Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR Ólafur E. Ein- arsson var fæddur í Garðhús- um í Grindavík 4. júní 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar G. Ein- arsson, f. 16. apríl 1872, d. 27. júlí ^ 1954, og Ólafía Ás- ' bjarnardóttir, f. 17. desember 1876, d. 5. mai 1960. Þau eignuðust tíu börn. Systkini Ólafs er upp komust voru Ingveldur, f. 27. apríl 1899, d. 15. maí 1977; Einar, f. 24. maí 1903, d. 12. júlí 1962; Guðrún Jóhanna, f. 5. desember 1904, d. 8. júní 1982, Bergþóra, f. 27. apríl 1908, d. 1. október 1989; Hlöðver, f. 10. apríl 1912, d. 27. apríl 1995, og Auður, f. 19. maí 1916. Hinn 9. desember 1935 kvæntist Ólafur Guðrúnu Ág- Faðir minn Ólafur E. eins og hann var oftast nefndur er látinn. Hann ólst upp á heimili elskulegra foreldra í Garðhúsum í Grindavík. Þar fékk hann gott uppeldi sem einkenndi hann alla tíð. í dag langar mig að minnast daganna með honum á æskuslóðum mínum suður með sjó. Þeir dagar eru mér kærastir. Hann var mér ákaflega góður faðir í æsku, hlýr og ljúfur. Keflavík var í þá daga lítið þorp örum vexti. Það átti vel við at- hafnaþrá föður míns og fram- ústu Júlíusdóttur Petersen, f. 14.5. 1914, d. 20. septem- ber 1982. Þau skiidu. Börn þeirra eru: 1) Einar Guð- jón, f. 19.8. 1937, maki Sigríður Þóra Bjarnadóttir, og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. 2) Alda Steinunn, f. 27.5. 1944, maki Ólafur Hallgríms- son, þau eiga tvö börn. Áður var Alda Steinunn gift Eð- vard T. Jónssyni og eiga þau eitt barn og eitt barnabarn. Ólafur giftist öðru sinni Guð- rúnu Þorgerði Sigurðardóttur, f. 4. mars 1928, d. 11. septem- ber 1990. Barn þeirra er Olafur Einar, f. 6.3. 1958, maki Þor- björg Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur. Útför Ólafs E. fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. kvæmdagleði, þar naut hann sín best. Hann gerði út báta, togara, verkaði fisk og byggði og rak versl- un, ekki eina, heldur tvær. Hann tók þátt í félagslífi af krafti, stofn- aði með öðrum Rótaryfélagið í Keflavík, var í forustusveit sjálf- stæðismanna og um tíma formaður sjálfstæðisfélagsins. Hann kom á fót blaðinu Reykjanesinu ásamt nokkrum félögum úr Keflavík og ritstýrði því um skeið. Hann tók einnig þátt í sveitarstjórnarmálum og sat í hreppsnefnd fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Af miklu kappi studdi hann aðskilnað frá Dönum árið 1944, en var samt mikill Dana- vinur. Hann var mikill stuðnings- maður Ólafs Thors alla tíð. Hann gekk í Samvinnuskólann hjá Jónasi frá Hriflu og virti hann mikils. Þar eignaðist hann var marga af sínum bestu vinum. í frístundum hafði hann unun af að spila og tefla. Hann hafði gaman af að gleðjast á góðum stundum með vinum og félögum. Hann var í eðli sínu mjög félags- lyndur þrátt fyrir ákveðna ein- drægni. Stífur var hann og fastur fyrir, en samt mjög frjálslyndur og fylginn sér í öllu er hann tók sér fyrir hendur, þó mest er á reyndi, samanber vísuna sem hann sendi mér frá útlöndum, ég þá ungur að árum: Vér skulum ei æðrast þótt inn komi sjór og endrum og sinn gefi á bátinn, að halda sitt strik verá í hættunni stór og horfa ekki um 5x1 það er mátinn. (J.Ó.) Þetta var hans lífsmáti. Við kveðjum í dag góðan dreng. Einar G. Ólafsson. Frá æskuárum man ég ennþá glöggt eftir frændanum, sem jafnan kom og fór eins og stormsveipur. Einn daginn renndi hann í hlaðið á svakalega fínum amerískum Pack- ard bíl í herlitunum, annan dag var okkur sagt að hann hefði keypt sér heilan togara í viðbót við bátinn eða bátana, sem hann þegar gerði út þau árin. Hann fór líka til útlanda og kom aftur heim eins og það væri alveg sjálfsagt, en slíkt var sannarlega hvorki sjálfsagt né al- gengt á þeim tíma. Svo setti hann upp verslanir og keypti hús og bíla eins og ekkert væri og annan dag- inn lék allt í lyndi og viðskiptin og útgerðin gengu vel, en hinn daginn syrti í álinn, Packardinn hvarf og togarinn líka. Hann kom heim til okkar eins og stormsveipur, settist við eldhúsborðið og fékk kaffí hjá mömmu, systur sinni. Það var ævin- lega hressandi að fá hann í heim- sókn, honum fylgdi jafnan ferskur gustur og á þessum árum þótti mér hann vera sannkallaður ævintýra- maður. Þetta var frændi minn, Ólafur E. Einarsson, kaupsýslumaður, ætt- aður frá Garðhúsum í Grindavík en oftast kenndur við verslunarfélagið Festi seinni áratugina. Hann er nú látinn, 86 ára gamall. Sem ungur maður hafði hann dvalið um hríð í Danmörku, líklega eftir að hann lauk námi við Sam- vinnuskólann, og meðal annars starfað við að aka vörubíl með land- búnaðarvörur úr sveitinni á markað í Kaupmannahöfn. Hann var þá á ferðinni mjög snemma á morgnana og nánast um miðjar nætur. Ég gleymi því aldrei þegar hann sagði mér frá því, að einn morguninn eld- snemma, þegar hann var á fullri ferð á leið á markaðinn með hlaðinn bílinn af rófum eða kartöflum eða beijum og káli, sofnaði hann við stýrið. Það skipti auðvitað engum togum, grænmetisbíllinn fór beina leið útaf og grænmetið dreifðist yfir nágrennið. Sjálfur slapp hann vel og gersamlega ómeiddur, en þetta þótti mér ævintýri líkast og þarna væri ævintýramanninum frænda mínum rétt lýst. Svona gæti ekki komið fyrir neina venju- lega menn. Hann bar víst alltaf einhveijar sterkar taugar til Kaupmannahafn- ar, að minnsta kosti tók hann sér oft far þangað með Gullfossi, auð- vitað í viðskiptaerindum. Ég var svo heppinn að hitta hann eitt sinn í Kaupmannahöfn. Þá bjó hann auð- vitað á Hótel d’Angleterre, besta hóteli borgarinnar að því er talið var langt fram eftir öldinni. Hann bauð okkur Svanhildi þangað, og þar virtust allir þekkja hann með nafni, allt frá yfirþjóninum að pían- istanum, sem spilaði Litlu fluguna um leið og hann sá hr. Einarsson frá íslandi. Það var sannarlega ævintýrabragur yfir þessu öllu og hr. Einarsson var þarna eins og kóngur í ríki sínu. Svo var á honum önnur hlið. Hin alvarlegri. Hún tengdist stjórnmál- um og blaðaútgáfu, sem var þá gjarnan í tengslum við stjórnmála- áhugann, en hann gaf út nokkur blöð um ævina, bæði meðan hann var búsettur í Keflavík á 5. og aft- ur á 8. áratugnum, eftir að hann flutti búferlum til Reykjavíkur. Hann trúði mér fyrir því, eitt sinn þegar ég vann eitthvað fyrir hann vegna blaðaútgáfu eða auglýsinga, að hann hefði vel getað kosið sér að starfa sem stjórnmálamaður. Hann hefði brennandi áhuga á stjórnmálum. Ég held reyndar, að hann hafi verið prýðisgott efni í einn slíkan, rökfastur og fylginn sér, sanngjarn og umfram allt drengur góður. Nú er hann látinn og farinn yfir þá miklu móðu, þar sem leið okkar allra liggur um síðir. Seinustu árin dvaldi hann á Hrafnistu og var ekki heill heilsu. Þó fregnin af and- láti hans kæmi á óvart, eins og all- ar andlátsfregnir nákominna gera, þá fylgdi henni líka léttir, enda hafði heilsu hans hrakað með hveiju árinu. Um leið og ég skrifa þessi kveðjuorð til Óla frænda, kemur skýrt fram í huga mér ungi maður- inn, sem geystist inn eins og storm- sveipur og fékk kaffísopa hjá mömmu, síðan hr. Einarsson í ess- inu sínu á danskri grund, en ekki hvað síst tryggi frændinn í verslun- arfélaginu Festi, sem alltaf var hægt að leita til. Ég veit ég mæli fyrir munn okkar hinna barnabarn- anna frá Garðhúsum og fjölskyldna okkar þegar ég votta Einari, Stein- unni og Ölafi samúð. Ólafur Gaukur. * OLAFUR E. EINARSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við ÖH tækifæri blómaverkstæói INNA Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 t Elskuleg systir, fóstursystir og frænka, RÓSA KRISTINSDÓTTIR frá Árhóli, Dalvík, lést sunnudaginn 3. nóvember sl. Jaröarförin fer fram frá Dalvikurkirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristfn Kristinsdóttir, Njáll Skarphéðinsson, María Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN MAGNÚSSON, Tunguvegi 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Ása Pálsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Philip Cartledge, Jón Björgvinsson, Páll Björgvinsson, Sylvía Sigurðardóttir, Magnús Björgvinsson, Björgvin Björgvinsson, Hannes Björgvinsson, barnabörn og barnabarnbörn. Signý Guðmundsdóttir, Ástrós Guðmundsdóttir, Mike Haith, Edda Pálsdóttir, Marólína Erlendsdóttir, JÓN EGILSSON + Jón Egilsson fæddist 19. jan- úar 1920 í Reykja- vík. Hann lést á Borgarspítalanum 4. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar Jóns voru Egill Sveinsson, f. 1.8. 1884, d. 1926, hús- gagnasmiður í Reykjavík, og k.h., Sigríður Jónsdóttir, f. 27.8. 1884, nú lát- in, húsmóðir. Systk- ini Jóns voru Svein- björn, f. 27.11. 1906, nú látinn, stöðv- arstjóri við útvarpsstöðina á Vatnsenda, kvæntur Rannveigu Helgadóttur og eignuðust þau fjögur börn; Anna Eygló, f. 9.8. 1914, d. 1970, húsmóðir í Reylyavík, gift Martin Jensen umsjónarmanni og eignuðust þau tvö börn. Jón kvæntist 2.10. 1944 Ing- unni Ásgeirsdóttur, f. 15.4. 1914, d. 1987, húsmóður og hattagerðarkonu í Reykjavík. Hún var dóttir Ásgeirs Ingimars Ásgeirssonar, útvegsbónda og kaupmanns í Tröð í Álftafirði, og k.h. Þorbjargar Hannibals- dóttur húsfreyju. Börn Jóns og Ingunnar eru Sveinn Þórir Jóns- son, f. 24.11. 1942, útvarpsvirki og eigandi Radíóstofunnar í Reykjavík, kvæntur Sigríði Stefánsdótt- ur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Þorgeir, f. 18.10. 1945, prent- ari og nú starfsmað- ur Alþingis, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Dröfn Bj örgvinsdóttur húsmóður og eiga þau þijú börn; Sig- ríður, f. 23.5. 1949, læknaritari í Reykjavík, gift Svavari Haraldssyni lækni og eiga þau þrjú börn, auk þess sem Sigríður á dóttur frá því áður. Jón var á fermingaraldri er hann hóf störf lyá Viðtækja- verslun ríkisins, stundaði þar nám í útvarpsvirkjun og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein 1944. Jón starfaði við viðgerðir og varahlutaþjónustu hjá Við- tækjaversluninni á meðan hún var starfrækt eða til 1969. Hann var prófdómari í útvarpsvirkjun í fjölda ára. Jón er einn af stofn- endum Félags útvarpsvirkja, var endurskoðandi félagsins og var heiðursfélagi þess. Útför Jóns fer fram frá Laug- arneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við systkinin viljum minnast afa okkar með nokkrum orðum. Hann hafði legið mjög veikur við góða umönnun á Borgarspítalanum og við vissum að hann væri á förum. Dauðinn kemur manni samt alltaf í opna skjöldu og það verður skrítið að hitta afa ekki aftur. Hann var tignarlegur maður og þrátt fyrir mikil veikindi bar hann sig alltaf vel. Samskiptin voru ekki mjög mikil. Við vissum samt alltaf af honum og við vissum að hann fylgd- ist vel með því sem við vorum að gera, fyrir það verðum við ætíð þakklát. Elsku afi, nú hefur þú fengið eilífa hvíld frá þjáningum þessa lífs og það er mikil huggun að vita að nú líður þér loksins vel. í Spámanninum stendur: „Hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötrað- ur leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinn- ar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jón Þórir, Harpa, Gígja og Þorbjörg. Nú er komið að kveðjustund. Afi minn hefur látið í minni pokann í baráttunni við langvinn veikindi. Minningarnar sækja að. í bernsku var heimili afa og ömmu á Kirkju- teig mitt annað heimili. Eftir að ég flutti með fjölskyldu minni til Sví- þjóðar dvaldi ég oft í lengri tíma á sumri hjá þeim. Þau veittu mér alla ást sína og umhyggju, ekkert var of gott fyrir litlu dótturdóttur þeirra. Ófáar ferðir fórum við í sumarbú- staðinn við Iðu í Biskupstungum. Var afi óþreytandi að fræða mig um alla staði sem við fórum um, heiti á fjöllum, ám, sveitabæjum og jafnvel heimafólki og var einnig vel að sér í ættfræði. Hann var stál- minnugur og ótrúlega vel að sér um alla landafræði Islands, fugla himinsins og grös jarðarinnar. Hann unni landinu okkar og bar virðingu fyrir kraftinum sem í því býr. Hann hafði yndi af að ferðast um landið svo að ekki sé talað um að renna fyrir íax í fallegri á en þar var Hvítá við Iðu þó fremst í flokki að hans dómi. Eftir að ég giftist sjálf og eignað- ist börn reyndist hann þeim vel ekki síður en mér og sakna stelp- urnar mínar langafa síns. Einnig var þeim hlýtt hvorum til annars Gulla mínum og afa og gátu þeir rætt langtímum saman um allt milli himins og jarðar. Nú er hann laus við veikindi og þjáningar og farinn í sitt hinsta ferðalag. Guð blessi þig, elsku afí minn. Ingunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.