Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 25 Nýjar bækur Harður heimur unglinga BÓKIN Dansað við dauðann er komin út. Eiturlyfjavandi ís- lenskrar æsku er hér í brennidepli. Höfund- urinn, Ragnhildur Sverrisdóttir, hefur gert sér far um að ná til ungmennanna; hún ræðir við unglinga sem hafa ánetjast eitrinu og foreldra, sem hafa misst börn sín í eitrið. Ýmis átr- únargoð íslenskrar æsku, svo sem Emil- íana Torrini, Jón Am- ar Magnússon og Vala Flosadóttir segja hér álit sitt á eiturlyfjanotkun og Jafn- ingjafræðslan er kynnt. Einar Gylfi Jónsson gefur heilræði og íjallað er um eiturlyfín sjálf; hver þau eru sem helst ógna íslensku samfélagi, sögu þeirra hér á Iandi, neysluhætti og hvemig megi átta sig á einkennum þeirra. „Tilgangur Ragn- hildar er að ná til unglinganna; hún hef- ur skrifað Dansað við dauðann fyrir ungl- ingana til að þeir megi læra að varast eitrið án þess að brenna sig og fyrir foreldra til að auka skilning þeirra á hinum harða heimi unglingsins og gera þá færari um að rétta hjálparhönd ef eitrið leggurtil atlögu,“ seg- ir í kynningu. Útgefandi er Hólar. Dansað við dauðann er 165 bls. og kostar 2.780 kr. Hluti af sölu- andvirði bókarinnar rennur til for- varnarstarfs Jafningjafræðslunn- ar. Bókin er tileinkuð minningu Orra Steins Helgasonar sem féll fyrir eigin hendi fyrir ári. Ragnhildur Sverrisdóttir Líf íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn í BABÝLON við Eyr- arsund. í félagsskap íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1893-1970 nefnist nýútkomin bók eftir Margréti Jónasdóttur, sagnfræðing. I kynningu segir m.a.: „I bók sinni seg- ir Margrét Jónasdótt- ir, sagnfræðingur, sögu Félags íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn á þessum 77 árum frá stofnun. Efnið er m.a. unnið úr fundargerðum fé- lagsins, greinum í dagblöðum, ritum Hafnarstúd- enta, skjölum úr Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og síðast en ekki síst með viðtölum við marga núlifandi Hafnarstúd- enta.“ „Umgjörð sögunnar er stúd- entafélagið. Innviðir eru einstakl- ingarnir, stúdentar og fræðimenn, sem stóðu að því á hveijum tíma og notuðu félagsfundi til þess að viðra skoð- anir sínar á íslands- málum. Margir af áhrifamestu mennta- mönnum íslands voru skólaðir þar í rökfími og ræðulist og þeir urðu öðrum fremur til að endurheimta sjálf- stæði okkar. ísland og íslendingar búa enn að störfum þeirra." Útgefandi er Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn og umboðsaðili á Islandi er Sögufé- Iag. Bókin er 318 bls. og prýdd fjölda mynda sem margar hafa ekki birst áður. í henni eru skrár um allar stjórnir félagsins, funda- efni, heimildarskrá og nafnaskrá. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Verð 3.420 kr. Margrét Jónasdóttir Ljóð með nýjum hætti KOMIN er út geisla- diskur þar sem Bubbi Morthens les ljóð við undirleik ýmissa hljóðfæraleikara. E-r diskurinn tilraun til að miðla ljóðum með nýjum hætti, en þau eru jafnframt prentuð í bæklingi með disk- inum. Gisladiskurinn nefnist Hvíta hliðin á svörtu og geymir 26 ljóð eftir Bubba. Hann fer með ljóðin, en hljóðfæraleikarar voru fengnir til að spinna stef í anda ljóðanna og leika með lestrinum. Eyþór Gunn- arsson leikur á píanó, Tómas R. Einarsson á kontra- bassa, Eðvarð Lárus- son á gítar og Guðni Franzson á mismun- andi klarinettur og önnur blásturshljóð- færi. Auk þeirra koma við sögu brasil- íski ásláttarmaðurinn Celio de Carvalho og Grænlendingurinn Maarius Olsen sem leikur á handtrommu og syngur (æjar) með. Utgefandi er Mál og menning. Málverk eftir Tolla prýðir fors- íðu disksins, sem hljóðritaður var í Stúdíó Sýrlandi. Leiðbeinandi útsöluverð er 1.980 krónur. Alnetið til bjargar mál- lýskunum MÁLVERNDARMAÐUR í Dölun- um í Svíþjóð hefur tekið alnetið í þjónustu sina til þess að koma í veg fyrir að sjaldgaef mállýska deyi út. Um er að ræða mállýsku sem töluð er í Vámhus og vonast þeir sem að þessu standa, til þess að það verði jafnvel til þess að breiða mállýskuna út. Það var Leif Bength, tölvufræð- ingur frá Vámhus, sem fékk þessa hugmynd, þegar hann hélt fyrir- lestur um alnetið. Einn áheyrenda spurði hann hvort ekki væri hætt við því að útbreiðsla alnetsins og hinar miklu enskuslettur þar, gengju af mállýskunum dauðum. Það varð til þess að Bength ákvað að taka upp nokkur dæmi um Vámhus-málið og setja inn á net- ið. Þess ber að geta að blaðamað- ur Svenska daghladet líkir mál- lýskunni við það þegar talað sé aftur á bak og segir hana með öllu óskiljanlega. Meirihluti hinna 1.300 íbúa Vámhus talar mállýsk- una og Bength vonast til þess að netsíðan með dæmunum um hana muni vekja áhuga fleiri. Slóðin á síðu Bengths er http://www.bbhb.se/vsock.html Leikfélag Mosfellssveit- ar 20 ára í TILEFNI af 20 ára afmæli Leikfélags Mosfellssveitar verð- ur opið hús í Bæjarleikhúsinu dagana 13.-15. nóvember og verður húsið opið frá kl. 20-22 alla dagana fyrir gesti og gang- andi. Fjölbreytt dagskrá verður þessa daga og má nefna flutn- ing Stjömufáks eftir Jóhannes úr Kötlum og frumsamda dag- skrá eftir Birgi Sigurðsson sem fjallar um leiklist í Mosfelssbæ frá 1909 til þessa dags. Frum- sýndur verður ítalski einþátt- ungurinn Hvíslararnir eftir Dino Buzzatti í þýðingu og leik- stjóm Guðnýjar Maríu Jóns- dóttur. Einnig verða til sýnis ljósmyndir gamlar og nýjar ásamt plakötum og leikskrám. Frestun á fyr- irlestri FYRIRLESTRI Kristínar Óm- arsdóttur sem vera átti í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b, í dag, miðvikudag, 13. nóvember verður frestað til miðvikudags- ins 27. nóvember. Nánar aug- lýst síðar. Ævisaga Bjarkar ÆVISAGA Bjarkar Guðmundsdóttur sem kallast Björkgraphy er komin út. Höfundur bókarinnar er breski blaðamaðurinn Martin Aston. , í kynningu útgef- anda segir að Martin Aston hafí verið fyrst- ur breskra blaðamanna til að taka viðtal við Sykurmolana og því vel í stakk búinn til að skrifa ævisögu Bjarkar. Aston segir í inn- gangi að þó Björk hafi sjálf ekki viljað koma að gerð bókarinnar eða ræða við hann sé hann henni þakk- látur fyrir að hafa ekki sett stein í götu sína og þannig hafi ýmsir rætt við hann sem ann- ars hefðu ekki gefið færi á sér. Aston ræðir við marga íslendinga um uppvaxtarár Bjark- ar og fyrstu ár hennar tónlistinni, meðal annars foreldra henn- ar, aukinheldur sem hann hafði tal af ijölda erlendra starfsmanna útgáfufyrirtækja, tónlistarmanna, vina og kunningja Bjarkar. Utgefandi er breska bókaforlag- ið Simon & Schuster. Björkgraphy er 335 síður, skreytt nokkrum svart-hvítum myndum. Bókin kost- ar 10,99 sterlingspund ytra, um 1.200 kr. Listin í upplausn í Sao Paulo SAO Paulo-tvíæringurinn í Brasilíu er mikill að umfangi. Hann hófst í lok október og stend- ur til 8. desember og á þeim tíma á að sýna um 1.800 listaverk eftir 134 listamenn, en búist er við að um tvær milljónir manna muni leggja leið sína í sýningarsali borg- arinnar á meðan tvíæringnum stendur. Kostnaður við hann er talinn nema um 12 milljónum dala, rúmum 800 milljónir ísl. króna. Sá sem stýrir tvíæringnum og sér til þess að framkvæmdin gangi vel og greiðlega fyrir sig er Dan- inn Jens Olsen. Tvíæringurinn er sá 23. í röð- inni en æ fleiri borgir standa fyrir svo viðamiklu sýningarhaldi. Má þar nefna Feneyjar, New York, Sydney og Jóhannesarborg. Sýningarhaldið á tvíæringnum er þrískipt. í fyrsta lagi er það sjálfur tvíæringurinn þar sem 75 listamenn frá jafnmörgum löndum sýna verk sín. Þá er það sýningin Universalis, sýning sem skiptist í sjö landfræðileg svæði og að síð- ustu framlag hinna miklu meistara málaralistarinnar. Að þessu sinni ber líklega hæst sýningu á 230 ætingum spænska snillingsins Francesco de Goya (1746-1828). Af öðrum eldri meisturum málaralistarinnar má nefna Pablo Picasso og Edvard Munch en á fimmta tug verka verða sýnd eftir hvorn. Þá má nefna þýsk-argentínska mynd- höggvarann Gego, Paul Klee, Wifredo Lam, Andy Warhol og hina 85 ára gömlu Louise Bor- ugeois. Þema tvíæringsins er listin í upplausn, listin sem nálgast upp- haf þriðja árþúsundsins. Elstu listamennimir halda trúnað við málverkið, aðrir hafa leitað á vit innsetninga og myndbanda. Visin laufblöð, gúmmískór og pakkar Brasilíumannanna Kyriakakis og Roberto Evangelista, útflattar dósir Suður-Kóreumannsins Sooc- heon Jheon og flísar, tré og ís norsku myndlistarkonunnar Mar- ianne Heske og fána- og maura- listaverk japanska listamannsins Yukinori Yanagi eru dæmi um þetta. Vídeólist á fjölmarga full- trúa og gerir það myndlistarunn- endum illmögulegt að komast yfír að sjá öll verkin, enda tímafrekt með afbrigðum. Á ýmsu hefur gengið á tvíær- ingnum en líklega ber hæst deilur indverska listamannsins Anish Kapoor og Danans Christian Lemmerz en verkum þeirra var komið upp hlið við hlið í einum sýningarsalanna. Verk Lemmerz er fimm metra há höggmynd þar sem ljós og lýsing leika stórt hlut- verk. Kapoor mótmælti harðlega ljósaganginum í verki Lemmerz, sem hann sagði draga athyglina frá sínum verkum og var á endan- um ráðist í að reisa vegg í miðjum sýningarsalnum, á milli verka listamannanna. Lemmerz brá því ónotanlega í brún, nokkrum dög- um síðar, er hann kom að högg- mynd sinni mölbrotinni. Hafa nokkrir danskir fjölmiðlar fullyrt að Kapoor hafí hreyft við högg- myndinni eða skilveggnum, sem hafi fallið á höggmyndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.