Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 60
•tiYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA EHl Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Aðgerðir vegna lungnaþembu hér á landi Hluti lungna skorinn úr fjórum mönnum FJÓRIR íslenskir lungnaþembu- sjúklingar hafa gengist undir að- gerð á Landspítala þar sem hluti lungna þeirra var íj'arlægður. Fimmti sjúklingurinn verður skor- inn upp í næstu viku. Bati sjúkling- anna eftir aðgerð hefur verið góð- ur og er dæmi um að sjúklingur, sem áður gat vart klætt sig fyrir mæði, sé nú laus við súrefnisgjöf og geti sinnt öllum daglegum at- höfnum án erfiðleika. Skurðaðgerð i þessi nýtist aðeins fáum lungna- þembusjúklingum og óvíst er hve varanlegur batinn er. Bandaríkjamenn hófu fyrstir aðgerðir af þessu tagi árið 1994, en hér á landi var fyrsta aðgerðin gerð í vor. Björn Magnússon, lungnasérfræðingur á Reykja- lundi, segir að hluti lungnanna sé skorinn af þar sem skemmdir séu mestar. Hvelfist á ný „Áður voru gerðar aðgerðir, þar sem stórar blöðrur á lungunum voru fjarlægðar, og var tilgangur- inn sá sami, að létta þrýstingi af öðrum hluta lungnanna, auk þess að auðvelda þindinni að hvelfast á ný. Hjá lungnaþembusjúklingum er þindin, öndunarvöðvinn, í lá- réttri stöðu. Vegna yfirþrýstings í efri hluta Iungnanna leggst neðri hluti þeirra að nokkru leyti saman og þindin þrýstist niður í lárétta stöðu, en hún hvelfíst á ný sé þeim þrýstingi aflétt,“ segir Björn. Getur sleppt súrefni Lungnaþembu má í langflestum tilvikum rekja til reykinga. Sigurð- ur Sigfússon var stórreykinga- maður og gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í byijun október. „Ég get sleppt súrefni við æfingar og fer upp og niður stiga án þess að mæðast. Áður komst ég ekki upp aflíðandi brekkur hér í ná- grenninu án þess að mæðast mik- ið,“ sagði Sigurður. ■ Hluti lungna/10 Morgunblaðið/Júlíus Ók á hús eftir kappakstur TVEIR menn slösuðust talsvert þegar bifreið sem þeir voru í ók á austurenda Kaffiskeifunnar á horni Geirsgötu og Ægisgötu í Reykjavík í gærkvöidi. Bilstjór- inn hafði att kappi við aðra bif- reið örskömmu áður en slysið varð. Við áreksturinn kviknaði í bílnum. Annar þeirra sem í bif- reiðinni voru festist í flakinu og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa þá og tók það um hálfa klukkustund. Öku- maður og farþegi voru báðir fluttir á slysadeild en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Kópavogur Ráðist á foreldra á eftir- litsferð HÓPUR unglinga veitti nokkrum foreldrum sem voru á eftirlitsferð í Kópavogi aðfaranótt síðastliðins laugardags nokkra áverka þegar höfð voru afskipti af unglingunum þar sem þeir voru staddir í and- dyri Hjallaskóla. "* * Að sögn lögreglunnar voru áverkarnir sem fólkið hlaut ekki alvarlegir, en það fór á slysadeild til athugunar. Náðust fljótlega Að sögn lögreglunnar varð hóp- ur foreldra á eftirlitsferð var við 5-10 unglinga í anddyri Hjalla- skóla um kl. 1.30 um nóttina, en gleymst hafði að læsa dyrunum eftir að skemmtun var haldin í skólanum fyrr um kvöldið. Þegar unglingunum var vísað út úr skól- anum kom til nokkurra stympinga og var lögregla kölluð á staðinn. Einn úr hópi unglinganna náðist -Tf fljótlega og flestir hinna voru góm- aðir síðar. Enginn unglinganna sem hlut áttu að máli er búsettur í Kópavogi. Réðust á jafnaldra sinn Þá réðust fimm fjórtán ára drengir á jafnaldra sinn seinasta föstudag við Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ og veittu honum tölu- verða áverka. Drengirnir voru að koma úr prófi þegar atburðurinn varð og er ekki Ijóst hver tildrög árásarinn- —■ ar voru. Skýrsla var gerð vegna árásarinnar hjá lögreglunni í Mos- fellsbæ í kjölfarið. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, skólastjóri í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ, kveðst ætla að ræða við nemendurna og foreldra þeirra í dag, auk þess sem hún mun að 4H sögn einnig ræða við skólamálayf- irvöld í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Karfaveiðar ESB innan íslenzkrar lögsögu ganga illa Hætta á Hafa náð rúmlega 1% af „EES-karfanum“ EVRÓPU S AMB ANDIÐ hefur kvartað undan því að skipum frá aðildarríkjum þess gangi illa að ná karfakvóta sínum innan íslenzku lögsögunnar, sem samið var um samhliða gerð samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði. Eitt þýzkt skip hefur verið að veiðum sunnan við land í ár og náð um 40 tonnum, eða 1,3% af 3.000 tonna kvóta ESB. Samið var um 3.000 tonna karfa- kvóta ESB í íslenzkri lögsögu gegn 30.000 tonna loðnukvóta íslendinga við Grænland. í samningnum eru ákvæði um að takmarkaður fjöldi skipa frá ESB megi veiða á tveimur afmörkuðum svæðum fyrir suðvest- an og suðaustan landið. í samningn- um eru ákvæði um að ísland og ESB skuli ræða framkvæmd hans árlega. Séu einhver atriði hans erf- ið í framkvæmd eða óhagkvæmt reynist að veiða karfann á hinum ákveðnu veiðisvæðum, megi endur- skoða samninginn. Þijú þýzk skip reyndu fyrir sér 'crv ISLAND \ f'jK Vestur-.; svæði : Suð- austur ; 200miluf Veiðisvæði ESB á íslandsmiðum á karfaveiðunum 1994 og náðu þá ekki nema 110-120 tonnum. í fyrra- haust var því ákveðið að stækka veiðisvæði ESB-skipanna fýrir suð- austan land. Eftir þá breytingu fóru þijú skip til veiða og öfluðu sam- tals 304 tonna um haustið. í ágúst síðastliðnum hóf svo þýzka skipið Bremen karfaveiðar við landið, en þær hafa gengið mjög illa. Skipið náði þá 40 tonnum. Það er nýkomið á miðin á nýjan leik. Fjögur þýzk og tvö brezk skip til viðbótar hafa tilkynnt að þau muni hugsanlega hefja karfaveiðar á ár- inu. ESB vill stækkun svæða Á fundi ESB og íslands í síðasta mánuði fóru fulltrúar ESB fram á frekari stækkun veiðisvæðanna, í ljósi reynslu síðasta árs. Af hálfu Islands var því hafnað á þeim for- sendum að lítil reynsla væri komin á breytt veiðisvæði og fá skip hefðu reynt þar fyrir sér. ESB áskildi sér rétt til að biðja um aukafund í jan- úar, gengju veiðarnar jafnilla fram að áramótum og hingað til. íslenzk skip hafa ekki nýtt loðnukvótann við. Grænland, enda hefur loðnukvótinn í íslenzku lög- sögunni ekki verið fullveiddur frá því samningurinn við ESB tók gildi. vötnum HÆTT A er á að vakir opnist nú í hlákunni. Slökkviliðið í Reykja- vík var fyrir skömmu á Elliða- vatni við árlegar æfingar á björg- un úr vök. -----♦ » ♦ Banaslys á loðnu- miðunum BANASLYS varð á miðunum austur af Langanesi í gærkvöldi þegar mað- ur féll útbyrðis af loðnubáti sem þar var á veiðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 21 í gærkvöldi eftir að tilkynning hafði borist um að maður hefði fallið útbyrðis af loðnubáti sem var á veiðum á loðnu- miðum austur af Langanesi. Skaplegt veður var á þessum slóðum. Um klukkan 22.15 var beiðni um aðstoð þyrlunnar afturkölluð, en þá hafði maðurinn fundist og náðst um borð, en ekki tókst að bjarga lífi hans. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.