Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Kyrrðar- stund í Krists- kirkju“ KVENNAKÓRINN Vox Feminae heldur tónleika í Kristskirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 21. Á efnisskránni verður ein- göngu trúarleg tónlist frá ýmsum tímum, m.a. Salve Regina, nýlegt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Rómarferð Kvennakórs Reykja- víkur sl. sumar. Sönghópurinn var stofnaður með 24 meðlimum árið 1994 af Margréti J. Pálmadóttur og Svönu Víkingsdóttur, en þær eru einnig stofnendur og stjóm- endur Kvennakórs Reykjavíkur. Sönghópurinn hefur notið leið- beiningar Sibylar Urbanic, sem er prófessor við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg og mun hann halda tónleika í Vínarborg næsta sumar undir hennar stjórn. Að þessu sinni er fjöldi söng- kvenna á þessum tónleikum 40 og mun Stefán S. Stefánsson saxófónleikari leika með hópnum af frngrum fram á sópransaxófón í módettu Anima Christi. Tónleikarnir standa í um það bil eina klukkustund og nefnast þeir „Kyrrðarstund í Krists- kirkju“. Þeir verða aðeins þetta eina kvöld. Stjómandi er Margrét J. Pálmadóttir og Svana Víkings- dóttir leikur á orgel kirkjunnar. Fyrirlestur um Albert Camus FRANSKA sendiherrafrúin á ís- landi, frú Béatrice Cantoni, held- ur fyrirlestur um Albert Camus í franska bókasafninu miðviku- daginn 13. nóvember kl. 20.30. Tvær nýlega útgefnar bækur veita nýja innsýn í verk Camus og færa höfundinn nær okkur. Árið 1994 kom út bókin Le Premi- er Homme, skáldsaga sem var ófrágengin þegar Camus lést af slysfömm 4. janúar 1960, og á þessu ári kom út stórvirkið Al- bert Camus, une vie eftir Olivier Todd. í ævisögunni fylgjum við syni ólæsrar vinnukonu þar til hann hlýtur nóbelsverðlaunin í bók- menntum. „Skáldsagan Le premier Homme er dásamleg og óvænt sending fyrir þá sem vilja nálgast rithöfundinn Camus, sem með verkum sínum hefur snortið kyn- slóðir lesenda í gegnum tíðina. Þessi bók sem hefur verið grafin í þrjátíu og ijögur ár undir ösku- lagi gleymsku og efasemda birtist okkur sem nýskrifuð," segir í kynningu. Fyrirlestur frú Cantoni verður fluttur á frönsku en túlkaður jafnóðum á íslensku. Franska bókasafnið er til húsa að Austur- stræti 3, (inngangur frá Ingólfs- torgi) og er öllum heimill að- gangur. Vox Arena sýnir „Kaffi Kaos“ VOX Arena, leikfélag Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, fmmsýnir „Kaffi Kaos“ föstudaginn 15. nóvember kl. 20 á sal skólans. í sýningunni eru fjórir einþát- tungar, Meindýr eftir Bjarna Guðmarsson, Andinn eftir Stefán Jóhannes Sigurðsson, Strákurinn sem gleypti tunglið eftir Jane Martin (Kamilla Ingibergsdóttir þýddi), Nakin kona og fullklædd- ur maður eftir Diönu Amsterdam (Jón Einars Gústafsson þýddi). Þess má einnig geta að þetta verðir alheimsfmmsýning á And- anum og Meindýram. Sýningin verður í kaffihúsastíl og mili atriða verða kynnar sem flytja lítinn formála að hveijum einþáttungi. Boðið verður upp á kaffi og smákökur. Leikstjóri er Jón Einars Gúst- afsson og leikarar em 13 talsins. Síðustu sýning- ar á Spænsk- um kvöldum KAFFILEIKHÚSIÐ í Hlaðvarp- anum hefur frá því í byijun októ- bermánaðar staðið fyrir Spænsk- um kvöldum, sem er tónlistar-, dans og söguveisla í flutningi þeirra Sigríðar Ellu Magnúsdótt- ur söngkonu, Kristins R. Olafs- sonar sögumanns, Láru Stefáns- dóttur dansara, Péturs Jónasson- ar og Einars Kristjáns Einarsson- ar gítarleikara. Leikstjóri er Þór- unn Sigurðardóttir. Aðsókn hefur verið mikil og uppselt á nær allar sýningar frá upphafi. Nú fer sýningum fækk- andi og verður sú síðasta laugar- daginn 30. nóvember. Tónleikar í Blárri tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitarinnar Vill ljúka upp heimi tónlistarinnar NÝ TÓNLEIKARÖÐ Sinfóníu- hljómsveitar íslands, Blá tónleika- röð, hefur göngu sína annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 á tónleik- um hljómsveitarinnar í Háskóla- bíói. Alls verða bláir tónleikar vetr- arins þrír talsins og á þeim mun Jónas Ingimundarson píanóleikari leiða áheyrendur um töfraheima tónlistarinnar eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá hljómsveit- inni. Fer inn í verkin ogtekur sýni Ákveðið var í samráði við Jónas að halda efnisskrá tónleikanna leyndri. „Ég verð í hlutverki kynn- is og spjalla við fólk um það sem flutt verður. Við gerum það að gamni okkar að gefa ekki upp fyrirfram, nema að litlu leyti, hvað boðið verður upp á. Það gefur tónleikunum annan blæ. Ég fer inn í verkin, tek sýni og fjalla um hvernig tónarnir spjalla saman og svo er öllu púslað sam- an og hljómsveitin leikur verkin í heild,“ sagði Jónas Ingimundar- son í samtali við Morgunblaðið. Eina vísbendingin sem hann vildi gefa væntanlegum tónleikagest- um er að öll verkin væru glæsileg hljómsveitarverk. „Þau eru hvert öðru stórkostlegri, spanna vítt svið og eru öll fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.“ Hann sagði að það yrði óvenjulegt fyrir áhorf- endur að fá enga efnisskrá í hend- ur. „Ég hef gert þetta oft áður, bæði einn við píanóið eða með söngvara auk þess sem ég hef komið fram með svona dagskrá á tónleikum hljómsveitarinnar úti á landi.“ Vill breyta viðhorfi fólks Aðspurður sagði hann áhorf- endur kunna vel við kynningu af þessu tagi í bland við tónlistina og viðbrögð væm ætíð mjög já- kvæð. Hann segist vilja breyta viðhorfi fólks sem heldur að það þurfi að setja sig_ í stellingar til að skilja tónlist. „Ég vil ljúka upp heimi tónlistarinnar. Þetta er ekki ■VÍv Morgunblaðið/Árni Sæberg Keri Lynn og Jónas Ingimundarson eru harla kát með „leyndu“ dagskrána. spurning um að skilja heldur að slaka á og opna skilningarvitin. Ég hlakka til að takast á við þetta.“ Stjórnandi hljómsveitarinnar er Keri Lynn en hún er af íslensku bergi brotin og stjórnaði hljóm- sveitinni á tónleikum á síðasta ári. Hún er aðstoðarhljómsveitar- stjóri við Dallas Symphony Orch- estra og kemur reglulega fram sem gestastjórnandi hjá ýmsum hljómsveitum í Bandaríkjunum, Kanada og Venesúela. •FIÐLU- LEIKARINN Yehudi Menu- hin hætti við ferna tónleika í Suður-Afr- íku í síðustu viku og hélt í skyndi til San Francisco til að vera við sjúkrabeð móður sinnar, Maruthu, sem er 100 ára gömul. Mun hann halda að nýju til Suður-Afríku í mars á næsta ári. Frá skáldi til skálds TÖNLIST L e i k h ú s k j a 11 a r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Kolbeinn Bjamason, flauta og bassa- flauta, Guðni Franzson, klarínett, Sigurður Halldórsson, selló, og Atli Heimir Sveinsson, píanó og segul- band. Leikhúskjallaranum, mánu- daginn 11. nóvember kl. 21. UNDIR fyrirsögninni Sveinsson og Schumann hófst fyrsta vikulega menningarkvöld Listaklúbbs Leik- húskjallarans í nóvember á mánu- dagskvöldið var. Aðsókn var nokk- uð innan við meðallag. Flutt vom tvö nýleg verk eftir Atla Heimi, Grand Duo Concertante II - „Schu- mann ist der Dichter" fyrir flautu, klarínett og tónband og Grand Duo Concertante III - „Opnar dyr“ fyr- ir flautu, selló og tónband. Á milli þeirra las Edda Arnljótsdóttir þijú ljóð eftir Sigfús Daðason og úr „Útlegð“ eftir Saint-John Perse í þýðingu Sigfúsar, og í upphafi tón- leikanna ræddi Atli um Robert Schumann og lék nokkur verka hans á píanó. Þó að maður ætti orðið að vita betur, virðist það endalaust ætla að koma manni á óvart, hvað Atli Heimir Sveinsson getur verið góður skemmtikraftur. Það er ekki aðeins að maðurinn er skýrmæltur og hnitmiðaður í framsögn, fróður, fýndinn og með skothelt örugga framkomu, heldur er hann líka meira en sendibréfsfær píanisti, eins og fram kom í fýrsta og nota- legasta hluta kvöldsins, er tónskáld- ið leiddi áheyrendur inn í veröld meistara Schumanns með viðkomu um nokkur styttri hljómborðsverka hans. Spjallið var ekki langt, en því eftirminnilegra, og hvarflaði að hlustandanum, að þar væri e.t.v. efni í afslappaðan menningarþátt fyrir sjónvarp. Það fór varla fram hjá neinum, að Schumann er Atla hugstæður, bæði sem ljóðskáld og tónskáld, og sú hrifning reyndist smitandi. Fyrir utan „fantasíustykki“ eins og Tráumerei og Warum? lék Atli dæmi um kameljónshæfíleika Schumanns til að yrkja nótur í ólíkra manna stílum, eins og Chop- ins og Mendelssohns, þætti úr Kind- erszenen, „Der Dichter spricht", og fleira. Tengdust þar ýmis heiti þátt- um Grand Duo Concertante II, er Caput-konsúlarnir tveir, Guðni Franzson og Kolbeinn Bjarnason, léku að þessu fyrsta atriði kvöldsins loknu ásamt segulbandstæki undir stjórn höfundar, því dúóið bar þáttaheitin „Fantasiestúcke", „Der Dichter Spricht“, „Acht Kinder- szenen" og „Adagio“. Tónamálið fyrir tréblásarana var hvasst, framsækið og beitti nýjustu tækni og vísindum með ýtrustu nýtingu hljóðfæranna í tónsviði og styrk, multiphonics, Flatterzunge, söngofan í spil, o.fl., o.fl. Spilaram- ir þurftu víða að taka á öllu sínu, og dugði ekkert minna en leður- lungu í erfiðustu partana, þegar hljómpípunum virtist ætlað að ganga af göflunum. Þeir Kolbeinn og Guðni leystu engu að síður átakamikil hlutverk sín af hendi með snöfurmannlegri snilld, og verkið var nógu fjölbreytt að áferð og skilvirkt í uppbyggingu til að koma skáldkveðju Atla til Schu- manns til skila á póetískan hátt. Tónbandshljóðin voru einkum unnin úr barnsröddum, og kom samspil tréblásara, barnshláturs, -gráts, -fliss o.s.frv. oft skemmtilega út og kallaði ýmist á brosviprur eða blíðar tilfínningar, jafnvel þótt blásararnir létu öllum illum látum á sama tíma. Til að rúnna af verkið - og kannski ekki sízt til að tryggja tengslin við þýzka meistarann - kaus Atli að fjara út með strengja- kvartettsupptöku úr Adagio-þætti úr einum hinna þriggja strengja- kvartetta Schumanns. Ekki heyrði undirr. tilkynnt hveijir léku þar, en áhrifin vora ekki ókeimlík tilvitnun Bergs í kórsálm Bachs „Es ist gen- ug“ í fiðlukonsert sínum. Fallegt, angurvært niðurlag á átakamiklu verki, gríðarlega vel blásnu af þeim Caput-framheijum. Eftir skýrmæltan upplestur Eddu Arnljótsdóttur að loknu hléi, er var blessunarlega laus við hið hvimleiða söngl sem tröllríður ljóðaupplestri margra kvenna, kom að síðasta atriði kvöldsins, Grand Duo Con- certante III fyrir flautu, selló og tónband í flutningi Kolbeins Bjarna- sonar, Sigurðar Halldórssonar og höfundar. Hvort einhver skírskotun til Schumanns ætti að felast þar undir niðri var ekki alveg ljóst, nema þá helzt út frá heildar- stemmningu áður upplesinna ljóða, er tónskáldið virtist hafa þegið að innblásturslind. Báru allir fjórir þættir tónverksins sem heiti tilvitn- anir úr kveðskapnum. 1. þáttur hét til dæmis......Þar sem liðu segl í fullu tré, þaðan ber rekald, sem er mýkra en draumur fiðlusmiðs . ..“. Enn sem fyrr vora hljóðin á tón- bandinu flest fengin úr stijúpum ungviðisins, nema hvað rafhljóð vom meira áberandi hér en í fyrra stórdúóinu. Að öðru leyti birtist verkið undirrituðum hlutfallslega sem gamalt vín á gömlum belgjum, því flest það sem höfundurinn tjáði hér, heyrðist manni þegar hafa ver- ið tjáð í fyrra verkinu, nema ef vera skyldi mínimalíska hjkkkið í 3. þætti („ ... Og snögglega em mér allir hlutir afl og nálægð, þar rýkur enn- þá af stefí einskis"). Verkið virtist prýðisvel leikið af þeim Kolbeini og Sigurði, en megnaði samt lítið nýtt fram að færa, og þrátt fýrir skáld- legar tilvitnanir þáttaheita tókst undirrituðum ekki á þessari stund og stað að koma auga á neitt sem gat boðið langdregni þess birginn og höfðað skáldlega til áheyrandans í tónum talið. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.