Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 37 HESTAR Kynbótamat Bændasamtakanna Orri frá Þúfu á hraðri uppleið Kynbótamat Bændasamtakanna eða BLUP- ið eins o g það var oft kallað í upphafi var býsna umdeilt fyrst eftir að það var tekið í notkun en nú hefur það hlotið almenna viður- kenningu. Nýbúið er að reikna dóma ársins inn í matið og mun ný staða verða opinber- uð á næstu dögum. Valdimar Kristinsson skoðaði nýju niðurstöðumar og bar þær sam- an við tölumar frá síðasta ári. ENN sem fyrr trónar Þokki frá Garði á toppi píramída kynbótamats- ins með 133 stig, er efstur hesta í flokki þeirra sem eru með 50 eða fleiri afkvæmi dæmd. Faðir hans, Hrafn frá Holtsmúla, kemur næstur með 131 stig, lækkar um eitt stig. Má gera ráð fyrir að nú sé hafin niðurreið þessa mikla höfðingja eftir listanum en það er eðlilegt hlut- skipti gömlu hestanna sem fallnir eru frá. Kjarval frá Sauðárkróki er í þriðja sæti með 130 stig en Stígur frá Kjartansstöðum hefur endurheimt fjórða sætið, hann er með 129 stig. Gassi frá Vorsabæ sem seldur var úr landi er með jafnmörg stig en færri dæmd afkvæmi. Þá koma tveir nýir hestar inn á listann, þeir Angi frá Laugarvatni sem er með sama stigafjölda og Snældu-Blesi frá Ár- gerði sem er með 128 stig. Þrír aðr- ir hestar eru innan heiðursverð- launamarkanna sem eru 125 stig og fímmtíu dæmd afkvæmi eða fleiri. Þetta eru Ófeigur frá Flugumýri, Ljóri frá Kirkjubæ og Otur frá Sauð- árkróki. Arftakann vantar níu í dóm í næsta flokki, sem eru hestar með 15 til 49 dæmd afkvæmi, trón- ar erfðaprinsinn Orri frá Þúfu efstur sem áður. Hefur hann heldur betur bætt stöðu sína, er með 140 stig sem er hæsta aðaleinkunn í matinu til þessa. Vantar Orra níu afkvæmi í dóm til að komast í heiðursverð- launaflokkinn en öllum má ljóst vera hvaða hestur er líklegastur til að hljóta Sleipnisbikarinn á landsmót- inu 1998. Stígandi frá Sauðárkróki kemur næstur með 131 stig, lækkar um eitt stig en tekur þarna sæti Anga. Baldur frá Bakka er með jafn- mörg stig en færri afkvæmi á bak við töluna. Hann kemur nýr inn á þennan lista. Kolfinnur frá Kjarn- holtum er í fjórða sæti sem fyrr með 129 stig og Glaður frá Sauðárkróki er í fimmta sæti. Fjórir þessara hesta hafa hlotið fyrstu verðlaun fyrir af- kvæmi en Baldur er sem fyrr segir nýkominn upp í þennan flokk. Blær nær sér upp á BLUP-inu í flokki hesta með færri en fimmt- án afkvæmi hafa þau tíðindi gerst að fjögurra vetra hestur, Hamur frá Þóroddsstöðum, skýst í efsta sætið eftir að hafa hlotið 8,23 í aðalein- kunn á héraðssýningu á Gaddstaða- flötum í vor. Er hann með 134 stig. Næstir koma bræðurnir Hljómur frá Brún með 133 stig og Óður frá Brún með 132. Jafnir í fjórða til sjöunda sæti með 131 stig eru Páfi frá Kirkjubæ, Bassi frá Bakka, Blær frá Kjarnholtum og faðir Hams, Galdur frá Laugarvatni. Blær frá Kjarnholt- um er án efa hástökkvari ársins, var í 29. sæti á síðasta ári en er nú skráður í 6. sætið, hækkar úr 126 stigum í 131. Ekki hefur gengið að koma Blæ yfir átta í einstaklings- dómi en svo virðist sem kynbótamat- ið muni lyfta honum í þær hæðir sem ætlað var að hann myndi sjálfur Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VART er hægt að segja að ferill Orra frá Þúfu hafi verið ferð um 'f grýtta braut. Allt virðist ganga upp hjá klárnum og afkvæmi hans hafa ekki brugðist vonum manna. Knapi á Orra er Gunnar Amarsson. HAMUR frá Þóroddsstöðum undirstrikar góða útkomu Laugarvatnsræktunarinnar á árinu með þvi að tróna fjög- urra vetra gamall á toppnum í flokki hesta með færri en 15 afkvæmi í kynbótamatinu. Myndin var tekin þegar klár- inn var sýndur á Gaddstaða- flötum í vor, knapi er Magnús Trausti Svavarsson. gera í dómi. Verður fróðlegt að fylgj- ast með gengi hans á næstu árum. Hólahryssur í sérflokki í flokki hryssna hafa Hólahryss- urnar afgerandi forystu. Er þar um að ræða Þrá frá Hólum, dætur henn- ar og dótturdætur sem raða sér í fimm efstu sætin. Þrenna efst með 137 stig, Þóra systir hennar kemur næst með 135 stig, Þíða dóttir Þóru þriðja með 134 stig og Þrá með 133 stig jöfn Þrennudótturinni Þröm. Sannarlega athyglisverð staða hjá Hólabúinu. Þá koma næstar jafnar með 131 stig Rauðhetta frá Kirkjubæ, Hekla frá Oddhóli, Vaka frá Arnarhóli, Birta frá Hvolsvelli og Röst frá Kópavogi. Þá er þess að geta að á næstu dögum verður einkafengur sendur út með öllum dómum sumarsins og nýja kynbótamatinu. Alls eru um 86 þúsund hross inn á einkafeng en áskrifendur munu vera um 150 og fer fjölgandi að sögn Jóns Baldurs Lorange hjá Bændasamtökunum. Sagði hann að ásókn frá útlöndum í einkafeng færðist mjög í vöxt. Einnig virðist talsverður áhugi hjá Islandshestasamtökum á meginland- inu á að kaupa sig inn í kerfið hjá Bændasamtökunum. íslandshesta- ræktun í stór- sókn í Danmörku DAN Slott ásamt Einari Öder sem keppti á stóðhestinum Fjalari frá Hafsteinsstöðum á HM í Danmörku 1989. Hestafréttamenn velja knapa ársins í NÝÚTKOMNU hefti af tímaritinu Tölti sem gefið er út af Dansk Is- landshesteforening í Danmörku kemur fram að skráð hafa verið 1.230 íslensk folöld það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru skráð 1.107 íslensk folöld þannig að um er að ræða verulega fjölgun (123) fæddra folalda sem viðurkennd eru hreinræktuð íslensk. Segir þetta sína sögu um gróskuna í ræktun íslenskra hrossa í Danmörku. Sam- fara þessari fjölgun fara gæði hrossanna einnig batnandi ef marka má þær einkunnir sem hross hafa fengið í dómum síðustu árin. Gera má ráð fyrir stórstígum framförum á næstu árum því und- anfarin tvö ár hafa verið seldir til Danmerkur mjög góðir kynbóta- hestar. Einnig hefur nokkur fjöldi góðra hryssna farið þangað en þótt hefur skorta á gæði þeirra í ræktuninni þar. íslenski hesturinn á uppleið í Danmörku Flest fæðast folöld af dönsku varmblóðskyni eða 2.319 sem er fækkun um 140 folöld frá síðasta ári. í þriðja sæti er norski fjarða- hesturinn með 527 fædd folöld á árinu en alls fæddust 7429 folöld í Danmörku á árinu sem er að líða. Sem sagt íslenski hesturinn á upp- leið í Danmörku og þess líklega ekki langt að bíða að stofninn taki forystuna með flest fædd folöld allra kynja. Ef sama þróun helst áfram verður íslenski stofninn kom- inn með forystuna innan fimm ára. í sama tölublaði segir af töltandi araba en dönsk kona að nafni Ram- ona Steinbach á hreinræktaða arabahryssu sem tók upp á því að tölta nánast af eigin hvötum. Ram- ona lýsir þessu svo að fyrir um fjór- um árum hafi verið frekar slæmt tíðarfar um veturinn og hafi hún farið í göngutúra með hesta sína í stað þess að ríða þeim. Til að þjálfa vöðvana eitthvað gekk hún mjög rösklega og tók þá eftir að hryssan sem heitir Shaakirah OX 898 fór að ganga með hliðstæðum hreyfingum, þ.e. hægri afturfótur og hægri framfótur fylgdust að líkt og kameldýr gera. „Þar sem ég þekki gangtegundir íslenskra hesta,“ en hún á einnig íslenska hryssu, „skildi ég möguleikana sem þetta hugsanlega gæfi mér,“ segir Ramona. Eftir þessa uppgötvun aflaði hún sér upplýsinga um hvernig hún gæti þjálfað upp tölt í arabanum sínum og fékk hún svarið; mikil vinna á feti, fímiæf- ingar og baugareið. „Fyrst kom aðeins eitt og eitt spor á tölti en í dag skilur hryssan vel hvað er verið fara fram á. Hún er hvorki rúm á töltinu né úthalds- góð en takturinn er tandurhreinn. Nú get ég vel hugsað mér arabísk- an stóðhest með sama hæfileika," segir Ramona og á þar greinilega við að hún hyggist rækta töltandi araba. Þetta eru nokkur tíðindi því fram til þessa hafa arabískir hestar þótt gersneyddir þessum hæfileika. Valdimar Kristinsson ANNASAMT verður í vikunni hjá hestamönnum. Aðalfundur Félags hrossabænda verður haldinn á Hót- el Sögu á fímmtudag og daginn eftir, föstudag, er haldinn samráðs- fundur Fagráðs hrossaræktar á sama stað. Um kvöldið verður hald- in í Súlnasal uppskeruhátíð hesta- manna þar sem útnefndur verður ræktunarmaður ársins og knapi ársins 1996. Lítil spenna hefur skapast kring- um val á þessum aðilum að þessu sinni og nokkuð ljóst hveijir verða valdir. Þykir líklegt og nánast ör- uggt að Þorkell Bjarnason, fyrrver- andi hrossaræktarráðunautur, muni taka við ræktunarmannstitilinum fyrir hönd Laugarvatnsræktunar- innar sem hefur komið mjög sterk út á sýningum þetta árið. Þá þykir Sigurbjöm Bárðarson nánast öruggur með titilinn „Knapi ársins 1996“. Breyting hefur verið gerð á þessari útnefningu en að þessu sinn eru það hestafréttamenn sem sjá um valið og hefur nafninu verið breytt úr hestaíþróttamaður ársins í knapi ársins. Áfram verður afhentur veglegur gripur sem Félag hrossabænda gaf, sem kallast „Alsvinnur" en þetta mun í þriðja skiptið sem hann er afhentur. Á samráðsfundi fagráðs verður meðal annars fjallað um vinnuað- ferðir við dóma á kynbótahrossum og mun Kristinn Hugason, hrosa- ræktarráðunautur, hafa framsögu í málinu. Ræðumaður kvöldsins á upp- skeruhátíðinni verður Svavar Gests- son alþingismaður en meðal skemmtiatriða má nefna að Eyfirð- ingar og Skagfirðingar munu kveð- ast á, eða taka Pegasus til kostanna eins og Sigurður Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri LH, orðaði það. Fyrir hönd Eyfírðinga kveður Reynir Hjartarson en Gísli Geirsson fyrir hönd Skagfirðinga. Islenskir hestar áCNN ÖTULLEGA er unnið að kynningu og markaðssetningu íslenska hestsins sem margir eru sann- færðir um að séu bestu hestar í heimi, hvorki meira né minna. Nýlega fengu islenskir hestar veg- lega umfjöllun í á bandarísku sjón- varpsstöðinni CNN sem er frétta- stöð fyrst og fremst. Var þar um að ræða nokkurra mínútna um- fjöllun á klukkustundarfresti í sólarhring. Stöðin sjónvarpar sem kunnugt er um allan heim og fylgjast millj- ónir manna með útsendingum. Efnið var sótt til hins kunna bandariska Islandshestaaðdáanda Dans Slott, en hann á íslands- hestabúgarðinn Mill Farm skammt frá New York. Að sögn Sigurðar Sæmundssonar, sem var f á staðnum, voru þeir frá CNN í heilan dag að mynda islenska gæðinga þar sem sýndar voru gangtegundirnar sem íslenski hesturinn hefur upp að bjóða. Gerður var samanburður við önn- ur hestakyn og sagði Sigurður að þarna hefði verið farið skelfilega með stóru hestana, þar sem fram kom grófleiki þeirra í gangi og einn sjónvarpsmanna var nærri dottinn af baki. í kjölfarið kom myndskeið af stóðhestinum Fjal- ari frá Hafsteinsstöðum á glæsi- tölti í hægri myndhreyfingu. Fréttaþulurinn sagði að íslenski hesturinn væri bensinn í hestun- um. Hann hafði einnig á orði að þegar maður hefði einu sinni próf- að góðan islenskan hest yrði ekki til baka snúið! Taldi Sigurður ótvírætt að hér hafi íslenski hesturinn fengið ein- hveija bestu kynningu sem fengist hefur til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.