Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > Fjórir lungnaþembusjúklingar hafa gengist undir erfiða skurðaðgerð á Landspítalanum I Hluti lungna tekinn til að létta á þrýstingi „AÐGERÐIR, sem miðuðu að því að draga úr áhrifum lungna- þembu, voru fyrst reyndar árið 1958 af lækninum Otto Brantig- an,“ sagði Björn Magnússon, lungnasérfræðingur á Reykja- lundi, í samtali við Morgunblaðið. „Dánartíðni sjúklinga var há og aðgerðunum var því hætt. I Bandaríkjunum hófu læknar að- gerðir fyrir tveimur árum, þar sem hluti lungna var fjarlægður, og aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið. Þannig höfðu 30 sjúklingar verið skornir í Svíþjóð um síðustu ára- mót, en dánartíðni þar er enn of há.“ 20-30% lungna klippt af Aðgerð sú, sem íslenskir læknar eru nú farnir að gera, er á þann veg að bringubein sjúklingsins er klofið að endilöngu, líkt og í hjartaaðgerðum. Þá er hluti lungn- anna, yfirleitt sá efsti, eða um 20-30% af lungnavefnum, klippt- ur burt. Áhaldið, sem notað er, heftir jafnframt skurðinn og lokar honum með bót úr gollurshúsi nautgripa eða svína. Bjöm sagði ástæðu þess að yfir- Ieitt væri efsti hluti lungna klippt- ur burt vera þá, að skemmdir í lungum væru mestar þar sem lungnapípurnar eru opnastar og tóbaksreykur á greiðastan að- gang. „Áður voru gerðar aðgerðir, þar sem stórar blöðrur á lungunum voru fjarlægðar og var tilgangur- inn hinn sami, að létta þrýstingi af öðrum hluta lungnanna, auk þess að auðvelda þindinni að hvelf- ast á ný. Hjá lungnaþembusjúkl- ingum er þindin, öndunarvöðvinn, í láréttri stöðu. Vegna yfirþrýst- ings í efri hluta lungnanna leggst neðri hluti þeirra saman að nokkru leyti og þindin þrýstist í lárétta stöðu, en hún hvelfist á ný sé þeim þrýstingi aflétt.“ Lítil útöndunargeta Því fer fjarri að aðgerðir þessar sé hægt að gera á öllum sjúkling- um sem þjást af lungnaþembu. „Sjúkdómurinn þarf að vera langt genginn og við miðum við að út- Fjórir lungnaþembusjúklingar hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum þar sem hluti lungna þeirra var fjarlægður. Aðgerðin hefur bætt líðan sjúklinganna verulega, þó hún lækni ekki sjúkdóminn. Bjöm Magnússon læknir sagði Ragnhildi Sverrisdóttur, að aðgerðin hentaði aðeins fáum lungnaþembusjúklingum. öndun sjúklings sé að- eins þriðjungur til fjórðungur af upphaf- legri getu,“ sagði Björn. „Sjúklingurinn verður þá móður við það eitt að klæða sig eða ganga rólega. Þá má sjúklingur ekki vera með öndunarbil- un sem veldur því að koldíoxíð í blóði er of mikið, hann þarf að vera í góðu andlegu jafnvægi og laus við hjartasjúkdóma, en æða- og hjartasjúk- dómar eru oft fylgi- fískur mikilla reyk- inga, eins og lungnaþemban. í raun eru skilyrðin því hin sömu og við lungnaskipti. Aðgerðin er erfíð og dánartíðni í Bandaríkjun- um og Svíþjóð hefur verið há. Þar hafa eldri sjúklingar og sjúklingar með öndunarbilun látist. Því sett- um við mjög ströng skilyrði fyrir aðgerð.“ Á Reykjalundi er metið hvaða sjúklingar geti gengist undir að- gerðina og eru þeir búnir þar í fjórar vikur undir aðgerð. Sett er það skilyrði að sjúklingarnir hætti að reylq'a um leið og þeir koma á Reykjalund, hafi þeir ekki hætt áður. Sjúklingar eru látnir vita um leið og læknar telja líklegt að þeir geti gengist undir aðgerðina, því æskilegast er að þeir hafí verið reyklausir sem lengst. Aðgerðin er gerð á Landspítala og hefur Kristinn Jó- hannsson skurðlæknir veg og vanda af henni. Einni til tveim- ur vikum eftir aðgerð fer sjúklingurinn á Reykjalund á ný og nú í endurhæfingu. Með þessu móti stytt- ist verulega sá tími, sem sjúklingur þarf að dvelja á bráða- sjúkrahúsinu og með- ferðin verður því hag- kvæmari. „Bati kem- ur á nokkrum tíma og er misjafn eftir sjúkl- ingum," sagði Björn. „Ekki er þó óalgengt að útöndun sjúklings aukist um 70-80%. Um 90% batans hafa oftast náðst þremur mánuðum eft- ir aðgerð og 100% hans á sex mánuðum. Heilsa sjúklings helst svo yfírleitt óbreytt þar til eitt til tvö ár eru liðin frá aðgerðinni, en hugsanlegt er talið að hún fari smám saman versnandi aftur.“ Losna við súrefnisgjöf Óvíst er hve lengi batinn varir. „Líðan sjúklinga batnar sannan- lega, en við vitum ekki hvort lífs- líkur þeirra aukast, þótt gert sé ráð fyrir því. Ef allt fer í sama farið eftir tvö ár verðum við að endurmeta aðgerðina. Sjúkling- arnir vilja hins vegar reyna allt, því þeir eiga enga aðra kosti. I Bandaríkjunum þurftu 47 sjúk- lingar af 53 að nota súrefni fyrir Björn Magnússon AÐGERÐIR GEGN LUNGNAÞEMBU LUNGNAÞEMBA Barki Lungnaberkjur Hjá sjúklingum með lungnaþembu eru stoðvefir lungnapípanna skemmdir Hluti lungans er skorinn burt Súrefnisrikt Súrefnis snautt blóð, „úrgangsioft" Loftskipti fara fram í lungnablöðrum Skemmdir valda mæði og andnauð SKURÐAÐGERÐIN Skemmdasti hluti iungans er fjarlægður til að létta þrýstingi af öðrum hlutum Við aðgerðina er notað nýtt áhald, eins konar klippur sem skera og loka skurðinum jafnóðum. aðgerð. 40 þeirra losnuðu við súr- efnisgjöfina eftir aðgerð." Um 200 lungnaþembusjúkling- ar koma á Reykjalund á ári hveiju, en örfáir þeirra gætu farið í að- gerðina. Miðað er við eina aðgerð á tveggja vikna fresti og er von- ast til að 7-8 sjúklingar verði skornir á þessu ári. „Núna eru um 20-30 sjúklingar, sem við teljum að gætu farið í svona aðgerð og framvegis verða þeir líklega örfáir á ári. Meirihluti sjúklinganna telst ekki vera með iungnaþembu á nógu háu stigi og getur fengið bata eftir endurhæfingu. Sumir komast þó ekki í aðgerð vegna öndunarbilunar eða æða- og hjartasjúkdóma." Forvarnir mikilvægastár Dánartíðni eftir aðgerðir í Sví- þjóð er 10%, en í Bandaríkjunum er hún undir 5%. „Þetta þykir okkur of hátt og viljum miða við 1-2%,“ sagði Björn. „Ástæða hárrar dánartíðni er sú, að ýmsir kvillar koma upp að lokinni að- gerð. Erfitt er að gefa sjúklingum verkjalyf, til dæmis geta morfín- skyld lyf valdið þenslu á ristli. Alls konar sýkingar, eins og lungnabólga, eru algengar, hjarta- óregla, öndunarbilun og blæðing- ar.“ Björn sagði að aðgerðin væri ekkert kraftaverk og ekki tækist að lækna lungnaþembuna. „Eftir sem áður er mikilvægast að beij- ast gegn reykingum, sem í 99% tilvika eru orsök lungnaþembunn- ar. Það er því slæmt að stjórnvöld skuli slaka á klónni og auka frelsi í tóbakssölu, í stað þess að skera upp herör gegn tóbakinu, sem veldur svo miklum skaða." Lungiia- þemba REYKINGAR eru langalgeng- asta orsök Iungnaþembu. Sjúkdómurinn eyðileggur lungnablöðrumar á þann hátt að þær renna saman og mynda óregluleg holrúm auk þess sem stoðvefir lungnanna skemmast og þau missa fjaðurmagn sitt. Þegar ferskt loft er dregið niður í lungnablöðrumar við innöndun á súrefnið ekki leng- ur greiðan aðgang inn í blóð- rásina þar sem loftskiptasvæði lungnanna hafa verið eyðilögð að miklu leyti. Auk þess geta lungun átt erfitt með að losa sig við „úrgangsloft". Lungna- pípumar geta einnig fallið saman í útöndun vegna þess að stoðvefir þeirra skemmast. Þetta, ásamt skemmdum á lungnablöðrunum, hindrar einnig eðlileg loftskipti. Mesti vandinn í lungnaþembu er því að koma lofti frá lungunum. Fyrsta einkennið er áreynslu- mæði og síðar andnauð. Sigurður Sigfússon fór í aðgerð vegna lungnaþembu í byrjun október SIGURÐUR Sigfússon er 52 ára netagerðarmaður. Hann kom fyrst á Reykjalund árið 1994, þjakaður af lungnaþembu. Eft- ir þjálfun skánaði honum lítil- lega, en svo sótti í sama farið og í maí sl. gafst hann upp á að vinna. Þá kom hann aftur á Reykjalund og frétti af aðgerð, sem farið væri að gera á Land- spítalanum. Hann gekkst undir slíka aðgerð í byijun október og nú er svo komið að hann gengur rösklega upp stiga án þess að mæðast. Hann vonast til að geta byijað að vinna á ný næsta vor. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið stórreykingamaður frá 16 ára aldri. „Árið 1994 var ég farinn að mæðast af minnsta tilefni og átti mjög erfitt með alla áreynslu í vinn- unni. Lungnaþemban háði mér mjög, en eftir sex vikna þjálfun á Reykjalundi náði ég mér að- eins og gat haldið áfram að vinna.“ Líðan miklu betri og ég sé fram á bjarta framtíð fréttiégafþessari aðgerð, sem ekki var farið að gera árið 1994. Ég fylgd- ist vel með þeim tveimur sjúkling- um, sem fóru á und- an mér í aðgerð og var ákveðinn að grípa þetta tæki- færi.“ Sigurður þurfti að bíða aðgerðar um hríð, þar sem unnið var að end- hætti að reykja. Þá Sigurður Sigfússon urnýjun gjörgæslu Akveðinn að grípa tækifærið Sigurður hætti að reykja fyrir dvöl sína á Reykjalundi árið 1994, en féll átta mánuðum síð- ar. „Lungnaþemban ágerðist og ef ég reyndi á mig þurfti ég að nota súrefni. Ég gafst upp á vinn- unni í vor, kom aft- ur á Reykjalund og Landspítalans, en þann 3. októ- ber rann stundin upp. „Að- gerðin gekk mjög vel, enda eru þessir læknar snillingar. Ég var kominn aftur á Reykjalund aðeins átta dögum eftir aðgerð og fann bata mjög fljótlega. Fjórum vikum eftir aðgerðina hef ég náð 56% bata. Ég get sleppt súrefni við æfingar og fer upp og niður stiga án þess að mæðast. Áður komst ég ekki upp afliðandi brekkur hér í nágrenninu án þess að mæð- ast mikið. Ég átti ekki von á svona góðum árangri.“ Sigurður býst við að komast til starfa á ný. „Þó svo væri ekki, þá er líðan mín miklu betri en áður og ég sé fram á bjarta framtíð. Ég gat átt von á að vera bundinn við súrefni það sem eftir væri.“ Aðspurður hvort hann búist við að byija að reykja á ný svaraði Sigurður ákveðinn að það muni aldrei gerast. „Ég eyðilegg ekki þennan frábæra árangur." i i I i i \ t í I I i ( I I 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.