilvísi, en slíkir eigin- leikar voru honum í blóð bornir. Óheilindi og klekkjabrögð í viðskipt- um vom honum ekki að skapi. Áfí var ekki maður áhættutökunnar, en hann tók allar ákvarðanir, bæði í starfí og einkalífi, að vel ígmnd- uðu máli. Hinn 12. janúar 1935 kvæntist afí ömmu minni, Kristrúnu Elísa- betu Haraldsdóttur. Hófu þau bú- skap sinn að Grettisgötu 47a, en bjuggu síðar að Drápuhlíð 40 hér í borg. Þeim varð tveggja dætra auð- ið, en auk þess eignuðust þau son andvana fæddan. Giftingarárið byggðu þau sumarbústað við Með- alfellsvatn í Kjós, en þeirra bústaður var sá fyrsti, sem byggður var í landi Eyja. Áður hafði aðeins einn bústað- ur verið reistur við vatnið. Sumarbú- staðurinn og Kjósin var unaðsreitur þeirra alla tíð síðan. Þangað flutti amma búferlum á vorin ásamt dætr- unum tveimur og dvaldi þar sumar- langt í faðmi náttúmnnar. Afi kom um helgar og dvaldi þar auðvitað í öllum sínum leyfum. Afí og amma áttu sameiginlegt áhugamál sem var stangveiðar. Veiðamar stunduðu þau aðallega í Kjósinni, þ.e. í Meðalfellsvatni og Laxá, en auk þess fóm þau í veiðit- úra í allar helstu laxveiðiár landsins. Oftast veiddu þau í Norðurá í Borg- arfírði, en þar vom þau við veiðar fyrstu vikuna í júlí í tæp þrjátíu ár. Ámma veiddi á maðk, sem afa þótti frekar ómerkileg veiðimennska, en hann veiddi á flugu af mikilli fag- mennsku. Þó held ég að amma hafí ekki dregið færri físka að iandi en afi, en hún var alla tíð mjög fískin. I þessu áhugamáli sameinuðust þau afí og amma, vom vinir og jafningj- ar. Eg álít að þau hjónin hljóti að hafa verið svolítið á undan sinni samtíð að mörgu leyti og þó sérstak- lega amma. Hún var sjálfstæð og fór sínar eigin leiðir, tók t.d. bílpróf strax og hún hafði aldur til og gekk í síðbuxum löngu áður en konur tóku upp á þeim sið, einfaldlega vegna þess að henni þótti það þægi- legra. Hún lét sér ekki nægja hið dæmigerða hlutskipti eiginkonu á þessum tíma, þ.e. að hugsa um heim- ili og böm, heldur sinnti hún einnig áhugamálum sínum, útivem og stangveiðum, sem vissulega vom óvenjuleg áhugamál konu á þessum tíma. Auk stangveiðanna stundaði afí skotveiðar og fór á rjúpu og gæs á hveiju ári, oftast með félaga sínum til margra ára og tryggum vini, Ófeigi Olafssyni. Afi var mikill ná- kvæmnismaður og sökkti sér niður í og las sér til um viðfangsefni sín, hvort sem um starf eða leik var að ræða. Þannig var hann mjög vel að sér um alla málma og hinar ýmsu málmblöndur í boltum, skrúf- um, legum og þess háttar, sem hann verslaði með og þegar að skot- veiðunum kom var hann manna fróðastur um byssur, púður og skot. Kom til dæmis fyrir að Rannsóknar- lögreglan leitaði í smiðju hans þeg- ar hún þurfti á sérfræðiáliti af þessu tagi að halda. Amma dó árið 1986 og eftir það átti afi sitt athvarf á heimili for- eldra minna að Vatnsleysu í Bisk- upstungum. Var það hans annað heimili hin síðari ár. Sat hann löng- um í stofunni á Vatnsleysu, las sitt góða Morgunblað eða riíjaði upp sögur frá liðinni tíð. Þess á milli fór hann í göngutúra upp á hlíð þegar veður leyfði. Var hann ágætlega ern andlega og líkamlega allt til níræðs, en þá fór að halla undan fæti.. Síðasta árið dvaldi hann að mestu á öldrunardeild Landakots- spítala og nú síðustu mánuðina á dvalarheimilinu Skjóli. Þegar rakinn er æviferill afa er ljóst að hann hefur verið gæfumað- ur. Hann ólst upp við gott atlæti, menntaði sig, naut velgengni í starfi, lifði í farsælu hjónabandi og naut áhugamála sinna. Sagt er að hver sé sinnar gæfu smiður og víst er að með dugnaði sínum og heil- brigðu líferni lagði afi sjálfur grunninn að gæfu sinni. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður Bragadóttir. Það voru tveir umsækjendur um starf skrifstofustjóra hjá G.J. Foss- berg vélaverzlun vorið 1930. Móð- urafí minn, Gunnlaugur J. Fossberg vélstjóri, sem stofnað hafði fyrir- tækið þremur árum áður, var í vafa. Átti hann að ráða 25 ára gamlan Vestfirðing, nýútskrifaðan úr Verzlunarskólanum? Eða átti hann að halla sér að hinum umsækjand- anum, eldri og reyndari manni, sem bauð þó ekki af sér eins góðan þokka? Amma mín, Jóhanna Foss- berg, tók af skarið: Þú skalt ráða unga manninn, Gunnlaugur! Og Bjami R. Jónsson var ráðinn til starfa hjá Fossberg 1. júní 1930. Keppinautur hans um starfið mun hins vegar hafa lent í ýmsum vand- ræðum síðar á ævinni. Sama verður hins vegar ekki sagt um Bjama. Og 60 ámm síðar, 1. júní 1990, var haldið upp á 60 ára starfsafmæli Bjama. Hann hafði að vísu látið af störfum forstjóra árið áður, 84 ára að aldri, en mætti samt til vinnu daglega eins og ekkert væri sjálf- sagðan og hafði þar nóg að gera. Og átti eftir að mæta til vinnu a.m.k. ijögur ár enn. Enda þótt Gunnlaugur J. Foss- berg ætti mörg ár ólifuð árið 1930, átti hann lengi við vanheilsu að stríða og Bjarni sagði mér sjálfur að hann hefði í raun tekið við stjórn fyritækisins árið 1937. Formlega varð hann þó ekki forstjóri þess fyrr en við andlát Gunnlaugs, sem féll frá langt fyrir aldur fram, að- eins 58 ára að aldri, árið 1949. Þegar Bjami kom að fyrirtækinu vom allar vömr pantaðar frá Dan- mörku, hvar sem þær vom svo framleiddar. Þessu breytti Bjarni og fór að panta vörur frá Englandi og Þýzkalandi og síðar Bandaríkj- unum. Þannig jók hann vöruúrvalið og náði hagstæðara verði. í lok heimsstyijaldarinnar síðari keypti hann miklar vörubirgðir af setulið- inu, s.s. skrúfbolta og aðrar málm- vömr og fyrirtækið óx og dafnaði undir hans stjórn. Árið 1935 hafði fyrirtækið verið flutt úr Hafnar- stræti 18 í Vesturgötu 3 þar sem það var síðan í leiguhúsnæði í 30 ár eða til ársins 1965 og muna margir eldri Reykvíkingar eftir Fossbergbúðinni í kjallaranum á Vesturgötu 3. Vanskil voru eitur í beinum Bjarna og undir hans stjórn féll aldrei víxill á verzlunina. Á þessum ámm stýrði Bjarni fyrirtækinu í gegnum skin og skúr- ir í íslenzku þjóðlifí, kreppu, höft og viðreisn. Bjana varð tíðrætt um haftatímabilið og sagði oft ótrúleg- ar sögur af baráttu sinni við yfir- völd á þeim tíma. Ekki vil ég ganga svo langt að segja að Bjarni hafi saknað þessa tímabils, en lúmskt gaman hafði hann af baráttunni um innflutningsleyfin; a.m.k. svona eftir á. + GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON fyrrverandi rektor, verftur jarftsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Alda Snæhólm, Ólafur Guftmundsson, Liz Guftmundsson, Arnlaugur Guðmundsson, Anna Kristjánsdóttir, Guðrún Guftmundsdóttir, Björgvin Víglundsson, barnabörn og barnabarnabarn. BJARNIR. JÓNSSON í dag lifum við á öld samkeppni en á þessum tíma stýrði Bjarni fyr- irtækinu á öld vöruskorts. Núna er aðalatriðið að sannfæra viðskipta- vini um að þeir eigi að verzla hjá okkur en ekki keppinautunum. Þá var aðalatriðið að útvega vöruna. Viðskiptavinirnir létu ekk á sér standa, þegar varan var komin í búðina. Bjarni gerði þó miklu meira en að beijast við yfírvöld um innflutn- ingsleyfí, enda var mikið í manninn spunnið. Til dæmis þrautlas hann alla tæknilega bæklinga (á ensku) sem hann komst yfir varðandi sitt starf og byggði þannig upp hjá sér óhemjumikla þekkingu á þeim vör- um sem vélsmiðjumar þurftu á að halda og verzlunin ýmist lá með eða útvegaði mönnum. Ég minnist sér- staklega þekkingar hans á ýmiss konar málmum og málmblöndum og einnig pakkningarefnum. Þessi mikla vinna skilaði sér í fæmi hans til að útvega mönnum réttar nauð- synjar í smiðjunum og stundum kom fýrir að hann gat leitt reynda smiði á rétta braut í vali á verkfærum og efnum og jafnvel kom fyrir að verk- fræðingar þágu ráð hjá honum. ÖU þessi mikla vinna Bjarna og samstarfsfólks hans skilaði sér að sjálfsögðu í bættum hag fyrirtækis- ins og á árunum 1963-1965 kom að því sem ég tel hafa verið há- punkt á ferli Bjama hjá Fossberg. Leiguhúsnæðið á Vesturgötunni var orðið allt of lítið og eftir mikla bar- áttu við borgaryfirvöld fékkst loks- ins lóð á horni Skúlagötu og Höfða- túns. Sennilega hafa borgaryfírvöld venmetið getu fyrirtækisins því á tveimur ámm reisti Bjarni þar Foss- berghúsið, stórhýsi á þremur hæð- um auk kjallara, sem enn hýsir starfsemi fyrirtækisins og mun vafalaust gera lengi enn. Ég sagði að Bjami hefði reist húsið og mun það varla vera of- mælt. Ekki þó í þeim skilningi að hann hafí sjálfur hrært steypuna, heldur pantaði hann sjálfur svo að segja allt byggingarefnið í húsið beint frá útlöndum. Þakplötur, steypustyrktaijám, þakrennur, gler, gólfefni o.s.frv. Bjarni lá yfír bæklingum og pantaði einungis það bezta. Þakjámið var af sérstaklega þykkri gerð og annað eftir því. „Vel skal vanda, það sem lengi á að standa“ og núna, 30 árum síð- ar, sést vel hversu mikið hefur ver- ið í húsið lagt. Gott dæmi er það þegar arkitektar og verkfræðingar hússins gerðu ráð fyrir að gólfplöt- ur bæra 250 kg/ferm í samræmi við almennar kröfur. Eftir langa yfírlegu skipaði Bjarni svo fyrir að burðargetan ætti að vera 500 kg/ferm og það var gert. Skamm- tímakostnaður skipti ekki máli; að- alatriðið var að byggja vandað hús sem stæðist tímans tönn eins lengi og unnt væri. ■ Segja má að Fossberghúsið við Skúlagötu sé óbrotgjarn minnis- varði um Bjarna R. Jónsson og nýtur verzlunin þess mjög að vera í þessum glæsilegu húsakynnum. Bjarni var ekki einungis góður í að lesa tækniefni á ensku; hann var líka mjög ritfær á því tungumáli. Hann skrifaði mikið alla tíð út um allan heim og óskaði eftir upplýs- ingum um vélar og tæki. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hann; kominn mjög hátt á níræðis- aldur; kom akandi á hveijum degi í fyrirtækið og hóf bréfaskriftir út um allan heim, m.a.s. Tævans og Kína. Ég býst við að viðtakendur bréfanna hafi ekki órað fyrir aldri bréfritara. „Við verðum stöðugt að reyna að finna nýjar vörar til að selja,“ sagði þessi aldni maður sem var þó að vissu leyti síungur. Bjarni hafði karlmannlega skap- höfn og gat verið skapmikill. Samt var alltaf stutt í glettnina og sögu- maður var hann góður. Þegar ég tók við af Bjama árið 1989 urðu hressileg kynslóðaskipti, því að á milli okkar voru hvorki meira né minna en 53 ár. Okkar samskipti voru farsæl þótt viðhorfin væru stundum ólík. Maður um þrí- tugt hefur að sjálfsögðu áhuga á fortíðinni, enn meiri áhuga á nútíð- inni en mestan áhuga á framtíð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.