Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís VERIÐ er að leggja lokahönd á framkvæmdir við suðurhluta Kringlunnar sem verður opnaður á morgun. Kringlan stækkar VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Kringl- an í Reykjavík stækkar um þriðj- ung á morgun en þá verður tekinn í notkun nýr hluti sem áður var Borgarkringlan. Stækkunin nær yfír um 6.400 fm svæði á tveimur hæðum auk kjallara en bygging- arnar tvær verða samtengdar und- ir yfírbyggðu þaki. Nýr aðalinn- gangur verður settur á norðurhlið Kringlunnar en inngangurinn á vesturhliðinni hverfur. í nýja hlutanum svokölluðu suð- urhúsi verða um 20 verslanir auk veitingastaða og þjónustuaðila. Þrír kvikrnyndasalir munu rúm- ast í viðbyggingu sem verið er að reisa og verða þeir teknir í notkun um áramót. Að sögn Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opna suðurhús Kringlunnar kl. 9 í fyrramálið við hátíðlega athöfn. „Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir og því allt á fleygiferð," sagði Erla. I tilefni opnunarinnar bjóða verslanir Kringlunnar tilboð á vör- um til laugardags. Einnig verður ýmislegt gert til skemmtunar við- skiptavinum, breskir götulista- menn sýna töfrabrögð, tónlistar- menn koma fram, efnt verður til Kringlugetraunar og fleira. Pilturinn sem ráðist var á er úr lífshættu Mál árásarmann- anna ekki í gegn- um dómskerfið PILTURINN sem stunginn var með hnífi í hálsinn í grennd við Bústaða- kirkju í fyrrakvöld er úr allri lífs- hættu, að sögn læknis á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að- gerð sem hann gekkst undir tókst vel, en hann hlaut nokkurra sentí- metra langa hnífstungu vinstra meg- in á hálsinn og fóru nokkrar stórar æðar í sundur. Pilturinn var útskrif- aður af gjörgæsludeild í gær og ligg- ur nú á barnadeild sjúkrahússins. Drengirnir þrír, sem handteknir voru vegna árásarinnar, voru yfir- heyrðir hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins í gær í samvinnu við barna- verndaryfirvöld þar sem þeir eru aðeins 14 ára gamlir og því ósakhæf- ir. Af þeim sökum fer mál þeirra ekki áfram í gegnum dómskerfíð, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfir- lögregluþjóns hjá RLR. Hann vildi ekki tjá sig um það sem fram hefði komið við rannsókn málsins þar sem það samræmdist ekki markmiðum laga um vemd bama og ungmenna að fjalla nánar um málið opinber- lega. Pilturinn sem ráðist var á hafði verið ásamt öðrum unglingum í fé- lagsmiðstöðinni Bústöðum, sem starfrækt er af íþrótta- og tóm- stundaráði í kjallara Bústaðakirkju, þegar drengimir þrír réðust á hann. Tveir þeirra sem réðust á piltinn hafa áður komið við sögu hjá lög- regtunni vegna minniháttar líkams- meiðinga, að sögn lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var fjórði drengurinn með í hópnum en hann hafði sig ekki í frammi. Ofbeldi kemur í bylgjum Pilturinn sem áverkana hlaut er nemandi í Réttarholtsskóla og sömu- leiðis einn þeirra sem réðust á hann. Að sögn Haraldar Finnssonar, skóla- stjóra Réttarholtsskóla, hefur hann orðið var við aukið ofbeldi meðal unglinga upp á síðkastið, en það komi gjarnan upp í bylgjum. Hann segir að hins vegar sé aðeins um fámennan hóp unglinga að ræða og yfirvöld grípi jafnan seint til að- gerða, en þessir unglingar þurfi á viðeigandi endurhæfingu og meðferð að halda. Garðabær á kost á 33 hektara byggingarlandi við Vífilsstaði Dæmdur í Ríkið vill selja 811 hektara í SAMNINGAVIÐRÆÐUM bæjar- stjórnar Garðabæjar og Ríkisspítal- anna er gert ráð fyrir að spítalam- ir haldi eftir 164 hekturum af landi Vífilsstaða og það verði notað und- ir framtíðaruppbyggingu heilbrigð- isþjónustu á svæðinu. Rætt er um að Garðabær kaupi 811 hektara af landi Vífilsstaða. Af þessum 811 hekturum eru aðeins 33 hektarar byggingarland. Um 700 hektarar af Vífílsstaða- landi eru skilgreindir á aðalskipu- lagi Garðabæjar sem skógræktar- svæði. Hluti af skógræktarlandinu er innan Heiðmarkar og á því hvíla stöng skilyrði um nýtingu. Ekki ágreiningur um frestun í viðræðum bæjarstjórnar og Ríkisspítalanna hefur verið gengið út frá að Garðabær greiði sama verð fyrir byggingarlandið og það hefur verið að greiða fyrir land sem tekið hefur verið eignarnámi. Verð á skógræktarlandinu er miklu lægra enda um annars konar nýt- ingu að ræða. Samningaviðræður um sölu landsins eru langt komn- ar. Jónas Magnússon, yfírlæknir á skurðdeild Landspítala, sagði ekki ágreining innan Ríkisspítalanna um að ljúka bæri byggingu bamaspít- ala áður en haldið yrði áfram með framkvæmdir við K-byggingu. „Það er vissulega þörf fyrir K-bygging- una því að starfsemin er búin að sprengja af sér öll bönd, en ég held að það sé skynsamlegt að gera þetta í þessari röð, að byggja fyrst bama- spítalann og klára svo K-bygging- una. Aðstaðan á bamadeildunum er gjörsamlega óboðleg og afar brýnt að bæta þar úr,“ sagði Jónas. Búið er að byggja þriðjung K- byggingarinnar, en krabbameins- deild er í þeim hluta hússins sem lokið er við. Sá hluti byggingarinn- ar sem ólokið er við er m.a. ætlað- ur undir skurðdeild. Jónas sagði að fyrir fáum árum hefði verið mörkuð sú stefna að bæta úr aðstöðu skurð- deildar með því að taka eina legu- deild úr notkun og breyta henni í þijár skurðstofur. Þessar fram- kvæmdir hefðu tekið þijú ár. Vífilsstaðávatn Hestamenn Verndað svæði skógrækt UrrHfakotsvatn Byggingaland selt Garðabæ og útivistarsvæði á Hnoðraholti Landutan samnings umsölu , Ætiað fvrir x framtíðar- uppbyggingu heilbrigðisst. Golfvöllur / Skogræktar-og ' náttúruverndar- svæði selt Garðabæ 500 m Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu 9 mánuði ársins Lánsfjárþörf hefur aukíst HALLI ríkissjóðs var 17,6 milljarðar kr. á greiðslugrunni fyrstu níu mán- uði ársins, samkvæmt skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjár- laga. Er þetta 6,4 milljarða kr. lak- ari afkoma en ráðgerð var í fjárlög- um. Skýrist munurinn aðallega af auknum vaxtagjöldum vegna ákvörðunar um innlausn spariskír- teina en á móti kemur að tekjur eru meiri en ráðgert var. Þetta gerir það einnig að verkum að heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs er 16,7 milljörðum króna meiri en greiðsluáætlun fjármálaráðuneytis- ins gerði ráð fyrir, eða 55 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins í stað 38,3 milljarða. Þar af fóru 26,6 milljarðar til greiðslu afborgana af lánum, 17,6 milljarðar til að mæta rekstrarhalla og 6,3 milljarðar voru endurlánaðir. Þá var staða á viðskiptareikningum neikvæð um 4,4 milljarða. Gjöld ríkissjóðs námu alls um 108,4 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins. í greiðsluáætlun fjár- laga var gert ráð fyrir 96,9 milljarða kr. útgjöldum á þessu tímabili. Gjöld- in eru því 11,5 milljörðum kr. hærri en áætlað var, eða sem nemur 11,9%, að því er fram kemur i skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Frávikið skýrist að mestu leyti af ákvörðun fjármálaráðherra fyrr á þessu ári um sérstaka innlausn á spariskírteinum ríkissjóðs. Hún olli því að vaxtagjöld jukust um 10,1 milljarð kr. á þessu ári en á móti standa vonir til að innlausnin muni spara ríkissjóði vaxtakostnað í framtíðinni. Ef áhrif innlausnarinn- ar eru undanskilin kemur í ljós að útgjöld ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins eru um 1,4 milljörðum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þessi aukning skýrist að verulegum hluta af umframgreiðslum í almanna- tryggingakerfinu eins og mörg und- anfarin ár. Tely'ur 5 miHjörðum hærri Tekjur ríkissjóðs í janúar til sept- ember námu 90,8 milljörðum kr. Fjárlög gerðu ráð fyrir 85,8 milljarða kr. tekjum á þessum tíma og eru tekjumar því 5,1 milljarði kr. hærri en reiknað var með í fjárlögum. Tekjuaukinn á, samkvæmt Ríkisend- urskoðun, fyrst og fremst rætur í meiri atvinnutekjum og innflutningi en flárlög gerðu ráð fyrir. Þannig voru tekjuskattar einstaklinga um 2 milljarðar kr. umfram áætlun eða sem nemur 17,5% og innflutnings- og vörugjöld voru 788 milljónir kr. yfír áætlun. Þá er nefnt í skýrslunni að eignarskattar einstaklinga hafí verið 444 milljónum kr. meiri en ráð- gert var og skattar af einkasöluvör- um um 840 milljónum hærri. 3 ára fang- elsi fyrir amleta- mínsmygl TUTTUGU og sjö ára gamall karl- maður, Axel Karlsson, var í gær dæmdur til að sæta þriggja ára fangelsisvist og til greiðslu alls sakarkostnaðar fyrir að hafa flutt inn tæpt kíló af amfetamíní í des- ember á seinasta ári. Málavextir eru þeir að þriðja desember síðastliðinn leituðu toll- yfírvöld í farangri sakbornings þegar hann kom flugleiðis frá Amsterdam í Hollandi, vegna gruns um að hann væri með ólög- mæt efni í farangrinum. Við leit fundust um 990 grömm af amfeta- míni falin í koníaksflösku og kexboxi í farangri mannsins. Reiknaði með 2-3 milljóna króna hagnaði Hinn ákærði viðurkenndi að hafa keypt efnið ytra og greitt á milli 370 og 380 þúsund krónur fyrir í hollenskum gyllinum. Hann viðurkenndi að hafa flutt inn efnið í því skyni að selja það í heildsölu með hagnaði og reiknað með að hagnast um 2-3 milljónir króna á innflutningnum. Smásöluvirði svo mikils magns amfetamíns er mun meira. Hann vildi ekki tjá sig um hvort fleiri aðilar stæðu að innflutningi fíkniefnisins og væntanlegri sölu þess. Braut skílorð Við ákvörðun dómsins var tekið tillit til að maðurinn hafði brotið skilorð með innflutningi efnisins og hversu mikið magn af hættu- legu eiturlyfi um var að ræða, flutt inn í ágóðaskyni. Einnig var litið til þess að sakborningurinn játaði brot sitt undanbragðalaust. Til frádráttar refsingu koma fjórtán dagar sem hann sat í gæsluvarð- haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.