Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ t I i I j 1 i Iðnaður stundar ekki fiskveiðar! Er 77% skattlagning hófleg eða óhófleg, ráðherra góður? Launþegahreyfingin og veiðileyfagjald Á UNDANGENGN- UM áratugum hefur launþegahreyfingin óvart eða vitandi vits barist fyrir því að þjóðin fái notið arðsemi fiskimiðanna. í þeirri baráttu hefur henni yf- irsést að arðgreiðslur eru eignatekjur en ekki atvinnutekjur. Um rétt- láta skiptingu þessa arðs, hver sem hann er, verður ekki samið í launasamningum. Sam- tökum launþega hefur einnig yfírsést að greina á milli þeirra sem nýta fískimiðin til íjár og þeirra sem gera það ekki. Iðnaður stundar ekki fískveiðar á íslandsmið- um og verslunin í landinu gerir það ekki heldur. Mistök af þessu tagi í kröfugerð hafa hvað eftir annað kveikt verðbólgubál þar sem tækifær- um þjóðarinnar til uppbyggingar öflugs og flölbreytts atvinnulífs hér á landi hefur verið fómað. Hvernig má þetta vera? í hvert sinn sem heildartekjur útgerðarinnar aukast telur þjóðin að hún fái notið arðsemi fískimiða sinna. Væntingar þessar valda því að heimilin í landinu slaka á í fjár- hagslegu aðhaldi og neysla þeirra eykst. En hvemig á að sækja afla- hlutinn? í fullri vissu um öfluga stöðu launþegahreyfíngarinnar er hún spennt fyrir vagninn og krafan gerð um veiðileyfagjald í formi launahækkana í kjarasamningum. Hreyfingin sér það sem hún telur vera rökin í málinu, auknar útflutn- ingstekjur, en áttar sig ekki á því að réttlát skipting fískveiðiarðsins verður aldrei ráðin í samningum um hækkaðar atvinnutekjur um krónur eða prósentur. Kröfum- ar beinast svo í allar áttir að útgerð, iðnaði og verslun. Kröfunum er þá hagað þannig að svo virðist sem iðnaður og verslun í landinu stundi veiðar á ísland- smiðum og hafi af þeim arð. En hvað svo þegar aflatekjur lækka að nýju? Launagreiðslur útgerðarinnar lækka hlutfallslega vegna aflaskiptakerfisins. Þá vakna menn af misvær- um blundi og átta sig á því að forsendur launa- hækkananna vom kannski ekki fyrir hendi. Kallað er á ríkisvaldið og það beðið um að hjálpa til við lækkun raunlauna með gengisfellingu. Þar með er enn ein sveiflan gengin yfír. Þessi vitleysa sést m.a. af því að launaþróun iðnverkafólks hefur á umliðnum árum tekið meira mið af afkomuþróun útgerðar en iðnaðar. Vitleysan leiðir til lægri þjóðartekna Þetta samhengi aflatekna og launabreytinga hefur gert að litlu forsendu uppbyggingar iðnaðar hér á landi, þ.e. stöðugt raungengi og samhengi launabreytinga og fram- leiðni í iðnaði hérlendis og erlendis. Afleiðingin er sú að hér á landi hef- ur einungis lágtækniiðnaður fest rætur þar sem framleiðni vinnuafls- ins er lítil og laun lág. Þetta kemur til viðbótar við allan annan kostnað sem þjóðin hefur þurft að bera vegna verðbólgu undangenginna áratuga. Launþegahreyfingin hefur þar með unnið gegn eigin markmiðum og lækkað þjóðartekjur með offorsi sínu. Launþegahreyfingin hefur unnið gegn eigin markmiðum, segir Ing- ólfur Bender, og lækk- að þjóðartekjur með of- forsi sínu. Við þetta verður ekki unað Ætli launþegahreyfingin að taka að sér fyrir hönd þjóðarinnar að krefjast þess að fiskveiðiarðurinn gangi til löggiltra eigenda skal hún gera það með réttum hætti. Sú leið, sem farin hefur verið, er til þess eins fallin að rýra tekjur þjóðarinnar til langframa. Sé krafa verkalýðs- hreyfíngarinnar sú að launafólkið í landinu fái notið fiskveiðiarðsins ætti hún í fyrsta lagi að greina skil- merkilega á milli eigna- og atvinnu- tekna. I öðru lagi ætti hún að beina kröfum sínum að réttum aðilum, þ.e. að útgerðinni en ekki iðnaði eða verslun. Ef það er ekki gert er alveg víst að launþegahreyfingin mun í skjóli eigin máttar valda því að hér á landi mun hvorki öflugur iðnaður né verslun nokkurn tíma festa ræt- ur. Þá er ekki nóg með það að þjóð- in fái ekki notið ávaxta auðlinda hafsins heldur fer hún einnig á mis við ávexti gjöfuls iðnaðar og blóm- legrar verslunar. Við það verður ekki unað. Er hægt annað en að gera þá lágmarkskröfu til launþega- hreyfíngarinnar að hún læri af mis- tökum sínum og endurtaki þau ekki hvað eftir annað á kostnað þjóðar- innar? Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur Bender Frá orðum til athafna? NÝLEGA var hald- inn I Viðey landsfundur Kvennalistans. Undir yfirskriftinni „Frá orð- um til athafna" ítrekaði Kvennalistinn eina ferðina enn þá kröfu sína að stjórnvöld fylgi orðum sínum eftir með frekari aðgerðum á sviði jafnréttismála. Ef marka má fréttaflutn- ing af fundinum hefði þó betur farið á því í þetta sinn að Kvenna- listinn hefði litið sér nær og krafið sjálfan sig og fulltrúa sína samræmis á milli eigin orða og athafna. Hvemig hefur Kvennalistinn brugðist? í stefnuskrá Kvennalistans segir orðrétt: „Kvennalistinn er hvorki á hægri né vinstri væng stjórnmál- anna, heldur kvennapólitísk stjórn- málahreyfing og því ný vídd í ís- lenskum stjórnmálum." Síðar í stefnuskránni er því bætt við að sem kvenfrelsisafl muni samtökin „hlusta á mismunandi raddir kvenna og taka mið af margbreytileika þeirra“. Þeir sem fylgst hafa með mál- flutningi Kvennalistans hafa ítrekað merkt hróplegt ósamræmi á milli þessa yfirlýsta vilja samtakanna og þeirra áherslna sem kjörnir fulltrúar hans hafa fylgt. Málflutningur Kvennalistans hefur ætið verið í anda forræðis- og félagshyggju, hvort sem um er að ræða áherslur þeirra í jafnréttismálum eða öðrum málaflokkum. Á allra síðustu árum hefur Kvennalistinn síðan staðfest þetta eðli sitt enn frekar. Sam- fylking vinstri manna í síðustu borgarstjómar- kosningum var fyrsta skrefið og nú hefur Kvennalistinn lýst yfir vilja til að taka þátt í viðræðum vinstri flokk- anna um frekari sam- vinnu eða sameiningu. Er nema von að spurt sé: Hvernig fer þetta saman? Hvert er sam- ræmið á milli orða Kvennalistans annars vegar og athafna hans hins vegar? Hvemig getur stjómmálaflokk- ur sem ekki telur sig til vinstri leitt samfylkingu vinstri manna í stærsta sveitarfélagi landsins og íhugað al- varlega að sameinast sömu öflum á landsvísu? Við þessum spurningum er aðeins eitt svar. Kvennalistinn hefur aldrei verið og er ekki „ný vídd í íslenskum stjórnmálum“. Öðru nær er Kvennalistinn að flestu leyti hefðbundinn vinstri flokkur í mikilli tilvistarkreppu. Staðreynd sem full- trúar hans virðast hins vegar ekki með nokkru móti geta eða vilja horf- ast í augu við. Að taka ábyrgð á eigin framtíð Kvennalistinn hóf göngu sína með það að markmiði að bæta hag og auka áhrif kvenna í íslensku samfé- lagi. Að hluta til hafa samtökin haft árangur sem erfiði. Annað markmið Kvennalistans var að gera eigið framboð óþarft. Augljóst er að því takmarki er nú náð. Ef Kvennalistinn hygg-st framlengja eigin tilvist með samstarfi við vinstriflokkana stað- festir það endanlega, að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ósam- ræmið á milli orða hans og athafna. Það fylgir því ábyrgð að starfa í stjómmálum. Vilji Kvennalistinn vinna í samræmi við þær kröfur sem hann gerir til annárra, um að orðum sé fylgt eftir með athöfnum, er ljóst að tími aðgerða er runninn upp inn- an Kvennalistans. Ætli Kvennalist- inn hins vegar að framlengja eigin tilvist með samstarfí við vinstri flokkana staðfestir það endanlega ósamræmið á milli orða og athafna samtakanna, auk þess sem stundar- hagsmunir nokkurra forystukvenna listans hafa þá greinilega orðið öðr- um og háleitari markmiðum yfír- sterkari. Fyrst og síðast væri slík ákvörðun þó fullkomið virðingarleysi við kjósendur Kvennalistans, enda hafa kjörnir fulltrúar hans keppst við að telja þeim og okkur hinum trú um að hægri og vinstri hafí ekk- ert með þeirra pólitík að gera. Höfundur starfar með Sjálfstæðum konum. Hanna Birna Kristjánsdóttir SVAR við þessari spumingu er að fínna í lok þessarar greinar. Fjár- málaráðherra, Friðrik Sophusson, hefur bæði sagt og skrifað og það víst oftar en einu sinni að: „Sú leið að undanþiggja iðgjöld til lífeyris- sjóða skatti í stað þess að veita 15% skattaafslátt var fyrst og fremst farin að ósk aðila vinnumarkaðarins og við gerð febrúarsamninganna 1995.“ Þetta kallar Haraldur Ás- geirsson, verkfræðingur, „óviður- kvæmilega stjórnsýslugerð" í ágætri grein, er birtist í Morgun- blaðinu 31. okt. ’96 og er þar vægt til orða tekið. Að hans dómi er hér verið að „víxla skattfríðindunum". Til frekari glöggvunar fyrir þá sem láðist að lesa greinina og ennfremur fyrir alla hina, sem hafa ekki enn komist til botns í þessu flókna máli, ætla ég mér að taka það bessaleyfi að birta hér kafla úr grein Haralds. „í stað skattaafsláttar lífeyr- isþega kemur skatt- frelsi á iðgjaldagreiðsl- ur þeirra sem eru að afla sér réttinda í líf- eyrissjóðum. Um er því að ræða víxlun skattfríðinda milli tveggja hópa inn- an þjóðfélagsins, líf- eyrisþega og launþega. Launþegar eru á vinnumarkaði en lífeyrisþegar utan hans eftir að hafa lokið starfsævi o g greitt skattlögð iðgjöld í lífeyris- sjóði sína gjarnan í 30-32 ár.“ Full ástæða er til að undirstrika orðin „skattlögð iðgjöld", þ.e.a.s. ekki undanþegin skatti eins og nú er. Og Haraldur heldur áfram: „Að- ilar vinnumarkaðarins eiga því lítið tilkall til lífeyrisgreiðslnanna og því getur „ósk“ þeirra um víxlun fríð- inda varla talist fróm.“ í beinu framhaldi af þessu liggur næst við að spyrja hverjir séu „aðil- ar vinnumarkaðarins". Eru það ekki erindrekar vinnuveitenda annars vegar og erindrekar verkalýðsfélag- anna hins vegar, þ.e. ASÍ? Þetta eru röggsömustu náungar, enda voru þeir ekkert að tvínóna við að svipta okkur skattfríðindum okkar með einu samstilltu átaki að okkur gamlingjunum gjörsamlega for- spurðum. Hvaðan fengu þeir leyfi, heimild eða umboð til að ráðskast svona með skattfríðindi okkar að vild? Haraldur skólabróðir minn kallar þetta „óviðurkvæmilega stjórnsýslugerð", en ég undirritaður hika ekki við að kveða miklu fastara að orði, enda er þetta andfélags- legt, ósiðlegt og hraksmánarlegt athæfi í mínum augum og minnir því óþyrmilega á óprúttna og við- sjárverða kauphéðna, sem víla það ekki fyrir sér að höndla eða versla með illa fenginn varning ef ekki beinlínis ránsfeng, hvorki meira né minna. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að vitna í aðra grein, sem Sigurður Helgason, fyrrverandi sýslumaður, ritaði í Morgunblaðið þ. 8. okt. ’96 um velferðarkerfíð og vernd stjórn- arskrárinnar. Þar minnist hann á tvö stórmál, sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar í Noregi. Hann telur að bæði þessi mál muni hafa mikið fordæmisgildi og ennfremur að norska ríkið þurfí, ef það tapar þeim, að greiða verulegar fjárhæðir til þeirra, sem ranglega hafa verið sviptir bótum. Nú er mér spurn hvort slíkt og annað eins gæti ekki líka gerst á Islandi? Sigurður bend- ir ennfremur á að samkvæmt skoð- un norska prófessorsins Asbjöms Kjörstads séu skerðingar á marg- víslegum tryggingabótum sennilega ólöglegar, þar sem þær bijóti gegn stjórnarskránni, þ.e.a.s. þeirri norsku. Sigurður vekur líka athygli á því að stjómarskrár Noregs og íslands séu í meginatriðum mjög svipaðar og byggðar á sama gmnni. Félagi okkar í Aðgerðarhópi aldr- aðra, Margrét H. Sigurðardóttir, hefur látið okkur í té ágætisdæmi um lífeyrisþega sem kominn er yfír skattleysismörk, þ.e. kr. 58.522. Hækkun úr lífeyrissj. á mán. kr. 10.000 Skerðingtekjutryggingar kr. 4.500 Skerðing heimiiisuppbótar kr. 1.529 Eftir verða fyrir skatt kr. 3.971 Skattur 41,94% kr. 1.665 Ráðstöfunartekjur kr. 2.306 eða 23% af upphaflegri greiðslu, ríkissjóður heldur eftir 77% og jafn- vel 100% í sumum tilfellum eftir þvi sem Sighvatur Björgvinsson fræddi okkur um á fundi sem hann sat með okkur nýlega ásamt félögum sínum, Ragnheiði Ástu Jó- hannesdóttur og Gísla Einarssyni. Þann 28. okt. ’96 sátu flokksbræðurnir Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, og Geir G. Haarde, alþing- ismaður, fyrir svörum á fundi, sem haldinn var á vegum Aðgerðar- hóps aldraðra. Víða var komið við og mörg mál rædd meðal annars ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins varðandi mál- efni aldraðra. Undir lokin vitnaði undirritaður í örstuttan kafla úr ræðu fjármálaráðherra, er hann Afnemi stjómarflokk- arnir ekki tvísköttun, segir Halldór Þor- steinsson, munum við ekki veita þeim brautargengi í næstu kosningum. flutti á landsfundinum og hljóðar hann svo: „Ríkið má ekki sverfa að þeim (þ.e.a.s. atvinnurekendum) með óhóflegri skattlagningu og af- skiptum af öllu tagi.“ Síðan lagði ég eftirfarandi spumingu fyrir ráð- herrann: „Telur þú, Friðrik, að rík- ið sverfi að öldruðum með óhóflegri skattlagningu?" Þeirri spurningu svaraði ráðherrann neitandi. 77% skattlagning er því hófleg að hans dómi, en hvað fínnst ykkur, lesend- ur góðir? Auðsætt er að Friðriki þykir misvænt um kjósendur Sjálf- stæðisfiokksins, enda ber hann hag atvinnurekenda mjög fyrir bijósti, já, langtum meira en hag nokkurrar annarrar stéttar í landinu. En sting- ur þessi afstaða ráðherrans ekki allverulega í stúf við það slagorð Sjálfstæðisflokksins að hann sé flokkur allra stétta, þetta útjaskaða slagorð, sem er svo óspart haldið á loft fyrir allar alþingiskosningar. Afnemi stjórnarflokkarnir ekki tvísköttun, sem var reyndar gert einu sinni, sennilegast vegna slæmrar samvisku, og linni ekki aðförinni að öldruðum þá mega þeir bóka það, að við munum ekki veita þeim brautargengi í næstu kosningum. Nú heiti ég á Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, að liðsinna okkur og gera eitthvað af- gerandi í málefnum aldraðra. Ég er sannfærður um að afi hans og alnafni, sem ég heiti nú reyndar í höfuðið á, hefði aldrei lagt blessun sína yfir slíka fríðindaskerðingu, óhæfu og hneisu. Höfundur er skólastjóri Málnskóln Hnlldórs. Halldór Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.